Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 41 J i I i i i i i i i i. i i f Ranghugmyndir um nudd Frá Hörpu Harðardóttur: Að gefnu tilefni og til að fyrir- byggja allan misskilning langar mig að koma eftirfarandi á framfæri. Nýlega var rætt í dægurmála- útvarpi Rásar 2 um ónefndan „nuddara" sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni í starfí sínu í Laugardalslauginni. Viðmæl- andi þáttarins sem er starfsmaður sundlaugarinnar, hélt því fram að „nudd væri kynferðisleg áreitni". Ekki veit ég hvar hann fær þessa hugmynd, nema að áðurnefndur „nuddari" hafí tjáð honum það. Þetta finnst mér lýsa brengluðum hugsunarhætti og fáfræði, þótt ekki sé meira sagt. Og nú er búið að ráða nýjan „nuddara“ í þessa sund- laug, þrátt fyrir staðhæfingar starfsmannsins um hvað nudd sé! Einnig var sundlaugarmaðurinn spurður að því hvort „nuddarinn" væri löggiltur sjúkranuddari. Svarið var heldur loðið, en í lokin tók hann það fram að þessi „nuddari" væri með pappíra og próf frá Þýska- landi. Ég veit persónulega deili á „nuddaranum“ því hann fékk bæði upplýsingar og heimilisföng nokk- urra nuddskóla í Þýskalandi hjá Sjúkranuddarafélagi íslands, því við í félaginu aðstoðum alla þá sem hafa áhuga á viðurkenndu nudd- námi. Vissulega fór þessi náungi til Þýskalands í nuddskóla, en ég veit ekki betur en að hann kláraði aldrei námið, heldur hætti eftir stuttan tíma og lauk því aldrei prófi, en námstíminn er 2 'h ár. Hann hefur því hvorki löggildingu sem sjúkranuddari né er hann félagi í Sjúkranuddarafélagi íslands (SNFÍ). í lokin vil ég beina þeim tilmæl- um til „nuddarans" að hann fari í eitthvað annað starf ef hann er haldinn einhveijum ranghugmynd- Frá Agli Sigurðssyni: ÓMAR Smári Ármannsson gerir í Bréfi til blaðsins 5. okt. athuga- semdir við pistil minn um ómerktar lögreglubifreiðar. Vil ég ítreka það, sem reyndar sagði í pistlinum, að maður úr hans eigin stétt, lögregluþjónn í áratugi á götum Reykjavíkur, vakti fyrst athygli mína á „feluleik“ stéttar- bræðra sinna, sem honum líkaði hvergi. Hann taldi of marga I lög- reglunni líta á starf sitt sem ein- hvers konar „bófahasar". Það kom líka að nokkru fram í orðum Ómars sjálfs: „Þessir einstaklingar (öku- menn) vilja vita hvenær þeir áhættulítið telja sig geta brotið reglurnar." Sem sagt, menn reyna vísvitandi að bijóta reglur, þegar færi gefst. Afbrot verða aldrei upprætt eða jafnvel minnkuð með vafasömum um um hvað nudd sé. Þetta ensjúk- legt og getur því endurtekið sig og þá verður ekki nein nafnleynd við- höfð. HARPA HARÐARDÓTTIR, löggiltur sjúkranuddari, Hátúni 6a, Reykjavík. eltingarleik lögreglunnar við af- brotamenn á götunum. Komast þarf fyrir rætur vandans. Þannig bendir t.d. landlæknir á það, að með tilkomu sjónvarps, sem sýnir eina eða fleiri glæpamyndir á hveiju kvöldi, hafí tíðni ofbeldisglæpa auk- ist um 90%. Stemma skal ána við upptökin. Tilgangslaus eltingarleik- ur lögreglu á bílaflota kostar auk þess skattborgarana óhemju fé. Það er alrangt hjá