Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 Stemunn Þorsteins- dóttir frá Grund í Svínadal — Minning; Fædd 15. ágúst 1905 Dáin 5. október 1993 Steinunn var fædd 15. ágúst árið 1905 á Grund í Svínadal í Austur- Húnavatnssýslu, dóttir Þorsteins bónda þar Þorsteinssonar (f. 1848, d. 1921) og síðari konu hans Ragn- hildar Sveinsdóttur (f. 1871, d. 1951). Grund var og er góð jörð og mér er sagt að Þorsteinn bóndi hafi skil- að af sér allgóðu búi þegar hann féll frá árið 1921. Samt hefur Ragn- hildi ekki verið neitt lítill vandi á höndum, fimmtugri ekkju með fimm böm; dætumar Ingu, 18 ára, Stein- unni, 16 ára, og Þóm, 12 ára, og synina Guðmund, 10 ára, og Þórð, 7 ára. En bústofninn fór nánast alÞ ur í arfaskipti til eldri barna Þor- steins af fyrra hjónabandi. Það má því segja að þessi sex manna hópur hæfí búskap á nakinni jörðinni, skuldlausri að vísu, árið 1921. Og réttur áratugur í heimskrepp- una miklu. Ung fór Steinunn að heiman og var þá í vistum, eins og kallað var, suður í Reykjavík en kom aftur norður árið sem dóttir hennar, Ásta Sigfúsdóttir, fæddist. Það var 1930. Næsta áratug var hún ráðskona hjá bræðmm sínum á Gmnd og sá þá um öll búverk innanhúss, en 1939 flutti hún aftur til Reykjavíkur svo dóttir hennar, Ásta, gæti notið menntunar í Málleysingjaskólanum. Hún vann þá ýmis störf hér syðra og hélt seinna heimili með systmm sínum tveim, sém einnig vom þá fluttar suður. En á sumrin vom þær allar fjórar á Gmnd, Steinunn og Ásta frá vori til hausts en Inga og Þóra um sumarfrítímann. Þetta var orðinn fastur skikkur sumarsins þegar ég fyrst kynntist fólkinu á Gmnd árið 1944. Þá var orðið tvíbýlt þar, bræðurnir báðir kvæntir, hvor sinni Guðrúnu, en bæjarhúsið enn bara eitt. Að sumr- inu gat heimilisfólk orðið vel á ann- an tuginn. Húsmæðurnar gengu báðar til túnávinnslu á vorin en heyverka að sumrinu, Steinunn sýsl- aði enn með öll innanhússverk. Ég kom að Gmnd ellefu ára gam- all liðléttingur en matvinnungur þó. Það var óvænt reynsla að lenda í miðri stórfjölskyldu þriggja kyn- slóða af bráðókunnugu fólki og trú- lega hefðu mér fallist hendur and- spænis þeim umskiptum ef nærver- an hennar Steinu hefði ekki strax verið svona góð. Ekki það að hitt fólkið væri mér neitt önugt, þvert á móti, allir gerðu sér ómak til að vera mér sem bestir. Það var eigin- lega hálf niðurlægjandi. En Steina vissi af manni frá upphafi þó hún varla yrti á mig fyrr en einum tveim dögum eftir að ég kom. Þá var líka búið að setja mig inn í kúarektors- embættið þar á bænum. Þetta var að morgni dags eftir mjaltir og fólkið gengið út til ann- arra verka en ég sat við eldhúsborð- ið og var að klára morgunhræring- inn minn. Steina kom þá á fartinni framan úr búri til að taka af borð- inu en staldraði með handleggi krosslagða á bringunni, horfði út um gluggann og sagði við sjálfa sig fremur en mig: — Nú er miðvikudagur i sjöundu vikunni. Þennan dag í fyrra var Þórður allan daginn niðrá Seiganefí að pæla upp kartöflugarðinn, þar var dumbungsveður en hékk þurrt mestallan daginn. Guðmundur var, man ég, að slóðadraga sáðsléttumar héma suður- og niðurfrá, fram und- ir hádegið. Ekki man ég hvað hann var að bjástra seinni partinn. Svo leit hún á mig og sagði: — Farðu nú að láta út kýrnar, Geiri minn. Þessi landbúnaðarakademía okk- ar Steinu þarna við eldhúsborðið varð svo eiginlega að föstum morg- unsið. Hún nefndi vikudaginn, rifj- aði upp veðrið á sama degi árinu áður og greindi