Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 43 HANDBOLTI Guðríður tókfram skóna Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Fram, tók fram skóna í gær eftir rúmlega tveggja ára hlé. Hún lék með Frarn þegar liðið vann Hauka 20:15 í 1. deild kvenna í Laugar- dalshöllinni. Stjarn- an burstaði Fylki 32:15 í Garðabænum. Leikur Fram og Hauka fór frekar rólega af stað og til marks um það má geta að eftir 15. mín. leik var staðan 2:2. Þá tóku Framstúlkur aðeins við sér og staðan í hálfleik var 9:6. Framstúlkur komu ákveðn- ari til leiks í síðari hálfleik, en Haukastúlkur héngu í þeim þar til þrettán mín. voru til leiksloka. Þá skiptu Framarar um gír og gerðu út um leikinn. Harpa Melsted var best í liði Hauka. Zelka Tosic átti mjög góðan leik fyrir Fram og Kolbrún Jóhannsdóttir varði vel. Guörún Kristjánsdótlir skrífar URSLIT Körfuknattleikur Tindastóll - Haukar 73:95 íþróttahúsið á Sauðárkróki, íslandsmðtið í körfuknattleik — Úrvalsdeild, þriðjudaginn 12. okt. 1993. Gangur leiksins: 2:2, 6:16, 9:28, 16:36, 26:44, 34:53, 36:55, 38:65, 47:75, 58:81, 67:86, 73:95. Stig Tindastóls: Robert Buntic 32, Lárus Pálsson 19, Ingvar Ormarsson 13, Hinrik Gunnarsson 6, Páll Kolbeinsson 3. Stig Hauka: Jón Amar Ingvarsson 24, Jón Öm Guðmundsson 22, John Rohdes 20, Bragi Magnússon 8, Tryggvi Jónsson 6, Sigfús Gizurarson 6, Rúnar Guðjónsson 4, Pétur Ingvarsson 2, Steinar Hafberg 2, Guðmundur Björnsson 1. Dómarar: Ámi Freyr Sigurlaugsson og Bergur Steingrímsson. Dæmdu ágætlega. Áhorfendur: 600. 1. DEILD KARLA Breiðablik - ÍS................64:69 Handknattleikur Fram-Haukar 20:15 Laugardalshöll, 1. deil^ kvenna í handknatt- leik, þriðjudagur 12. október 1993. Gangur leiksins: 1:1, 2:2, 4:2, 5:3, 7:4, 9:6.11:9, 13:11, 16:11, 18:12 20:15. Mörk Fram: Zelka Tosic 8/3, Hafdís Guð- jónsdóttir 3, Kristín Ragnarsdóttir 3, Ósk Vfðisdóttir 2, Díana Guðjónsdóttir 2, Arna Steinsen 1, Margrét Blöndal 1. Varin skot: Kolbrún Jóhannsdóttir 12/1 (þar af eitt til mótheija). Hugrún Þorsteins- dóttir 1. Utan vallar: 4 mín. Mörk Hauka: Harpa Melsted 6/2, Hrafn- hildur Pálsdóttir 3, Kristín Konráðsdóttir 3/2, Hulda Rún Svavarsdóttir 1, Rúna Lísa Þráinsdóttir 1, Heiðrún Karlsdóttir 1. Varin skot: Álma Hallgrímsdóttir 7. Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. Stjarnan - Fylkir 32:15 Ásgarður: Mörk Stjömunnar: Margrét Vilhjálmsdótt- ir 5, Una Steinsdóttir 5, Ragnheiður Steph- ensen 5, Inga Fríða Tryggvadóttir 3, Ásta Sölvadóttir 3, Herdís Sigurbergsdóttir 2, Þuriður Hjartardóttir 2, Drífa Gunnarsdótt- ir 2, Ólavía Bragdóttir 2, Þuríður Á. Þorkels- dóttir 2, Guðný Gunnsteinsdóttir 1. Mörk Fylkis: Anna G. Halldórsdóttir 5, Rut Baldursdóttir 4, Ágústa Sigurðardóttir 2, Súsanna Gunnarsdóttir 2, Steinunn Þor- kelsdóttir 1, Eva Baldursdóttir 1. BSóley Halldórsdóttir, markvörður Stjöm- unnar sem er aðeins 18 ára, var valin besti leikmaður Stjörnunnar af sérstakri dóm- nefnd Stjörnunnar og Anna G. Halldórsdótt- ir var best þjá Fylki. Báðar fengu þær bók- argjöf frá Stjömunni. Knattspyrna Undankeppni HM 5. riðill Lúxemborgr Lúxemborg - Grikkland............1:3 Stefano Fanelli (82.) - Nikolaos Maglas (31.), Efstrapios Apostoliakis (63.), Dimitri- os Saravakos (72.). Staðan Rússland.............7 5 2 0 15:3 12 Grikkland............7 5 2 0 9:2 12 fsland...............8 3 2 3 7:6 8 Ungveijal............7 115 5:11 3 Lúxemborg............7 0 1 6 2:16 1 Evrópukeppni U-21s árs Lúxemborg - Grikkland............0:4 ■Rússland og Grikkland er eru efst með 13 stig, en þjóðirnar eiga eftir að mætast. KORFUKNATTLEIKUR Var mjög hræddur — sagði Charles Barkley, sem hné niðurá æfingu. Ekkert alvarlegt kom í Ijós við læknisskoðun CHARLES