Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 " Morgunblaðið/Ámi Sæberg FULLTRÚAR frá Kínverska kvenfélagasambandinu hafa verið í heimsókn hér á landi undanfama daga og munu konumar verða hér fram á fimmtudag. Þær hafa m.a. heimsótt konur í Borgarfirði og á Suður- landi, heimsótt Öryrkjabandalagið, spítala, elliheimili, ummönnunarheimili fyrir böm og söfn. í gærmorgun áttu kínversku konurnar fund með frú Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta íslands. í móttöku, sem Kvenfé- lagasamband íslands heldur í dag, munu kínversku fulltrúarnir m.a. skýra frá undirbúningi kvennaráð- stefnu sameinuðu þjóðanna 1995, sem haldin verður í Beijing. Tillögur nefndar um húsaleigubætur Bæturnar allt að 15 þús. á mánuði HUGMYNDIR Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um húsaleigubætur byggjast á skýrslu nefndar sem ráðherrann skip- aði í ágúst 1991 til að gera tillögur til að draga úr húsnæðiskostn- aði leigjenda. Nefndin skilaði áliti í febrúar 1992 og lagði meiri- hluti hennar til að komið yrði á fót sérstakri aðstoð til að draga úr húsnæðiskostnaði leigjenda, en 7% íslendinga búa í leiguíbúðum á almennum markaði. Hugmyndirnar miðast við að bæturnar falli niður við sömu viðmiðunarmörk og j félagslega húsnæðiskerfinu. Að því er fram hefur komið hjá félagsmálaráðherra er kostnaður á ári áætlaður allt að 300 millj. króna. í skýrslunni er einnig lagt til að sveitarfélögum verði falið að afgreiða og borga húsaleigubæt- urnar og sótt verði um þær til sveitarfélaga eða félagsmálastofn- ana þar sem um þær er að ræða. Bætumar yrðu tengdar fjölskyldu- stærð og næmu að hámarki 15 þúsund kr. á mánuði en lögð yrði til grundvallar húsaleiga sem ekki verði lægri en 20 þúsund krónur og ekki hærri en 45 þúsund krónur á mánuði. í skýrslu fyrrgreindrar nefndar kemur fram að markmið húsa- leigubóta sé að tryggja jöfnuð milli þeirra sem eru að eignast húsnæði og fá húsnæðiskostnað lækkaðan með vaxtabótum og þeirra sem leigja húsnæði, og lækka hús- næðiskostnað láglaunafólks í síð- amefnda hópnum. Bætumar verði ekki skattlagðar fremur en vaxta- bætur. Fjárhæð bótanna miðist við tekj- ur, leigufjárhæð og fjölskyldu- stærð en verði ekki hærri en 15 þúsund krónur eins og fyrr sagði og lagt til grundvallar að húsaleiga yrði að hámarki 45 þúsund krónur. Grunnstofn 6.000 krónur Grunnstofn bótanna skal sam- Jóhanna ítrekaði fyrirvara sína á ríkisstjórnarfundi í gær Telur að húsaleigubætur lækki út- gjöld Tryggingastofnunar o g LIN JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ítrekaði fyrirvara sína við einstök atriði fjárlagafrumvarpsins á ríkisstjórnarfundi í gær og Iýsti andstöðu við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því á föstudag um fyrirkomulag húsaleigubóta. Litlar sem engar umræð- ur urðu um málið á fundinum. Þingflokkur Alþýðuflokksins kem- ur væntanlega saman í dag eða á morgun vegna málsins að sögn Rannveigar Guðmundsdóttur formanns þingflokksins. Jóhanna fellst ekki á að kostnaður vegna húsaleigubóta verði eingöngu greiddur af fram- lögum til félagslega íbúðakerfís- ins. Framlag ríkisins til byggingar 500 félagslegra íbúða á þessu ári er um einn milljarður kr. og telur Jóhanna að 300 millj. kr. skerðing vegna húsaleigubóta myndi leiða til fækkunar um 180 íbúðir. í til- lögum hennar um fjármögnun er skv. upplýsingum Morgunblaðsins m.a. bent á að húsleigubætur myndu minnka útgjöld hjá Trygg- ingastofnun ríkisins þar sem al- mannatryggingar greiða í dag sér- stakar uppbætur til elli- og örorku- lífeyrisþega vegna hárrar húsa- leigu og er sú upphæð talin vera á bilinu 50-100 milljónir króna. í öðru lagi bendir hún á að útgjöld til LÍN muni lækka þar sem húsa- leiga sem námsmenn greiða er í framfærslugrunni sem reiknaður er við ákvörðun námslána og í þriðja lagi telur hún að ríkið muni afla aukinna tekna vegna betri skattskila leigusala en leigjendur munu þurfa að framvísa húsa- leigusamningum þegar sótt er um húsaleigubætur. Þá hyggst Jó- hanna koma með útfærðar tillögur um hvemig þeirra fjárhæðar sem upp á vantaði yrði aflað þegar frumvarpið yrði lagt fram í haust með sparnaði í ýmsum málaflokk- um sem heyri undir félagsmála- ráðuneytið. Andvíg skerðingu lífeyrisuppbóta Fyrirvarar félagsmálaráðherra við fjárlagafrumvarpið beinast m.a. að hugmyndum um að upp- bætur til lífeyrisþega Trygginga- stofnunar verði skertar eða felldar