Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 11 Nýjar bækur Tvíræður eftir Þorgeir Þorgeirson TVÍRÆÐUR heitir ný bók eftir Þorgeir Þorgeirson. Útgefandi er Leshús. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þorgeir Þorgeirson velur hér til birtingar sex af fjölmörgurn ræðum, sem hann hefur flutt, eða sem svar- ar einni ræðu fyrir hvern áratug ævinnar. Þær fjalla um grundvallar- atriði eins og þjóðmenningu, réttarf- ar og málfrelsi. Vikið er líka að fleiru og rætt um: þýðingu þýðinga, svig- rúm spennitreyjynnar, íhaldsemi rót- tæklinga, uppskeru kvikmyndavors- ins, hugarburð sannleikans og sann- leika hugarburðarins, umhyggju lög- reglunnar og elegans styijalda, merkingu Eiffelturnsins og fleiri sjálfsagða hluti. Tvíræður heitir bókin m.a. vegna þess að ræðurnar standa tvær og tvær saman, ýmist sem hliðstæður eða andstæður. Og þannig ræðast þær við sín á milli og segja þá ýmis- legt fleira og tvíræðara en komist gat fyrir í hverri og einni þeirra. Það gerir bókina að furðu heillegri mynd af samtímanum; og raunar líka af höfundinum sem á bak við þetta uppgjör stendur. Engu síður en hefðbundnari viðtalsbók mundi gera. Kápa bókarinnar. Elsti textinn í bókinni er íslensk menning í spennitreyju, ræða sem flutt var árið 1966 í Málfundafélagi sósíalista, skarpt uppgjör við páfana í vinstri hreyfingunni, sem fróðlegt er að skoða nú, röskum aldarfjórð- ungi síðar. Meðal nýrri texta er fyrirlestur, Um þýðingu þýðinga, sem höfund- urinn flutti við Háskólann á Akur- eyri 1991. Þar er að fínna niðurstöð- ur Þorgeirs um þetta efni eftir ára- tuga starf við túlkun erlendra bók- menntatexta, en hann er nú að mestu hættur þeim störfum og mun héðanaf einbeita sér að samningu eigin verka. Tvær málflutningsræður eru birt- ar í bókinni, Réttarfar og tjáningar- frelsi, sem flutt var fyrir Mannrétt- indanefndinni í Strassborg, og Tján- ingarfrelsi og réttarfar sem flutt var fyrir Mannréttindadómnum. En Þor- geir varð fyrstur íslendinga til að reka mál fyrir þeim dómi og raunar líka fyrsti ólöglærði einstaklingurinn sem Mannréttindadómstóllinn heim- ilaði málflutning þar. Til mótvægis við þessar málflutn- ingsræður í nafni hins einfalda sann- leika er síðan birt endurskoðuð gerð af fyrirlestrinum Um hugarburð sannleikans og sannleika hugarburð- arins, sem upphaflega var fluttur í Félagi áhugafólks um heimspeki á skírdag 1990. Loks er birt hér vfðfræg ræða: Hvað þýðir Eifellturninn?, sem flutt var við setningu tíunda þings hor- rænna fjöimiðlafræðinga haustið 1991. Þrjár af sex ræðum bókarinn- ar voru upphaflega samdar og flutt- ar á öðrum málum (ensku og dönsku). Þær eru vitaskuld birtar í þýðingu höfundarins sjálfs, en frum- gerð þeirra er prentuð í bókarauka ásamt tveim blaðagreinum Þorgeirs frá 1983, sem báðar tengjast mál- flutningnum í Strassborg. Bókin er 147 bls. Ljósmynd á kápu: Sigurgeir Siguijónsson. Prent- un og band: Prentsmiðjan Oddi. Verð í bókaverslunum 1.672 kr. Verð til áskrifenda 1.400 kr. Maður bít- ur hund Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Maður bítur hund („Man Bites Dog“). Sýnd i Háskólabíói. Leik- stjórn, handrit, kvikmyndataka og leikur Rémy Belvaux, André Banzel og Benoit Poelvorde. Aðalhlutverk Vincent Tavier. Belgía 1991. Það vill henda að hundur bíti mann (jafnvel maður mann) en að maður bíti hund telst sem betur fer harla óvenjulegt og það er hún myndin sem dregur nafn sitt af þeim kynduga atburði. Þá belgísku Maður bítur hund er erfítt að skilgreina. Kolgeggjaður manndrápsfarsi í heimildarmynd- arstíl gæti komið til greina. Ferill hennar hófst fyrir röskum tveimur árum á kvikmyndahátíðinni í Cann- es, þar sem hún vakti athygli (eng- in furða). Síðan hefur hún verið að byggja sig upp, hægt og bítandi, sem „cultmynd" beggja vegna Atl- antshafsins. Söguþráðurinn er ógeðfelldur, svo ekki sé meira sagt. Hópur kvik- myndagerðarmanna vinnur að heimildarmynd um morðóðan kjaft- ask. Fylgjast með honum, velta fyrir sér hinum ólíklegustu hlutum milli himins og jarðar á kankvísleg- Allt sem máli skiptir Allt sem máli skiptir. Sýnd í Háskólabíó Leikstjóri Robert Glinski. Hand- rit D. Ankiewicz-Nowowiejska. Kvikmyndataka Jaroslaw Szoda. Aðalleikendur Adas Siemion, Ewa Skibinska, Krzysztof Glob- isz. Pólland 