Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 4 } mmhm // y/i/aéí k&m -fyr/r Sjór>\j£Xirj>i& ? " Finnst þér ekki kominn tími til að ég hringi í pípulagningarmann, Tómas? * Ast er... TM Reg U.S Pat Ott.-all íights reserved • 1993 Los Angetes Times Syndicate Ég ætla að kíkja snöggva'st á vegakortið. HOGNI HREKKVISI BRÉF TIL BLAÐSEMS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Leiðin til velgengni Frá Guðlaugi Haukssyni: Undanfarin þrjú ár hefur Garð- ar Björgvinsson miðill tekið á móti sérstöku kerfi, frá Michael. Það hefur verið kallað Leiðin til velgengni. Síðastliðið ár hefur það verið í þróun og aðlögun. Hópur, sem kallar sig Samstarfshóp um bætta líðan, tók þátt í þessu starfi með Garðari. Afraksturinn kom í ljós á Nesja- völlum, á námskeiði sem haldið var þar 29. september til 1. októ- ber síðastliðinn. Þar var unnið að því að gefa þátttakendum það sem þeir þurfa, til að skapa það líf sem þeir helst vilja lifa. Það var byijað á að lagfæra grunninn. Að því loknu fengum við vegvísi, sem nýtist til að halda áfram að byggja upp og laga, alla leið til þess lífs sem kallast velgengni. Velgengni er sá lífsstíll og það hugarfar sem skapar innri full- nægju í víðasta skilningi. Sum okkar leyfa sér að dreyma um þetta, einstaka ná þessu tak- marki, en flestir telja að þetta sé ekki mögulegt, nema fyrir hina. Þegar við notum kerfið við að skoða innsta kjarna okkar, þá kemur yfirleitt í ljós einhver hindr- un, sem við héldum að ætti að vera þarna. Þessi hindrun, eða til- finningasár, hefur síðan valdið því að Draumalandið okkar hefur allt- af verið mismunandi fjarlægt, ef það hefur þá verið í sjónmáli yfir- leitt. Þegar þessar hindranir eru fundnar, þær upplifaðar og með- höndlaðar á sérstakan hátt, þá lít- ur lífið öðru visi út. Grunnþema námskeiðsins var: „Nú ætla ég að skapa mér það líf sem mig langar sjálfan til að lifa.“ Upplifunin á námskeiðinu fór fram úr öllum þeim vonum sem ég batt við það. Uppbygging kerfisins sem kennt er á námskeiðinu er þess eðlis að það gefur algerlega nýtt sjónarhorn á meðferð allra meiri háttar vandamála í mannlegri hegðun og líðan, ásamt því að nýtast öllum sem vilja koma lífinu í það horf sem þá langar sjálfa. Þessi meiriháttar vandamál í mannlegri hegðun, sem ég tala um, standa mér svolítið nærri. Þar á ég við alkóhólisma, spilafíkn, afbrot og geðræn vandamál af ýmsu tagi, svo nokkur dæmi séu tekin. Ég átti við sumt af þessu að stríða og leitaði á viðeigandi staði eftir lausnum. Það hefur virkað fyrir mig svipað og að fá hjólbörur fyrir stóran skítahaug, sem ég þurfti svo sjálfur að moka án skóflu og berhentur að auki. Það virkaði, en mikið hefði verið þægilegra að eiga skóflu. Það sem ég fékk í hendurnar núna var ekki aðeins skófla, heldur þessi fína vélskófla. Nú er gaman að moka. Mér er heldur ekki lengur kalt við moksturinn, því nú er ég umvafinn hlýju og öryggi Guðs í gegnum bæn. Það er stór liður í þessu námskeiði að ná tökum á bæninni og fá hana til að virka, óháð hvaða trúarbrögð maður aðhyllist. Mig langar að endingu til að þakka Garðari Björgvinssyni, Samstarfshópnum og félögum mínum á námskeiðinu fyrir svo margt. GUÐLAUGUR HAUKSSON, Hverfisgötu 88c, Reykjavík. Glataði sonurinn gerður afturreka Frá Eggerti E. Laxdal: FLESTIR hafa fylgst með blaða- skrifum um heimilið í Gunnars- holti, sem nú á að leggja niður í spamaðarskyni. Ég kom þar við fyrir skömmu og kynntist öllum aðstæðum á þessum umdeilda stað. Mér virtist allt vera þar til fyrirmyndar. Fólkið sem þarna er vistað og starfsfólkið býður af sér góðan þokka. Þarna er sjúkt fólk og fólk sem hefur orðið undir í lífsbaráttunni og þarfnast hjálpar, en nú á að svipta það heimili og nauðsynlegri umhyggju. Þessu má líkja við að glataði sonurinn hefði verið gerður afturreka frá föður- húsum, þar sem hann leitaði hælis í nauðum sínum og rekinn út í óvissu og böl. Kain spurði: „Á ég að gæta bróður míns?