Morgunblaðið - 13.10.1993, Side 22

Morgunblaðið - 13.10.1993, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTONER 1993 23 plí>r0minMal»ii Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. ó mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Kosningarnar í Grikklandi Niðurstöður þingkosninganna í Grikklandi á sunnudag urðu þær, að Sósíalistaflokkurinn Pasok fékk tæp 47% atkvæða í kosning- unum og hreinan meirihluta á þingi. Þar með er orðið Ijóst, að Andreas Papandreou, leiðtogi flokksins, verður næsti forsætis- ráðherra Grikklands og mun hann taka við embætti í dag. Papandreou, sem er 74 ára gam- all, hefur komið mikið við sögu grískra stjómmála undanfarna áratugi og var hann forsætisráð- herra á árunum 1981-1989. Grikkir höfðu nýverið fengið aðild að Evrópubandalaginu er Pap- andreou varð forsætisráðherra og tók hann upp harða stefnu gegn bandalaginu. Þá barðist hann einn- ig gegn aðild Grikkja að Atlants- hafsbandalaginu, veru bandarískra hermanna í Grikklandi og þótti að auki ekki leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkum. Margsinnis tók hann afstöðu með róttækum þriðjaheimsríkjum og ríkjum Aust- ur-Evrópu gegn bandalagsþjóðum sínum í NATO og EB. Þótt Papandreou hafi í orði bar- ist gegn EB lærði hann samt fljót- lega að nýta sér sjóði bandalagsins til að standa undir kostnaði við stefnu sína. Sú stefna byggðist fyrst og fremst á erlendum lántök- um, fyrirgreiðslu og stórfelldri út- þenslu ríkisútgjalda. Undir lok síð- asta áratugar var efnahagur lands- ins kominn í algjört óefni. For- sætisráðherrann sjálfur var einnig rúinn trausti. Það voru því fáir, sem töldu að Papandreou myndi eiga aftur- kvæmt, er hann lét af embætti árið 1989. Við tók ríkisstjórn hægriflokksins Nýs lýðræðis undir stjórn Konstantins Mitsotakis. Meginmarkmið þeirrar stjórnar var að draga úr ríkisafskiptum og nútímavæða grískt efnahagslíf. Gallað kosningakerfi, sem stjórn Papandreous hafði komið á, gerði það hins vegar að verkum að þrátt fyrir öruggan kosningasigur hlaut Mitsotakis mjög nauman þing- meirihluta. Það reyndist því erfið- ara að knýja umbæturnar í gegn en ella. Mitsotakis mótaði samt sem áður stranga aðhaldsstefnu í efnahagsmálum til þriggja ára sem átti að rétta við efnahagslífið. Sú stefna hefur skilað ^öluverðum árangri. Verðbólga er nú tæp þrettán prósent og hefur ekki ver- ið lægri í tvo áratugi og dregið hefur verið úr ríkisútgjöldum. Þessi árangur hefur hins vegar kostað töluverða lífskjaraskerðingu fyrir almenning og virðist sem það hafi ráðið úrslitum í hugum margra Grikkja. Átökin á Balkanskaga og deilur Grikkja við hið nýstofnaða lýðveldi Makedóníu settu einnig strik í reikninginn fyrir Mitsotakis. Auk- innar áherslu á þjóðernishyggju hefur gætt í grískum stjórnmálum undanfarið ár og leiddi það til þess að valdamikill áhrifamaður í Nýju lýðræði, Antonis Samaras, fyrrum utanríkisráðherra, sagði sig úr flokknum og stofnaði til framboðs. Gengu tveir þingmenn Nýs lýðræð- is til liðs við Samaras og var þing- meirihluti Mitsotakis þar með úr sögunni. Það sem varð Mitsotakis að falli í kosningunum var líklega frekar hið erfiða efnahagsástand og klofningsframboð Samaras en miklar vinsældir Papandreous. „Kosningasigur Papandreous sýnir enn einu sinni hversu stutt stað- reyndir staldra við í minni kjós- enda,“ sagði til að mynda Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakk- lands, er hann var spurður álits á kosninganiðurstöðunni. Engu að síður er ósigurinn mikið áfall fyrir Mitsotakis, sem líkt og Papandreou hefur verið viðloðandi stjórnmál í marga áratugi. Hann hefur nú lýst því yfir að hann hyggist hætta opinberum afskiptum af stjórnmál- um. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því hvert Grikkland muni stefna undir stjórn Pap- andreous. Vissulega hefur mál- flutningur hans breyst mikið á undanförnum árum og er hann nú orðinn einn af ötulustu stuðnings- mönnum Evrópubandalagsins í Grikklandi. í kosningabaráttunni hét hann því aftur á móti að stöðva einkavæðingaráform stjórnar Mitsotakis og rifta samstarfssamn- ingum við erlenda aðila varðandi ýmsar stórframkvæmdir. Má þar nefna áform um að einkavæða gríska símafyrirtækið og 200 millj- arða króna samning við þýska einkaaðila um sameiginlega gerð nýs flugvallar í Aþenu. Papandreou var Iíka óspar á loforð um að hann myndi láta af aðhaldsstefnu Mitso- takis, hrinda í verk viðamiklum félagslegum áætlunum og fram- kvæmdum á sviði samgöngumála. Peningar fyrir slíku eru einfaldlega ekki til í Grikklandi í dag og því líklegt að Papandreou muni rétt eins og á síðasta áratug reyna að fjármagna áform sín með styrkjum frá EB. Grikkir fá nú þegar um íjóra milljarða dollara á ári í fram- lög frá bandalaginu og eiga þeir kost á 20 milljörðum til viðbótar á næstu fímm árum samkvæmt hinni svokölluðu Delors 2 áætlun um uppbyggingu í hinum fátækari ríkjum EB. Tvennt gerir þó að verkum að framtíðarhorfur Grikkja eru ekki jafn dökkar og ætla mætti. I fyrsta lagi hefur EB á undanförnum árum hert verulega reglur um úthlutun úr sjóðum og má búast við að fram- kvæmdastjórnin í Brussel setji það skilyrði fyrir framlögum til ríkis- stjórnar Papandreous að hún fylgi áfram aðhaldsstefnu í efnahags- málum. í öðru lagi hefur dregið verulega úr mikilvægi Grikklands í álfunni eftir að kalda stríðinu lauk og raunar felst mesta hættan í því í dag að með óábyrgri stefnu á Balkanskaga muni Grikkir draga bandalagsríki sín inn í þau átök. Hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu í tilefni aldarminningar Páls ísólfssonar Höggmynd afhjúpuð HÁTÍÐARDAGSKRÁ í tilefni ald- arminningar Páls ísólfssonar fór fram í Þjóðleikhúsinu á vegum Ríkisútvarpsins í gær. Flutt voru ávörp og leikin tónlist eftir Pál. Höggmynd af Páli ísólfssyni var afhjúpuð og Sinfóníuhljómsveit Islands flutti tvö verk eftir hann. Margir þekktir tónlistarmenn fluttu verk Páls á hátíðinni. Jón Nordal afhjúpaði btjóstmynd af Páli ísólfssyni en styttan var gerð að tilstuðlan Tónlistarskólans í Reykjavík og Tónlistarfélagsins. Sinfóníuhljómsveit íslands flutti Há- tíðarmarsinn og Passacaglíu eftir tónskáldið undir stjórn Páls P. Páls- sonar. Ólöf Kolbrún Harðardóttir söng þtjú sönglög eftir Pál við undir- leik Onnu Guðnýjar Guðmundsdótt- ur. Þorsteinn Gauti Sigurðsson lék píanóverkið Burlesque úr Þremur píanóstykkjum eftir Pál. Jón Þórar- insson tónskáld flutti hátíðarræðu og nokkur ávörp voru flutt. Kynnir var Þorkell Sigurbjörnsson og var hátíðardagskránni útvarpað beint. Morgunblaðið/Þorkell Frá hátíðardagskránni PÁLL P. Pálsson stjórnaði flutningi Sinfóníuhljómsveitar íslands á tveim verkum eftir Pál ísólfsson. Á innfelldu myndinni er brjóstmynd- in af Páli ísólfssyni sem afhjúpuð var í Þjóðleikhúsinu. Fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu á Alþingi Skatttekjur ríkissjóðs hafa lækkað um átta milljarða FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi ríkissljórnarinnar á Alþingi í gær og kom fram í máli hans að vegna