sjálfri sér frá því hverju heimilismenn hefðu þá komið i verk. Manni þóttu það forréttindi að fá að heyra þessi eintöl hennar. Og Iíka að fá að láta út kýrnar að hennar boði. Steinunn var smávaxin kona sem samsvaraði sér vel. Andlitið kringlu- leitt ög nokkuð frítt, jarphærð með fléttur eins og þá var siður. Hrein og snyrtilega búin dagsdaglega umfram það sem tíðkaðist þá. Hún var snör í hreyfingum en þó fum- laus og yfirveguð eins og handatil- tektir hennar væru löngu gjörhugs- aðar. Og hún var fljótari að prjóna en annað fólk. Yfirleitt gekk hún seinust til náða og fól eldinn í vél- inni undir tveim taðflögum áður en hún blés á eldhúslampann og fór inn. Þegar aðrir komu á fætur á morgnana var hún löngu búin að lífga glæðurnar í loga og setja potta og katla af öllum stærðum og gerð- um yfír eldinn. Nema á þvottadög- um, þá var stóri þvottapotturinn einn á vélinni og Steina krakaði í hann þvottaprikinu í hvert sinn sem hún átti leið hjá. Verkvísi hennar var örugg og hún slóraði ekki við hluti sem gera mátti í framhjáleið- um. Sjaldan brá Steina sér út í töðu- flekk, helst ef mikið var undir í tví- sýnu veðri, en þá bar undireins svo við, að hinir sem með henni voru, fóru ósjálfrátt að rifja hraðar og raka fastar. , Og hún hljóp við fót milli skemmu og bæjar. Eftir tveggja eða þriggja vikna dvöl á Grund var ég kominn með áhyggjur af því að Steina mundi verða hungurmorða því ég hafði ekki séð hana taka til sín næringu nema hvað hún saup stundum kaffí eða mjólkurbland úr bolla við eld- húsbekkinn og nartaði þá kleinubita með, einkum þegar gestir komu. Þetta fannst mér uggvænlegt. Við nánari eftirgrennslan kom svo í ljós að hún laumaði upp í sig einum og einum bita á bak við búr- hurðina um leið og hún bar fram af borðinu eftir máltíðir. Það var léttir að komast að því. Fólkið á Grund var eindræg og sterk fjölskylda eins og títt er um þá sem hafa þurft að mæta örðugum dögum sameiginlega í æsku sinni. Þau hafa öll með nokkrum hætti fylgt mér síðan. Einkum þó Stein- unn. Aldrei hvarflaði það að mér að rengja upplýsingar hennar um þessi ársgömlu dægur, né um annað sem hún var að muna. Hinir gerðu það ekki heldur því minni hennar var með þessum ósköpum gert. Og aldrei heyrði ég neinn reka hana á stampinn. Manni þótti bara ekkert náttúrlegra en að Steina væri þessi gangandi búskaparsaga sem hún var. Yfirborðslegra fólk sem meira flíkar minni sínu er margoft kallað stórgáfað. Það orð veigrar maður sér við að nota um jafn heilsteypta manneskju og Steina á Grund var. Því oftar sem mynd hennar vitjar mín nú á seinni árum þeim mun vissari er ég um það að hún var manneskjan sem ung að árum gerði upp sára reynslu sína af djúphygli og yfírvegun, því ejcki gat hún gleymt neinu. Og hún sneri sorginni upp í þrotlausa atorku sem einlægt var að þjóna öðrum. Ekki af þý- lyndi heldur af meðvitaðri reisn. Hún Steina á Grund lét ekki hlut sinn fyrir neinum. Ekki var hún heldur sú mann- eskja sem maður var síþakkandi það sem hún gerði fyrir aðra. GÍeði hennar sjáifrar af verkunum nægði í því efni. Samt get ég ekki stillt mig um það að gjalda henni skyld- uga þökk að verkalokum um leið og ég sendi alúðarkveðjur til Grund- arfólksins alls. Einkanlega Þóru systur Steinunnar og Ástu dóttur hennar, sem önnuðust gömlu kon- una í þrautagöngu veikinda hennar seinustu tvo áratugina. Þorgeir Þorgeirson. Mig langar að minnast hennar Steinu föðursystur minnar nú á þeim vegamótum þegar hún