Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 Seðlabankinn skilar bílmun og tekur regl- ur til endurskoðunar ÁGÚST Einarsson, formaður bankaráðs Seðlabanka íslands, kveðst fagna þeirri ákvörðun Jóns Sigurðssonar seðlabankastjóra að láta bílakaup Seðlabankans honum til handa ganga til baka. „Þetta er góð og skynsamleg ákvörðun,“ sagði Ágúst í samtali við Morgun- blaðið í gærkveldi. Ágúst segir að brátt verði reglur um bifreiða- kaup Seðlabankans til handa bankastjórum endurskoðaðar, og þar komi tvennt til greina: Annars vegar að miðað verði við samskonar reglur og ríkisstjórnin noti um kaup á ráðherrabílum, þar sem miðað sé við að hámarksverð bifreiða sé um 3,2 milljónir króna. „Eða að endurskoðunin verði enn róttækari, og afnumin verði sú regla að stofnanir leggi til forstjórum, forstöðumönnum og yfir- mönnum bifreiðar," segir Ágúst. Jón Sigurðsson, bankastjóri Seðlabankans^ sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að í þess- ari ákvörðun hans fælist viðurkenn- ing á því að hann beygði sig fyrir þeirri gagnrýni sem fram hefði komið á ofangreind bílakaup. Hann kvaðst því ekki ætla að veija þessa ákvörðun, og gerði því þessa breyt- ingu mjög fús. „Mönnum yfírsést kannski, að með kaupum af þessu tagi er alls ekki verið að skerða það fé sem velferðarkerfíð hefur úr að spila,“ sagði Jón, „þvert á móti fylgir svona kaupum mjög mikil skattgreiðsla til ríkisins sem annars kæmi ekki, því það lætur nærri að helmingur af andvirði svona bíls sé óbeinir skattar.“ Hirði ekki um bílafríðindi Seðlabankastjóri var spurður hvort hann hygðist nýta sér bif- reiðafríðindi Seðlabankans í fram- tíðinni: „Ég ætla ekki að gera það í bili. Ég hirði ekki um það mál, sem er algjört aukaatriði í þessu máli. Ég kemst allra minna ferða,“ sagði Jón Sigurðsson. Ágúst Einarsson bendir á að í ÞÓRÐUR Friðjónsson, forsljóri Þjóðhagsstofnunar, sagði að hann hafí ekki hugleitt hvort hann muni skila bíl sem sé þegar komin í notkun, enda sé óvíst um hagkvæmni þess, er hann var spurður hvort hann myndi fylgja í fótspor Jóns Sigurðssonar, bankastjóra Seðlabankans og skila bíl sem hann hefur afnot af í tengslum við starf sitt. Guð- mundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, sagði aðspurð- ur um hið sama að maður skili ekki bíl sem sé þegar kominn í notkun. Fer eftir reglum „Ég mun náttúrlega í framtíðinni jafnt sem hingað til fara eftir þeim reglum sem um þetta gilda, en ég hef ekkert hugleitt hvort ég mun skila bíl sem er þegar kominn í notk- un eða ekki, enda er óvíst um hag- kvæmni þess,“ sagði Þórður Frið- jónsson í samtali við Morgunblaðið. „Ég vek athygli á því að kjörin hjá mér hafa ekkert breyst heldur er þetta samskonar bifreið og ég hafði til afnota áður og reyndar ódýrari en sú sem ég hafði þar á undan. Ég tel hins vegar skynsam- legt að um afnot af þessu tagi giidi skýrar og einfaldar reglur þannig að ekki þurfi að koma til deilna í þessum efnum. Verði reglum um þetta breytt mun ég að sjálfsögðu dag sé ekki lengur hægt að líta á bílafríðindi sem launamál, þar sem menn greiði skatta af afnotum bif- reiðanna samkvæmt skattamati. „Mér finnst kominn tími til að það verði skorin upp herör gagnvart þessum bílaflottheitum, bæði hjá æðstu embættismönnum og for- kólfum í viðskiptalífinu. Þetta er kannski með ennþá meira áberandi hætti úti í atvinnulífinu, þar sem er fjöldinn allur af glæsilegum for- stjórabílum. Þó að ekki sé um opin- bera fjármuni að ræða í slíkum til- vikum, þá greiða neytendur samt sem áður fyrir þennan lúxus for- stjóranna," sagði Ágúst. Ekki við þetta búandi Formaður bankaráðs Seðlabank- ans kveðst eiga von á því að banka- ráðið taki þessar reglur til endur- skoðunar