samdráttar í efnahagslífinu hefðu skatttekjur rikissjóðs lækkað um 8 milljarða kr. að raungildi frá árinu 1991. Sljórnarandstöðu varð tíðrætt um að svo virtist sem ekki væri samstaða innan ríkisstjórnarinnar um fjárlagafrumvarpið og tveir þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Lára Mar- grét Ragnarsdóttir og Árni Mathiesen, gagnrýndu tillögur Guðmundar Fjármálaráðherra nefndi það til marks um árangur ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálunum að með aðhaldsað- gerðum hefðu árleg útgjöld ríkisins verið lækkuð um 10 milljarða kr. frá því sem var á árinu 1991, þar af greiðslur til landbúnaðarmála um 4,5 milljarða og sparnaður í menntamál- um hefði numið tveimur milljörðum kr. Fjármálaráðherra sagði að gert væri ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu að skatttekjur ríkissjóðs lækkuðu um 1,5 milljarð kr. á næsta ári og að raungildi hefðu þær ekki verið lægri í sjö ár. Yfirlýst áform ríkisstjórnar- innar vegna kjarasamninganna sl. vor um að lækka virðisaukaskatt af mat- vælum frá næstu áramótum fælu í sér nærri 2,5 milljarða kr. tekjutap á næsta ári og 400-500 milljónir kr. til viðbótar árið 1995. Herferð gegn skattsvikum í ræðu fjármálaráðherra kom fram að vaxtaútgjöld ríkissjóðs eru áætluð 11,7 milljarðar kr. á næsta ári saman- borið við 10 milljarða á þessu ári. Hins vegar lækki lánsfjárþörf ríkis- sjóðs um tvo milljarða á næsta ári og annarra opinberra aðila um rúmlega einn milljarð kr. Frá árinu 1991 hafi hrein lánsfjárþörf hins opinbera minnkað um helming, úr 45 milljörð- um kr. í 23 milljarða á föstu verðlagi. Þá vék fjármálaráðherra að niður- stöðum nefndar um aðgerðir vegna skattsvika og sagðist hann ætla að beita sér fyrir herferð gegn skattsvik- um. Hann kvaðst þegar hafa gert ráðstafanir í samræmi við tillögur nefndarinnar. „Þannig verður starf- semi Skattrannsóknarstjóra ríkisins styrkt með því að fjölga stafsmönnum sem eingöngu fást við að rannsaka svarta atvinnustarfsemi. Auk þess verður meiri áhersla lögð á reglubund- ið skatteftirlit á skattstofunum." Skattatilfærslur Fjármálaráðherra sagði það rangt að heildarskattbyrði ríkissjóðs sé að aukast, þvert á móti hafi hún minnkað ár frá ári. Ríkisstjórnin hafi hins veg- ar lækkað skatta af fyrirtækjum til að styrkja atvinnureksturinn og draga úr atvinnuleysi og fært yfir á einstakl- inga, einkum hina tekjuhærri. „Þetta hefur að sjálfsögðu aukið skattbyrði einstaklinga en létt skattbyrði fyrir- tækja. Um það er ekki deilt og ég hef ekki dregið dul á þetta atriði," sagði fjármálaráðherra. Steingrímur Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins, sagði að í fjár- lagafrumvarpinu væri reynt að læða því að almenningi að ríkisstjómin stæði fyrir skattalækkunum um þess- ar mundir. „Ekkert er fjær sanni. Aldrei í sögunni hefur verið að festast í sessi önnur eins tilfærsla á skatt- byrði frá fyrirtækjunum yfir til ein- staklinganna og nægir þar að nefna aðstöðugjaldið í heild sinni upp á fjóra milljarða kr. og hækkun tekjuskatts upp á einn milljarð kr. á næsta ári.