losnar við jarðvistina og flytur yfir til Drottins föður á himnum þar sem hann hefur búið henni stað og þar sem við mætumst öll að lokum. Steinunn Þorsteinsdóttir var fædd á Grund í Svínadal 15. ágúst 1905, dóttir hjónanna Ragnhildar Sveins- dóttur og Þorsteins Þorsteinssonar og var næstelst fímm systkina af seinna hjónabandi föður síns. Steina ólst upp á Grund við öll algeng sveitastörf eins og þau voru í þá daga og okkur nútímafólki þætti kannski vart mönnum bjóðandi. Það reyndi oft mikið á systkina- hópinn á Grund og móður þeirra, þar sem heimilisfaðirinn féll frá á meðan þau voru ennþá börn og ung- lingar, en Ragnhildur brá ekki búi þannig að dugnaður og þrautseigja ásamt samheldni var aðalundirstaða þess að halda heimilinu saman. Steina giftist aldrei, en eignaðist eina dóttur, Ástu Sigfúsdóttur, f. 9. ágúst 1930. Var hún fædd heyrn- arlaus og mállaus. Þá reyndi enn mikið á samheldni fjölskyldunnar að taka á þeim vanda eins og fólk best kunni þá, en ég held að ég halli ekki á neinn þó að ég segi 'að hún Ásta hafí notið þeirrar mestu móðurástar sem hægt er að eignast, allt frá fæðingu og fram á þennan dag, og ég veit að bænimar hennar Steinu, ástúðin og hlýjan fylgja og ylja dótt- ur hennar áfram þó að leiðir skiljist nú um stund. En þó Steina gæfí dóttur sinni ómælda ást og hlýju, átti hún alltaf nóg af ástúð og mildi fyrir svo miklu, miklu fleiri, því að hún mátti ekkert aumt sjá svo að hún þyrfti ekki að bera smyrsl á sárið eða kannski bara kyssa á „báttið", og þurrka tárin af kinninni með hlýju hendinni sinni. Þá var allt báttið búið, „ekk- ert ég meiddi mig“. Ég tel að það hafí verið mikið og gott veganesti að fá að kynnast Steinu. Hún var vel greind og alveg einstaklega minnug, sagði svo skemmtilega frá með sinni'*íjúfu kímnigáfu að það var ekki hægt annað en að hlusta og þetta voru oft góðar kennslustundir þó að mað- ur tæki vart eftir því í augnablikinu. Þegar’ég var barn að alast upp á Grund voru eiginlega alltaf tvenn jól, önnur í desember, og hin venju- lega fyrst í júlí, vegna þess að þá komu þær alltaf allar norður til sum- ardvalar, systurnar Inga, Steina og Þóra ásamt Ástu, en þær voru þá búsettar í Reykjavík. Það var alltaf mikill spenningur og tilhlökkun hjá okkur systkinunum og líka hjá mömmu og pabba, þegar þeirra var von, þá fylltist bærinn af lífi og fjöri, þá fyrst kom sumarið. Það var reyndar pínulítið meira, við fengum líka alltaf gjafir, ekki bara við systkinin, mamma og pabbi lika, og ef aukafólk var á Grund fékk það líka gjöf hjá þeim, aldrei varð neinn útundan. Mér er líka minnisstætt hvað Ásta var alltaf mikil og fín dama, og ég óskaði þess oft að ég gæti orðið svona fín og falleg og átt heima í Reykjavík. Það var afskaplega gaman að fara með Steinu upp í Skálar og vitja um silunganetin. Stundum fór- um við bara tvær einar eldsnemma áður en nokkur annar vaknaði, það voru ævintýralegar ferðir. Þá stakk maður litla „spaddanum“ í lófann á Steinu, sem stundum sagðist vera geitamamma með litla kiðlinginn sinn, að fara til fjalla. í þessum ferð- um var margt spjallað, þá var hún alltaf að fræða mig um öll blómin og jurtirnar í brekkunni heima, kennileiti og örnefni, stundum kom- um við við hjá stóru kóngulónni sem spann svo fallegan vef í litlum skúta við Stórafossinn. Þetta var leyndar- mál því að það mátti alls ekki skemma þennan fallega vefnað. í þessum ferðum fannst mér að heim- urinn gæti varla verið stærri en sjón- deildarhringurinn