Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MlÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 Ferðamála- ráðstefna haldin í Mý- vatnssveit Björk, Mývatnssveit Ferðamálaráðstefna íslands verður haldin í nýja skólahúsinu í Reykjahlíð 16. og 17. septem- ber næstkomandi. Búist er við að minnsta kosti 130 þátttakendum víðs vegar af landinu og nokkrir koma erlendis frá. Ferðamálaráð íslands heldur ráðstefnuna en Ferðamálafélag Mývatnssveitar hefur með höndum ýmsan undirbúning í samstarfí við önnur ferðamálafélög í héraðinu. Þarna verða saman komnir flestir áhrifamenn í íslenskri ferða- þjónustu og landkynningarmálum. Kristján ------........... ■ SAMTÖK um sorg og sorgar- viðbrögð verða með opið hús í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju annað kvöld, fímmtudags- kvöldið 16. september kl. 20.30. Allir velkomnir. Morgunblaðið/Golli Busar boðnir velkomnir BUSAR við Verkmenntaskólann á Akureyri hafa síðustu daga verið í einhvers konar vinnuskóla, þar sem þeir hafa innt af hendi margvísleg störf fyrir eldri nema, s.s. eins og að bera fyrir þá skólatöskur og lesa fyrir þá þýsku auk fleiri geð- þekkra verkefna. Eldri nemar launuðu vel unnin störf með veglegri busaveislu í gærdag, buðu busum að setjast að veisluborði með sér og á þann hátt voru þeir teknir inn í samfélagið. Þetta er nýtt form og busavígslan þar sem vökvum af ýmsu tagi, mysu, lýsi og vatni var slett ótæpilega hefur verið látin lönd og leið. Fundur um atvinnumál í kvöld Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra og Tómas Ingi Olrich, alþingismaður flytja fram- söguræðu um atvinnumál og stjórn- málaviðhorfið á almennum fundi Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í kvöld. Fundurinn verður haldinn á Fiðlaranum á þakinu og hefst kl. 20.30. Atvinnuleysisbætur til Einingarfélaga á fyrstu sjö mánuðum ársins Tæplega 20 millj. króna meira greitt í bætur í ár FÉLAGAR í Verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri fengu um 22 milljónum króna meira greitt í atvinnuleysisbætur á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en árið á undan. Á tímabilinu voru greiddar 84,8 milljónir króna í atvinnuleysisbætur á skrifstofu Einingar, en félagið sér um að greiða bæturnar fyrir nokkur verkalýðsfélög önnur. Rúmlega 400 manns voru atvinnulaus á Akureyri síðasta föstudag, en þriðja atvinnuátakið hófst nýlega. Frá áramótum og til lo'ka júlí fengu atvinnulausir félagsmenn í Einingu greiddar 53,4 milljónir króna í atvinnuleysisbætur, en það er umtalsvert meira en greitt var fyrir sama tímabil á síðasta ári þegar upphæðin var 31,8 milljónir króna. Á Dalvík er upphæð greiddra atvinnuleysisbóta á tímabilinu heldur lægri í ár en var í fyrra, eða 3,1 milljón króna á móti 5,2 milljónum, en á Ólafsfirði er upp- hæðin nánast sú sama, 4,8 milljón- ir í ár á móti 4,6 milljónum í fyrra. 20 milljónum meira Starfssvæði Einingar er allur Eyjafjörður og þegar litið er til allra deilda félagsins kemur í ljós að tæplega 20 milljónum króna meira hefur verið greitt í atvinnu- leysisbætur í ár til félagsmanna en var í fyrra. Á fyrstu sjö mánuð- um ársins fengu félagsmenn 71 milljón króna greidda í bætur á móti tæplega 52 milljónum króna í fyrra. Á skrifstofu Einingar eru greiddar út bætur fýrir önnur verkalýðsfélög, m.a. til málmiðn- aðarmanna, sjómanna, vélstjóra, skipstjóra og verkstjóra og nemur upphæðin á fyrstu sjö mánuðunum 13,7 milljónum króna sem er nokkru minna en var á sama tíma á liðnu ári þegar greiddar voru 20,7 milljónir króna í atvinnuleys- isbætur til þessara hópa. „Þetta eru bara fýrstu sjö mánuðir ársins, haustið er eftir