niður, upptöku sjúkratrygginga- gjalds með útgáfu sjúkraskírteina, breytingum á Atvinnuleysistrygg- ingasjóði og tillögum heilbrigðis- og menntamálaráðherra um að sveitarfélög greiði ýmsa þjónustu sem ríkið hefur greitt til þessa, m.a. í skólamálum, rekstri dagvist- arstofnana ríkisspítala og um- mönnun fatlaðra. Einnig mun fé- lagsmálaráðherra hafa lagst gegn verulegum niðurskurði til áfengi- svama sem gert er ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpinu. Framkvæmdastjóm Sambands ungra jafnaðarmanna samþykkti ályktun á mánudagskvöld þar sent skorað er á þingflokk Alþýðu- flokksins að tryggja að fjármögn- un húsaleigubóta verði ekki til þess að skerða framlög til félags- legs húsnæðis. Er þess krafist að þingflokkurinn standi saman um að knýja samstarfsflokkinn í ríkisstjóm til að samþykkja húsaleigubætur „án tafar og undanbragðalaust.“ kvæmt tillögum nefndarinnar mið- ast við 6.000 krónur á hveija fjöl- skyldu en 3.000 kr. að auki fyrir fyrsta barn í fjölskyldu en 1.500 kr. fyrir annað og þriðja bam. Þannig væri grannfjárhæð leigu- bóta til hjóna með tvö börn 10.500 krónur. Til viðbótar kæmu 12% leigugjalds sem væri yfir 20 þús- und króna lágmarki á mánuði en 6% tekna umfram lágmarkstekjur dragist frá grannstofni bóta og þær hverfi þegar tekjur fari um- fram viðmiðunarmörk í félagslega kerfinu. Þannig nytu hjón með tvö börn þegar óskertra 15 þúsund króna húsaleigubóta þar til árstekjur þeirra næðu 1.920 þúsund krónum en féllu niður með öllu þegar árs- tekjur yrðu 2.180 þúsund krónur. Einhleypingur með eitt bam nyti óskertra bóta meðan árstekjur væra undir 1.380 þúsund kr. og þar til þær næðu 1.660 þús. kr. í framhaldi af þessum tillögum skipaði félagsmálaráðherra þriggja manna nefnd sem í era Ingi Valur Jóhannsson, deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu, Sveinn Ragnars- son félagsmálastjóri og Olafur Hjálmarsson í fjármálaráðuneyti til nánari útfærslu á málinu og er nefndin enn að störfum að sögn Inga Vals. 4310 manns að jafnaði atvinnulausir í ágúst RÚMLEGA 93 þúsund atvinnuleysisdagar voru skráðir á landinu öllu í ágústmánuði, en það jafngildir því að 4.310 manns hafi að jafnaði verið atvinnulaus í mánuðinum sem er um 3,2% af áætluð- um mannafla á vinnumarkaði. Skráðum atvinnuleysisdögum fækk- aði um tvö þúsund frá júlímánuði, en ef atvinnuleysið er borið saman við atvinnuleysið í ágústmánuði í fyrra fjölgaði atvinnuleys- isdögum um 21 þúsund. Atvinnuleysi var meira hjá kon- um en körlum í ágúst. Þannig vora 2.560 konur atvinnulausar eða 4,6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samanborið við 1.750 karla eða 2,2% af mannafla á vinnumarkaði. Að meðaltali voru um 100 færri atvinnulausir í ágúst en í júlí en 960 fleiri ef borið er saman við ágúst í fyrra. 4.640 manns vora skráðir atvinnulausir sUasta dag ágústmánuðar og er það um 80 fleiri en í lok júlímánuð- ar. í frétt frá vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins segir um atvinnuástandið: „Meginniðurstað- an er sú að sá bati sem hefur orðið á atvinnuástandi frá því í mars um land allt er um það bil að ná há- marki víðast hvar, því lítilsháttar aukning á fjölda atvinnulausra bendir til að atvinnuástand gæti aftur farið versnandi einkum á landsbyggðinni. Atvinnuástand hefur þó batnað eitthvað alls staðar nema á Austurlandi og Norðurlandi eystra og hefur ótíð vafalaust sitt að segja í þessum landshlutum auk þess sem einhveijar sveiflur eru í aflabrögðum milli landshluta. Mest ber þó á staðbundnum breytingum víðast hvar á landinu.“ Atvinnuleysi í ágúst skiptist þannig eftir landshlutum að á höf- uðborgarsvæðinu er það 3,6% að meðaltali, 4,9% hjá konum og 2,5% hjá körlum, en á landsbyggðinni tæpu prósenti minna eða 2,7% að Atvinnuleysi í júní, júlí og ágúst 1993 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli. landsbyggðin 36% meðaltali, 4,0% hjá og 1,8% hjá körlum. I einstökum landshlutum var það 2,0%, 3,0% hjá konum og 1,4% hjá körlum, á Vestfjörðum 1,6%, 2,6% hjá konum og 1,0% hjá körlum, 1,9% á Norðurlandi vestra, 3,1% hjá konum og 1,2% hjá körl- um, á Norðurlandi eystra 4,1%, hjá konum 5,6% og hjá körlum 3,1%, á Austurlandi 2,9%, hjá konum 4,0% og hjá körlum 2,2%, á Suður- landi 2,7%, 4,2% hjá konum og 1,7% hjá körlum, á Suðurnesjum 1,9% alls, 0,9% hjá körlum og 3,6% hjá konum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.