Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 35 Vikuferð fyrir aðeins 39.000 krónur á mann SÖGUSTUND Olafur Stefánsson geldur enn deilna við Skúla fógeta Jón Böðvarsson skólameistari flutti aðalræðu um Ólaf Stef- ánsson stiftamtmann í sérstakri dagskrá, Sögustund á síðdegi, sem haldin var í Viðey sunnudag 3. október. Tilefnið var að 200 ár eru á þessu ári liðin frá því að Viðey varð stiftamtmannssetur, er Ólafur Stefánsson stiftamtmaður fluttist þangað og eyjan varð æðsta emb- ættissetur landsins. Viðstaddir voru forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir og borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Örn Antonsson, auk fjölda gesta. Athöfnin hófst með því að séra Þórir Stephensen staðarhaldari í Viðey setti samkomuna, sem fram fór á lofti Viðeyjarstofu. Þá léku nokkur lög á píanó og flautu þeir Marteinn H. Friðriksson dó- morganisti og Martial Nardeau Haustferð um Danmörku og Þýskaland þóknanlegt söguriturum að gera Ólafi svo hátt undir höfði, sem honum bæri. Hann hafi að þessu leyti goldið deilnanna við Skúla. Ólafs ekki getið í nýrri bók Jón Böðvarson flytur fyrirlestur sinn um Ólaf Stefánsson stiftamt- mann. Morgunblaðið/Finnur Magnusson Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands á tali við Markús Orn Antonsson borgarstjóra og Ólaf Stephensen markaðsráðgjafa og forstjóra Auglýsingastofunnar OSA. flautuleikari og voru lögin öll frá tímum Ólafs Stefánssonar, en hann fæddist árið 1731 og dó 1812. Ólafur naut ekki sannmælis Jón Böðvarsson rakti ítarlega lífshlaup Ólafs Stefánssonar og gat þess að einhverra hluta vegna hefði Ólafur ekki notið sannmælis sagn- fræðinga, þar sem hann hafi ekki verið minni höfðingi og baráttu- maður fyrir velferð íslenzkrar al- þýðu en þeir Skúli Magnússon landfógeti og Jón Eiríksson. Hins vegar hafi Ólafur lent í deilum við Skúla. Þar sem hann hafi verið tekin í dýrlinga tölu sem veraldlegt yfirvald, mun það ekki hafa verið Ennfremur gat Jón sér til að sú staðreynd að Magnús Stephensen sonur Ólafs hafi í flestu tekið upp merki föður síns, hafi hann í raun skyggt á föður sinn í þessum efn- um. Því hafi Ólafur ekki náð inn á spjöld sögunnar með sama hætti og hinir höfðingjarniiy Hann kvað furðulegt, að í nýrri íslandssögu, sem gefin hafi verið út, væri Ólafs Stefánssonar hvergi getið. Að lokinni athöfninni var boðið til kaffidrykkju, en að henni lok- inni var helgistund í „leirgerðar- stíl“ í Viðeyjarkirkju. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkju- prestur þjónaði þar fyrir altari, en séra Þórir Stephensen flutti gamla predikun séra Árna Helgasonar prófasts í Görðum, sem uppi var á tímum Ólafs Stefánssonar og þjón- aði þá m.a. Viðeyjarkirkju. Til gamans má geta þess að báðir eru prestarnir séra Jakob og séra Þórir afkomendur Ólafs, en margt kirkjugesta og gesta við þessa sögustund voru niðjar Ólafs. Niðjar Olafs Stefánssonar skipta þúsundum, en hann átti þtjá sonu og tvær dætur. Dómkórinn söng við messugjörðina. Bergþór á Borginni Dinner og jass í Dyllta sal Öll fimmtudagskvöld í október býður Hótel Borg upp á jazzhljómleika með kvöldverðinum í gyllta sal. Það er hljómsveit Þóris Baldurssonar ásamt söngvaranum Bergþóri Pálssyni sem flytur létt jazzlög í hæsta gæðaflokki. Boðið er upp á þriggja rétta matseðil Verð kr. 2.490. Húsið opnað kl. 19.30, hljómleikar byrja kl. 21.00. Borðapantanir í símum 11247 og 11440 . Húsið opið til kl. 1.00. Flogið verður til Kaupmannahafnar föstudaginn 5. nóvember þar sem gist verður 2 nætur og farið í skoðunarferð um Norður-Sjáland. Á þriðja degi verður ekið um Danmörku til Þýskalands þarð sem dvalið verður næstu 5 nætur í Damp við Eystrasalt og farið í skoðunar- og verslunarferðir til Flensborgar, Slésvíkur og Hamborgar. Á áttunda degi verður síðan fiogð heim frá Hamborg. Innifalið í verði er flug til Kaupmannahafnar, gisting í tveggja manna herbergi með baði og morgunverði í tvær nætur, gisting í tveggja manna íbúðum í Damp, skoðunarferðir um Norður-Sjáland, ferðalag um Sjáland, Fjón og Jótland á leið til Þýskalands, skoðunarferðir til Flensborgar, Slésvíkur og Hamborgar, flug heim frá Hamborg og flugvallarskattur. (slensk fararstjórn og hópferðabíll með hópnum allan tímann. Ferðaskrífstofa GUÐM UNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 683222 FLUGLEIÐIR vv YV lli og l]úffeng ti/A ViMrdðar 14.-17. október Verð aðeins 2.900 kr.- Gestgjafar verða matreiðslumeistararnir Sigurður Hall og Rúnar Guðmundsson. Halldór Gunnarsson (Þokkabót) leikur á píanó. Njótið lífsins yfir úrvalsréttum úr íslenskri náttúru. Borðapantanir í síma 17759 Veitingahúsið Naust — S/tSt) ■}///

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.