Morgunblaðið - 13.10.1993, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.10.1993, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 Túskildingskvartettinn Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson / UÓSASKIPTUNUM Fjórar stuttar myndir á einu myndbandi Leikstjórn og handrit Jón Tryggvason og Guðmundur Þórarinsson. Framkvæmda- sljórn Ragnar Agnarsson. Tón- list Jens Hansson, Sniglaband- ið. Glæpahyskið Leikarar: Helgi Björnsson, Vil- borg Halldórsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Steindór Hjör- leifsson, o.fl. Engin miskunn Leikarar: Erla Rut Harðardótt- ir, Þórhallur Sigurðsson, Þröst- ur Leó Sigurðsson, Guðrún Ásmundsdóttir, o.fl. Sóló Leikari: Þórhallur Sigurðsson. Loforð út, svik á mánuði og rest í lögfræðing Leikarar: Jón Tryggvason, Guðmundur Þórarinsson, Ásta Böðvarsdóttir, Torfi Hjálmars- son, o.fl. Framleiðendur Engin miskunn, ÚTÍ HÖTT- inní mynd, íslenska kvikmyndaverið, Hiklaust. Dreifing Filmco hf. 1993. / Ijósaskiptunum (nafnið heldur kunnuglegt) markar tímamót í íslenskri kvikmyndagerð - að einu leyti; hér fer afurðin beint á mynd- bandið. Á því eru fjórar, stuttar myndir, rólegar og settlegar, um skoplegar, jafnvel grátbroslegar hliðar úr grámósku hversdagsleik- ans. Sú fyrsta nefnist Glæpahyskið og segir .frá ungum hjónum sem flytja í flott hverfi þar sem ein- göngu býr „gott fólk“. Þau vilja ekki skaða ímyndina með tragísk- um afleiðingum. Góð hugmynd, minnir á smá- sögurnar hans Willy Breinholst og er dágóð skemmtun lengst af en samtölin dofna eftir því sem lengra líður en ágætur leikur hjálpar uppá sakirnar. Engin miskunn er röð miður gleðilegra atvika sem henda hjón- in Boddu (Erla Rut) og Stebba (Laddi). Þjappað saman ólánleg- um kringumstæðum og hvers- dagslegum viðburðum sem breyta morgni í martröð. Gallinn sá að uppákomurnar eru misfyndnar og efnið kunnug- legt. Þau Erla Rut og Laddi sleppa frá sínu en hér er jafnvel meiri skortur á fínpússun sem þó er ábótavant í öllum myndunum. í þriðju myndinni, Sóló, einleik- ur Laddi frammi fyrir speglinum í morgunsárið í röskar tuttugu mínútur og ber hún því nafn með rentu. Laddi er engum líkur og heldur lengst af uppi fjörinu með sínum ótrúlegu fettum og brettum og uppátækjum. Þetta er skásti kaflinn, þó sé teygt á honum um of. í lokahlutanum láta aðal bak- hjarlar myndbandsins, Jón Tryggvason og Guðmundur Þór- arinsson gamminn geysa og vinda sér einnig fram fyrir tökuvélarn- ar. Það hefðu þeir betur látið ógert. Mun betri við afturendann og Jón sannað sig áður að því að vera ekki beinlínis í fremstu röð kvikmyndaleikara en getað leik- stýrt með prýðisárangri (Foxtrot) - ef hann hefur haft úr einhveijum aurum að moða. pr ’!'/ Æ-A '>3: Þar stendur nefnilega hnífurinn í kúnni hvað þetta safn snertir. Kvartettinn þjáist af skelfílegum blankheitum, einkum af þeirri sortinn sem má laga með pening- um. Þetta kemur fram á öllum sviðum, ekki síst í flausturslegum frágangi. Engu að síður má hafa nokkurt gaman að myndbandinu, með jákvæðu hugarfari blönduðu föðurlandsást. Endurmenntunar- stofnun Háskólans Nám í um- hverfis- fræðum HJÁ Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands er nú í fyrsta sinn boðið misserislangt nám í umhverfisfræðum og umhverfis- tækni. Námið er öllum opið en er einkum ætlað jarð-, verk- og tæknifræðingum sem hlutu menntun sína áður en umhverfis- tækni varð verulegur hluti kennsluefnis í þessum greinum. Meðal þess sem fjallað verður um er mengun lofthjúpsins; loftmengun og hreinsibúnaður; mengun grunn- vatns, vatna- og strandsvæða; iðn- aðarmengun; hljóðmengun; gerla- mengun; sorphirða; endurvinnsla; fráveitukerfi; skólphreinsun; um- hverfísskipulag og umhverfísmat. Umfang námsins er samtals um 30 kennslustundir. Kennsla hefst 20. október og stendur til 8. desem- ber. Skráning fer fram hjá Endur- menntunarstofnun Háskóla íslands og eru allar nánari upplýsingar veittar þar. WtÆkWÞAUGLYSINGAR Rafeindavirki á Akureyri Óskum að ráða rafeindavirkja á verkstæði okkar, Tölvutæki - Bókval, Furuvöllum 5, Akureyri. Upplýsingar í síma 96-26100. Laugavegur Til leigu er 100-200 fm skrifstofuhúsnæði miðsvæðis á Laugavegi. Bílastæði fylgja húsinu. í húsinu eru verslanir, kaffitería, líkamsrækt, læknastofur o.fl. Sanngjörn leiga. Upplýsingar í síma 672121 á skrifstofutíma. Aðalfundur Fiskifélags- deildar Vesturlands verður haldinn í Vesölum, Ólafsvík, laugar- daginn 16. október nk. og hefst kl. 16.00. Dagskrá samkvæmt samþykktum deildarinnar. Stjórnin. WQ Garðbæingar 60áraogeldri Fundur verður haldinn föstudaginn 15. októ- ber nk. kl. 20.30 í safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli með íbúum Garðabæjar 60 ára og eldri, þar sem á dagskrá verður: 1. Kynning á starfi eldri íbúa. 2. Sigurður Guðmundsson, gestgjafi á Hótel Örk, segir frá Sparidögum. 