Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 44
NÝÚTGÁFAI ALWÓÐLEGT '/I3A SÉVIAKORT FYRIR ALLA KORTHAFA . MORGUNBLAÐID. KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. 10,7 milljónir í Lottó Morgunblaðið/Jón Karl Snorrason Sölumiðstöð íslenskra fiskframleiðenda hf. tók í gær víð eignum og rekstri SÍF 118 milljóna króna tap varð á SIF á síðasta ári SÍF hf., hlutafélag með 484 millj- ón króna hlutafé, tók í gær form- lega við eignum og rekstri Sölu- sambands íslenskra fiskfram- leiðenda eftir að 60 ára starfi sölusambandsins hafði verið slit- ið á sérstökum skilafundi í gær- morgun. Á skilafundinum var lagt fram fjárhagslegt uppgjör sölusambandsins í ársreikningi síðasta árs og uppgjöri fyrstu tveggja mánaða þessa árs en hlutafélagið tók í raun við rekstri SIF frá 1. mars sl. í árs- reikningi kemur fram að á árinu 1992 nam tap á rekstri SÍF 118 milljónum króna og 5,5 milljón- um króna fyrstu tvo mánuði þessa árs. Hröð umskipti urðu í rekstri sölusambandsins síðustu þijú árin sem það starfaði; árið 1990 varð hagnaðurinn 483 miHj- ónir króna og 150 milljónir árið 1991. í ársreikningi ársins 1993 kemur fram að bókfært verð fasteigna SÍF hafi verið fært niður úr 218 millj. í 137 millj. í samræmi við fyrir- mæli hlutafjárlaga um að slíkt beri að gera þegar markaðsverð fasta- fjármuna falli af ástæðum sem ekki verði taldar skammvinnar. í ávarpi sem Dagbjartur Einars- son, fráfarandi formaður SÍF, flutti á skilafundinum kom fram að undanfarin þijú ár hefðu forráða- menn SÍF unnið að því að aðlaga samtökin breyttum tímum og í lok sl. árs samþykkt að beita sér fyrir stofnun nýs hlutafélags. Um 700 hluthafar Um 700 hluthafar standa að SÍF hf. Meðal stærstu hluthafa eru Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum „Þetta er ákvörðun sem ég tek til að reyna að binda enda á þetta upp- þot og að mínu áliti, óheppilega umræðu um málefni bankans. Ég sé að þessi kaup eru óheppileg fyrir bankann og fyrir framhald málsins," sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Sá aldrei bílinn Hann kvaðst aldrei hafa séð þann bíl sem svo mjög hefði verið til um- með 15,8 milljóna króna hlutafé, eða 3,26%, Þorbjörn hf. í Grindavík á 10,3 milljónir eða 2,13%, Síldar- vinnslan Neskaupstað á 14,6 millj- ónir eða 3,03%, KEA á alls um 17 milljónir eða um 3,5%, ísfélag Vest- mannaeyja 10,8 milljónir eða 2,24%, Árnes með 13,4 milljónir eða 2,76% og stærsti hluthafinn er KASK með 22,8 milljónir eða 4,71%. Eiginir nýja hlutafélagsins eru 2,2 ræðu. Aðspurður hvort hann hefði samt sem áður ekki verið maðurinn sem valdi bílinn, svaraði seðlabanka- stjóri: „Ég gerði það í samráði við mína starfsmenn, en það er að sjálf- sögðu ekki neitt aðalatriði í málinu." Seðlabankastjóri var spurður hvort hann hefði ekki mátt sjá það fyrir, að þjóðinni ofbyði að keyptur yrði tæplega fimm milljóna króna jeppi handa honum, þegar efnahags- milljarðar króna en skuldir 1.680 milljónir króna. I stjórn hlutafélagsins sem kosin var á hluthafafundi í gær eiga sæti Karl Njálsson, Garði, Sighvatur Bjarnason, Vestmannaeyjum, Guð- jón Indriðason, Tálknafirði, Jón Þór Gunnarsson, Akureyri, Geir Sigur- jónsson, Hafnarfirði, Pétur Pálsson, Grindavík, og Einar Sigurðsson, Þorlákshöfn. þrengingar væru hvarvetna í þjóðfé- laginu: „Ég ætla ekki að veija þessa ákvörðun, enda hef ég tekið hana til baka. í því felst að sjálfsögðu viður- kenning