Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 29 Guðmundur Árni og bamaheimilin eftir ÓlafG. Flóvenz Fyrir fáeinum mánuðum settist nýr maður, Guðmundur Árni Stef- ánsson í embætti heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Eins og kunnugt er kom hann úr embætti bæjarstjóra í Hafnarfirði þar sem hann hafði á sér allgott orð. Nokkrar vonir hlutu að vera bundnar við hann í nýju og ábyrgðarmeira embætti sem forveri hans hafði gengt með talsverðri reisn. Því miður hefur frammistaða hans í embætti fram að þessu valdið mikl- um vonbrigðum. Má þar nefna um- deilda stöðuveitingu, heilsukorta- málið og nú síðast ákvörðun hans um að leggja nánast fyrirvaralaust niður barnaheimili þau sem ríkisspít- alarnir hafa rekið. Og ekki var bið- láunamálið beint til að auka tiltrú á manninum. Ég ætla hér á eftir að fjalla um eitt þessara atriða, nefnilega barna- heimilismálið. Máiið er mér nokkuð kunnugt enda hef ég átt börn á barnaheimili ríkisspítalanna um all- langt skeið og haft af því mjög góða reynsiu. Það er samt ekki af hel- berri eiginhagsmunagæslu að ég legg hér orð í belg. Yngsta barn mitt fer senn á skólaaldur þannig að hagsmunir mínir af því hvort rekstri barnaheimilanna verður hætt eru tiltölulega litlir borið saman við það sem margir aðrir foreldrar og starfsfólk heimilanna á í húfi. Hins vegar blöskra mér gjörsamlega vinnubrögð ráðherra í þessu máli. Barnaheimili ríkisspítalanna Barnaheimili ríkisspítalanna eiga sér talsvert aðrar forsendur en önnur bama- og dagheimili í landinu. Þeim var á sínum tíma komið á fót af spítölunum til þess að fá nógu marga hjúkrunarfræðinga, meinatækna og sjúkraliða til starfa á sjúkrastofnun- um. Því voru barnaheimilin sniðin að þörfum spítalanna, boðið var upp á heilsdagsvistun barna og opnunar- tíminn sniðinn að vinnutíma starfs- mannanna. Barnaheimili ríkisspítalanna eru í veigamiklum atriðum frábrugðin þeim bamaheimilum sem sveitarfé- lögin reka. Hjá sveitarfélögum stend- ur heilsdagsvistun nær eingöngu ein- stæðum foreldrum og stúdentum til boða, en fólk í sambúð á eingöngu kost á leikskólavistun fyrir börn sín hluta úr degi. Vissulega eru það forréttindi sjúkrahússtarfsmanna og barna þeirra, borið saman við flesta aðra, að hafa aðgang að barnaheimiium ríkisspítalanna. Það eru hins vegar ekki forréttindi sem ber að afnema heldur miklu fremur að bæta aðstöðu annarra bama og fjölskyldna þeirra með því að gefa öllum bömum kost á heilsdagsvistun á góðu barnaheim- ili. Mér er mjög til efs að það fyrir- komulag sem við búum við í dagvist- unarmálum sé þjóðhagslega hag- kvæmt. Á hveijum degi þurfa þús- undir foreldra að hlaupa stressaðir úr vinnu sinni 'á miðjum degi, þeysa um borgina þvera á bílum sínum til að flytja böm milli dagheimila og einhvers annars staðar þar sem böm- um er komið fyrir í gæslu uns vinnu- tími foreldra er úti. Þetta útheimtir umtalsverðan bifreiðakostnað, eykur álag á gatnakerfið, hækkar slysa- tíðni og dregur úr afköstum viðkom- andi foreldra á vinnustað. Er þá ótal- ið það álag sem þetta veldur börnun- um og fjölskyldulífinu. Auðvitað er það rétt sem fram hefur komið í málflutningi Guðmund- ar Áma að það er hlutverk sveitarfé- laga að reka dagvistunarstofnanir fyrir böm. Það gera þau líka þótt dagvistunarmálum sé víðast hvar ábótavant. Og vissulega hefur rekst- ur ríkisspítalanna á barnaheimilum létt undir með sveitarfélögunum á þann hátt að þau hafa ekki þurft að kosta eins miklu til dagheimila og verið hefði ef þau