3. Ólafur Jónsson, formaður Landssamtaka aldraðra, ræðir hugmyndir að stofnun félags eldri íbúa í Garðabæ. 4. Frjálsar umræður. Undirbúningsnefndin. íbúð óskast til leigu íbúð, 2-4 herbergi ásamt bílskúr, óskast til leigu á höfuðborgarsvæðinu fyrir eldri mann, ellilífeyrisþega, sem ekki reykir. Fyrirframgreiðsla og skilvísar greiðslur. Vinsamlegast hafið samband við Grétar H. Óskarsson, símar 672232/694121 eða Hjört A. Óskarsson, símar 676272/604395. Landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Málefnanefndir flokksins hafa á undanförum vikum undirbúið drög að ályktunum 31. landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Tillögur nefnd- anna verða ræddar í starfshópum landsfundarins sem undirbúa endanlegar ályktanir landsfundarins. Þeir landsfundarfulltrúar, sem óska eftir að fá drög málefnanefnd- anna í hendur fyrir fundinn, geta snúið sér til skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavfk, sími 91-682900, þar sem drögin liggja frammi. Einnig er hægt að hringja á skrifstofuna og fá drögin send í pósti. . » / Sma ouglýsingor I.O.O.F. 9 = 17510138'/2 = Bk. I.O.O.F. 7 = 17510138'A = I □ HELGAFELL 5993101319 VI 2 FRL □ GLITNIR 5993101319 I 1 Frl. Atkv. SAMBAND ÍSLENZKRA KRIUTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Almenn samkoma í Kristniboðs- salnum í kvöld kl. 20.30. Ræðumenn: Gunnar Bjarnason og sr. Magnús Guðjónsson. Þórður Búason syngur einsöng. Samkoman er öllum opin. SÁLARRANNSÓKNAR- FÉLAGIÐ í HAFNARFIRÐI Fundur um geimverur Vetrarstarfsemi Sálarrannsókn- arfélagsins í Hafnarfirði hefst með fundi í Góðtemplarahúsinu á morgun, fimmtudaginn 14. október, kl. 20.30. Aðalefni fundarins er fyrirlestur um geimverur sem Sveinn Bald- ursson, tölvunarfræðingur, flyt- ur. Umræður, spurningar og svör. Öllum heimill aðgangur. Stjórnin. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Keith Surtees verður með einka- tíma á vegum félagsins í: 1. Hefðbundinni sambandsmiðlun. 2. Fundi með leiö- beinendum. 3. Einkafundi, þar sem með dáleiðslu er farið inn á fyrri lif og áhrif þeirra á núver- andi líf og sjálfsþroska. Stjórnin. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Byrjendanám- skeið í heilun og næmni verður haldið laugardag- inn 16. og sunnu- daginn 17. októ- ber. Leiðbeinandi verður Keith Surtees. Bókanir í símum 618130 og 18130. Stjórnin. I.O.G.T. St. Eining nr. 14 Fundur í kvöld kl. 20.30 ÍTempl- arahöllinni, Eiríksgötu. Aðalfundur Skíðafélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 18. október nk. kl. 20.00 á skrifstofu félagsins, Amtmannsstíg 2. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstö.f. Stjórn Skíðafélags Reykjavíkur. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur kl. 20.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Myndakvöld F.í. Mlðvikudagur 13. okt. kl. 20.30. Fyrsta myndakvöld vetrarins í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, er [ kvöld, miðvikudagskvöldið 13. október, og hefst það stundvís- lega kl. 20.30. Fyrir hlé verða sýndar myndir úr einni vinsæl- ustu sumarleyfisferðinni; Ár- bókarferðinni „Við rætur Vatnajökuls", sem farin var 7.-11. júlí á slóðlr Árbókarinnar 1993. Fararstjórarnir Árni Björnsson og Hjalti Krlstgeirs- son kynna. Eftir hlé sýnir Höskuldur Jónsson einnig myndir af svæði Árbókarinnar: Skaftafell-Kjós. Skemmtileg myndasýning af landsvæði sem á sér fáa líka hvað fegurð og fjölbreytni í náttúrufari snertir. Allir velkomnir, félagar sem aðrir. Góðar kaffiveitingar f hiéi. Aðgangseyrir 500 kr. (kaffi og meðlæti innifalið). Fjölmennið! Ferðafélag (slands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Snæfellsnes utan alfaraleiða Helgarferð 15.-17. október Farið m.a. að norðanverðum Snæfellsjökli og um Snæfellsnes að norðan. Gengið á jökulinn? Spennandi ferð. Gist f svefn- pokaplássi. Brottför föstud. kl. 20. Farmiðar á skrifstofu. Missið ekki af myndakvöldinu f kvöld - sjá aðra auglýsingu. Ferðafélag íslands. Hjfðar til fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.