Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 Nátttröllið DILJÁ Oladóttir og tíkin Hess heilsa hér upp á nátttröllið Drang sem dagaði hér uppi fyrir nokkur þúsund árum er hann varð of seinn til heimkynna sinna fyrir sólarupprás. Drangur skiptir löndum jarð- anna Ytri-Tjarna og Bjarkar í Eyjafirði og stendur í hjalla rétt ofan við efstu tún bæjanna. Skinnaiðnaður endurreistur með nýju hlutafélagi Níu aðilar hafa gef- ið loforð um hlutafé NÍU aðilar hafa gefið loforð um að leggja fram hlutafé í nýtt fyrir- tæki um rekstur á þrotabúi íslensks skinnaiðnaðar, en formlega verð- ur stofnað til hins nýja félags á morgun, fimmtudag, eða á föstudag. Leigusamningur Rekstrarfélags Landsbanka íslands rennur út á föstu- daginn, en bankinn hefur leigt reksturinn frá gjaldþroti íslensks skinnaiðnaðar í júní síðastliðnum. Starfsmenn nýja fyrirtækisins verða eitthvað færri en verið hefur en búist er við að ársverkin verði um 120 'talsins. Ásgeir Magnússon, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, sem haft hefur það verkefni með höndum að safna hlutafé og ganga frá stofnun nýs fyrirtækis um rekst- ur skinnaiðnaðar á Akureyri sagði að málið væri nú á lokaspretti. Tek- in verður ákvörðun í dag, miðviku- dag, um stofnfund hins nýja fyrir- tækis, en hann verður annað hvort á fimmtudag eða föstudag. Nafn hins nýja félags hefur ekki verið ákveðið.> Hlutafé fyrirtækisins verður 45 milljónir króna og höfðu í gær safn- ast loforð fyrir framlögum upp á 40 milljónir króna frá alls níu aðilum, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Framkvæmdasjóður Akureyrar legg- ur fram helming hlutafjárins eða 22,5 milljónir króna, en aðrir sem taka þátt í endurreisn skinnaiðnað- arins á Akureyri eru Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, Kaupfélag Eyfirðinga, Útgerðarfélag Akureyringa, Eyja- fjarðarsveit, Glæsibæjarhreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Hluta- bréfasjóður Norðurlands og Starfs- mannafélag íslensks skinnaiðnaðar. 120 ársverk Morgunblaðið/Sigurður Björnsson Framkvæmdasumri að ljúka í Ólafsfirði ólafsfirði. , Framkvæmdatímanum þetta árið hjá Ölafsfjarðarbæ er nú að ljúka. Óvenju mikið hefur verið um framkvæmdir enda stendur bæjarsjóð- ur vel fjárhagslega. Bygging 1.500 fermetra íþrótta- húss er langt komin og verður lokið við hana í vetur samkvæmt áætlun. f sumar var Túngata malbikuð og jarðvegsskipti voru í Brimnesvegi og nú er verið að Ijúka við gerð götu og bflastæða við nýja íþrótta- húsið, barnaskólann og sundlaug- ina. Nú er búið að malbika allar íbúðagötur bæjarins nema Brimnes- veg og tveir stuttir spottar eru eftir við höfnina. Þá er nú verið að ljúka við að reka niður stálþil í höfnina, en þar er verið að gera 90 metra langa og 30 metra breiða bryggju auk þess sem rýmkað verður til í höfninni með því að fjarlægja tvær gamlar bryggjur. Höfnin er nú að verða örugg fyrir flota Ólafsfírðinga þó enn sé eftir að bæta aðstöðuna þar nokkuð. SB Slátursala mínni en undanfarin tvö ár Ásgeir sagði að auk þess væri fastlega búist við að einhverjir slát- urleyfíshafar myndu taka þátt í stofnun félagsins, en það myndi ský- rast í dag eða morgun. „Við vonum að þetta smelli allt saman í dag eða í síðasta lagi á morgun og allt bend- ir til að svo verði,“ sagði Ásgeir. Ársverk