Barkley, körfuknattleikmaður- inn snjalli hjá Phoenix Suns, hné niðurá æfingu með liði sínu á laugardaginn og var fluttur á sjúkrahús til rannsóknar. Við rannsókn kom í Ijós að ekkert alvarlegt var að Barkley, bólgur fundust í baki hans og mynduðu þær þrýsting á taugar með þeim afleiðingum að fæturnir gáfu sig á æfingunni. Eg verð að viðurkenna að ég varð mjög hræddur þegar þetta gerðist því ég vissi ekki hvað væri að,“ sagði Barkley en bætti síðan við að sem betur fer væri þetta ekkert alvarlegt. „Ég þarf bara að fara mér aðeins hægar á æfingum næstu dagana.“ Barkley mætti á æfingu hjá Phoenix Suns í gær en tók því létt, var á þrek- hjóli, skokkaði og tók nokkur æfingaskot á körfuna á meðan aðrir leikmenn liðsins æfðu á fullu. Hann sagði að líklega þyrfti hann að gangast undir skurðaðgerð á baki í framtíð- inni. „En ef ég get leikið án þess að finna mikið til í vetur er enginn þörf á uppskurði núna,“ sagði Barkley sem er þrítugur. „Það er farið að nálgast endalokin hjá mér í körfu- boltanum og ég held að ég gæti ekki náð mér upp eftir skurð.“ Hann vonast til að geta leik- ið með Phoenix gegn Golden State Warriors í forkeppni NBA á föstudaginn. Gunnar Valgeirsson skrífar frá Bandaríkjunum Leikur Charles Barkley með Phoenix Suns á föstudaginn? O’Neal fær ekki að leika með „Draumaliðinu" Bandaríkjamenn hafa valið landslið sitt f landslið sitt í körfuknattleik sem tekur þátt í Heimsmeistara- mótinu sem fram fer í Toronto í Kanada í ágúst á næsta ári. Þar munu sextán fið reyna með sér og búast flestir við að lið Bandaríkj- anna leiki til úrslita. Dominique Wilkins frá Atlanta og Larry Johnson frá Charlotte eru efstir á listanum en aðrir í liðinu eru Alonzo Mouming frá Charlotte, Joe Dumars frá Detroit, Tim Hardaway frá Golden State, Mark Price frá Cleveland, Steve Smith frá Miami, Derrick Coleman frá Nets, Shawn Kemp frá Seattle og Dan Maijerle frá Phoenix. Sjö af þessum tfu leikmönnum léku í sfð- asta Stjömuleik. Þjálfari liðsins verður þjálfari Golden State Warriors, Don Nelson. „Ég er stolltur að fá að stjóma svona mörgum hæfileikaríkum körfuknattleiksmönnum," sagði hann. „Þetta er svo sannarlega „Draumalið 11“ og þettaJið er miklu yngra en á sinn hátt jafn gott,“ sagði hann. Það vekur óneitanlega furðu að Shaquille O’Neal frá Orlando er ekki í hópnum en það á sínar eðli- íegu skýringu. O’Neal er samnings- bundinn gosdryklqaframleiðandan- um Pepsi en ailir sem leika í lands- liði Bandaríkjanna verða að undir- rita samning við stuðningsaðila liðs- ins og einn þeirra er Coke. Pepsi hefur því bannað O’Neal að leika með landsliðinu. faém FOLX' ■ ARNHEIÐUR Hreggviðsdótt- ir, handknattleiksstúlka úr Val, meiddist í Evrópuleik á dögunum — og er talið að krossbönd í hné hafí slitnað. ■ TVÆR ungar handknattleiks- stúlkur úr KR héldu fyrir skömmu til Svíþjóðar þar sem þær hyggjast leika í vetur með Bromella. Þetta eru þær Erna Eiríksdóttir og Steinunn Kjartansdóttir. >■ ■ STEFÁN Arnarson þjálfari KR sagði að þær hefðu verið alveg við bytjunarlið hjá KR en þær hefðu það betra með því að leika í Sví- þjóð og því hefðu þær slegið tii. B MARKO __ Tanasic, Serbinn sem lék með IBK sl. sumar, er nú í Portúgal til að freista þess að komast á samning hjá þar lendu liði. Ef það tekst ekki er líklegt að hann leiki áfram með ÍBK næsta sumar. ■ FORRÁÐAMENN ÍBK hafa rætt við Ian Ross, fyrrum þjálfara Vals og KR, um að taka við liðinu fyrir næsta tímabil. Jóhannes Ell- ertsson, formaður knattspyrnu- deildar IBK, sagði að Ross hefðí sýnt mikinn áhuga, en ekkert væri enn ákveðið. „Þetta kemur til með að skýrast um næstu helgi," sagði Jóhannes. ■ RAGNAR Margeirsson mun að öllum líkindum ganga til liðs við ÍBK fyrir næsta tímabil. Ragnar var