af Skálarbarmin- um. Þarna sáum við fram til jökla og fjöll svo langt sem augað eygði til austurs og norðurs, það var ótrú- legt hvað Steina kunni mörg ör- nefni, það var varla til sá blettur sem ekki hét eitthvað, og eins og skáldið sagði að „Landslag væri lítils virði, ef það héti ekki neitt". Steina var afskaplega dugleg kona. Eftir að þær fluttust allar til Reykjavíkur fór hún að vinna í Rúg- brauðsgerðinni. Þar byijaði vinnan kl. 5 að morgni þannig að hennar nætursvefn var ekki nema til kl. 4. Eftir vinnu tóku heimilisstörfín við því að hún Steina var húsmóðir á heimilinu. Verkaskipting var í nokk- uð föstum skorðum, en matseldin og öll sú umsjá var hennar, enda vann hún þau störf af lífi og sál. Ég held að þaðan hafí fáir farið út án þess að vera búnir að borða og drekka óþarflega mikið. Hún þurfti líka að annast dóttur sína sem var um tíma í Heyrnleysingjaskólanum, en fór síðan að vinna í Bókfelli. Steina stóð ekki ein þar sem þær Inga og Þóra voru með eindæmum hjálpsamar og góðar konur sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að rétta hjálparhönd, og þannig var heimilislífið á Flókagötu 7 alla tíð, samstarf og samhjálp. Nú eru þær bara tvær eftir Þóra og Ásta því að hún Inga mín andaðist 29. október 1990, blessuð sé minning hennar. Þegar ég flutti til Reykjavíkur með fjölskyldu mína var heimilið á Flókagötunni einn af þessum föstu og öruggu punktum í tilverunni. Þangað gat maður alltaf komið og þar átti maður alltaf vináttu og góð- vild að mæta. Steinu var einstaklega lagið og ljúft að rifja upp minningar úr sveit- inni. Þá var farið í huganum norður og mörg ævintýri rifjuð upp með þeim einstaka orðaforða sem hún ein átti. Þessar stundir eru mér og mörgum öðrum ógleymanlegar. Stóra stundin á Flókagötunni var jóladagurinn. Þá var öllum „barna- börnum" sem voru í bænum ásamt mökum og börnum boðið í jólakaffi. Þarna var glatt á hjalla, mikið spjall- að og margt riQað upp frá liðnum dögum. Það var líka alveg sama hvað fjölskyldan stækkaði, það var alltaf nóg pláss og öllum þótti jafn gott að koma til þeirra. Þó að heils- an væri löngu orðin þungbær, var alltaf öllum jafn vel tekið og þannig er það enn. Við frá Grund og Syðri- Grund eigum þetta heimili enn sem fastan punkt. Ég ásamt Jóhanni fyrrverandi eiginmanni mínum og sonum okkar, Þórði og Jóhanni, þökkum henni fyrir allt. Hún var okkur alltaf svo góð. Við undum hér saman í allmörg ár og af þeim geislamir skína. Nú falla að lokum fáein tár á fallegu kistuna þína. (Dísa Þ.) Ég og synir mínir vottum Ástu, Þóru, Guðmundi og Þórði okkar inni- legustu samúð, við vitum að kona eins og Steina, sem alltaf hugsaði margfalt meira um aðra en sjálfa sig og alls staðar græddi sárin, á góða heimkomu til Drottins og þar verður vel um hana búið, því að það á hún skiiið. Guð blessi minningu hennar. Dísa Þórðardóttir. Á þriðjudaginn 5. október var mér sagt að hún Steina væri dáin. Það voru ekki margir dagar síðan við Snorri höfðum heimsótt hana á Borgarspítalann og sýnt henni myndimar úr brúðkaupinu okkar. Hún strauk á mér höndina og kall- aði mig lambið sitt og stríddi okkur svolítið í leiðinni. Hún sagði að það væri mesta furða hvað ég væri „næn“ í framan. Þetta er orð sem hún hefur sagt við mig alla mína ævi. Síðan ég man eftir méy hefur hún alltaf stutt mig í hveiju sem ég tók mér fyrir hendur og átt vin- gjarnlegt orð til okkar systkinanna og frændsystkinanna. Flókagata 7 var heimili