Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 Minning Ejrjólfur Teitsson Fæddur 30. júlí 1925 Dáinn 4. september 1993 Nú þegar sumarið er að kveðja og dagamir styttast, kveður hann afí okkar þennan heim. Eftir stutt en erfið veikindi er afi allur. En minningin um afa mun ætíð ylja okkur um hjartarætur. Alltaf þegar við komum í heim- sókn í Barmahlíðina, þar sem afi og amma bjuggu, stóð afi í tröppun- um og tók á móti okkur, kyssti og faðmaði. Svo fórum við beinustu leið inn í litla herbergi og toguðum afa að skrifborðinu þar sem hann geymdi ætíð eitthvað gotterí handa okkur. Afa og okkur þótti gaman þegar hann tók okkur í fang sér í stólnum sínum og sagði okkur sögu eða spjallaði bara við okkur. Afi hafði mikið dálæti á dýrum, og honum þótti mjög vænt um Laugardalinn þar sem hann var fæddur og uppalinn. Þegar afi og amma fluttust til Reykjavíkur hafði afi ætíð hesta í Víðidalnum á vet- uma, og stundaði hann þar hesta- mennskuna þegar hann var ekki að vinna. Kindur hafði afí í Selvogn- um og þangað fórum við fjölskyldan oft til að heimsækja hestana og kindurnar, og að taka upp kartöfl- urnar. Afí var mikill nákvæmnismaður og hafði allt í röð og reglu. í bíl- skúrnum hans við Barmahlíðina vom t.d. allir hlutir á sínum stað og gekk hann að þeim vísum þegar hann þurfti á þeim að halda. Enda þótt afí væri rólegur og hlédrægur maður var ávallt stutt í grínið hjá honum og aldrei sáum við afa skipta skapi. Afí var ákaflega góður við bama- börnin sín og vildi allt fyrir okkur gera. Þegar Anna Bára systir fór að hafa hestana sína á húsi var afí boðinn og búinn að lána henni hest- húsið sitt í Víðidalnum og hjálpa henni eins mikið og heilsan leyfði. Síðustu sex árin hefur afí oft kom- ið upp í hesthús og fylgst með henni og hestunum. Við vitum að honum þótti gaman að því, hann hafði mikið dálæti á hestum og þó að afi hafí ekki treyst sér á hestbak síð- ustu árin hafði hann ætíð góð ráð um það hvað betur mætti fara og hrósaði því sem vel var gert. Við systkinin kveðjum nú afa okkar í hinsta sinn og þökkum fyr- ir samfylgdina gegnum árin. Bless, elsku afí, við minnumst þín sem góðs og yndislegs afa sem vildi allt fyrir okkur gera. Anna Bára, Eyjólfur Már og Viðar Ben. Ég sé þig enn er sólin blessuð skín, þó sértu löngu í eilífð burtu liðinn. Og hvíld mín ertu þegar dagur dvín, og drottinn sendir þreyttum næturfriðinn. Ég sé þig enn er sólin kveður dag, og söngvar kvöldsins glatt um strætin hljóma. Þú kemur eins og mildast ljúflingslag um lífsins þrá og hjartans dýpstu óma. (Steinn Steinarr) Með fáeinum orðum langar okkur systkinin til þess að minnast afa okkar Eyjólfs Teitssonar, Barma- hlíð 55, sem lést hinn 4. september eftir erfíða baráttu við veikindi. Afí fæddist 30. júlí 1925 í Eyvindar- tungu, þar sem hann ólst upp ásamt sex systkinum. Foreldrar hans voru Teitur Eyjólfsson og Sigríður Jóns- dóttir frá Eyvindartungu. Afi var einstaklega barngóður og umhyggjusamur maður og greið- vikinn úr hófi fram. Þær eru marg- ar minningarnar sem koma upp í huga okkar, þegar við rifjum upp allar þær góðu stundir sem við átt- um með honum. Þá minnumst við helst allra ferðanna í Selvoginn, en þar stundaði hann smá fjárbúskap sér til ánægju samhliða störfum sínum sem smiður. Afí hafði gaman af hestum, og við fengum oft að fara með honum í hesthúsin. Skemmtilegast af öllu fannst okkur krökkunum þó þegar hann leyfði okkur að fara á hestbak. Afí í „Barmó“, eins og við jafnan kölluðum hann, var okkur svo und- ur blíður og góður. Við vorum allt- af svo hjartanlega velkomin til ömmu og afa í Barmahlíð. Afí hafði einstakt lag á börnum og þolin- mæði hans þraut aldrei þrátt fyrir ærslaganginn í okkur krökkunum. Við hlökkuðum alltaf mikið til að fá að sofa hjá ömmu og afa í „Barmó“, en afí hlakkaði ekki minna til þessara heimsókna og dekraði við okkur á alla lund sér til mikillar ánægju. Elsku afí minn, sem varst alltaf svo ljúfur og góður. Þú ætlaðist ekki til mikils af öðrum en vildir allt fyrir aðra gera. Engin orð ná yfír ást þína og umhyggju alla tíð. Yndislegu stundirnar, sem við átt- um með þér, munu lifa í huga okk- ar allra. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Arndís, Soffía, Elvar og Birkir. í dag er kvaddur hinstu kveðju Eyjólfur Teitsson frá Eyvindar- tungu í Laugardal, en heimili hans var í Barmahlíð 55 í Reykjavík. Mér er bæði ljúft og skylt að minn- ast mágs míns og vinar með nokkr- um orðum. Hann var sonur hjónanna Sigríð- ar Jónsdóttur frá Stífnisdal í Þing- vallasveit og Teits Eyjólfssonar frá Fífuhvammi við Reykjavík, en þau bjuggu svo til allan sinn búskap í Eyvindartungu í Laugardal. Eyjólfur ólst upp meðal systkina, en þau eru í þessari röð: Asbjörg, Ásthildur, Jón og þá Eyjólfur, næst- ur var Baldur en hann lést fyrir rúmu ári, þá Ársæll og yngst Halla. Allur hópur þessara systkina hefur komið sér vel í þjóðfélaginu og er bundinn sterkum fjölskyldubönd- um. Eyvindartunga er talin allgóð bújörð með góða túnræktun, gróð- ursælt land og með veiðihlunnindi og vel í sveit sett. Þaðan er frá- bært útsýni yfír‘‘Laugardalinn og vatnið, skógur er áberandi í fjalls- hlíðunum, sjá má straumharðar ár og lygnar liðast í átt að vatninu, fjallasýnin er fögur í björtu veðri. Frá þjóðveginum sést heim að Ey- vindartungu í háu skógarkjarri. Það var venja í sveitum landsins að böm fóru fljótt að vinna við bústörfín eða strax og þrek leyfði. Svo var með Eyjólf. Hann hafði strax mikinn áhuga á sveitarstörf- um, hafði snemma þekkingu á bú- fénaði og öðru er að búskap laut. Margir spáðu að hann yrði bóndi, en atvikin höguðu þannig að svo varð ekki. Eyvindartunga er næsta býli við skólastaðinn Laugarvatn. Eyjólfur sótti því nám við Héraðsskólann þar og lauk þaðan prófí með góðum orðstír. Síðan hóf hann nám í húsa- smíði og lauk því einnig með góðum árangri og gerði þá iðn að aðal- starfí. Hann var að upplagi laghent- ur, glöggur og útsjónarsamur og voru því öll verk honum auðveld. Fyrstu árin eftir að Eyjólfur hafði aflað sér réttinda í iðn sinni vann hann við ýmiskonar byggingar- vinnu í Reykjavík og einnig í sveit- um landsins. Á seinni árum var starfsvettvangur hans aðallega með vinnuflokkum hjá Póst- og síma- málastofnuninni, að sumri til úti á landsbyggðinni við byggingu húsa, viðhald og endurbyggingar, en að vetri til meira unnið í Reykjavík hjá sömu aðilum. Vinnan úti á landi átti mjög vel við Eyjólfs því að þar kynntist hann landinu og bændafólki í hinum ýmsu landshlutum er hann gat rætt um hinar ýmsu greinar land- búnaðarins. Hann átti góðar endur- minningar frá þessum ferðum. Árið 1951 giftist Eyjólfur eftirlif- andi konu sinni Sofiiíu Ármanns- dóttur, eða Obbu, eins og við vinir hennar kölluðum hana, frá Urðum í Svarfaðardal, hinni mætustu konu eins og hún á kyn til. Fyrstu bú- skaparárin bjuggu þau hjón í leigu- húsnæði í Reykjavík og Ámessýslu, en fljótlega eignuðust þau eigið húsnæði, fyrst í Eskihlíð og síðar í Barmahlíð 55 í Reykjavík, en þar hafa þau búið í fallegri og vel bú- inni íbúð. Hlýleiki og vinarþel er þar í öndvegi. Þar er gott að koma og dvelja. Obba og Eyjólfur eignuðust tvö myndarleg böm. Sonurinn Teitur lærði húsgagnasmíði og vann við þá iðn um árabil. Síðar gerðist hann verslunarmaður, rak ýmsar verslan- ir ásamt konu sinni Lovísu Viðars- dóttur. Einnig hefur Teitur stundað sjómennsku. Þau hjón eiga þtjú börn. Dóttirin Elín hefur er aðstæður leyfa unnið við skrifstofustörf. Hún var gift Hreini Kristjánssyni og áttu þau eina dóttur. Hann lést af slysfömm. Síðari maður Elínar er Magnús Stefánsson verktaki og eiga þau tvo drengi. Magnús var áður giftur Dagnýju Ólafsdóttur. Hún lést einnig. Magnús átti