“ Nýir skattar Guðmundur Bjarnason, Framsókn- arflokki, sagði að þrátt fyrir marga galla í íjárlagafrumvarpi ríkisstjómar- innar væri það um sumt raunhæfara en fyrri fjárlagafrumvörp hennar. T.a.m. væri aðeins gert ráð fyrir 500 milljónum kr. í tekjur af sölu ríkise- igna á næsta ári. Á yfirstandandi ári hefði verið gert ráð fyrir 2,5 milljarða kr. tekjum vegna sölu ríkiseigna en útlit væri fyrir að tekjurnar yrðu um 100 milljónir kr. Guðmundur sagði að á tveggja og hálfs árs starfsferli ríkis- stjórnarinnar liti út fyrir að aukin kostnaðarþátttaka almennings vegna lyijakaupa nemi allt að einum millj- arði kr. Þátttaka almennings í aukn- um sérfræðikostnaði í heilbrigðiskerf- inu nemi um 900 milljónum kr. á þess- um tíma og „nýr aðgangsskattur að heilsugæsluþjónustunni sem þessi hæstvirta ríkisstjórn hyggst leggja á er á bilinu 300-400 milljónir kr. Hér eru nýir skattar upp á rúma tvo millj- arða kr.“ Undarleg umræða eftir Sverri Hermannsson Umræðan um vaxtamál hefír á síðari árum verið næsta undarleg svo ekki sé meira sagt. Öll máttarvöld þjóðarinnar hafa sungið í einum kór sönginn um nauðsyn lágra vaxta sem vonlegt er. Og þegar vextir halda áfram að vera háir eru þau öll áfram innilega sammála og má það merki- legt heita: Sökina bera bankar. Það bar til á kreppuárunum að neyðarkall barst stjórnvöldum frá þorpi á landsbyggðinni. Brugðið var við og stjórnarráðsfulltrúi sendur á staðinn að kynna sér ástandið. Á móti honum tók heimamaður og frammámaður og dró hvergi af sér í mögnuðum lýsingum á ástandi sveitarfélagsins. Á þessu gekk lengi „Á undanförnum árum hafa lán til fiskveiða og vinnslu verið mjög áhættusöm. Stór gjald- þrot hafa orðið og lána- stofnanir tapað miklum fjármunum. “ þar til fulltrúanum að sunnan var farið að ofbjóða og spyr: „Hvetjir stjórna öllu þessu hér?“ Þá mátti heimamaður ekki við bindast og svaraði: „Það eru nú eiginlega við bræðurnir.“ Stjórnvöld kyija sönginn um nauð- syn lágra vaxta svo undir tekur. Þó eru fleiri en fræðimenn sem vita fullvel að mest hætta á háum vöxtum er í þjóðfélagi, þar sem „landsins kassi“ er rekinn með halla — að ekki sé talað um bullandi og sívax- andi halla eins og sá íslenzki. Verkalýðsforystan tekur undir sönginn í hárri falsettu: Við kreij- umst lægri vaxta! Við kreljumst líka stórum meiri framlaga úr ríkissjóði til atvinnubóta og fleira (og þar með meiri halla á ríkissjóði). Og vinnu- veitendur trumba undir. Saman stjórna verkalýður og vinnuveitendur lífeyrissjóðum landsmanna, sem nú er eina uppspretta sparnaðar í land- inu. Krafa stjórna lífeyrissjóðanna er hiklaus: Hæztu vexti fyrir okkar fé! Vaxandi fjárþörf ríkissjóðs og þeirra sem við hann keppa um lánsfé, fullnægir þeirri kröfu — að sjálf- sögðu. Það er mörg Stykkishólmsferðin. Þar voru lúðrar þeyttir á dögunum Sverrir Hermannsson fyrir sjávarútvegsráðherranum, að hressa við hnípna menn í vanda. AUKINN HLUTUR ALLRA KJÓSENDA eftirBjörn Bjarnason Fyrir síðustu alþingiskosningar tók Sjálfstæðisflokkurinn frumkvæði í umræðum um kjördæmamálið. Þá lagði hann fram kosningastefnuskrá, þar sem mælt var fyrir um fækkun þingmanna og að kosningalöggjöfin tryggði jafnræði kjósenda. Þessi stefna kemur fram í starfsáætlun ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Þar segir, að á vegum ríkisstjórnarinnar verði unnið að gerð nýrra kosninga- laga. Leitast verði við að gera kosn- ingalöggjöfina einfaldari, auk þess sem stefnt verði að því að tryggja sem mestan jöfnuð í atkvæðisrétti landsmanna. I starfsáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki minnst á fækkun þing- manna. Hafi einhver talið, að þetta stafaði af andstöðu alþýðuflokks- manna, er það á misskilningi byggt. Á fundi Félags fijálslyndra jafnaðar- manna fyrir skömmu sagðist Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, síður en svo vera and- vígur fækkun þingmanna. í samræmi við fyrrgreinda stefnu- mörkun hefur verið unnið að