mín á því að beygja mig fyrir þeirri gagnrýni, sem þarna hef- ur komið fram, en mér er það alls ekki óljúft," sagði Jón Sigurðsson. Í fréttatilkynningu frá Seðlabank- anum í gær sagði, að þótt enginn vafí leiki á að þessi bílakaup bankans hafí að öllu leyti verið í samræmi við gildandi reglur bankaráðsins varðandi kaup á bílum fyrir banka- stjórnina, hafí Jón Sigurðsson ákveð- NÝR sendir fyrir sjónvarpsstöð- ina Omega hefur verið settur upp á Vatnsenda. Að sögn Eiríks Sig- urbjörnssonar sjónvarpsstjóra nást útsendingar stöðvarinnar nú á Reykjanesi og Akranesi auk höfuðborgarsvæðisins. Útsendingar Ómega eru enn það sem kallast tilraunaútsendingar en að sögn Eiríks munu „alvöru" út- sendingar líklega hefjast í desember. Þá verður erlent efni textað en stöð- in hefur fest kaup á textatölvu og fær send handrit að erlendum þátt- um. Innlend dagskrárgerð eykst Ómega sendir út allan sólarhring- inn alla daga og samanstendur dag- skráin aðallega af erlendu trúarlegu efni, Gospel-tónleikum, samkomum og fræðsluefni. Á sunnudögum er sendur út íslenskur biblíulestur í beinni útsendingu og síðan samkoma hjá Orði lífsins sem tekin er upp sama morgun. Að sögn Eiríks stend- ur til að auka innlenda dagskrárgerð á næstunni og stefnt að því að gera Ómega að fjölskyldurás með bíó- myndum, fræðslumyndum og dag- skrá fýrir böm. Rekstur Ómega er fjármagnaður með framlögum úr ýmsum áttum. Engin afnotagjöld eru innheimt. Ei- ríkur segir auglýsingar á stöðinni vera að aukast. ið að afturkalla þessi kaup. „Þessi ákvörðun er tekin til þess að koma í veg fyrir frekari skaðlegar umræð- ur um málefni Seðlabankans og til þess að auðvelda endurskoðun á þessum reglum, ef bankaráðið ákveð- ur að taka þær til endurskoðunar." Ágúst Einarsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, sagði að Jón væri maður að meiru eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. Þetta er ákvörðun sem hann tekur einn og er hvorki beittur þrýsting/ af minni hálfu né annarra," sagði Ágúst. Sjá bls. 16: „Seðlabankinn... Jón Sigurðsson seðlabankastjóri afturkallar bílakaup Seðlabanka Er ekki óljúft að beygja mig JÓN Sigurðsson seðlabankastjóri hefur ákveðið að afturkalla kaup Seðlabankans á bifreið fyrir tæpar fimm milljónir króna, til eigin afnota, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Flugmóðurskip á Húnaflóa? Flugmenn sem flugu yfír Húnaflóann í gærdag til að mynda borgarísjakann sem þar hefur lónað undanfama daga ráku upp stór augu þegar þeir nálguð- ust jakann. Engu var líkara en risastórt flugmóðurskip væri þarna á sigl- ingu. Borgarísjakinn er um 250 metrar á lengd og um 80 metrar þar sem hann er hæstur í „brúnni". Þótti flugmönnunum ákaflega tilkomumikið að sjá borgarísjakann í fallegu haustveðrinu, blankalogni og sólskini. Vimiiiigs- hafinn fundinn KONA í Iteykjavík reyndist vera vinningshafi að lottóvinningi að upphæð rúmlega 10,7 milljónir króna sem dregið var um síðast- liðinn laugardag. Hún gaf sig fram við Islenska getspá í gær. í samtali við Morgunblaðið sagði konan að hún hefði heyrt það á vinnustað sínum í gærdag að vinn- ingurinn væri ósóttur og vinnings- miðinn hefði verið keyptur í sölu- turninum Sogaveri við Sogaveg. Fletti hún þá upp á vinningstölun- um í Morgunblaðinu og kom í ljós að hún hafði dottið í lukkupottinn. ----» ♦ ♦--- Nýr sendir Omega á Vatnsenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.