hennar, systra hennar og dóttur. Þær voru þama fjórar frænkurnar4 Flókagöt- unni og jafn óijúfanlegur hluti af minni æsku og ævi og mitt eigið heimili. Alltaf var gott að koma til þeirra á Flókagötuna. Steina flýtti sér alltaf að tína til það besta sem til var og bauð upp á kaffi. Kaffíð hennar fannst mér alltaf alveg sér- stakt enda var það á Flókagötunni sem ég lærði að drekka kaffí. Síðan var sest niður og Steina snerist í eldhúsinu, öll af vilja gerð til að allir fengju fylli sína og svo var skipst á fréttum. Steina fór ekki mikið út þau árin sem ég þekkti hana. Hún átti við heilsuleysi að stríða en það aftraði henni ekki frá því að fylgjast með. Alltaf vissu hún og Þóra, Inga og Ásta dóttir hennar hvað var að ger- ast í fjölskyldunni. Þær frænkumar studdu vel við bakið á fjölskyldu- meðlimum og alltaf vom jólagjafír og afmælisgjafir frá þeim fastur hluti. Þóra og Ásta eru nú tvær eftir. Inga dó fyrir nokkram árum og Steina er farin núna. Dívaninn henn- ar sem hún lá alltaf á í stofunni er þama enn, ■ myndimar af fólkinu í fjölskyldunni sem héngu yfír kom- móðunni hennar era þama enn og útvarpið ómissandi á kollinum við hliðina á dívaninum. En Steina er farin. Eftir era ljúfsárar minningar um mikinn mannvin og góða frænku sem reyndist mér og systkinum mínum svo vel í gegnum árin. Ég hef skrifað þetta fyrir mig, til að kveðja Steinu og rétt eins fyrir systkini mín og maka sem deila þessum minningum með mér. Við viljum senda Ástu og Þóra á Flóka- götunni hugheilar samúðaróskir okkar og einnig bræðram Steinu, Þórði og Guðmundi afa okkar. Það eitt er víst, að ég aldrei augunum þínum gleymi er sástu sumarið koma sunnan úr bláum geimi; - svo fegin varstu, að mér fannst þú fegursta konan í heimi. Þið voruð þijár, þessar systur, og þú varst sú í miðið ... Eitt kvöldið í kyrrlátu veðri ég kvaddi þig út við hliðið. - Nú er hann kominn á norðan og nú er sumarið liðið. (Jóhannes úr Kötlum) Guðrún Birna Finnsdóttir. Það mun ósjaldan sagt, að Hún- vetningar séu nokkuð málglaðir og geri ekki minna úr sér en ástæða þykir til. Þeir taka því yfirleitt vel ef á það er minnst að þar séu gáfu- menn meiri en annars staðar. Vera má að eitthvað sé hæft í þessu. Það mun þó vera mála sannast að fólk af öðra tægi er einnig til í Húna- vatnssýslu, sem reyndar var til foma ein sýsla og mætti verða það aftur. Frænka okkar systkinanna, Steinunn Þorsteinsdóttir frá Grand í Svínadal, var dæmigerður fulltrúi þess fólks sem skilar sínu dagsverki á hljóðlátan hátt af stakri sam- viskusemi. Hún lifði glöð og ánægð með dóttur sinni, Astu, sem var sólargeislinn í lífi hennar. Steina átti við vanheilsu að stríða. Mæðg- urnar bjuggu ásamt Þóru, systur Steinunnar, en hún var símamær um áratuga skeið á Landsímanum. Var heimili þeirra á Flókagötu 7. Þangað var ætíð gott að koma. Frændfólk og vinir þeirra eiga Ijúf- ar minningar frá ánægjulegum, lif- andi og hressilegum samræðum á heimili Steinu og Þóru. Steina kaus sér það hlutverk að veita frá sínu örláta hjarta. Hennar mesta gleði var að gleðja aðra. Eigin hag bar hún ekki fyrir bijósti. Hún safnaði ekki veraldlegum auði. Hjartahlýja og nærgætni var mjög rík í fari hennar. Líf Steinu var ekki einatt létt. Mótlæti á lífsleiðinni gerði hana ekki beiska, heldur reyndi hún að snúa því til betri vegar. Fyrir vináttuna og tryggðina er þakkað af alhug. Minningin um náfrænku okk_ar mun lifa. Úlfar Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.