alveg á næstunni. „Ég tel að það sé ekki við það búandi að þessi bílamál skuli á nokkurra ára fresti valda meiriháttar um- ræðu í þjóðfélaginu. Við viljum kanna hvort ekki geti skapast sam- staða um uppstokkun á öllum þess- um málum innan hins opinbera skoða mín bílamál einfaldlega í því ljósi," sagði hann ennfremur. Ekki ný bifreið „Ég er með bifreið sem er búið að nota í þijá eða fjóra mánuði. Maður skilar ekki slíku. Þetta er ekki ný bifreið," sagði Guðmundur dag. í stefnunni kemur fram að frá því stefnanda var veitt lausn frá emb- ætti hæstaréttardómara 1. júlí 1992 hafi hann fengið greidd sömu laun og starfandi hæstaréttardómarar allt þar til haustið 1992 er farið var að greiða fyrir yfirvinnu. Stefnandi kerfís og það mun ekki standa á Seðlabankanum í þeirri endurskoð- un,“ .sagði Ágúst. Ríkisbankar miða við reglur um ráðherrabíla í ríkisbönkunum, Landsbanka íslands og Búnaðarbanka íslands, eru reglur þessar með nokkuð svip- uðum hætti þar sem í megindrátt- um er miðað við viðmiðunarreglur ríkisstjórnarinnar þegar ráðherra- bílar eru keyptir. Einkabankinn, íslandsbanki, kaupir, á og rekur bifreiðar handa bankastjóra ís- landsbanka og fimm framkvæmda- stjórum bankans, og setur einnig þak á kaupverð, sem miðast við þrjár milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Kristjáns Ragnars- sonar, formanns bankaráðs ís- landsbanka. Kjartan Gunnarsson, starfandi formaður bankaráðs Landsbanka íslands, segir að reglur bankans í þessum efnum séu á þann veg að á þriggja til fjögurra ára fresti kaupi Landsbankinn bifreiðar sem þrír bankastjórar Landsbankans hafi síðan afnot af, en bankinn eigi og reki. Ákveðinn hluti af bifreiðar- verðinu sé síðan talinn bankastjór- unum til tekna. Ekki sé lengur einkabílstjóri fyrir bankastjórana að störfum við Landsbankann, en sá sem gegnt hafi því starfi, hafi látið af því fyrir aldurs sakir á liðnu ári. Bankastjórarnir hafi hins vegar aðgang að bílstjóra umsjónardeild- ar, ef svo beri undir. „Segja má að almenna reglan sé sú, þegar bifreiðakaup eru ákveðin, að miða við þær reglur Malmquist í samtali við Morgun- blaðið. „Sjálfsagt eru mín mál í nákvæmlega sömu stöðu og hjá öðrum sem eru með bifreiðir á samskonar kjörum," sagði hann ennfremur. Hann sagðist ekkert frekar hafa að segja um þetta, en hann hefði telji að ákvæði 2. og 3. málsliðar 44. greinar stjórnarskrár um hin sérlegu málefni íslands frá 5. jan. 1874 veiti þeim dómurum sem ákvæðin ná til þá vernd að þeir verði launalega eins settir og ef þeir störf- uðu áfram. sem gilda um bifreiðamál ráðherra á hveijum tíma,“ sagði Kjartan. Reglum breytt 1985 Guðni Ágústsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans, segir að hjá bankanum hafi ákveðnar viðmiðunarreglur verið í gildi frá því árið 1985, um bifreiðakaup bankans handa bankastjórum hans. Frá árinu 1970 fram til ársins 1985 hafi gilt sömu reglur og um bif- reiðakaup ráðherra. Það er, banka- stjórarnir hafi getað keypt bíla á ákveðnum kjörum, á þriggja ára fresti, en bankinn hafi greitt að- flutningsgjöld og tolla og síðan hafi bankastjórarnir átt bílana og rekið sjálfir. Með ákvörðun banka- ráðsins árið 1985 hafi reglunum verið breytt og hafi sömu reglur verið í gildi síðan. Bankinn eigi og reki bifreiðarnar, en bankastjórarn- ir greiði skatta af þeim hlunnindum sem afnot bifreiðanna teljast sam- kvæmt skattmati. „Viðmiðun á hámarksverði bifreiða þeirra sem keyptar eru handa bankastjórum, ekki rætt þetta við stjóm Byggða- stofnunar. Aðspurður sagði hann að bíllinn væri hluti af sínum ráðn- ingarsamningi og keyptur sam- kvæmt þeim reglum sem giltu í þessum efnum. Bíllinn hefði verið endurnýjun á eldri bifreið sem keypt hefði