Ómari, að stór- ar rekstrareiningar starfi betur en minni. í viðskiptalífinu er það við- tekin regla, að smærri einingar, er hafa samvinnu sín á milli, nái mun betri árangri. Að lokum: íslenska lögreglan ætti ekki að sækja fyrirmyndir til Bandaríkjanna, þar sem líkams- árásir og morð eru tíu sinnum al- gengari en í öðrum vestrænum löndum, miðað við fólksfjölda. EGILL SIGURÐSSON, Mávahlíð 29, Reykjavík. Pennavinir Fjórtán ára úkraínskur piltur sem safnar frímerkjum og erlendri mynt: Sergy A. Avramenko, Lenin street 149-51, Zaporozhye 330035, Ukraine. Tvítug þýsk stúlka með áhuga á smásagnaritun og bréfaskriftum: Heidi Wolter, St.-Pauli-Deich 26, 2800 Bremen 1, Germany. Frá Ghana skrifar 24 ára stúlka með áhuga á ljósmyndun, sundi, matargerð, ferðalögum og tónlist: Dina Bonney, P.O. Box 957, Cape Coast, Ghana. LEIÐRÉTTIN G AR Rangt ártal Ranglega var sagt í frétt um ráðningarkjör Seðlabankastjóra í gær, að reglur sem ríkisstjórnin setti um bílamál ráðherra, væru frá áramótum 1990-1991. Hið rétta er að reglurnar tóku gildi um áramót- in 1991-1992. Er beðist velvirðing- ar á þessu. Misritun Misritun var í nafni danska verk- takafyrirtækisins Pihl og Sön, á baksíðu blaðsins síðastliðinn sunnu- dag. Er hér með beðist velvirðingar á því. Sviffluguverð í myndatexta með greininni Svif- flugur og skotflaugar, sl. sunnudag, er villa í útreikningi á verði svif- flugu. Flugan kostar réttilega 300 dollara, sem gerir um 21 þúsund íslenskar krónur. Lesendur eru beðnir velvirðingar á villunni. Nafn misritaðist Á eftir minningargrein um Kjart- an Friðgeir Þorsteinsson sem birtist í Morgunblaðinu á sunnudag misrit- aðist nafn annars höfundarins. Þar átti að standa Guðfinna og Marín. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. VELVAKANDI SKRANING REIÐHJÓLA - AUKIÐ ÖRYGGI HJÓLEIGENDA VELVAKANDA hefur bori^t fréttabréf frá Öryggisþjón- ustunni Vara þar sem fjallað er um skráningu reiðhjóla. Þar segir m.a. að árlega sé hundr- uðum reiðhjóla stolið í Reykja- vík eigendum þeirra til sárra vonbrigða. Stundum fínnast þessi reiðhjól aftur, en þótt fínnandinn sé allur af vilja gerður að koma hjólinu til skila getur hann ekkert aðhafst nema láta óskilamunadeild lög- reglunnar vita eða bíða eftir auglýsingu eftir hjólinu. Nú hefur Öryggisþjónustan Vari boðið reiðhjólaeigendum að koma með farskjóta sína í höf- uðstöðvar Vara að Þórodds- stöðum við Skógarhlíð og láta skrá hjólin sín og merkja. Vert er að vekja athygli á þessari þjónustu og merking hjá Vara kostar ekkert en getur bjargað verðmætum og létt áhyggjum af mörgum ungum reiðhjólaeigandanum. HVER GREIÐIR AUGLÝSINGARN- AR? SKATTGREIÐANDI hringdi með þá athugasemd að honum þætti nær að lækka kostnað við framleiðslu íslenskrar land- búnaðarvöru með því fé sem eytt er í auglýsingarnar sem tröllríða öllum fjölmiðlum núna. Auglýsingarnar eru óþarfar og kjánalegar, ekki síst vegna þess að þarna er um einokunarfyrir- tæki að ræða og Islendingar hafa ekki kost á að kaupa neitt annað. 