“ Eigum við að taka okkur þessi orð í munn, eða bregð- ast við eins og miskunnsami Sam- veijinn gerði, þegar hann hjálpaði sjúkum og meiddum manni, sem lá hirðulaus við veginn og enginn vildi hjálpa. Starfið í Gunnarsholti hefur hjálpað mörgum mönnum til nýs og betra lífs. Það er komið nóg af niðurskurði í heilbrigðis- kerfinu og mál að linni þessum ósóma. Látum starfið í Gunnars- holti lifa og aðrar hjúkrunar- og líknarstofnanir á borð við það. EGGERT E. LAXDAL, Frumskógum 14, Hveragerði. Víkveiji skrifar að var ánægjulegt að fylgjast með því í fréttum um og eft- ir helgina að unglingarnir sem verið hafa svo mikið í fréttum að undanförnu, vegna miður ákjósan- legrar hegðunar, drykkju og of- beldis, í miðborg Reykjavíkur, kusu um síðustu helgi að vera heima, í félagsmiðstöðvum hverf- anna eða annars staðar, þar sem hegðun þeirra gaf ekki tilefni til afskipta lögreglu eða annarra sem láta sig útivist þeirra um helgar máli skipta. Meira að segja var sérstöku athvarfi fyrir drukkna unglinga lokað fyrr en til stóð, vegna þess að „viðskiptavinir" þess reyndust einungis vera tveir. Útilokað er að segja til um það nú, hvort ástand það sem ríkti í miðbænum að kvöldi og nóttu um síðustu helgi, sé það sem koma skal, en Víkveiji vonar heilshugar að svo sé. Því fannst Víkveija skjóta nokkuð skökku við, þegar báðar sjónvarpsstöðvarnar voru með ítarlegan fréttatíma á laugar- dagskvöldið síðasta, um ástandið, eða öllu heldur „ekki ástandið" í miðbænum aðfaranótt laugar- dagsins. xxx Taldist Víkveija til að frétt Stöðvar 2, sem var fyrsta fréttin í fréttatímanum, hefði var- að í sjö mínútur. Það er í huga Víkveija ærið langur fréttatími á sjónvarpsmælikvarða, að veija fyrstu sjö mínútum fréttatímans undir frétt, sem í rauninni var engin frétt, sem betur fer. Hér hefur ugglaust komið til það mat yfirmanna fréttastofanna, að fyrst ráðist var í þann kostnað aðfara- nótt laugardagsins að senda tökul- ið, þ.e. kvikmyndamann, hljóð- mann og fréttamann, í bæinn til þess að greina frá því hvernig unglingarnir hegðuðu sér í mið- bænum, þá hafi annað þótt óveij- andi en að nýta fjárfestinguna, með þeim hætti að senda sem mest út á öldum ljósvakans, sem hafði verið fest á filmu nóttina á undan. Hvað sem allri hagkvæmni líður og nýtingu fjárfestingarinn- ar, þá voru það greinilega ekki fréttaleg sjónarmið sem réðu þessu ófréttalega fréttamati. xxx ótt talsmenn stjórnarandstöð- unnar hafi farið mikinn í utandagskrárumræðu á Alþingi í fyrradag um bifreiðakaup hins opinbera og verið heilagri í fram- setningu sinni, en sæmilega ka- tólskur páfi, verður að segjast eins og er að þeir höfðu sitthvað til síns máls að því er varðar óráðss- íu og sólundun. Sömuleiðis verður það að viðurkennast að Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hafði nokkuð til síns máls, þegar hann sagði að í þessum efnum væru allir stjórnmálaflokkar að Kvenna- lista undanskildum samsekir. En hvað sem samsekt líður, þá er ekki nóg að viðurkenna tilvist hennar - heldur verður að horfast í augu við þá staðreynd að ráða- menn þjóðarinnar eru ekki lengur í takt við það sem er að gerast í þessu landi, ef þeir halda að þeir komist endalaust upp með kaup á lúxusbifreiðum til einkanota fyrir embættistoppa þjóðfélagsins og óheft ferðalög á kostnað hins opin- bera út um allan heim, þegar sím- bréf, símtöl og bréfaskipti gætu í mörgum tilvikum gert sama gagn. Hvað er eðlilegra, þegar árar jafn- illa og nú, en þessir sömu menn kaupi litlar bifreiðar, sem full- nægja ferðaþörf þeirra, eða fresti því bara um einhvern tíma að end- urnýja farkostinn sem embættið borgar hvort eð er fyrir þá? Væri ekki skynsamlegra af þeim sem um opinberar fjárhirslur halda að þeir sýndu samstöðu með þjóð í þrengingum, með því að neita sér um eitthvað örlítið, þó ekki væri nema bara til að sýna lit?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.