Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 27 Morgunblaðið/Árni Sæberg Afmælisfundur í MÁLI Sigurðar Helgasonar á afmælisfundi Hjartaverndar kom m.a. fram að hæsta meðalævi karla væri 75,9 ár í Japan en næst á Islandi, 75,7 ár. Hæsta meðalævi kvenna er 82,1 ár í Japan, næst í Frakklandi eða 81,1 ár og á íslandi 80,9 ár. Á meðal gesta á afmælisfundinu voru Guðmundur Árni Stefánsson, heilbrigðisráðherra, Ólafur Ólafsson, landlæknir, og frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Tíu ára afmæli Landssamtaka hj artasj úklinga Lög verði sett um grund- vallarréttindi sjúklinga HALDIÐ var upp á 10 ára afmæli Landssamtaka hjartasjúklinga í Perlunni sl. laugardag. Öllum félagsmönnum var boðið að koma til fundarins og sóttu hann um 500 af 2.300 félögum í samtökun- um. Guðmundur Árni Stefánsson, heilbrigðisráðherra, og Ólafur Ólafsson, landlæknir, voru meðal þeirra sem fluttu ávörp á fund- inum. Heiðursgestur var Anna Cronin sem annast hefur íslenska hjartasjúklinga í Bretlandi. Fyrstur á fundinum talaði Sig- urður Helgason, formaður Lands- samtaka hjartasjúklinga og rit- stjóri Hjartaverndar, og minnti m.a. á að umræða um forgangs- röðun í heilbrigðisþjónustu færi fram hjá flestum þjóðum. Nefndi hann sem dæmi umræðu sem orð- ið hefði í Skotlandi um 57 ára gamlan mann, sem látist hefði úr kransæðastíflu, eftir að læknar neituðu honum um aðgerð vegna veikinda og langra biðlista. Hann sagði að brýnt væri að hefja hrein- skilna umræðu af þessu tagi hér á landi með virkri þátttöku sjúkl- ingasamtaka og taldi nauðsynlegt að setja lög um grundvallarrétt- indi sjúklinga. Á þann hátt yrði þeim tryggð réttarvernd í framtíð- inni. „Efni væntanlegra laga verð- ur ekki rakið á þessu stigi málsins enda þarf að fara fram rækileg undirbúningsvinna. Ég tel að ekki megi dragast að sú vinna hefjist sem fyrst og vil hvetja öll sjúkl- ingasamtök, félög og einstakl- inga, að veita þessu máli liðveislu. Sláum skjaldborg um velferðar- kerfíð og hefjum baráttu til sókn-' ar en ekki til skipulagslauss und- anhalds, eins og áðumefnd hel- stefna ber í skauti sér, að minni hyggju. Stór hluti þjóðarinnar verður að sameinast í slíkri bar- áttu og sýna með því mikla sam- stöðu. Leggja þarf það síðan fyrir stjórnmálaflokka hvort þeir vilja styðja framgang slíks lagafmm- varps á Alþingi fyrir næstu al- þingiskosningar," sagði Sigurður m.a. Heimsforseti Kiwan- is heimsækir Island ALHEIMSFORSETI kiwanishreyfingarinnar, Arthur Swanberg, og kona hans Alice koma í heimsókn til íslands í dag, 13. október. ísland er fyrsta landið sem þau hjón heimsækja á nýbyrjuðu starfsári kiwanismanna en hr. Swanberg tók við embætti 1. októ- ber sl. Starfinu gegnir hann í eitt ár. Hann mun á þessu ári heim- sækja fjölmörg lönd þar sem kiw- anismenn og -konur starfa að mannúðarmálum. Þau hjón verða viðstödd er kiw- anishreyfingin á íslandi afhendir formlega til ríkisspítalanna hús sem reist er fyrir það fé sem safn- aðist á K-degi 1992. Húsið er á lóð Kleppsspítala og verður notað sem verndaður vinnustaður. Alls söfnuðu kiwanismenn og -konur og fjölskyldur þeirra 17 milljónum og var fénu einnig varið til að ljúka endurbótum við sam- býli geðfatlaðra á Akureyri. Heimsforsetinn mun einnig sitja fund með kiwanisfólki fimmtudag- inn 14. október í kiwanishúsinu í Reykjavík. Héðan fara þau hjón á föstudag. Hr. Arthur Swanberg, alheims forseti kiwanishreyfingarinnar. Lífeyrissjóðirnir mótmæla skatti STJÓRN Landssambands lífeyrissjóða ákvað á fundi sínum sl. þriðju- dag að senda öllum alþingismönnum bréf þar sem vakin er athygli þeirra á viðvarandi ranglæti