kjör- dæmamálinu á vettvangi Sjálfstæð- isflokksins. Fyrir réttu ári kynnti réttarfars- og stjórnskipunarnefnd flokksins fullmótaðar hugmyndir, sem miða að því að fækka þingmönn- um um tíu, úr 63 í 53. Þar er einnig stigið stórt skref til að draga úr misvægi atkvæða en áfram byggt á úthlutun uppbótarþingsæta til að tryggja jafnræði milli stjórnmála- flokkanna! Er þess að vænta, að á landsfundi sjálfstæðismanna, sem hefst 21. október næstkomandi, verði frekar rætt um kjördæmamálið. Svo virðist sem frumkvæði Sjálf- stæðisflokksins í þessu mikilvæga réttindamáli sé að verða kveikja 'að nýjum umræðum um kjördæmamál- ið. Það er árangur í sjálfu sér. Hitt skiptir auðvitað mestu, að víðtæk samstaða skapist um réttláta lausn, „Meginstefið við ákvarð- anir um breytingar á kosningalöggjöfinni á síðasta áratug var að tryggja jafnræði milli stj órnmálaflokkanna. Auðvelt er að færa rök að því, að réttur kjós- enda og vald þeirra hafi lotið í lægra haldi fyrir varðstöðu um flokka- kerfið.“ hvort sem hún byggist á því að land- ið verði eitt kjördæmi eða annarri leið. Vald kjósenda Meginstefið við ákvarðanir um breytingar á kosningalöggjöfinni á síðasta áratug var að tryggja jafn- ræði milli stjórnmálaflokkanna. Auð- velt er að færa rök að því, að réttur kjósenda og vald þeirra hafi lotið í lægra haldi fyrir varðstöðu um flokkakerfið. Ef ætlunin er að hverfa frá núverandi kjördæmaskipan, til dæmis með því að gera landið að einu kjördæmi, er einnig ástæða til að beina athyglinni að öðrum þátt- um. Unnt er að draga skil á milli hlut- fallskosninga, eins og hér eru, og meirihlutakosninga, það er kosn- ingafyrirkomulags, sem miðar að því að kjósendur geti með atkvæði sínu valið samhentan meirihluta til að stjórna málum sínum. Tii einföldunar verða hugtökin hlutfallskosningar og meirihlutakjör notuð sem andstæður í þessari grein, þótt auðveldlega megi haga hlutfallskosningum þann- ig, að þær stuðli beinlínis að kjöri meirihluta á þingi. Franskir stjórnlaga- og stjórn- málafræðingar hafa gert skýran mun á ríkisstjórnum, sem kjörnar eru í meirihlutakosningum, og þeim, sem ekki búa við slíkt fyrirkomulag. Þeir setja Frakkland, Þýskaland, Bandaríkin, Bretland; Portúgal og Spán í einn flokk en_ Italíu, Holland, Danmörku, Belgíu, írland og vænt- anlega einnig Island í annan. í þessari flokkun felst ekki mat á því í hvorum hópnum stjórnarfarið er betra. í fyrri ríkjahópnum eru stjórnarhættir hins vegar þannig, að borgararnir ákveða, hveijir stjórna, en í hinum síðari velja borgararnir þá, sem síðan ákveða, hveijir fara með völdin og hvaða stefnu skuli fylgt. Mörkin á milli ríkjahópanna eru dregin eftir því hvaða kosninga- reglur gilda. Þeir, sem mæla með meirihlutakjöri, segja til dæmis, að í einræðisríkjum fái kjósendur ekki tækifæri til að ákveða hveijir fari með stjórn mála sinna og hið sama megi segja um kjósendur í ríkjum, þar sem hlutfallskosningar eru, þótt ólíku sé vissulega saman að jafna. Rökin eru einnig, að meirihlutakjör veiti almenningi tækifæri til að velja sér ákveðna forystu. Hlutfallskosn- ingar miði hins vegar að því að koma í veg fyrir, að nokkur skipi forystu- sæti. I hlutfallskosningum hafi borg- ararnir ekki heldur tækifæri til að velja neina ákveðná stefnu. Hver flokkur beijist undir eigin fána og fyrst að kosningum loknum reyni fulltrúar hinna ólíku flokka að ná samkomulagi, sem henti þeim, án þess að kjósandinn hafi nokkuð um málið að segja. Ábyrgð stjórnmálamanna Við höfum kynnst því við