hefðu þurft að sjá þeim sex- sjö hundruð börnum sem eru á spítalabamaheimilunum fyrir dagvistun. Það er hins vegar ekki með neinni sanngimi hægt að ætlast til að sveitarfélögin taki nær fyrir- varalaust að sér rekstur barnaheim- ila ríkisspítalanna og alls ekki á þeim forsendum sem sá rekstur er byggð- ur á, nefnilega að veita börnum ákveðinna starfsstétta forgang og sníða reksturinn að vinnutíma starfs- manna spítalanna. Hins vegar er hægt að ætlast til þess að sveitar- félögin taki þátt í kostnaði við rekst- ur barnaheimilanna til jafns við þann kostnað sem þau hefðu af því að sjá viðkomandi bömum fyrir plássi á dagheimili. Alþýðuflokkurinn og atvinnumál kvenna Guðmundur Árni hefur nú valið þá leið til sparnaðar í heiibrigðiskerf- inu að segja upp störfum á þriðja hundrað konum í láglaunastöðum á barnaheimilum spítalanna, fóstrum og aðstoðarfólki. Þetta getur varla talist heppilegt framlag Alþýðu- flokksins til atvinnumála kvenna sem eru fremur bágborin um þessar mundir. Jafnframt þessu hefur hann ákveðið að svipta um 600-700 börn bamaheimilisplássum sínum og gera hundruðum kvenna örðugra að sækja vinnu utan heimilis, því hvort sem fólki líkar betur eða verr eru allar líkur til þess að það verði fyrst og fremst mæðurnar sem dragi sig að hluta eða öllu leyti út áf vinnumark- aði. Þar við bætast áhrifin sem þetta mun óhjákvæmilega hafa á starfsemi sjúkrastofnana. Nú ætla ég ekki að gera Guð- mundi það að halda að hann ætlist Ólafur G. Flóvenz „Ákveðin rök mæia með því að sveitarfélögin taki að sér nokkurn hluta kostnaðar við rekstur barnaheimila ríksspítal- anna. Því hlýtur að vera unnt að ná einhvers kon- ar samkomulagi milli ríkisins og viðkomandi sveitarfélaga til lausnar þessu máli.“ í raun og veru til að svona fari. Eflaust er hann einungis að beita þessum hópi fyrir sig í þeirri von að geta pínt sveitarfélögin til þess að taka á sig kostnaðinn af rekstrinum, hann notar fóstmrnar, börnin og foreldrana sem eins konar gísla. Meðan á þessu stendur er starfsfriði og starfsöryggi hundruða kvenna ógnað. Þegar Guðmundur ákvað nýlega í kjölfar gagnrýni í fjölmiðlum að af- sala sér biðlaunagreiðslum gerði hann það með þeim röksemdum að hann vildi tryggja sér vinnufrið fem- ur en að það væri neitt athugavert við að þiggja biðlaun eftir að hafa hætt að eign ósk sem bæjarstjóri til að taka við störfum sem ráðherra og Alþingismaður. Því ætti hann að skilja þörf annarra fyrir vinnufrið og vinnuöryggi. Fóstran úr Grindavík Nú í þessum mánuði settist ung fóstra úr Grindavík á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjaneskjör- dæmi. Það verður einkar athyglisvert að sjá hvernig hún bregst við þessu máli, það væri heldur nöturleg byijun hjá henni að hefja þingferil sinn með því að samþykkja fjárlagafmmvarp sem felur í sér atvinnuleysi hundmða kvenna úr stéttarfélagi hennar og sviptir um 700 böm dagheimilis- plássum sínum. Það væri einnig mjög áhugavert að fá fram skoðun ann- arra forystukvenna í Alþýðuflokkn- um eins og Jóhönnu Sigurðardóttur og Rannveigar Guðmundsdóttur. Em þær virkilega samþykkar þessu? Lokaorð Eins og ég nefndi hér að ofan, mæla ákveðin rök með því að sveit- arfélögin taki að sér nokkurn hluta kostnaðar við rekstur barnaheimila ríksspítaianna. Þau rök hljóta for- ystumenn sveitarfélaganna að skilja. Því hlýtur að vera unnt að ná ein- hvers konar samkomulagi milli ríkis- ins og viðkomandi sveitarfélaga til lausnar þessu máli. Hin rétta leið hlýtur að vera að efna til slíkra