Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 Valberg Hannesson skólastjóri frá Mel- breið — Minning Dauðinn er sá dómur sem ekki er hægt að áfrýja. Með stuttu milli- bili hafa tveir af sveitungum mínum orðið að hlýða kalli dauðans. Það var ekki liðinn nema mánuður frá því að ég fýlgdi Bjarna Pétursyni til grafar þegar mér barst fregn um að Valberg Hannesson væri látinn. Báðir þurftu þeir að heyja langt og strangt stríð sem ekki gat endað nema á einn veg. Valberg er fæddur og uppalinn í Fljótum. Foreldrar hans voru Hannes Hannesson kennari og skólastjóri í Fljótum og Sigríður Jónsdóttir frá Melbreið í Stíflu. Hannes var þekktur fræðimaður og eftir hann liggur mikill fróðleikur um Fljótin. Vonandi er mikið af þeim skrifum geymt í safnahúsinu á Sauðárkróki, þó að hætt sé við að sumt sé glatað. Þá skal þess getið að Hannes var forgöngumað- ur að stofnun tveggja ungmennafé- laga í Fljótum árið 1918-1919 og var félagssvæðið afmarkað af Stífluhólum. Hannes lést árið 1963 en Sigríður er enn á lífí, orðin há- •"íöldruð og dvelst á öldrunardeild sjúkrahússins á Sauðárkróki. Valberg, eða Valli, eins og allir sem þekktu hann kölluðu hann, var elstur átta systkina. Hin eru öll á lífi og heita Aðalheiður, Pálína, Guðfmna, Sigurlína, Erla, Snorri og Haukur. Flest eru þau búsett á Reykjavíkursvæðinu en Pálína er á Sauðárkróki og Guðfinna í Hvera- gerði. Allt er þetta atorkufólk og er víst að út af Hannes og Sigríði er kominn stór stofn góðra þegna í okkar þjóðfélagi. Viðurkennt er að Stíflan er ein af fegurstu sveitum landsins. Skeiðsfossvirkjun raskaði þó miklu því þá fór stór hluti af fjölbreyttu gróðurlendi undir vatn. Margir þeir sem leið eiga um Fljótin staldra við á Bröttubrekku, en þar er best útsýni yfir Stífluna. Fyrsti bær innan við Stífluhóla hét Húnsstaðir. Þar er enginn bæ leng- ur en við nánari athugum er hægt fyrir kunnuga að sjá misfellur í landinu sem sýna að hér hafi búið fólk. Það lengst sem ég man aftur í tímann er þegar ég átti heima á Húnsstöðum. Margir Reykvíkingar sem komnir eru á efri ár hafa slitið barnsskónum í sveit. Flest höldum við tryggð við æskustöðvarnar og oft er sú tryggð sterkari ef sveitin okkar er langt frá heimilinu „því fjarlægðin gerir fjöllin blá og menn- ina mikla“. Þegar við stöndum á þeim stað, þar sem við lékum okkur sem börn, þá rifjast upp atvik sem áður voru gleymd enda í sjálfu sér ekki í frásögur færandi fyrir annað en það að lífshættir nú eru svo ólík- ir því sem áður var. Við Valli vorum jafnaldra, fædd- ir í sama mánuði, hann aðeins tólf dögum eldri en ég. Þegar hann er allur, koma upp í hugann margar minningar, sem ekki verða til- greindar hér heldur aðeins stiklað á stóru. Það fyrsta sem ég man er dagsstund sem við vorum saman á Húnsstöðum. Það var mikill fengur fyrir mig að fá gest á mínu reki_ a leika við 'og minningin er skýr. Ég sé tvo sex ára stráklinga sulla í læk á hornsílaveiðum. Veiðina settum við í dósir sem við höfðum meðferð- is. Þessi dagsstund var fljótt að líða en litla hrifningu vakti að við vorum rennblautir og lá við að þyrfti að klæða okkur úr hverri spjör. Ekki man ég hvað varð af fengnum (en hugsanlega var þetta fyrsta tilraun til fiskeldis í Fljótum). Þá minnist ég skólagöngu okkar einkum vors- ins sem við fermdumst. Það var oft glaumur í frímínútunum í litla skólahúsinu sem jafnframt var sam- komuhús ungmennafélagsins Von- ar. Námsárangurinn er mér ekki eins minnisstæður. Við unnum saman við Skeiðsfoss- virkjun þá orðnir tvítugir og þaðan lá leið okkar saman til Reykjavíkur í vinnu. Mikil straumhvörf höfðu orðið með tilkomu hersins og nú var farið að byggja margskonar húsnæði fyrir stríðsgróðann, því lá leið margra til Reykjavíkur. Við vorum í þeim hópi en það var ekki auðvelt að fá húsnæði. Við vorum svo heppnir að fá til afnota skúr- garm, sem stóð á sjávarkambinum vestur í Selsvör. Þessi skúr var heimili okkar á meðan við vorum að ná fótfestu í höfuðborginni. Oft- ast vorum við fjórir strákar úr Fljót- um í þessum skúr og gerðist þar margt sögulegt. Flestir okkar fóru í iðnnám en Valli fór aftur norður og þar með rofnuðu samskipti okk- ar í bili. Ég fór að læra húsamálun en hann í undirbúningsnám fyrir kennslu og að því loknu fór hann að kenna í Fljótunum með föður sínum og tók síðan við