um skattlagningu lífeyrisgreiðslna, þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu um nauð- syn athugana og úrbóta á fyrrgreindu sviði. Til viðbótar núverandi ranglæti í þessum málum bætast nú vangaveltur ráðherra um nauð- syn enn meiri skattlagningar lífeyrissparnaðar, segir í frétt frá sam- bandinu. í fréttinni segir einnig: „Stjórn Landssambands lífeyrissjóða mót- mælir harðlega hvers konar áform- um stjórnvalda um aukna skatt- lagningu lífeyrissparnaðar lands- manna. Nær væri að bæta úr því ranglæti sem felst í þrísköttun líf- eyrisgreiðslna, en í dag greiða launamenn tekjuskatt af iðgjaldi sínu til lífeyrissjóðanna og lífeyris- þegarnir greiða tekjuskatt af mót- teknum lífeyri frá sjóðnum. Við þessa óréttlátu skattlagningu bæt- ist síðan skerðing á tekjutryggingu almannatrygginga með hækkandi ellilífeyri frá lífeyrissjóðunum. Viðbótarskattlagning lífeyris- sparnaðar myndi auka á það rang- læti sem ríkir í mismunandi lífeyris- réttindum ríkisstarfsmanna annars vegar og almennra launamanna hins vegar. Því yrði skattlagning á eignir eða fjármagnstekjur Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins einungis tilfærsla á peningum milli vasa hjá ríkissjóði, þar sem hann ber ábyrgð á lífeyrisgreiðslum frá sjóðnum. En skattlagning almennu lífeyrissjóð- anna hefði í för með sér lægri lifeyr- isgreiðslur til launafólks í landinu. Þannig er ljóst að lífeyrissparn- aður landsmanna er nú þegar skatt- lagður af ógnarþunga og hvers kyns vangaveltur um viðbótarskatt- lagningu í formi skattlagningar fjármagnstekna eða eigna lífeyris- sjóðanna því veruleikafirrtar. Stjórn Landssambands lífeyris- sjóða treystir því alþingismönnum til þess að standa einhuga saman um að vísa frá Alþingi hverju því lagafrumvarpi sem felur í sér aukna skattlagningu lífeyrisspamaðar. Með þeim hætti gæta þeir þess að ekki sé ráðist með skattlagningu að lífeyrisréttindum þess fólks, seyj, lakastan rétt hefur.“ Markaðsátak Landsvirkjunar stendur yfir 30 milljón kr. ár- leg tekjuaukning LANDSVIRKJUN áætlar að auka árlegar tekjur sínar um 30 miHjón- ir kr. með markaðsátaki sem hefur staðið yfir undanfarið. Átakið byggist á samþykki stjórnar Landsvirkjunar um að veita afslátt sem nemur einni kr. á kílóvattstund af verði svokallaðs forgangsraf- magns til þeirra notenda sem fullnægðu vissum skilyrðum, m.a. varðandi lágmarksaukningu i árlegum rafmagnskaupum. Einnig hefur stjórnin samþykkt helmings afslátt af verði svokallaðs ótryggðs rafmagns til fiskimjölsverksmiðja og annars atvinnureksturs. Markmiðið með afslættinum af verði ótryggðs rafmagns er að gera vissum notendum fjárhagslega kleift að taka upp notkun rafmagns í stað olíu, samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun. Þegar hafa verið gerðir samning- ar um sölu á að allt að sex gígavatt- stundum á ári af forgangsrafmagni með afslætti, einkum til aðila á sviði ylræktar, fiskvinnslu og mjólk- urvinnslu, og sömuleiðis um sölu á ótryggðu rafmagni sem nemur um 60 gígavattstundum á ári. Hitaveita Akureyrar, Mjólkursamlag KEA, Fiskimjölsverksmiðja Krossness hf., Viking Brugg og Steinullarverk- smiðjan á Sauðárkróki hafa þegar gert samning um kaup, og áætiar Landsvirkjun tekjuaukningu sípa. um 30 milijónir króna á ársgrund- velli, miðað við núverandi gjaldskrá. I2ICMIEGA •GÓLFHIRÐULÍNAN : sci.frá •íxiohnson ÍSLENSKAR LEIÐBEININGAR vítamín og kalk fæst í apótekinu DU PONT bflalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bfllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. oca'&n Faxafeni 12. Sími 38 000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.