Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 17 Hafnarvörð- urinn kennir mistökum bátsverja um Sjópróf haldin um málið innan skamms HAFNARVÖRÐUR Kópavogs- hafnar segir að óhappið sem varð þegar norska skútan Danielle sökk i Kópavogshöfn aðfaranótt 1. ágúst hafi orðið vegna mistaka bátsveija. Þeir hafi ekki áttað sig á sjávarföllum, lagt skútunni rangt og skilið hurðir eftir opnar þannig að sjór átti greiða leið inn þegar féll að. Per Stolen, eigandi skútunar, segir í viðtali við Morg- unblaðið á sunnudag að skútan hafi sokkið vegna mistaka hafnarvarðar. Sjópróf verða haldin í málinu þar sem krafist hefur verið skaðabóta. Sveinn Sveinsson, hafnarvörður í Kópavogi, sagði að Per Stolen og félagi hans hefðu greinilega ekki áttað sig á þeim mikla mun sem er á flóði og fjöru hér við land en umrædda nótt hefði munurinn verið 4,10 metrar. Þeir hefðu komið á flóði um kvöldið, gengið frá bátnum og farið án þess að tala við starfs- menn við höfnina. Opnar hurðir Þegar féll út byijaði skútan að halla og sagði Sveinn að átökin á landfestunum hefðu verið svo mikil að polli hefði slitnað upp úr þilfari skútunar og viðbúið að hún færi á hliðiná. Skútan er þannig byggð að hún ristir dýpst að aftan og sökk þvi stafninn þegar afturhlutinn kenndi grunns. Sagði Sveinn að hann hefði, ásamt öðrum manni, sett taug þvert á skútuna til að koma í veg fyrir að hún færi alveg á hliðina. Hann sagði að Per Stolen og fé- lagi hans hefðu komið kl. 2 um nóttina. Annar þeirra fór þá um borð í skútuna og segir Sveinn að þá hafi hurðir verið skildar eftir opnar og sjórinn því átt greiða leið inn í skútuna þegar féll að. Hann sagði að óhappið væri alfarið á ábyrgð Norðmannanna. Taugin sem fest var við bátinn hefði forðað því að skútan færi alveg á hliðina en þá hefði farið mun verr, mastrið lent í smábátabryggjunni og bognað eða brotnað. Hann sagði að innan skamms færu fram sjópróf í málinu þar sem Norðmennirnir hefðu gert skaðabótakröfur. -----» ♦ -♦--- Afhendir trúnaðarbréf í Slóveníu SIGRÍÐUR Snævarr, sendiherra íslands í Stokkhólmi, afhendir í dag Milan Kucan forseta trúnað- arbréf sitt, sem sendiherra Is- lands í Slóveníu. í tengslum við afhendingu trún- aðarbréfsins verður einnig haldin lítil íslensk „kvikmyndahátíð" í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu. Verður kvikmyndin A jörðu sem á himni sýnd í kvikmyndahúsi í kvöld og mun Sigríður Snævarr kynna myndina og íslenska kvikmynda- gerð með nokkrum orðum fyrir sýn- ingu. Hugmyndina að þessu átti Ivo Vajgl, sendiherra SlóveníU; sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Islandi í síðasta mánuði. Stakk hann upp á því að fyrstu menningarsamskipti ríkjanna yrðu gagnkvæmar sýning- ar á kvikmyndum og hefur Kvik- myndasjóður Islands unnið að mál- inu síðan. Til sýningarinnar í Ljubljana í kvöld er boðið fjölda gesta, fagfólki í kvikmyndagerð, erlendum dipló- mötum og ráðamönnum í Slóveníu. Rétt og rangt um íslenskan landbúnað - nr.4 af 8 Islenskir bændur eru ekki á móti samkeppni... Fullyrt er: Hið rétta er: Bændur spyrna alltaf við fótum þegar minnst er á frjáls viðskipti með landbúnaðarvörur. Bændur geta hagað sér eins og þeim sýnist í skjóli innflutningshafta. Með jöfnunargjöldum vilja bændur koma í veg fyrir að „fátækt fólk geti keypt sér ódýran mat.“ Rangt! íslenskir bændur hafa fyrir löngu lýst sig fylgjandi nýju GATT-samkomulagi um frjálsari viðskipti með landbúnaðar- vörur. Þeir trúa því að með alþjóðlegum samningum megi smðla að heiðarlegri og sanngjarnri samkeppni þar sem bændur í sem flestum löndum heims standi jafnfætis. í slíkum samning- um þarf að taka tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem við- skiptasjónarmiða og í hverju landi þarf að vera hægt að jafna aðstöðumun vegna t.d. veðurfars, strjálbýlis, framleiðslukostn- aðar o.s.frv. ‘fslenskir bændur fagna því alþjóðlegu samkomulagi um viðskipti með búvörur, enda einkennast milliríkjaviðskipti í dag af undirboðum þar sem stór lönd geta í krafti útflutnings- bóta skákað þeim minni. Með innflutningstakmörkunum stendur íslenska þjóðin vörð um atvinnu í sínu eigin landi og sjálfstæða matvælaframleiðslu. Allt að 15 þúsund íslendingar myndu missa atvinnu sína ef innflutningur kæmi alfarið í stað innlendrar landbúnaðar- framleiðslu og um leið er augljóst að meintur „sparnaður“ af slíku yrði ávísun á algjört hrun í efnahagi landsmanna. Inn- flutningstakmörkunum er einnig ætlað að vernda landið fyrir erlendum búfjársjúkdómum sem okkur hefúr hingað til tekist að verjast. Fráleit staðhæfing! Vill þjóðin leggja af íslenskan landbúnað til þess að njóta tímabundinnar veislu með niðurgreidddum údenskum matvælum eða vill hún halda uppi atvinnu í landinu, hafa tekjur af* landbúnaði og varðveita sjálfstæði sitt í matvælaframleiðslu? Allir landsmenn þyrftu að axla auknar byrðar ef landbúnaður leggðist af og „ódýri maturinn“ væri þá skammgóður vermir fyrir íslenskar fjölskyldur. Jöfnunargjöld em notuð um allan heim til þess að jafna mismun á milli landa, sem skapast m.a. af mismunandi styrkjakerf- um og rekstrarskilyrðum, mismunandi gæðakröfum, útflumings- bótum o.fl. íslenskir bændur geta ékki keppt við stórlega niður- greiddar vömr erlendis frá án þess að jöfnunargjöld komi til. Þeir geta heldur ekki keppt við verksmiðjubúskap þar sem mannúðleg meðferð dýra og umhverfissjónarmið eru virt að vettugi, og rán- yrkja og ýmiskonar mengun eru jafnvel allsráðandi. Þeir geta hins vegar keppt á jafnrétdsgrundvelli og leggja þá einstök gæði vöru sinnar óhikað undir dóm neytenda. ...en þeir hafiia samkeppni sem byggir á undirboðum og rányrkju! ÍSLENSKIR BÆNDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.