við- ræðna og reyna að leysa málin á friðsaman hátt í ró og næði en ekki ijúka til og efna til ófriðar eins og nú hefur verið gert. Það tekur hins vegar einhvern tíma að finna slíka lausn en getur varla skipt miklu fyr- ir fjárhagsafkomu ríkissjóðs þótt rík- ið þurfi að bera allan kostnað af barnaheimilisrekstrinum eitthva^ fram eftir árinu. Kostnaðurinn við bamaheimilisreksturinn hverfur væntaniega heldur ekki um áramót þótt rekstri barnaheimilanna verði þá hætt því væntanlega ætlar Guð- mundur Árni að tryggja því starfs- fólki biðlaun, sem sagt verður upp störfum. Mér finnst Guðmundi hafa famast í embætti þessa fyrstu mánuði líkt og ungum dreng sem nýbyijaður er í framhaldsskóla eftir að hafa náð samræmdu prófunum með glans, en fær síðan falleinkunn á öllum skyndi- prófum í nýjum skóla. Það er samt ekki öll von úti með hann ef hann tekur sig á og bætir ráð sitt fyrir vorprófin. Höfundur er jnrðeðlisfræðingur. Einkavæðing- á villigötum eftir Sindra Sindrason Öfugsnúin einkavæðing var heiti greinar minnar hér í Morgunblaðinu 18. ágúst sl. Greinin fjallaði um framkvæmdir og áform ríkisvalds- ins varðandi LjTjaverslun ríkisins, m.a. áform um íjárfestingar upp á 200 til 250 milljón króna samtímis því sem einkavæða ætti fyrirtækið. Skrifum mínum var beint að stjórn- völdum og þeim flokkum sem nú mynda ríkisstjórn landsins, sérstak- lega Sjálfstæðisflokknum og sam- keppnishugsjóninni sem í húfi er í þessu máli. Hér er sem sagt um pólitískt mál að ræða. Það kom mér því dálítið á óvart að til svara skyldi verða starfsmaður ríkisins, Þór Sig- þórsson, forstjóri Lyfjaverslunar ríkisins, sem kom hér fram sem talsmaður ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Útúrsnúningur forstjórans Því miður notar Þór heldur ódýr stílbrögð til þess að gera mig tor- tryggilegan. Hann sagði mig hafa „ráðist að“ stjórnvöldum og stjóm- endum Lyfjaverslunar ríkisins, „krafist" þessa og hins, sem og „fýrirskipað". Það er ástæðulaust að gera mér upp slíka frekju, en verra er þó að gera manni upp mannvonsku með orðalagi eins og því að ég hafí rætt af „fyrirlitningu um atvinnuhagsmuni 76 starfs- manna Lyfjaverslunar ríkisins". Ég biðst undan útúrsnúningi og dylgjum af þessum toga, enda finn- ur Þór slíkum staðhæfingum hvergi stað. Ríkisrekstur á skðasta snúningi Þór hneykslast mjög á því í grein sinni að ég skuli vera þeirrar skoð- unar að hlutverki Lyfjaverslunar ríkisins sé lokið og var sú skoðun honum reyndar tilefni til þess að álykta um meintan fjandskap minn við starfsfólk Lyfjaverslunar ríkis- ins. Reyndar réðst ég ekki að stjórn- endum Lyfjaverslunar ríkisins og hef í sjálfu sér ekkert við það að athuga hvernig fyrirtækinu hefur verið stjómað. Á hinn bóginn er ég ósáttur við sóun opinbers fjár við einkavæðingu fyrirtækisins. Varðandi þá skoðun mína að starfsemi Lyfjaverslunar ríkisins við núverandi aðstæður sé tíma- skekkja, þá er ég alls ekki einn um þá skoðun. Þannig segir í greinar- gerð með frumvarpinu um breyt- ingu á Lyfjaverslun ríkisins í hluta- félag, sem byggt er á áliti starfs- hóps ráðherra um einkavæðingu Lyfjaverslunar ríkisins, að það sé „ekki lengur talin ástæða fyrir bein- um ríkisrekstri á þessu sviði“. Þar sem einn nefndarmanna í starfs- hópnum sem að frumvarpinu stend- ur heitir Þór Sigþórsson undirstrik- ar það að enginn ágreiningur er á milli okkar um að hiutverki ríkisrek- innar lyfjaverslunar sé lokið. Ágreiningur stendur um það hvem- ig að einkavæðingu er staðið. Af einhveijum