Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 9
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 9 nýjar vöihip jliLL BANKASTRÆTI 8, SÍMI 13069 Skipuleggbu eigin fjármál Þegar þú hefur reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs færðu handhæga áskriftarmöppu undir gögn um sparnað fjölskyldunnar. Mappan inniheldur einnig eyðublöð fyrir greiðsluáætlun og heimilisbókhald og með þeim getur þú skipulagt fjármál heimilisins enn betur en áður. Hringdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, pantaðu áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs og fáðu senda möppuna Sparnaö heimilisins - Áskrift ab spariskírteinum ríkissjóös. Nú getur þú skipulagt fjármál heimilisins - og sparað um leið. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 Sigriður Anna Þórðardóttir. Mótun menntastefnu „íslenzkt þjóðfélag hefur breytzt mjög ört á síðustu áratugum úr fábrotnu bænda- samfélagi í flókið nútímasamfélag sem gerir sífellt meiri kröfur um fjölbreytta menntun og hæfni þegnanna. Skólarþurfa að koma til móts við þarfir ólíkra nem- enda, bæði hvað áhuga og námsgetu varðar, og á fjölbreyttari hátt en áður. Þessar breyttu forsendur hafa gjörbreytt þeim kröfum sem gerðar eru til skóla- starfs", segir Sigríður Anna Þórðardóttir, alþingismaður, formaður nefndar sem vinnur að endurskoðun laga um grunn- skóla og framhaldsskóla, ítímaritinu Sveit- arstjórnarmál. Grunnskólinn og sveitar- félögin Sigríður Anna Þórð- ardóttir, alþingsmaður, seglr m.a. í Sveitarstjóm- armálum: „Með nýjum lögum um verkaskiplingu ríkis og sveitarfélaga, sem öðluð- ust gildi í janúar 1990, vom sveitarfélögum fal- in aukin verkefni á sviði skólamála, þ.e. allur rekstrarkostnaður grunnskóla fyrir utan kennaralaun, bygging skólahúsnæðis og rekst- ur og uppbygging tónlist- arskólanna. Sú reynsla sem þegar er fengin af nýju verka- skiptíngunni á sviði skólamála er góð. Sveit- arfélögin hafa fyllilega staðið við sitt og raunar gott betur þar sem mörg sveitarfélög bæta kjör kennara með ódým hús- næði eða húsalcigu- styrlqum og veita þeim launauppbót með beinum launagreiðslum. Sveitar- félögin leggja því þegar meira af mörkum tíl grunnskólahalds en þeim er ætlað í lögum. Þessi staðreynd ásamt því að grunnskólinn er dæmi- gert staðbundið verkefni hvetur til þess að taka af skarið og fela sveitar- félögunum þetta verk- efni að fullu. Raunar má ætla að ýmsar úrbætur á sviði skólamála svo sem einsetning skóla, skóla- máltíðir og lenging skóladags yngri bama nái fyrr fram að ganga í höndum sveitarfélaga en ríkisins, þar sem því markmiði er þegar náð í ýmsum skólum að frnrn- kvæði sveitarstjórna..." Nýjar leiðir Grein Sigríðar Onnu fjallar síðan um eftirlits- skyldu stjómvalda með skólastarfi, mat á skóla- starfi, námsmat og sam- ræmd próf, rannsóknar- og þróunarstarf og end- urmótun náms á fram- haldsskólastigi. Hún seg- ir: „Brý'nustu verkefni í málefnum framhalds- skólans em að móta skýra stefnu um námstil- boð og hvemig inntöku nemenda skuli háttað. Síðan þarf að huga að uppbyggingu náms á mis- munandi námsleiðum, m.a. með þátttöku at- vinnulífsins í þróun starfsnámsbrauta. Loks er brýnt að athuga hvern- ig verkaskiptíngu skóla og sérhæfingu skuli hátt- að þannig að takast megi að finna leiðir tíl halda uppi eins fjölbreytilegu námsframboði á fram- haldsskólastigi og frekast er unnt án þess að það komi niður á gæðum námsins". Nefnd sú, sem Sigríður Anna fer fyrir, leggur til nokkrar gmndvallar- breytingar á framhalds- skólanámi, þ.e. þrjár námsleiðir eftir mismun- andi árangri í gmnn- skóla: * 1) Fornám, eitt ár eða lengur, fyrir þá sem ekki hafa náð námsmarkmið- uin gmnnskólans. Að fomámi loknu geta við- komendur haldið áfram starfsnámi eða öðm framhaldsnámi. * 2) Gagnfræðanám, eins árs nám, sem jjúki með framhaldsskólaprófi þar sem samræmd próf yrðu í völdum greinum. Skil- yrði til inngöngu er að liafa lokið gmnnskóla- prófi með tiltekinni lág- markseinkunn. í þessu nánti verði lögð áherzla á að styrkja gmnnþekk- ingu og fæmi í kjama- greinum. Einnig á verk- og listgreinar og annars konar valgreinar. * 3) Námsbrautir fram- haldsskóla, þ.e. starfs- menntabrautir og al- mennar bóknámsbrautir. „Settar verði lágmarks- kröfur um námsárangur nemenda á gmnnskóla- prófi/framhaldsskóla- prófi til að hefja nám á námsbrautum framhalds- skólans“. Lögð er áherzla á að efla tengsl skóla og at- vinnulífs og að glæða áhuga ungs fólks á verk- menntun, en hlutfallslega færri nemdendur stunda starfsmenntun hér á landi en gerist í mörgum öðr- um löndum. Fjármálanámskeið VIB EINFÖLD UPPSKRIFT AÐ UPPBYGGINGU EIGNA Nú er að fara af stað aftur Fjármála- námskeið VÍB. Um 800 manns sóttu nám- skeiðið á síðasta vetri. Námskeiðið er einkum ætlað að leiðbeina þátttakandanum við að nýta tekjur sínar sem best og byggja upp sparifé og eignir. Reynt hefur verið að gera námskeiðið þannig úr garði að þátt- takandinn geti sjálfur ráðið fram úr fjármálum sínum og skipulagt þau til að ná sem bestum árangri. A námskeiðinu er fjallað um flesta mikilvæga þætti í fjármálum fjölskyld- unnar, svo sem um skattamál, lífeyrismál, húsnæðismál, tryggingar, námslán, erfða- mál, skuldir heimihsins o.fl. Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar urn Fjármálanámskeið VÍB og einnig er hægt að fá sendar upplýsingar í pósti. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. 21. og 23. september. KL 20:00 -23:00. Þátttökugjald: 6.900 kr. Innifalið í námskeiðjnu er Fjármálahandbók VÍB. Lá'bbánandi: Margrét Svánsdóttir. ABYRGÐ! Ef þér finnst námskeiðið ekki skila þér aukinni þekkingu á skipulagningu fjármálanna færð þú þátttökugjaldið endurgreitt skilyrðislaust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.