verið 1987 eða fýrir sex árum. Þá segir: „Engin önnur ákvæði hafi þá verið til um starfslok þess- ara embættismanna og þessum ákvæðum verði auðvitað ekki breytt með einfaldri lagasetningu, hvorki um aldurshámark embættismanna, Kjaradóm eða annað. Stefnandi heldur því fram, að orðalag stjórn- arskrárákvæðanna sé ótvírætt, enda myndi sá skilningur að fram- kvæmdavaldshafar eða almenni lög- gjafinn gætu ákveðið að einhver hluti þeirra peningagreiðslna, sem hæstaréttardómarar fá á hverjum tíma fyrir að sinna skyldustörfum sínum, skuli kallast laun og aðrar miðast við sama verð og sett var í reglugerð um kaup á ráðherrabif- reiðum, sem mun vera um 3,2 millj- ónir króna í dag. Það hefur ekki á það r-eynt hjá okkur enn sem kom- ið er, en ég reikna með að við þá viðmiðunarreglu verði stuðst hjá okkur í Búnaðarbankanum,“ sagði Guðni Ágústsson. Einkabankinn bannar starfsmönnum að þiggja laxveiðiboð viðskiptamanna Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs íslandsbanka, segir að bankinn kaupi, eigi og reki bifreið- ar handa þeim yfirmönnum bank- ans, sem mynda bankastjórn, þ.e. bankastjóra og fimm framkvæmda- stjórum. „Við teljum enga þörf fyr- ir það hjá okkur að breyta þeim reglum og viðmiðunum sem við notumst við. Þessi bílafríðindi eru í raun laun, eins og fyrirkomulagið er í dag, en ekki skattaleg hlunn- indi, eins og áður var. Mönnum eru taldin til tekna 20% af verðmæti bíls, á hveiju ári, sem er innan við þriggja ára gamall, og 15% af verð- mæti bifreiðar sem er fjögurra ára eða eldri og þeir greiða sína skatta og skyldur í samræmi við það,“ segir Kristján. Hann segir að miðað sé við að kaupverð bifreiða sem bankinn kaupir handa yfirmönnum íslandsbanka sé ekki hærra en þrár milljónir króna. Kristján segir það geta verið álitamál hvort greiða bæri yfir- mönnum bankans hærri laun sem þessu nemur og síðan ættu þeir og rækju sína bíla. Að hans mati mætti vel ræða það. Kristján bend- ir jafnframt á að íslandsbanki hafi engan einkabflstjóra í starfi, auk þess sem bankinn sé einn slíkra stofnana með reglu sem banni starfsmönnum að þiggja gjafír og boð. „Menn mega ekki þiggja boð um laxveiðitúr hjá viðskiptamönn- um, svo að dæmi sé nefnt,“ segir Kristján. launagreiðslur einhveiju öðru nafni, sem stefnandi ætti ekki að fá greitt, gera stjórnarskrárákvæðin gagns- laus og marklaus. Stefnandi heldur því fram, að föst laun að viðbættri framangreindri aukaþóknun, en hún hækkar laun hæstaréttardómara um 40-50% eftir því hvort miðað er við mánaðarlaun eða árslaun, sé fyrir sömu störfin og föstu launin hafi áður verið greidd fyrir. Launahækk- unin verði því ekki studd með nýjum störfum í réttinum. Jafnvel þótt svo væri ætti stefnandi rétt á launahækk- uninni því hann á að vera eins settur og ef hann hefði gegnt starfi áfram.“ Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að skýrar reglur eigi að gilda um bílamál Ovíst um hagkvæmni þess að skilti bfl sem er þegar í notkun Búid að nota bifreiðina í 3-4 mánuði, segir forsljóri Byggðastofnunar Fyrrverandi hæstaréttardómari stefnir forsætis- og fjármálaráðherra Telur sig eiga rétt á sömu launa- kjörum og starfandi dómarar SIGURGEIR Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur stefnt forsætis- og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til greiðslu 1.260 þúsund króna auk dráttarvaxta frá 1. ágúst í ár, þar sem hann telur að hann eigi að njóta sömu launakjara og starfandi hæstaréttardóm- arar, sem hafa fengið greiddar 48 yfirvinnustundir á mánuði í tíu mánuði frá 1. september 1992 eða 126 þúsund krónur á mánuði. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, fimmtu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.