13. KROSSFERÐIN GUÐRÚN Helga hringdi og sagði að hún og vinkonur henn- ar, 13 og 16 ára, hefðu farið fyrir nokkru með fjölskyldunni til að sjá leikritið 13. krossferð- in og í stuttu máli sagt fannst þeim leikritið vera fullt af klámi, langdregið og leiðinlegt. Þeim fínnst það eigi að vara fólk við klámi í leikritum ekki síður en á myndbandsspólum og í kvikmyndahúsum. TOMBÓLUDÓT TOMBÓLUDÓT (fyrir krakka) fæst fyrir ekki neitt. Upplýs- ingar í síma 27214. GÆLUDÝR Týndur köttur SVARTUR köttur, Kolbeinn, með grænt hálsband hvarf frá heimili sínu, Smárahvammi 4, Hafnarfírði, fyrir rúmri viku. Þeir sem kynnu að hafa orðið hans varir vinsamlega hringi í síma 51974. Kettlingur í óskilum SVARTUR kettlingur, u.þ.b. tveggja mánaða, fannst á Flókagötu þriðjudaginn 5. október. Upplýsingar í síma 623073. Kettlingar ÞRÍR kassavanir, ljónfjörugir kettlingar, tveir svartir og einn svartur og hvítur, fást gefins. Upplýsingar í síma 624772. TAPAÐ/FUNDIÐ Hringar töpuðust TVEIR gullhringar töpuðust á Suðurnesjum, einbaugur og steinhringur, þann 12. ágúst sl. Líklegir staðir eru: við Fjöl- brautaskólann í Keflavík, í Sandgerði nálægt Arnarhóli eða við hjúkrunarheimilið Garð- vang í Garði. Skilvís finnandi geri aðvart í Fjölbrautaskólan- um í Keflavík. Fundarlaun. Svar til Omars aðstoð- ary firlögregluþj óns Excel 4.0 Macintosh og Windows: 25.-29. okt kl. 9-12 Access gagnagrunnurinn 18. - 22. október kl. 16-19 FiIeMaker Pro 18. - 22. október kl. 16-19 Quark Xpress Macintosh og Windows: 18.-22. okt. kl. 13-16 PageMaker Macintosh og Windows: 25.-29. okt. kl. 13-16 g Macintosh f. byrjendur s 25.-29. októberkl. 16-19 System 7.0 og net 18.-20. október kl. 9-12 Windows 3.1 25.-27. októberkl.16-19 Word námskeið Macintosh og Windows: 19.10-2.11 kl. 19:30-22:30 Tölvu- og verkfræöiþjonustan Grensásvegi16 Sími 68 80 90 HÓTEL LEIFUR EIRÍKSSON Skólavörðustíg 45 Reykjavík sími 620800 Fax 620804 Hagkvæm gisting íhjarta borgarinnar Einst.herb. kr. 2.800 Tveggja m. herb. kr. 3.950 Þriggja m. herb. kr. 4.950 j Morgunverður innifalinn: vera dn þeirra? íslenskir bændur MARGAUX / kvöld bjóðum við rauðleita og höfuga landbúnaðarafurð frd Margaux héraði d kostnaðar- verði fyrir matargesti. Fimmtudagskvöld ertt kvöld hinna vínrauöu guöaveiga. Boröapantanir í síma 25700 Samkvœmt íslenskum löguni nuí ekki auglýsa borövtn ifjolmiölum. Óréttmætir sammngsskilmálar Neytendafélag höfuðborgarsvæðisins heldur fræðslufund um tilskipun Evrópubandalagsins um óréttmæta samningsskilmálafimmtudaginn 14. október kl. 20.00 í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni). Jón Magnússon, formaður NH, og Sigrún Krist- mannsdóttir, lögfræðingur hjá Samkeppnisstofnun, skýra reglur um óréttmæta samningsskilmála. Sigríður Arnardóttir, iögfræðingur Neytendasam- takanna, fjallar um dæmi um íslenska samningsskil- mála, sem stangast á við hinar nýju reglur EB. Fundurinn er öllum opinn. Neytendafélag höfuðborgarsvæðisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.