Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 U LOTHAR Matthaus jafnar landsleikjamet Franz Beckenbau- ers með þýska knattspymulandslið- inu, þegar hann leikur fyrir Þýska- land gegn Uruguay í æfingalands- leik í kvöld. Þetta verður 103. lands- leikur kappans, sem er 32 ára. ■ MATTHAUS var 19 ára, þegar hann var fyrst valinn til að leika í landsliðinu, en það var í Evrópu- keppninni á Ítalíu 1980. ■ MATTHAUS leikur nú í stöðu aftasta vamarmanns, sem „libero“, og telur Beckenbauer að hann eigi nokkur ár eftir. ■ PETER Shilton, fyrrum mark- vörður Englands á landsleikjametið í knattspyrnunni, en hann lék 125 leiki. ■ ALAN Shearer er sannfærður um að hann nái að skora fyrir Eng- land gegn Hollandi í HM-leik þjóð- anna. „Eg hef haft það fyrir vana að skora í fyrsta leik mínum, hvort sem um hefur verið að ræða leik með félagsliði eða landsliði, og það má líta á þetta sem fyrsta leik, því ég hef verið svo lengi frá vegna meiðsla,“ sagði miðheijinn. I DENNIS Bergkamp ætlar hins vegar að leggja sitt af mörkum til að Holland komist í úrslitakeppn- ina. Hann hefur gert 11 mörk í 24 landsleikjum, en Shearer tvö mörk í sex leikjum og 13 mörk í 12 leikj- um með U-21s árs liðinu. ■ BERGKAMP hefur aðeins gert tvö mörk í HM-keppninni og eitt fyrir Inter á Ítalíu á leiktíðinni, en Shearer er með fjögur mörk í fjór- um leikjum Blackburn. „Hann er sá sem getur gert okkur lífið leitt,“ sagði Bergkamp um Shearer. „Ef við leikum eins og að undanförnu megum við þakka fyrir að ná jafn- tefli,“ bætti hann við. ■ ERIC Cantona og Jean-Pierre Papin eiga^að sjá til þess að Frakk- land sigri Israel og tryggi sér þar með sæti í lokakeppninni. Cantona hefur gert fimm mörk í keppninni og Papin fjögur. ■ ANDY Townsend, fyrirliði ír- lands, er meiddur og leikur ekki gegn Spáni, en írar, sem hafa að- eins tapað einu sinni á heimavelli í sjö ár, eru sigurvissir. ■ ÍRAR eru með 17 stig í þriðja riðli og eiga tvo leiki eftir. Danir öfu með 16 stig og Spánverjar 15 stig-. ■ ITALIA ætlar að leika stíft til sigurs gegn Skotlandi í 1. riðli. „Vísasta leiðin til að tapa er að fara útá völl með því hugarfari að halda stiginu," sagði _ Arrigo Sacchi, landsliðsþjálfari Ítalíu. ■ SKOTAR eiga ekki möguleika á að komast áfram, en baráttan stendur á milli Sviss, Ítalíu og Portúgals. ■ SVISS er efst í riðlinum og fer áfram með sigri gegn Portúgal, en Sviss hefur ekki leikið í úrslita- keppninni síðan 1966. ■ CARLOS Queiros, þjálfari Portúgal, ætlar að leggja áherslu á vamarleikinn. „Við verðum að verjast gegn Sviss, því liðið virðist alltaf getað skorað." KNATTSPYRNA Guðni Bergsson aft- ur í raðir Valsmanna Guðni Bergsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í knatt- spymu, hefur ákveðið að leika með Valsmönnum á ný eftir nokkurra ára veru hjá Tottenham í Eng- landi. Hann hefur átt við meiðsl að stríða og er f endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara, en gerir sér vonir um að ná sér fljótlega. „Það er allt frágengið varðandi félagaskiptin í Val,“ sagði Guðni við Morgunblaðið í gær. „Ég er laus allra mála hjá Tottenham og bíð spenntur eftir næsta keppnis- tímabili á íslandi. Það er mikill hugur í okkur Valsmönnum, við komum sterkir til leiks og ætlum að gera betur en á síðasta tíma- bili.