ástæðum sem ég ekki þekki hefur forstjóri Lyfjaverslunar ríkisins tekið umfjöllun og gagnrýni á stefnu ríkisstjórnar og umfjöllun um stefnubrigsl Stjálfstæðisflokks- ins til sín persónulega. Hann segir stoltur að „stjórnvöld hafi ekki látið skipa sér fyrir verkum í þessu máli“. Meinið er einmitt það að stjórnvöld „Lyfjaverslun ríkisins er að byggja upp af- kastagetu sem annar öllum markaðinum á Islandi, bæði hvað varð- ar framleiðslu og heild- söludreifingu lyfja, þótt fyrir séu tvö önnur lyfjaframleiðslufyrir- tæki og átta aðrar lyfja- heildsölur. Er þetta í samræmi við „sam- keppnishugsjón“ nú- verandi ríkisstjórnar- flokka.“ virðast ekki hafa leitað út fyrir þrengstu raðir Lyfjaverslunar ríkis- ins og nágrennis til að afla sér þekk- ingar og heyra sjónarmið annarra. Þetta var unnið í leynd. Viðkom- andi verða því að virða öðrum það til vorkunnar að vilja koma opinber- lega á framfæri upplýsingum sem varða hag almennings og meðferð opinbers fjár. Vafasamar fjárfestingar Þór segir framkvæmdir þessar fjármagnaðar „af eigin fé og með lántöku". Vonandi skilja allir að eigið fé Lyfjaverslunar ríkisins er fé ríkissjóðs, sem er eini eigandi fyrirtækisins og lántökur fyrirtæk- isins eru á ábyrgð ríkisins. Mönnum hefur kannski fundist ástæða til að auka á lántökur ríksins. Viðbótar- Sindri Sindrason fjárfestingar í ríkisfyrirtæki uppá 250 milljónir skömmu áður en fyrir- tækið er einkavætt eru fráleitar. Þá skoðun hef ég rökstutt í fyrri grein og ástæðulaust að endurtaka. En í stuttu máli verður söluverð- mæti Lyfjaverslunar ríkisins ekki 250 milljónum hærra eftir breyting- arnar en það hefði verið án þeirra. Átti að styrkja Skipaútgerðina í samkeppni við Eimskip? Við getum gert okkur f hugar- lund hvernig farið hefði ef þessi nýja einkavæðingastefna hefði ver- ið við lýði þegar Skipaútgerð ríkis- ins var lögð niður eða þegar ríkis- prentsmiðjan Gutenberg var seld. Samkvæmt nýju stefnunni hefði Skipaútgerðin verið byggð upp til samræmis við Eimskipafélag ís- lands og síðan reynt að selja fyrir- tækið. X sama hátt hefði þurft að endurnýja Gutenberg þannig að tryggt væri að prentsmiðjan stæðist allan samanburð við Odda áður en * fyrirtækið var selt. Ekki verður annað séð en að þessi nýja einkavæðingastefna rík- isstjómarinnar geri frekari áform um einkavæðingu ríkisfyrirtækja óframkvæmanlega sökum bágrar stöðu ríkissjóðs. Miðstýring í stað samkeppni! Lyfjaverslun ríkisins er að byggja upp afkastagetu sem annar öllum markaðinum á íslandi, bæði hvað varðar framleiðslu og heildsölu- dreifingu lyfja, þótt fyrir séu tvö önnur lyfjaframleiðslufyrirtæki og átta aðrar lyfjaheildsölur. Er þetta í samræmi við „samkeppnishug-^ sjón“ núverandi ríkisstjómarflokka. Forstjóri Lyfjaverslunar ríkisins ítrekar í- grein sinni ætlun stjóm- valda um miðstýrða uppbyggingu markaðarins. Markaðurinn sjálfur á ekki að fá að þróast og aðlagast heldur ætlar ríkið að móta hann og stjórna honum. Þegar vilja ríkisins og flokksins hefur verið fullnægt og búið er að möta þetta í samræmi við hagsmuni þeirra sem ráða (eða á að hygla?) á að vera óhætt að afhenda markaðinum fyrirtækið. Ágætu lesendur, Þór er sjálfur að lýsa hinni „öfugsnúnu einkavæð- ingu“ sem ég var að gagnrýna. Ég þakka honum stuðninginn og vona að lesendur séu nokkru nær um það hvað felst í hjali Sjálfstæðisflokks- ins um frjálsa samkeppni, einka- framtak og einkavæðingu. Höfundur er framkvæmdastjóri Pharmaco.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.