og það er ævinlega verstu mánuð- irnir þannig að augljóslega eiga tölurnar eftir að hækka umtals- vert, en þó eru þetta hærri tölur en við höfum séð áður,“ sagði Bjöm Snæbjörnsson, formaður Einingar. Baldur Þór- isson bóndi látinn Björk, Mývatnssveit. NÝLÁTINN er Baldur Þórisson fyrrum bóndi í Baldursheimi í Mývatnssveit. Baldur var fæddur 5. maí 1919, foreldrar hans voru Þórir Torfason, fæddur 13 ágúst 1892 í Geitafelli, bóndi í Baldursheimi, og Þuríður Sig- urðardóttir, fædd í Baldurheimi 24. apríl 1892, húsmóðirþar. Eftirlifandi eiginkona Baldurs er Ingibjörg Frið- jónsdóttir frá Bjarnarstöðum. Þau eignuðust þijú böm, Ásgeir, fæddur 6. júní 1949, Ingu Arnhildi, fædd 23. ágúst 1952, dáin 5. desem- ber 1957, og dreng sem fæddist 15. október 1961, en lést 16. sama mán- aðar. Baldur og Ingibjörg bjuggu alla sína búskapartíð í Baldursheimi. Þau voru vel látin af öllum sem þeim kynntust, enda frænd- og vinahópur- inn flölmennur. Baldur sinnti ýmsum trúnaðar- störfum hér í sveit og víðar og fórst það ávallt vel. Einnig lét hann margs konar félagsmál til sín taka og alveg sérstaklega söngmál og var þar virk- ur og góður félagi. Utför Baldurs var gerð frá Skútu- staðakirkju laugardaginn 11. sept- ember að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Björn Jónsson á Húsavík flutti minningarræðu og jarðsöng í fjar- veru séra Arnar Friðrikssonar. Jarð- sett var í heimagrafreit í Baldurs- heimi. Blessuð sé minning Baldurs Þórissonar. Kristján Þriðja atvinnuátakið hjá Akureyrarbæ er nýhafið Sextíu og fimm fá vinnu Skrifstofur Byggðastofnunar, IðnHróunarfélags Eyjafjarðar og atvinnumálafufltrfia Akureyrarbæjar eru fluttar á Strandgötu 29. Símanúmer Byggðastofnunar er 96-12730 og númer Iðnþróunarféiagsins er 96-12740. Símanúmer atvinnumálafulltrúa er hið sama og áður 96-21701. Nýtt faxnúmer er 12729. ÞRIÐJA atvinnuátak Akureyrarbæjar er nýhafið, en gert er ráð fyrir að 65 manns fái störf í átakinu í tvo mánuði og hafa þeir fyrstu þegar hafið störf. Rúmlega 400 manns voru skráðir atvinnulausir á Akureyri síðasta föstudag og þó nokkuð hefur verið um nýskráning- ar það sem af er vikunni. Ármann Gylfason, sem umsjón hefur með atvinnuátaki Akureyrar- bæjar, sagði að þeir sem fyrst fengu vinnu hefðu byijað störf í síðustu viku, en það eru þeir sem sinna gangbrautavörslu og starfa við grunnskóla, um tíu manns. Alls er gert ráð fyrir að 65 manns fái vinnu Verslunarhúsnæói Verslunarhús Kaupfélags Eyfirðinga á Hauga- nesi, með tilheyrandi innréttingum, áhöldum og tækjum, er til leigu eða sölu. Upplýsingar gefur Sigurður Jóhannesson, aðalfulltrúi kaupfélagsstjóra, sími 30341. Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri. í átakinu í tvo mánuði og verður fólki af atvinnuleysisskrá boðin vinna nú á næstunni, en Ármann sagðist búast við að átakinu lyki í fyrstu viku desembermánaðar. Mest atvinnuleysi hjá verkafólki Síðasta föstudag voru 406 manns skráðir atvinnulausir hjá Vinnu- miðlunarskrifstofunni á Akureyri, 162 karlar og 244 konur. Langflest- ir þeirra eru úr hópi verkafólks, þannig eru 184 félagsmenn í Ein- ingu skráðir atvinnulausir, 118 kon- ur og 66 karlar, og nær 70 manns úr Iðju, félagi verksmiðjufólks, 43 konur og 26 karlar. Mikið atvinnu- leysi er einnig meðal félagsmanna úr Félagi verslunar- og skrifstofu- fólks, 56 konur og 22 karlar voru skráð í lok síðustu viku, eða 78 manns alls. Að sögn Ármanns hefur verið þó nokkuð um nýjar skráningar atvinnulauss fólks það sem af er vikunni, en á móti kæmi að nokkuð margir fengu vinnu á sláturhúsinu við upphaf sláturtíðar í lok síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.