Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 Arafat hrósar sigri MIÐSTJÓRN Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) sam- þykkti í gær friðarsamninga sem Yasser Arafat, leiðtogi PLO, og Yitzhak Rabin forsæt- isráðherra ísraels undirrituðu í Washington í síðasta mánuði. Niðurstaðan þykir mikill sigur fyrir Arafat en samningurinn hlaut 63 atkvæði gegn 8 en 11 fundarmenn sátu hjá. Stöðva smygl á hvalkjöti NORSKA tollgæslan kom í veg fyrir að 3,5 tonnum af hrefnu- kjöti yrði smyglað til Kóreu um flugvöílinn í Ósló. Var kjötið pakkað í kassa sem merktir voru sem þar væru frystar rækjur á ferðinni. Ný sljórn í Grikklandi ANDREAS Papandreou segist vilja hafa hraðann á og hét því í gær að ljúka útnefningu ráð- herra í nýrri ríkisstjórn grískra sósíalista svo hún gæti svarið embættiseið í dag, miðvikudag. Havel vill í NATO VACLAV Havel forseti Tékk- lands hvatti til þess í ræðu í tékkneska þinginu í gær að fyrrum kommúnistaríkjum í Austur-Evrópu yrði boðin aðild að Atlantshafsbandalagsins (NATO). Skoraði hann á leið- toga þess að láta afstöðu Rússa ekki tefja fyrir því að nýjum lýðræðisríkjum í Austur-Evr- ópu verði boðin aðild. Stjórnin i Berl- ín árið 2000 ÞÝSKA stjórnin samþykkti í gær áætlun sem miðar að því að aðsetur hennar verði með öllu komið til Berlínar árið 2000. Verða 12 stjómarstofn- anir fluttar til Berlínar en átta verða áfram í Bonn. Stjórn að fæð- ast í Póllandi PÓLSKI bændaflokkurinn (PSL) ákvað í gær að ganga til stofnunar vinstri samsteypu- stjómar með Lýðræðissam- bandinu (SLD), gamla Komm- únistaflokknum. Tilnefndi PSL Waldemar Pawlak sem forsæt- isráðherraefni. Flokkamir hafa drjúgan meirihluta á þingi. Mandela á móti þjóðaratkvæði NELSON Mandela leiðtogi Af- ríska þjóðarráðsins (ANC) sagðist í gær mótfallinn þeirri hugmynd F.W. de Klerk forseta frá í fyrradag, að reynt verði að höggva á hnútinn í viðræð- um um lýðræðislegar umbætur í Suður-Afríku með því að efna til þjóðaratkvæðis um framhald lýðræðisþróunarinnar í landinu. Hald lagt á sprengiefni LUNDÚNALÖGREGLAN lagði í gær hald á efni til sprengjugerðar, sem fannst við , húsleit í borginni. Talið er að um sé að ræða einn af vopna- búrum IRA-hreyfíngarinnar. Efnið sem fannst hefði nægt til að gera 20 sprengjur en IRA hefur játað á sig fjölda sprengj- utilræða á síðustu mánuðum. Fj öldasj álfsmorð í víetnömsku þorpi Hanoi. Reuter. FIMMTÍU og þrír íbúar afskekkts fjallaþorps í Víetnam styttu sér aldur nýlega að áeggjan leiðtoga síns, blinds manns, sem krýnt hafði sjálfan sig konung meðal fólksins og blekkt það á ýmsa lund. Atburðurinn átti sér stað 2. október sl. í þorpinu Ta He, sem er 300 km norðvestur af höfuð- borginni, Hanoi. Var aðkoman ófögur enda hafði fólkið vegið hvert annað með tiltækum vopn- um, gömlum framhlaðningum, hnífum, skóflum og hlújárnum. Meðal hinna látnu voru 19 börn. Himnaríkisvist gegn greiðslu Víetnamskur embættismaður sagði í gær, að þorpsbúamir, sem voru andatrúar og ákaflega hjá- trúarfullir eins og títt er um fjalla- fólkið, hafi verið fómarlömb stór- kostlegra blekkinga manns að nafni Ca Van Liem. Sagði hann, að 1985 hefði hann gerst liðhlaupi eftir þriggja ára herþjónustu og haft með sér sprengiefni, sem hann notaðf síðan til fiskveiða í fjallaánum. í einni sprengingunni Sir James Hender- son látinn SIR James Henderson, fyrrver- andi sendiherra og formaður bresku sendinefndarinnar á Is- landi 