frá fyrra hjónabandi eina dóttur. Þótt öll þessi böm hafí notið góðs uppeldis á heimilum sínum hafa þau Eyjólfur og Obba sýnt þeim frábæra umhyggju og ástúð. Eyjólfur hefur alla tíð látið sér sér- staklega annt um fjölskyldu sína og velferða hennar. Hann hefur alla tíð verið mjög hændur að börn- um, tekið tillit til þeirra og börnum liðið vel í návist hans. Eyjólfur var með hærri mönnum, Ijós yfirlitum og sviphreinn, snyrti- legur og glaðlegur og bar sig vel, þó hlédrægur. Hann var heiðarlegur og fyrirleit alla sýndarmennsku, var einlægur og hjálpfús, ekki síst við þá em vom minniháttar. Hann átti gott með að tjá hugsanir sínar, var víðlesinn og stálminnugur. Eins og fram hefur komið hafði Eyjólfur mikinn áhuga á búskap. Hann sýndi það í orði og verki. Er rætt var við hann beindi hann oft talinu að landbúnaði. Fyrir allmörg- um ámm eignaðist hann jarðnæði í Selvogi og hafði þar sér til ánægju bæði kindur og hesta. í frístundum sínum var hann þar oft við heyskap og önnur bústörf. Að vetri til fékk hann aðstoð til að fóðra þennan litla bústofn. Foreldar Eyvindartungusystkina gerðu jörð sína að ættaróðali til að reyna að tryggja hana ættmönnum sínum. Jafnframt létu það öll böm sín fá lönd undir sumarbústaði. Þegar efni og ástæður leyfðu lét Eyjólfur Teit son sinn fá hluta þess lands er honum bar. Þar hjálpuðust feðgarnir við að koma upp sumar- bústað. Á síðastliðnu ári byijaði Eyjólfur einnig að koma upp sumar- húsi fyrir Elínu og fjölskyldu henn- ar. Fyrir fjóram til fimm árum fór heilsa Eyjólfs að bila. Á þessu tíma- bili varð hann oft að vera á sjúkra- húsum, stundum mikið þjáður og vart hugað líf. Þrátt fyrir það kvart- aði hann aldrei, öllu heldur sló hann á létta strengi, sagði broslegar sög- ur. Ef honum létti var hann strax farinn að vinna. Þá kom hann aust- ur í Laugardal, sem var honum svo kær, og vann af veikum mætti með hvíldum við sumarbústað dóttur sinnar. Það var honum svo mikil virði. Það er við hæfí að senda kveðjur úr Laugardalnum, fæðingarstað Eyjólfs, þaðan sem hann var barn- fæddur og var honum svo kær. Kæra Soffía, við hjónin sendum þér og fjölskyldum Teits og Elínar innilegar samúðarkveðjur. Eiríkur Eyvindsson. Þegar liður á haustið taka sumar- litirnir að hverfa og fuglarnir fljúga suður á bóginn og hafa vistaskipti, en koma svo til baka. Svo er líka um mannfólkið, það hefur vista- skipti, en sumir koma ekki aftur, svo er um tengdaföður minn,- Eyj- ólf Teitsson, hann kemur ekki aftur LlÍKlP' KKÍlí* Ut- t ‘ <í.h ' a. t-t Í.KM i*«t*l.tiSb t |»|»l'SlMUllf smiii . FLUGLEIDIR léTEL LIFTmill t Eiginmaöur minn og faöir, TORFI ÖSSURARSON frá Felli í Dýrafirði, lóst í Landspítalanum laugardaginn 11. september sl. Sigurrós Jónsdóttir og börn. t Móðir mín og tengdamóðir, GUÐRÚN FR. GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. september kl. 15.00. Njáll Þorsteinsson, Lovisa M. Marinósdóttir. t Ástkaer eiginkona mín og móðir okkar, BRYNDlS bjarnadóttir, Lertegeivegen 62, Malmö, lést í sjúkrahúsi í Lundi 10. september. Jaröarförin auglýst síðar. Birgir Björgvinsson, Brynja Birgisdóttir, Andri Birgisson. t Bróðir minn, GUNNAR SVERRISSON, verður jarðsunginn fró Háteigskirkju fimmtudaginn 16. september kl. 15.00. Magnús Sverrisson. t Ástkeer móðir okkar, FRIÐRIKA JÓNSDÓTTIR, Dalbæ, Dalvík, lést þriðjudaginn 14. september. Bára Elíasdóttir, Bjarki Eiiasson, Björn Elfasson, Þórunn Elíasdóttir. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, ARENT CLAESSEN, Flókagötu 58, sem lést 7. september sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 16. september kl. 13.30. Blóm vinsamlegast af- þökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Sigurlaug Claessen, Hildur Claessen, Skapti Steinbjörnsson, Hjördís Claessen, Jón Eyjólfur Jónsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.