Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 7 Sigbjöm formaður fjárlaga- nefndar SIGBJÖRN Gunnarsson, þing- maður Alþýðuflokksins, var á mánudag kosinn formaður fjár- laganefndar Alþingis í stað Karls Steinars Guðnasonar, sem skip- aður hefur verið forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins. Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, var endurkjörinn varaformaður á fundi fjárlaga- nefndar. Þá var Björn Bjarnason, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, endur- kjörinn formaður utanríkismála- nefndar Alþingis og Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, var kjörinn vara- formaður nefndarinnar í samræmi við samkomulag stjórnar og stjórn- arandstöðu um þingsköp í síðustu viku. ---» ♦--- ■ MANNRÆKTARSTÖÐIN Fjallið hefur hafið starfsemi sína en það eru nokkir aðilar sem unnið hafa við miðlun og aðra andlega starfsemi sem hafa tekið sig saman um reksturinn. Stefnt er að því að vera með helgarnámskeið, fyrir- lestra og ýmsa fræðslu er lýtur þroska einstaklingsins. Einstök at- riði munu verða auglýst á síðum Morgunblaðsins. Aðsetur stöðvar- innar er á Krókhálsi 4 (Harðvið- arvalshúsinu) og er opið frá kl. 10-16 alla virka daga. Póstur og sími setur upp símstöðvar Notendum í stafræna kerfínu íjölgar verulega Dúfnafjölda haldið niðri DÚFUM hefur fækkað í miðborg Reykjavíkur frá því sem áður var. Að sögn Ólafs Karls Nilsen líf- fræðings er nú aðeins einn dúfna- hópur við Tjörnina sem eitthVað kveður að. Ólafur Karl telur að fækkun dúfnanna megi helst rekja til öfl- ugrar meindýraeyðingar í borg- inni. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Þ. Björnssonar mein- dýraeyðis er brugðist við kvörtun- um borgaranna þegar dúfur eru orðnar of ágengar við mannabú- staði og fuglarnir fjarlægðir. Lítið hefur verið kvartað í sumar og litlu sem engu eytt af dúfum. NOTENDUM í stafræna símkerfinu hefur fjölgað verulega á þessu ári. Að sögn Bergþórs Halidórssonar, yfirverkfræðings hjá sjálfvirkum símstöðvum, hefur undanfarið verið unnið að því að tengja símanúmer í Reykjavík sem byrja á 1 við staf- ræna kerfið og sérstakt átak var í sumar gert í því að skipta út litlum símstöðvum út um land og selja upp stafrænar í stað- inn. Um næstu áramót verða 68% allra símnotenda á landinu komnir inn í stafræna kerfið. Bergþór segir að aldrei hafi á jafnskömmum tíma verið gert eins mijíið til að bæta samband út á land eins og gert hefur verið á þessu ári. Verið sé að ljúka við að tengja ljósleiðarann hringinn í kringum landið og flestum litlum símstöðv- um úti á landi hafi verið skipt út fyrir stafrænar stöðvar. Um næstu áramót verði 68% allra símnotenda tengdir stafrænum símstöðvum en var u.þ.b. helmingur um síðustu áramót. þá er breytingin sú sama og úti á landi, notendur fá strax són og geta notfært sér ýmsa sérþjónustu sem Póstur og sími býður upp á,“ sagði Bergþór. Áhersla á litlu staðina „Fyrstu stafrænu stöðvarnar voru teknar í notkun árið 1983 og hefur áherslan verið lögð á að tengja notendur í þéttbýli við kerf- ið. I sumar fórum við hins vegar á minnstu staðina í dreifbýlinu og settum upp stafrænar stöðvar. A þessum stöðum voru gamlar stöðv- ar og yfirleitt ófullkomnari en á stærri stöðunum og gátu þær trufl- að inn í heildarkerfið. Notendur á þessum stöðum finna mikið fyrir breytingunni en hún felst í því að samband næst yfirleitt strax og nú þarf ekki lengur að gera margar tilraunir til að ná sambandi og fá són. Þá gengur mun betur að ná símasambandi t.d. úr Reykjavík og út á Iand,“ sagði Bergþór. „í Reykjavík er verið að tengja öll númer sem byrja á 1 við staf- ræna kerfið og verður því lokið um næstu mánaðamót. Allir nýir not- endur sem tengjast við kerfið^ fá bréf frá Pósti og síma u.þ.b. viku áður en tengingin kemst á. Fyrir Polam&Pyret* KRINGLUNNI8 -12 SÍMI6818 22 Blómagalli (stærö 60-140 cm., verð 4.900-6.900. Úlpur í stærð 90-170 cm., verð 4.900-5.900. Blómahúfa með skinnkanti, verð 1.690

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.