meiddur í allt sumar og náði ekki að einum leik í deildinni með KR. Hann er þó samningsbundinn KR til áramóta. ■ LOU Macari, framkvæmda- stjóri Stoke, hefur fengið leyfi fé- lagsins til að ræða við Celtíc um að gerast stjóri hjá félaginu. Það bendir því flest til þess að Macari fari til Celtíe, en 20 ár eru síðan hann var hjá félaginu sem leikmað- ur. Liam Brady var rekinn frá fé- laginu í síðustu viku og aðstoðar- maður hans Joe Jordan tók einnig pokann sinn sama dag. ■ PAUL Gascoigne mun líklega spila með Lazio gegn Piacenza í ítölsku deildinni á sunnudaginn. Hann hefur aðeins leikið þrjá leiki á þessu tímabili, en hann hefur átt við meiðsli að stríða í hné. Góð byrjun Hauka sló Hndastól út af laginu Góð byijun Hauka sló Tindastól út af laginu í leik liðanna í úrvalsdeildinni á Sauðárkróki í gærkvöldi. Haukar sigruðu örugglega með 22ja stiga mun, 73:95. Það var greinilegt strax á upphafsmínútunum að Haukar höfðu náð úr sér byijunarhrollinum Bjöm Björnsson skrífar frá Sauöárkróki því þeir hreinlega gerðu út um leik- inn á fyrstu mínútunum. Tinda- stólsmenn virkuðu óöruggir og taugaspenntir í sínum fyrsta leik. Þegar liðnar voru um sjö mínútur voru gestirnir komnir með 19 stiga forskot og munaði þar mestu um stórleik Jóns Arnars Ingvarssonar sem raðaði niður þremur þriggja JUDO i öðru sætiá sterku móti í Kanada Halldór Hafsteinsson, júdó- maður úr Ármanni, varð í öðru sæti í -86 kg flokki á opnu móti í Kanada um helgina þar sem 14 þjóðir sendu kepp- endur. Halldór sat yfir í fyrstu umferð, en síðan vann hann þijár glímur í röð. Þá fyrstu gegn Ný-Sjálendingi á Yoko og síðan hinar tvær á Ippon og þar með var hann kominn í úrslit. En hann varð að gafa úrslitaglí- muna vegna þess að hann fékk skurð á höfuðið í undanúrslitum. Halldór Hafsteinsson. Halldór, sem varð í 17. sæti í sínum flokki á nýloknu heims- meistaramóti, dvaldi i æfinga- búðum í viku fyrir mótið um helgina. Hann ætlaði sér að vera lengur í Kanada og taka þátt í opna bandaríska meistaramót- inu, en meiðslin settu strik í reikninginn og því kom hann heim til íslands. stiga körfum með stuttu millibili. John Rohods var einnig sterkur undir körfunni og tók fjölda frák- asta. í seinni hálfleik náðu heima- menn að minnka muninn í 9 stig, en lengra komust þeir ekki og Haukar juku forskotið aftur í lokin. Jón Árnar, Rohdes og Jón Öm Guðmundsson voru allt í öllu hjá Haukum, en hjá Tindastóli stóð GOLF Robert Buntic upp úr og skoraði grimmt, sérstaklega í fyrri hálfleik. Láms Pálsson, nýliðinn frá Val, lék vel og Ingvar Ormarsson komst ágætlega frá leiknum. Páll Kol- beinsson fann sig ekki og munar um minna. Hann gerði aðeins eina þriggja stiga körfu. ÚKar krækti sér í verðlaunafé Lék á einu undir pari á móti í Flórída Ufar Jónsson, kylfmgur úr Keili, krækti sér um helgina í verð- launafé á atvinnumannamóti í Bandaríkjunum þegar hann varð annar á Tiger Point vellinum í Florida. Þetta er annað atvinnu- mannamót Úlfars og í fyrsta sinn sem hann krækir sér í verðlaunafé. Völlurinn er 6.400 metra langur og par 72 og „hörkuvöllur” eins og Úlfar orðaði það. Úlfar lék fyrri hringinn á 74 höggum, tveimur yfir pari en síðari hringinn lék hann á þremur undir pari, 69 höggum, og varð í örðu sæti. Fyrir það hlaut hann 56 þús- und krónur sem hann telur ágætis tímakaup. Úlfar sagðist hafa slegið sæmilega og púttað mjög vel og sem dæmi nefndi hann að síðustu átta holurnar einpúttaði hann. Arnar Már Ólafsson golfkennari er nú í Bandaríkjunum til að að- stoða Úlfar. „Hann er mér til halds og trausts og er í fullu starfí við að tjösla sveiflunni saman hjá mér,“ sagði Úlfar, sem er nú að leika í öðru mót í Florida.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.