“ Bjami Sigurðsson, markvörður, og Sævar Jónsson hafa lagt skóna á hilluna, en f staðinn hafa Vals- menn fengið Guðna og Lárus Sig- urðsson. Að sögn Theódórs S. Halldórssonar, formanns knatt- spymudeildar Vals, verða aðrir menn áfram. Ágúst Gylfason leikur í Sviss til áramóta og jafnvel ieng- ur, en gert er ráð fyrir að hann komi aftur áður en íslandsmótið hefst í vor. Anthony Karl Gregory fer til Bodö í Noregi í dag ásamt Framaranum Kristjáni Jónssyni, en þeim var boðið að koma og skoða aðstæður án allra skuldbind- inga. Theódór sagðist ekki vita hvað yrði, en ef Anthony Karl gerði ekki samning ytra væri gengið út frá því að hann yrði áfram i Val. Hollendingar og Englendingar mætast í Rotterdam Merson og Shearer í fremstu víglínu Fimm breytingará landsliði Englandsfrá sigurleikgegn Pólverjum GRAHAM Taylor, landsliðsein- valdur Englands, hefur gert fimm breytingar á landsliði sínu, sem leikur hinn þýðingar- mikla leik gegn Hollendingum í Rotterdam í kvöld — leik sem kemur til með að ráða úrslitum hvort það verði Englendingar eða Hollendingar sem leika í heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum 1994, en Norð- menn eru gott sem búnir að tryggja sér rétt til að leika þar. Nú þegar hafa tíu þjóðir tryggt sér farseðilinn til Bandaríkj- anna; Rússland, Grikkland, Brasilía, Kolumbia, Bolivía, Kamerún, Nígería og Marokkó, en Bandaríkjamenn leika þar sem gestgjafar og Þjóðverjar verja meistaratitil sinn. Taylor hefur tekið þá ákvörðun að tefla fram reyndum leikmönnum í Rotterdam og hefur hann kallað á vamarmanninn Paul Parker, Manc- hester United, og sóknarleikmanninn Paul Merson, Arsenal, í landslið sitt. Parker tekur stöðu hins unga Rob Jones hjá Liverpool og Merson sæti félaga sína Ian Wright, sem hefur átt við meiðsli að stríða á hné. Par- ker hefur ekki leikið með landsliðinu síðan í september 1991 og Merson aðeins byijað í tveimur af síðustu fímmtán landsleikjum Englands. Þetta eru tvær af fímm breytingum síðan að England lagði Pólland, 3:0, á Wembley. Tony Dorigo tekur sæti fyrirliðans Stuart Pearce, sem stóðst ekki læknisskoðun í gær, Alan Shear- er tekur sæti Les Ferdinand, sem er meiddur og Carlton Palm'er tekur sæti Paul Gascoigne, sem er í leik- banni. „Parker hefur meiri reynslu en Jones í þýðirngarmiklum leikjum. Þá hefur Wright sýnt það að hann hefur gert góða hluti þegar hann hefur komið inná sem varamaður — hann Islandsmót 1. deild karla KR - ÞÓR í kvöld kl. 20.00 í Laugardagshöll KR-ingar! Fjölmennum og styrkjum okkar menn til sigurs Handknattleiksdeild KR rm M (<m\ TRYGGINGA „ ~ ‘ MIÐSTÖÐIN HF. ^L.offeiA UMBOOS- OG HEILOSVERSLUN Ármúla 36 I Reuter David Platt, fyrirliði Englands og Alan Shearer, sem leikur á ný með Englendingum, eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í ellefu mánuði, á æf- ingu í Rotterdam í gær. er leikmaður sem getur breytt leik okkur í hag. Hann kom inná og skor- aði jöfnunarmark, 1:1, okkar gegn Pólveijum í Póllandi," sagði Taylor. Það verður David Platt sem tekur við fyrirliðastöðunni hjá Englendingum. Paul Merson fær það hlutverk að klekkja á vörn Hollendinga með hraða sínum og leikni — skapa færi fyrir sig og Alan Shearer. Staðan er þessi í 2. riðli: .8 6 2 0 21: 3 14 .8 4 3 1 24: 8 11 .8 4 3 1 19: 6 11 2 8: 7 8 6 7:17 3 8 1:39 1 Leikir sem eftir eru: Holland - England, Pólland - Noregur, Tyrk- land - Pólland, Tyrkland - Noregur, San Marfnó - England, Pólland - Holland. Noregur ....8 ....8 ....8 PólTand ....7 ....8 SanMarinó... ....9 Hollendingar tilkynna ekki byijun- arlið sitt fyrr en rétt fyrir leikinn, en lið Englands verður þannig skipað: David Seaman - Paul Parker, Tony Dorigo, Tony Adams, Gary Pallister - Carlton Palmer, David Platt, Paul Ince, Lee Sharpe - Paul Merson, Alan Shearer. HANDKNATTLEIKUR Dómarar fá verkefni Islenskum handknattleiksdómur- um var um helgina úthlutað verkefnum í Evrópumótunum í handknattleik. Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson dæma leik Paris St. Germain gegn Banik Kar- vina í Borgarkeppni karla, Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Siguijóns- son dæma leik Sávehof og Valencia í meistarakeppni kvenna og Gunnar Kjartansson og Ólafur Haraldsson dæma leik Bákkerlaget og Lubin frá Póllandi í Borgarkeppni kvenna. Kjartan Steinbach verður eftir- litsmaður á leik Skövde og Petroc- hermia Plock frá Póllandi í EHF- keppni karla og Gunnar Gunnars- son á leik Sjetne frá Noregi og Valencia Urbana frá Spáni í EHF- keppni kvenna. ■ FINNAR telja sig ekki eiga nokkra möguleika gegn Svíum í 6. riðli. „Ef við leikum vel ættum við að ná ásættanlegum úrslitum, en ef ekki vil ég ekki sjá markatöfluna," sagði Tommy Lindholm, þjálfari Finna. Svíþjóð fer áfram með sigri. ■ A USTURRÍKI hefur ekki sigrað á útivelli í þijú ár, en vonar að biðin endi gegn Búlgaríu. Hvorugt liðið á möguleika á að komast uppúr 6. riðli. ■ BELGAR sækja Rúmena heim og þurfa aðeins eitt stig til að komast áfram. ■ REINHARD Fabisch var í gær látinn taka poka sinn sem þjálfari Zimbabwe og er nú tæknilegur ráð- gjafi knattspyrnusambandsins. For- maður þess sagði að breytingin hefði verið ákveðin fyrir löngú og hefði ekkert með 3:1 tapið gegn Kamerún í forkeppni HM s.j. sunndag að gera. ■ COSTAS Costa fær það verk- efni í kvöld að taka Ryan Giggs í landsliði Wales úr umferð, þegar Wales tekur á móti Kýpur í 4. riðli HM. ■ COSTA segist ekki verða í vand- ræðum með Giggs og vonast til að leika nógu vel til að Celtic eða Newcastle bjóði sér samning, ■ WALES þarf á sigri að halda eins og gegn Rúmeníu til að kom- ast í úrslitakeppnina. ■ ANDREAS Michael, þjálfari Kýpur, segist ekki vera hræddur við lið Wales og gerir ráð fyrir jafn- tefli í Cardiff, en Wales vann fyrri leikinn 1:0. ■ MARK Hughes er með eitt gult spjald á bakinu eins og Ian Rush, Barry Horne, Mark Aizlewood og Andy Melville. Spjald gegn Kýpur þýðir bann gegn Rúmeníu. ■ BERTI Vogts lætur skoðanir almennings á sér sem landsliðsþjálf- ara Þýskalands ekki setja sig útaf laginu, en samkvæmt nýlegri skoð- anakönnun er 51% almennings á því að Vogts sé ekki rétti maðurinn sem landsliðsþjálfari. ■ VOGTS sagði að eitt sinn hefði verið bannað að vera með eigin skoð- anir í Þýskalandi, „en enginn vill Þýskaland þannig." ■ RICHARD Möller Nielsen, landsliðsþjálfari Dana, getur í fyrsta sinn stillt upp sterkasta liði Dana, sem taka á móti Norður-írum í 3. riðli í kvöld. Sigur tryggir Dönum þátttöku í úrslitakeppninni. ■ BILLY Bingham, sem er 61s árs, hefur verið landsliðsþjálfari Norður-íra í samtals 17 ár, en hættir í desember. ■ ROBERT Prosinecki varð að greiða Real Madrid 200.000 peseta (um 106.000 kr.) fyrir að hafa ekki Iagt sig nógu vel fram við æfingar. Hann sagðist aldrei hafa æft eins vel og því væri sektin óréttlát, en hann ætlaði samt að borga hana. íkvöld Handknattleikur 1. deild karla: Garðabær: Stjaman - UMFA ...20 Höll: KR-Þór...............20 KA-hús: KA - Selfoss.....20.30 Kaplakriki: FH - Víkingur...20 Valsheimili: Valur - Haukar.20 Vestmannaeyjar: ÍBV - ÍR....20 1. deild kvenna: Höll: Ármann-Valur..........18 Seltjn.: Grótta-ÍBV........20 Körfuknattleikur Úrvalsdcildin: Stykkish.: Snæf. - Skallgr.20 Glíma í dag hefj'ast glímuæfingar fyrir stelpur og stráka á aldrinum 9-14 ára hjá Ármanni. Upplýsingar í síma 72896. Uppskeruhátíð Vals Uppskeruhátíð knattspymudeildar Vals verður að Hliðarenda sunnudaginn 17. októ- ber og hefst kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.