kosning- ar til sveitarstjórna, hve mikið ör- yggi felst í því að geta valið þar hreinan meirihluta til foiystu. Þar liggur skýrt fyrir hjá hveijum ábyrgðin er. Unnt er að ganga fast eftir því að kosningaloforð séu efnd. Hvergi sést betur, hve miklu meiri- hlutastjórn fær áorkað en hér í Björn Bjarnason Reykjavík. Hvers vegna skyldi ekki hugað að því við endurskoðun kosn- ingalöggjafarinnar að koma á meiri- hlutakjöri til Alþingis? Með meirihlutakjöri er stefnt að skýrum mun milli stjórnar og stjórn- arandstöðu, milii meirihluta og minnihluta. Ábyrgð stjórnmála- manna verður skýrari. Slíkt tveggja póla kerfi skerpir mörkin í stjórn- málabaráttunni en þarf ekki að gera hana hatrammari. Hvor fylking um sig á velgengni sína í kosningum undir fylgi á miðjunni. Fylkingarnar verða að höfða til þess stóra hóps kjósenda, sem gerir ekki upp hug sinn fyrr en rétt fyrir kosningar eða á kjördag. í stjórnmálalífinu eins og annars staðar á krafan um aðhald og ábyrgð að sitja í fyrirrúmi. Þeirri kröfu verð- ur best sinnt í lýðræðisríki með ótví- ræðu valdi kjósandans. Hér á landi stöndum við frammi fýrir þeim vanda, að stjórnmálaflokkarnir hafa valið jafnræði sín á milli við mótun kosningareglna. Út úr þessum vand'a verðum við að bijótast til að auka völd kjósenda á kostnað flokkakerf- isins. Samtímis þarf að tryggja, að allir kjósendur sitji við sama borð og misvægi í atkvæðaþunga vegna búsetu sé leiðrétt. Höíundur er þingmaður Sjálfstæði- sflokksins í Reykjavík. Athugasemd dómara við Hæstarétt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá dóm- urum við Hæstarétt: Með hliðsjón af því, í hvern jarð- veg umræður um launamál hæsta- réttardómara hafa fallið að undan- förnu, þykir þeim nauðsyn bera til að ítreka eftirfarandi: Á það ber að leggja áherslu, að laun hæstaréttardómara og raunar einnig laun annarra dómenda séu ákveðin með sérstökum hætti, er tryggi sem best sjálfstæði dóms- Hann hafði uppgötvað að háir vextir væru vegna útlánatapa banka, þar sem bankastjórar hefðu lánað ógæti- lega — og kom vel á vonda. Á undanförnum árum hafa lán til fiskveiða og vinnslu verið mjög áhættusöm. Stór gjaldþrot hafa orð- ið og lánastofnanir tapað miklum Ijármunum. Aðalástæðan fyrir þessu ástandi er sú, að sjávarútvegsráð- herrar undanfarinna ára hafa talið sig tilneydda að skerða veiðiheimild- ir stórlega ár frá ári vegna ástands fiskistofna. Fyrir því hefir fjöldi fyr- irtækja komizt í greiðsluþrot, veð rýrnað stórum og víða þurrkast alveg út, með þar af leiðandi skakkaföllum lánadrottna sjávarútvegsins — fyrst og fremst banka. Þessari óáran er ekki lokið. Það mun enn harðna á dalnum vegna nýrra skerðinga veiði- heimilda. Og allur annar efnahagur landsins leikur á þeirn þræði. Undarlegar umræður hjá upplýstri þjóð og er þó svínum og fiðurfénaði sleppt. Kannski er kominn tími til að spytja: Hveijir stjórna eiginlega öllu þessu hér? valdsins gagnvart öðrum greinum ríkisvaldsins. Ekki verður dregið í efa, að það sé hlutverk og skylda löggjafarvaldsins að ákveða, með hveijum hætti það skuli gert. Þann grundvöll hefur Alþingi um árabil lagt með sérstökum lögum um Kjaradóm, sem haft hefur það hlut- verk að ákveða launakjör æðstu embættismanna ríkisins. Fram til þessa hefur Kjaradómur ekki ákveð- ið laun dómara sérstaklega, heldur hefur verið um þau fjallað í tengslum við aðrar launaákvarðanir dómsins. Frá því Kjaradómur var settur á stofn með lögum nr. 55/1962 hefur hann haft það að leiðarljósi, að hon- um bæri „að