1953-’56, lést fyrir skömmu, 92 ára að aldri. Fyrir bresku utan- ríkisþjónustuna starfaði hann frá 1925 til 1960 en hann var aðlaður 1959. Sir James var formaður bresku sendinefndarinnar í Reykjavík 1953-’56, áður en Bretar komu hér • upp eiginlegu sendiráði, og átti þá sinn þátt í að leysa fyrsta landhelgis- stríðið milli Breta og íslendinga. Eiginkona hans lést í maí á þessu ári. Loksins vann Short skák Skák Margeir Pétursson ENGLENDINGNUM Nigel Short tókst loks í gær að vinna skák í heimsmeistaraeinvígi sínu við Gary Kasparov í London. Short hafði hvítt í sextándu skákinni, tefldi af miklu öryggi og Kasparov gafst upp eftir 38 leiki. Þrátt fyr- ir þetta er aðstaða Shorts í einvíg- inu afar vonlítil. Hann hefur að- eins hlotið fímm og hálfan vinning gegn tiu og hálfum vinningi heimsmeistarans og ekki er eftir að tefla nema átta skákir. Short tefldi skákina í gær ró- lega framan af og eftir u.þ.b. 20 leiki var Kasparov kominn mjög nálægt því að hafa jafnað taflið. En heimsmeistarinn vildi ekki Iétta sér vömina með því að skipta upp á drottningum og reyndi sókn á kóngsvæng. Á meðan bætti Short stöðu sína á miðborði og drottningarvæng og eftir 32 leiki var staða hans orðin afar vænleg. Þetta var sannfærandi sigur. 16. einvígisskákin: Hvítt: Nigel Short Svart: Gary Kasparov Sikileyjarvörn I. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Bc4 - e6 7. Bb3 - b5 8. 0-0 - Be7 9. Df3 - Dc7 10. Dg3 - Rc6 Kasparov fékk sjálfur góða stöðu á hvítt gegn Gelfand í Linar- es í vor eftir 10. — 0-0 11. Bh6 - Re8 12. Hadl - Bd7 13. Rf3! - b4?! 14. Re2 - a5 15. Rf4! og vann í aðeins 25 leikjum. II. Rxc6 — Dxc6 12. Hel — Bb7 13. a3 - Hd8 14. f3 - 0-0 15. Bh6 - Re8 16. Khl - Kh8 17. Bg5 - Bxg5 18. Dxg5 - Rf6 19. Hadl - Hd7 20. Hd3 - Hfd8 21. Hedl - Dc5 22. De3 - Kg8 Upp er komið mjög svip- að miðtafl og í skákinni A. So- kolov-Portisch á heimsbikarmót- inu í Rotterdam 1989. Þá urðu fljótlega uppskipti á drottningum, en það leysti ekki öll vandamál svarts og hann tapaði í 50 leikjum. Það verður þó að segjast að jafnte- flismöguleikar Kasparovs hefðu verið mjög góðir ef hann hefði brotið odd af oflæti sínu og farið í kaupin. 23. Kgl - Kf8 24. Df2 - Ba8 25. Re2 - g6 26. Rd4 - De5 27. Hel - g5!? 28. c3 - Kg7 29. Bc2 - Hg8 30. Rb3! - Kf8? Með yfirlætislausri taflmennsku hefur Short bætt stöðu sína jafnt og þétt. Hann hefur undirbúið atlögu á drottningarvæng og tekið alla reiti nema tvo af svörtu drottningunni. Kasparov teflir hins vegar uppá sóknaraðgerðir á kóngsvæng, sem ekki eru þó vænlegar til árangurs. Að fara með kónginn á miðborðið gerir illt verra. 31. Hd4 - Ke7 32. a4! — h5 33. axb5 — axb5 34. Hb4 - h4 35. Rd4 Kasparov flýtur sofandi að feigðarósi. Nú tapar hann óumflýj- anlega peðinu á b5. 35. - g4 36. Hxb5 - d5 37. Dxh4 - Dh5 38. Rf5+!og Kasparov gafst upp, því eftir 38. — exf5 39. exd5+ — Kf8 40. Dxf6 er hvítur orðinn þremur peðum yfir og hótar þar að auki máti á b8. missti hann sjónina og annan handlegginn. Liem var nú illa staddur og brá því á það ráð að lýsa yfir við þorpsbúana, að hann væri konungur þeirra og gæti tryggt þeim eilífa sæluvist á himni ef þeir greiddu honum fyrr það í peningum. Hver gekk í skrokk á öðrum Fólkið trúði þessu öllu og lét Liem fá allt, sem það átti. Hann gat því lifað eins og konungur í allri örbirgðinni í þorpinu. Hann óttaðist þó, að illa færi að lokum og því kallaði hann fólkið saman og sagði því, að nú væri komið að himnaförinni. Var byijað á því að brenna húsin en því næst var Liem sjálfur drepinn fyrstur manna. Að því búnu gekk hver í skrokk á öðrum. Tvær ljölskyldur af átta, eða 15 manns, lifðu blóðbaðið af enda vildu þær ekki taka þátt í átrúnað- ,.inum á Liem. Atburðurinn hefur vakið litla athygli í því stríðshijáða landi Víetnam. Vínarfundinum lokið Starfi mann- réttindadóm- stóls hraðað Vínarborg. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRSTA leiðtogafundi að- ildarríkja Evrópuráðsins lauk í Vínarborg á laugar- dag. Franz Vranitzky, kansl- ari Austurríkis, sagði að leið- togarnir hefðu komist að málamiðlun um lokaskjal fundarins, það væri mála- miðlun sem fundurinn hefði samþykkt einróma. Leiðtogarnir samþykktu að einfalda starf mannréttinda- dómstólsins í Strassborg svo að hann geti afgreitt mál hrað- ar og orðið afkastameiri í fram- tíðinni. Aðildarríki Evrópur- áðsins eru nú 32 en voru 23 fyrir íjórum árum og málum sem eru lögð fyrir dómstólinn hefur fjölgað að sama skapi. Leiðtogarnir voru sammála um að þjóðernisminnihlutahóp- ar þyrftu verndar við en tóku ekki ákvörðun um hvernig henni skyldi háttað. Þeir fólu ráðherranefnd ráðsins að semja viðauka við mannrétt- indasáttmálann þar sem réttur þjóðernisminnihlutahópa á menningarsviðinu er tryggður. Eeuter Afbrotamenn auðmýktir í Kína ÞRJÁTÍU Kínveijar voru dæmdir í 3-10 ára fangelsi á mánudag fyrir að selja falsaða jámbrautamiða. Til viðbótar refsingunni voru þeir leiddir í hringi á torginu fyrir framan aðalbrautarstöðina í Peking, öðrum til viðvörunar. Nítján dverg'vax- in börn létust eft- ir hormónagjöf París. Reuter. RANNSÓKN er hafin á meintri aðild Henri Cerceau, fyrrum forstjóra lyfjamiðstöðvar frönsku ríkisspítalanna, að mann- drápsmáli sem tengist læknismeðferð dvergvaxinna barna á árunum 1983-88. Nokkur böm hafa dáið af völdum hormóna- gjafar og önnur em talin í lífshættu. Cerceau er þriðji háttsetti emb- ættismaðurinn sem tengist málinu en áður hafa Fernand Dray, deildar- stjóri hjá Pasteur-stofnuninni, og Jean-Claud Job, barnalæknir, verið kærðir fyrir manndráp af gáleysi. Tuttugu og fimm böm sem hlutu hormónameðferð vegna dvergvaxt- ar á ámnum 1983-88 hafa veikst af svonefndri Creutzfeldt-Jakob veiki sem ræðst á heilann og veldur andlegri hrömun og dauða. Nítján barnanna hafa þegar Iát- ist af völdum veikinnar og hafa foreldrar tveggja þeirra lagt fram manndrápskæru á hendur heil- brigðisyfirvöldum. Málið allt hefur orðið til þess að draga úr trúverðug- leik lækna og lækningastofnana í Frakklandi og var þó vart á bæt- andi eftir stórtækt hneyksli sem tengdist franska blóðbankanum og varðaði alnæmissmit við blóðgjöf á spítulum. Cerceau segist saklaus Ekki er dregið í efa að hormóna- lyfin hafi valdið því að börnin sýkt- ust því hormónarnir voru unnir úr heiladingli látins fólks. Helmingur innkirtlanna var fenginn frá Búlg- aríu og Ungveijalandi. Málsrann- sóknin snýst um það hvort innflutn- ingur þeirra jafngildi glæpsamlegu gáleysi og hver hafi heimilað notk- un þeirra við framleiðslu hormóna- lyfsins þar sem Ijóst mátti vera að þeir gætu vart talist skaðlausir. Lögmaður Cerceau, sem var ábyrgur fyrir tilraunum með horm- ónalyfið og dreifingu þess, hélt því fram í gær að skjólstæðingur sinn væri saklaus og myndi gera sitt til að auðvelda rannsókn málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.