hjá nýja félaginu verða um 120 talsins sem er eilítið færra en verið hefur. „Það verða eitthvað færri starfsmenn þarna til að byija með en gert er ráð fyrir nokkrum sveigjanleika í starfseminni, þannig að stundum verði starfsmenn fleiri og stundum færri,“ sagði Ásgeir. Starfsemi nýja fyrirtækisins verð- ur í svipuðum skorðum og verið hef- ur, en þó er gert ráð fyrir að dregið verði úr leðurframleiðslu og svokall- aðri nappalanframleiðslu „Við gerum þó ráð fyrir að geta haft alla þessa framleiðslu í gangi, við höldum þeim möguleika opnum, en það fer eftir ástandi á mörkuðunum á hveijum tíma.“ Dilkar koma þyngri af fjalli en undanfarin ár Barnakór Glerárkirkju hefur þriðja starfsárið SLÁTURSALA hefur verið heldur minni nú en var á liðnu ári hjá sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri. Sláturtíð lýkur um eða eftir helgi þannig að það fara að verða síðustu forvöð að taka slát- ur. Dilkar eru óvenjuvænir, en það gerir að verkum að búist er við að um eitt þúsund færri ám verði slátrað en sláturloforðin hljóðuðu upp á. BARNAKÓR hefur verið starf- andi við Glerárkirkju síðustu tvö ár og er kórinn nú að hefja þriðja starfsárið. í kórnum hafa verið um þijátíu 10 til 12 ára börn og hefur hann tekið þátt í ýmsum athöfnum í kirkjunni. í vetur verður starfið með líku sniði og fyrr en þó verð- ur snemma farið að æfa aðventu- og jólaefnisskrá því áætlað er að kórinn syngi nokkur lög með Kór Glerárkirkju. Æfingar verða í Glerárkirkju á miðvikudögum frá kl. 16 til 17 og eru allir krakkar velkomnir að vera með. (Fréttatilkynning.) Óli Valdimarsson sláturhússtjóri sláturhúss KEA sagði að lokið yrði við slátrun sennilegast um helgina, en verið gæti að hún myndi drag- ast fram á mánudag. Þegar er búið að slátra tæplega 27 þúsund fjár, en sláturfjárloforðin voru upp á tæplega 35 þúsund fjár. Óli sagðist allt eins búast við að um eitt þúsund færri ám en gert hafí verið ráð fyrir vegna þess hve vænir dilkarnir eru. Meðalvigtin nú er um 16 kíló, sem er með mesta móti, að sögn sláturhússtjóra. Á liðnu ári var meðalvigtin um 15,2 kíló og þótti reyndar heldur lítið þegar miðað var við fyrri ár. Helstu skýringar á vænleika dilka eftir sumarið, sem var með allra kaldasta móti sagði Óli vera að féð hefði verið í nýgræðingi meira og minna allt sumarið. Snjó hefði verið að taka upp langt fram eftir sumri og nýgræðingur undir og eins hefði verið óvenjuhlýtt í septembermánuði þannig að fé hafi bætt á sig allt til loka. Minni sala Slátursala fór rólega af stað, en hefur tekið vel við sér að undan- förnu að sögn Óla, en þó taldi hann að salan væri nokkru minni í ár en var í fyrra. Metsala var árið 1991 þegar yfír 30 þúsund slátur voru seld, í fyrra var salan heldur minni og nú í ár er slátursala nokkru minni en var þá. Óli sagði ómögu- legt að geta sér til um skýringar þar á, „þetta eru bestu matarkaup- in og ef börnum er kennt að borða slátur þá finnst þeim það yfirleitt gott,“ sagði Óli. Sláturtíðin fer nú að renna sitt skeið, henni lýkur væntanlega um helgina, en Óli sagði að ekki væri á það treystandi að hægt yrði að kaupa slátur eftir helgi. Um 2.400 slátur hafa verið send frá Húsavík til Akureyrar á síðustu vikum, en það er nokkru meira en keypt var þaðan í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.