skólastjóm að honum látnum. Valli varð fyrir alvarlegu slysi árið 1954 og varð að búa við afleið- ingar þess æ síðan en það aftraði honum ekki við að takast á við krefjandi verkefni. Hann gegndi ótal trúnaðarstörfum í Fljótum og naut trausts og virðingar allra sem við hann höfðu samskipti. Auk kennslustarfa annaðist hann sund- kennslu í Barðslaug á vorin eftir að skóla lauk. Hann helgaði heima- byggðinni starfskrafta sína og átti þar heimili óslitið þar til fyrir ári að hann lét af starfi vegna aldurs og þá fluttust þau hjónin á Sauðár- krók. Þá var hann orðinn veikur og var undir læknishendi á Land- spítalanum öðru hveiju síðastliðin tvö ár. Helstu persónueinkenni Valla voru glaðværð og staðfesta. Hann stóð ekki í deilum við fólk en kom þó sínum áhugamálum fram. Hann var húmoristi og hafði gaman af frásögnum um kynlega kvisti og safnaði efni um gamanmál bæði í bundnu og óbundnu máli. Við áttum sameiginlegt áhuga- mál, það var að safna heimildum um starfsemi unbgmennafélaganna í Fljótum og gera henni skil í skráðu máli. Um þetta verkefni ræddum við í þau fáu skipti er við hittumst á síðastliðnum árum. Valli kvongaðist árið 1955 Ás- hildi Magnúsdóttir Öfjörð, ættaðri úr Gaulveijabæ í Árnessýslu. Ása býr yfir listrænum hæfileikum og hefur kirkjan á Barði fengið að njóta þess að hún Ása kann að nota pensil. Hún hefur líka unnið ötullega að félagsmálum í sveitinni og verið manni sínum stoð og stytta í starfi og þá ekki síst í langvar- andi veikindum hans. Valla og Ása eiga saman sex börn. Eitt þeirra lést af slysförum en það bar nafn móðurafa síns, hélt Magnús Öfjörð, hin heita Rögnvaldur, Aðalbjörg Jóna, Valdís Sigrún, Hannes og yngstur er Snæbjörn Freyr. Ása átti tvö börn áður en hún giftist Valla, þau heita Þórdís Ragnheiður og Bergur. Kveðjuathöfn um Valla fór fram hinn 25. september í Sauðárkróks- kirkju, en hann var síðan jarðsettur í kirkjugarðinum á Barði. Mikið fjölmenni var við þær at- hafnir eins og vænta mátti, en mesta athygli vakti að Sigríður móðir Valla lét sig ekki vanta í hópinn þrátt fyrir háan aldur. Ætlunin var að þessi fátæklegu kveðjuorð birtust fyrr, en af því gat ekki orðið. Ég sendi Ásu og bömum hennar hlýjar samúðarkveðjur og einnig systkinum Valla og öðrum nákomn- um. Sérstakar samúðarkveðjur send- um við hjónin Sigríði Jónsdóttur með ósk um notalegt ævikvöld. Iljámar Jónsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HENRIK KNUDSEN gullsmiður, er látinn. Bálför fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 14. október kl. 15.00. Hans Knudsen, Laufey Ármannsdóttir, Sif Knudsen, Stefán Ásgrfmsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÁSGEIR H. JÓNSSON, Hólmgarði 40, Reykjavfk, lést á heimili sínu að morgni 12. október. Stella Guðmundsdóttir, Guðmundur Þ. Ásgeirsson, Mette Astrup, Margrét H. Ásgeirsdóttir, Eyjólfur Pálsson, Örlygur H. Ásgeirsson, Ásta Long, Lilja Ásgeirsdóttir. t Elskulegur sonur okkar, ÞÓR SÆVARSSON, Heíðmörk, Biskupstungum, lést af slysförum í Kaupmannahöfn aðfaranótt 10. október sl. Karitas Óskarsdóttir og Sævar Magnússon. Hermann Bridge, Anna G. Ármannsdóttir, Hafdfs J. Bridge, Ólafur Ólafsson, börn og barnabörn. Tilboð - Tilboð - Tilboð - Tilboð - Tilboð - Tilboð Baðherbergis- innréttlng hvítmáluð 120 cm br. Frábærtverð kr. 34.200,- staðgreitt án boröplötu. Til atgreiðslu strax. Marmaravaskplata 120 cm kr. 22.520,- staðgreitt. Vegna breytinga í sýningarsal seljum við baðinnréttingu og fataskáp með * 40% afslætti. 3 Visa/Euro tmm ■ ■ ■ w u ■# _ ■■ *+ m r£2Sz Eldhusmiðstoðin mdnaða Lágmúla 6, sími 684910, fax 684914 + Móðirokkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRVEIG S. AXFJÖRÐ, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. október kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Brynhildur Jensdóttir, Jensína Jensdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ODDUR ÁGÚSTSSON fyrrverandi útvegsbóndi, Ystabæ, Hrísey, sfðar kaupmaður á Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. október kl. 13.30. Rannveig Magnúsdóttir, Magna J. Oddsdóttir, Óskar Bernharðsson, Gústaf R. Oddsson, Ute Stellý Oddsson, Ágúst J. Oddsson, Helen Theresa Oddsson, Gunnþórunn Oddsdóttir, Páll S. Jónsson, Olga P. Oddsdóttir, Magnús Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.