Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 SÝNINGARSTÖRF Sextán ára stúlka bar sigur úr býtum Veronica Blume hefur gert milljónasamning við Ford- umboðsskrifstofuna. Veronica Blume er aðeins sextán ára og hefur einungis unnið við sýningarstörf í hálft ár. Þrátt fyrir það hefur hún gert rúmlega 17 milljóna dollara samning við fyrirtækið Ford Modeling Agency í Bandaríkjunum. Var samningurinn gerður í kjölfar þess að Veronica bar sigur úr býtum í keppninni „Aðaltískusýningarstúlka heims“ eða „Supermodel of the World“. Þar með gefst henni einnig tækifæri á að búa heima hjá stofnanda fyrir- tækisins, Eileen Ford, sem sögð er vera haukur í homi ungra sýningar- stúlkna sinna. Veronica segir að það sé jafn lærdómsríkt að búa hjá Eiieen og að ganga í skóla. „Hún vill að við séum vel menntaðar. Við lærum meðal annars manna- og borðsiði heima hjá henni auk þess sem okk- ur er kennt hvemig kvenfólk á að korria fram.“ Veronica segist hafa lent í því að sitja til borðs með Eileen, þar sem tvenn hnífapör voru við diskinn. „Ég vissi ekki hvom gaffalinn ég átti að nota og valdi rangan gaffal. Stokkroðnaði svo þegar ég sá að Eileen hafði tekið eftir því. Maður venst þessu þó,“ sagði hún í nýlegu blaðaviðtali. Mason Gamble Denni dæmalausi Mason Gamble er ekki nema sjö ára en leikur aðalhlutverkið í mynd- inni „Denna dæmalausa". Hann var valinn úr hópi hvorki fleiri né færri en tuttugu þúsund drengja. Hann er sagður vera allt að því jafn upp- átækjasamur í einkalífi og í kvik- myndinni. Nýjasta dæmið var þegar hann setti platflugu ofan á kartöflu á matardiski mömmu sinnar. „Hún trompaðist,“ sagði hann og skemmti sér vel yfir atburðinum. Jason James Richter Frelsum Willy Jason James Richter er einnig 13 ára. Framraun hans í kvik- myndaleik var í myndinni „Frelsum Willy“. Hún fjallar um hvernig drengur verður þess valdandi að háhymingur að nafni Willy er frels- aður frá dýragarði og honum sleppt á haf út. Jason segist sakna Willy því samskipti þeirra vora mikil meðan á upptökum stóð. Hann seg- ist gjarnan vilja heimsækja hann. „Ég gæti alveg hugsað mér að hafa hann í bakgarðinum, en því miður á ég ekki neina sundlaug,“ sagði hann. Skyldu þeir Bill Clinton og Kenny Rogers hafa skipst á eiginhandar- áritunum? KÁNTRÍTÓNLIST Bill Clinton aðdá- andi Kenny Rogers að era ekki allir sem vita að kántrísöngvarinn Kenny Rog- ers er líka góður ljósmyndari. Hann hefur meðal annars tekið myndir af þremur forsetum Bandaríkjanna; Billy Carter, Gerald Ford og Ronald Reagan. Nýlega var hann enn á ferð í Hvíta húsinu, þar sem hlutverk hans var að taka myndir af, Hillary ^ 1993^1 í KVÖLD KL. 21.00 CAFÉ GRAND Dúndur októberfest stemmning með DIE FIDELEN MÚNCHENER Öl-leikir og fleira skemmtilegt að hætti hússins. AKUREYRI Allir betri bjórstaðir. Clinton. Átti myndatakan að vera hluti af dagskrá í sjónvarpsþætti CBS, Dagur í lífi kántrítónlistar- manns. Kenny komst að því að Bill Clinton er mikill aðdáandi hans, en gerði grín að forsetanum þegar hann komst að því að Clinton hafði spurt hvort hann mætti fara inn í herberg- ið þar sem Kenny var að mynda. „Þetta var eins og í kvikmyndinni „Dave“,“ sagði hann, en í þeirri kvik- mynd deyr forsetinn og tvífari hans er fenginn til að taka við forsetahlut- verkinu án þess að vita hvemig hann hætti að haga sér. Fannst Kenny Rogers sem Clinton væri ekki alveg með á nótunum hvað hann mætti gera og hvað ekki. HEILSA OG HEILBRIGÐI í PERLUNNI 9. -17. OKT. Opið: Virka daga kl. 17-22, laugard. og sunnud. kl. 13-19. ÓKEYPIS AÐGANGUR Dagur psoriasis, exems, astma og ofnæmis. P E R L A N KVIKMYNDASTJÖRNUR Uppátækjasamir strákar upp til hópa Kvikmyndir sem höfða til allrar fjölskyldunnar hafa náð meiri vinsældum í Bandaríkjunum en þær sem hafa einhver aldurstakmörk. Þessi þróun hefur leitt til þess að sífellt fleiri börn og unglingar lenda í aðalhlutverkum. Sá sem unnið hefur sér inn hvað hæstu upphæð- ina að undanfömu er að öllum lik- Nick Stahl Maður án andlits Hinn þrettán ára Nick Stahl leik- ur ásamt Mel Gibson í myndinni „Maður án andlits“. Mel leikur mjög svo ófrýnilegan mann og Nick við- urkenndi að í fyrsta skipti sem hann sá Mel í upptöku eftir að búið var að afmynda andlit hans varð honum ónotalega við. „Þetta leit svo raun- verulega út,“ sagði hann. Helstu áhugamál Nicks era froskar og kveðst hann nýlega hafa keypt stór- an og hávaðamikinn frosk frá Suð- ur-Ameríku. Það fylgir þó ekki sög- unni hvað mömmu hans finnst um froska. indum Macaulay Caulkin, sem er einna ■'þekktastur fyrir „Home Alone“-myndimar. Samkvæmt heimildum tímarits- ins People má Macaulay fara að vara sig, því nokkrir drengir eru komnir fast á hæla honum. Ljós- myndari tímaritsins, Lara Rossign- ol, fór á stúfana nýlega til að taka Ross Malinger Svefnlaus í Seattle Þrátt fyrir að Ross Malinger sé einungis níu ára hefur hann leikið í fjölda sjónvarps- og kvikmynda. Nýjasta kvikmyndin er „Svefnlaus í Seattle" sem nú er einmitt verið að sýna í Stjörnubíó. Hann langar þó ekki að verða leikari þegar hann verður stór. „Mig langar að verða flugmaður eða kannski körfubolta- stjarna. Og ef ég hef tíma til ætla ég líka að verða læknir," sagði hann. myndir af nokkrum þeirra. Kveðst hún hafa viljað fá myndir af þeim eins og þeir eru í raun og vera. „Mig langaði ekki til að mynda þá sem litla karla eða litla leikara, heldur ósköp venjulega drengi," sagði hún. Austin O’Brien ásamt Arnold Scwarzenegger. Síðasta stríðshetjan Þegar Austin O’Brien var sagt að hann ætti að leika á móti Arn- old Schwarzenegger í myndinni „Last Action Hero“ var hann alveg í skýjunum, enda ekki á færi allra 12 ára stráka að feta í fótspor hans. Austin segir að Amold sé meiri háttar grínisti. Þegar þeir fóru sam- an á kvikmyndahátíðina í Cannes fór Austin á salerni eins og gengur og gerist. Þegar hann ætlaði að sturta niður togaði hann í rangan streng, þannig að vatn úðaðist yfir hánn frá sturtuhaus. Þegar hann kom svo út holdvotur hafði Arnold gaman af og gerði stólpagrín að honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.