1992. Eftir að Járntjaldið hrundi hefur íjöldi kvikmyndagerðarmanna í Austur-Evrópu gert upp hug sinn gagnvart herraríkinu í austri, hvæst á það á tjaldinu. Létt á byrðum hálfrar aldar kúgunar og borið á eymslin. Allt sem máli skiptir er ein sú máttugusta, einkar vel gerð og að sjálfsögðu byggð á sannri harmsögu. Myndin hefst í byijun síðari heimsstyijaldarinnar, þegar Hitler og Stalín voru búnir að sneiða Pól- land niður líkt og köku og deila henni með sér. Austurhlutinn kom í hlut Stalíns (sem þeir Hvítrússar og Úkraínumenn njóta reyndar enn góðs af) og eitt af fyrstu verkum harðstjórans var að koma fyrir katt- arnef eða hrekja í útlegð allt fólk sem lét ekki kúgast. Þetta var eink- um yfírstéttin í landinu, gagnrýnir listamenn og gyðingar. Söguhetjur myndarinnar eru gyðingar; ungur sonur og foreldrar hans, vel metnir og stæðir borgar- ar. Hann rithöfundur í innsta hring sem hafði áður verið hallur undir kommúnismann en farinn að efast. Nýju valdhafarnir fljótir að hola honum niður í fangelsi austur í Mið-Asíu. Þangað austur á flatn- eskjur Kasakstan lá einnig leið mæðginanna ásamt íjölda mennta- og broddborgara. Segir myndin frá an hátt — milli þess sem hann murkar lífíð úr börnum og gamal- mennum og öllum aldursflokkum þar á milli. í tugum. Þó að allt sé þetta sett upp á kaldhæðnislegan hátt þarf ekki að velta vöngum yfír því að hér er einstaklega ósmekklegur, nánast sjúklegur, farsi á ferð sem þekkir engin takmörk. Það hjálpar þó uppá að hann er í svart/hvítu, annars hefði einhveijum orðið bumbult af tómatsósubaðinu. Áhorfendur skiptust í tvo hópa. í öðrum krymti þegar mannskepnan ætlaði allt að drepa, hinn sat hvumsa undir ósköpunum. Innihaldið er van- skapningur, sálarfirrtur farsi sem gæti verið byggður á Fjöldamorð- ingjanum Henry, annarri miður geðslegri en mun markvissari (kvik- myndahátíðar-)mynd. Engu að síður verður ekki fram- hjá því gengið að það er ómældur gálgahúmor í bland við slabbið og Vincent Tavier, sem er nánast allt- af í mynd í aðalhlutverkinu, er for- kostulegur leikari. Og engu líkara en hann spinni textann jafnóðum. Og hópvinna „heimildarmynd- argerðarmannanna" býsna trúverð- ug og kostuleg. íranska myndin Einu sinni var — Bíó á ekkert annað sameiginlegt með Maður bítur hund en að vera í svart/hvítu. Mislukkuð mynd þar sem fálmað er í smiðju meistara Chaplins. Kynnt sem „óður til kvik- myndagerðarinnar sjálfrar" í leik- skrá. A-jæja. því hvernig þessari þrautgóðu fjöl- skyldu tókst að þrauka af vítisraun- ir Gúlagsins og sameinast að lok- um. Það sem máli skipti var að gef- ast aldrei upp. Missa aldrei trúna á að upp birti í sortanum, halda í vonina á hveiju sem gengi. Og aðstaða mæðginanna, en myndin rekur söguna með augum drengs- ins, var sannkallað helvíti á jörðu. Þrælandi í erfíðisvinnu útá mörk- inni miðri, þolandi hverskyns nið- urlægingu meðal herraþjóðarinnar og illskárri frumbyggjanna, svo fjarri ástvinunum, heimilinu, sinni eigin menningu og umhverfí, soltin, smáð og klæðlítil. Það eru afbragðsleikarar sem fara með erfíð hlutverk mæðgin- anna. Mest mæðir á Ewu Skibinsku í hlutverki móðurinnar, þessi glæsi- lega leikkona skilar því eftirminni- lega, líkt og Globisz syninum. Þátt- ur húsbóndans er mun minni, hann er lengst af í fangabúðum fjarri ástvinum sínum, en er í traustum höndum Adas Siemions. Minni hlut- verk eru einnig einkar vel leikin, enda eiga Pólveijar hafsjó góðra leikara, engu síður en kvikmynda- gerðarmanna. Myndin um þessa ijölskyldu sem mátti svo sannarlega muna tímana tvenna er einn af hápunktum hátíðarinnar í ár. Upp- gjör við harðstjórana og það mis- 'kunnarlausa gyðingahatur sem blossaði upp meðal Pólveija á tím- um stríðsins. Önnur pólsk mynd er einnig á boðstólum, Hvítt brúðkaup eftir Magdalenu Lazarkiewich. Sögu- hetjurnar eru tvær ungar stúlkur sem eru að uppgötva kynhvötina. Önnur frökk, hin hrædd. Þær lenda á ferðalagi um tíma og rúm, sem er draumur eða martröð einstakl- inga í samfélaginu. Létt og frískandi fiói* miolh líkist léttmjólk hvaö varöar lit og bragö og hún er fitulítil eins og undanrenna. Þú getur því, innihaldsins vegna, drukkiö mörg glös af Fjörmjólk á hverjum degi. ~ f Fjörmjólk - drykkur dagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.