ákveða heildarlaun hvers starfa og ekki kæmu til fastar aukagreiðslur fyrir venjubundin störf, þó að utan dagvinnutíma væri“, eins og áréttað var í ákvörðun hans 5. janúar 1985. Þá hafði þeim embættismönnum, sem Kjaradómi var ætlað að ákveða laun, ijölgað verulega, sbr. lög nr. 41/1984, en þeim hafði flestum verið greidd þóknun fyrir fasta eða ómælda yfir- vinnu eða hvorttveggja, allt frá 27 upp í 60 stundir á mánuði. Kjara- dómur áréttaði í forsendum þessarar ákvörðunar, „að laun fyrir þessi störf eru nú ákveðin þannig, að um frekari greiðslur fyrir þau verði ekki að ræða, nema við sérstakar, óvenju- legar aðstæður. Laununum er með öðrum orðum ætlað að ná til allrar venjubundinnar vinnu í hverju starfi og það einnig þó að vinnutími sé að jafnaði Iengri en 40 stundir á viku“. Kjaradómur hefur í síðari úrlausnum sínum byggt á þessari forsendu, þó að hitt sé ljóst og viður- kennt, að nánast öllum öðrum en „Frumkvæði dómar- anna laut að því einu að kunngera þá staðreynd, sem ekki yrði lengur lit- ið framhjá, þ.e. að óhjá- kvæmilegt væri að greiða fyrir aukið vinnuframlag, er fylgdi sívaxandi málafjölda. Til greiðslu launa vegna yfirvinnu hefði hins veg- ar ekki komið, ef ekki hefði verið fallist á þessi sjónarmið dómaranna um sérstakar og óvenju- legar aðstæður í réttin- um.“ alþingismönnum, ráðherrum og hæstaréttardómurum var á þessu árabili greidd yfu-vinna, og hefur þá vafalaust verið skírskotað til þeirrar heimildar, sem Kjaradómur taldi vera fyrir hendi samkvæmt framan- sögðu. Tilraun Kjaradóms til þess að breyta og lagfæra launakerfi æðstu embættismanna ríkisins 26. júní 1992 tókst ekki, eins og kunn- ugt er, og launamál þeirra fóru í sama far og áður. Þegar komið var fram á árið 1992,- hafði vinnuálag í Hæstarétti mjög aukist frá því, sem áður var. Til dæmis má nefna, að dómar og aðrar ákvarðanir réttarins voru 275 á ár- inu 1990, 331 á árinu 1991 en urðu 412 á liðnu ári. Horfír ekki til breyt- inga í því efni, enda skipta þau mál hundruðum, er úrlausnar bíða. Sú ákvörðun var því tekin að kynna forsætisráðherra þá skoðun dómara við Hæstarétt, að óhjákvæmilegt væri við þessar sérstöku og óvenju- legu aðstæður að greiða laun fyrir unna yfirvinnu umfram þá yfirvinnu, er ákvörðun Kjaradóms um föst laun tekur til. Þessi yfirvinna var varlega áætluð 48 stundir á mánuði í tíu mánuði á ári. Forsætisráðherra var kynnt þetta með bréfi 28. júlí 1992 og þess óskað, að ráðuneytið aflaði aukafjárveitingar vegna þessa og að tillit yrði tekið til þess við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1993. Hæstaréttardómarar leggja á það áherslu, að þeir töldu ekki rétt með hliðsjón af sérstöðu og sjálfstæði dómsvaldsins að semja sérstaklega við framkvæmdavaldið um þessar greiðslur fyrir unna yfirvinnu. Frumkvæði dómaranna laut að því einu að kunngera þá staðreynd, sem ekki yrði lengur litið framhjá, þ.e. að óhjákvæmilegt væri að greiða fyrir aukið vinnuframlag, er fylgdi sívaxandi málafjölda. Til greiðslu launa vegna yfirvinnu hefði hins vegar ekki komið, ef ekki hefði ver- ið fallist á þessi sjónarmið dómar- anna um sérstakar og óvenjulegar aðstæður í réttinum. Þess er svo að gæta, að löggjafarvaldið á lokaorð um þessar sem aðrar fjárveitingar úr ríkissjóði. Það er því bæði rangt og ósæmilegt að bera hæstaréttar- dómurunf á biýn „sjálftöku“ launa eða láta að því liggja, að þeir haTi fundið og nýtt sér „gat“ í lögum sjálfum sér til ávinnings.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.