Morgunblaðið - 13.10.1993, Síða 21

Morgunblaðið - 13.10.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 21 Borís Jeltsín Rússlandsforseti biður Japana afsökunar á afdrifum stríðsfanga Forsetafrúin og keisaraynjan Reuter NAÍNA Jeltsín kemur til gestamóttðku ásamt Michiko keisaraynju Japans. Naína fylgir manni sínum í opinberri heimsókn til Japans. Samningum um Kúrilevjar frestað Tókýó. Reuter. BORÍS Jeltsín, Rússlandsforseti, og Morihiro Hosokava, for- sætisráðherra Japans, komust í gær að samkomulagi um að fresta samningaviðræðum um yfirráð yfir Kúrileyjum. Þá baðst Jeltsín margsinnis afsökunar á afdrifum japanskra fanga í síðari heimsstyrjöldinni en talið er að um 60.000 af 600.000 stríðsföngum hafi látist í fangabúðum Sovétmanna. Lýstu japanskir ráðamenn ánægju sinni með innilega afsökun- arbeiðni Jeltsíns en þeta er í fyrsta sinn sem rússneskur eða sovéskur ráðamaður biðst afsökunar á meðferð japönsku stríðsfanganna, þrátt fyrir kröfur Japana þess efnis. Jeltsín lýsti því yfir að Rússar viðurkenndu að deila stæði um Kúrileyjar, sem sovéskir herir náðu á sitt vald í lok heimsstyijald- arinnar síðari. Sagði Jeltsín að leysa yrði deiluna en hafa yrði í huga afstöðu beggja þjóða og hvernig samskipti þeirra gætu þróast. Lofaði hann því að her- sveitir á eyjunum yrðu fljótlega fluttar á brott en þeim hefur þeg- ar verið fækkað um helming. Árið 1956 undirrituðu Japanir og Sov- étmenn yfirlýsingu um að tvær af fjórum Kúrileyjum yrðu afhent- ar Japönum. Gekk Hosokawa eftir því að hún yrði virt og tók Jeltsín undir það. Vegna deilunnar um Kúrileyjar og vegna afdrifa stríðs- fanganna hafa samskipti Japana og Rússa verið stirð. Japanir hafa ekki undirritað friðarsáttmála um lok heimsstyijaldarinnar síðari og hafa ekki haldið áfram mikilli fjár- hagsaðstoð við Rússa. Rússar skulda Japönum nú um 1,6 milljarð dollara og bað Jeltsín Hosokawa um að endurmeta þær. Kvaðst Hosokawa vel skilja mikil- vægi málsins, þar sem efnahagur Rússlands hefði áhrif á heims- markaði. Hreinsað til í Sarajevo BRYNVAGN á vegum her- sveita Sameinuðu þjóðanna (SÞ) dregur sundurskotinn spro'vagn í Sarajevo í gær en þar er nú unnið að hreinsunarstörfum eftir hálfs annars árs stríðsátök. Serbneskar sveitir sem sitja um borgina skutu á hverfi múslima í fyrrinótt og átök hörnuðu í nágrenni borgar- innar. Reuter Upplausnarástand í Georgíu vegna árása herja Gamsakhurdia Reiða sig á hjálp Rússa Tbilisi. Reuter. LIÐSMENN Zviads Gamsakhurdia, fyrrverandi forseta Ge- orgíu, heijuðu í gær á mikilvægan bæ í vesturhluta landsins en þau hafa aðra níu bæi á valdi sínu. í Tbilisi, höfuðborg- inni, kváðust stjórnvöld búast við, að herlið frá Samveldi sjálf- stæðra ríkja kæmi þeim til hjálpar á næstu vikum. Uppreisnarmenn úr flokki Gams- akhurdia hafa gert harða hríð að Samtredia, 50.000 mann bæ í Vest- ur-Georgíu, en hann er mikilvæg miðstöð járnbrautarsamgangna í landinu og við Suður-Rússland. Það yrði því alvarlegt áfall fyrir stjóm Edúards Shevardnadze ef hann félli en hún þarf nú að beijast á tvenn- um vígstöðvum, við aðskilnaðar- sinna í Abkhazíu og uppreisnar- menn Gamsakhurdia. I þessum ógöngum sá Shevardnadze það eitt ráð, að Georgía gengi í Samveldið. Alexander Chikvaidze, utanrík- isráðherra Georgíu, sagði í gær, að samveldisliðið kæmi á næstu vikum og myndi í fyrstu standa vörð um járnbrautir og önnur mikil- væg mannvirki í landinu. Verða hermennirnir flestir Rússar. Aldrei samið við Gamsakhurdia Shevardnadze sagði í viðtali við rússneska dagblaðið Komso- molskaja Pravda í gær, að aldrei yrði samið við Gamsakhurdia. Sagði hann, að hann hefði rekið burt flóttafólk frá Abkhazíu og þar með „vísað því út í opinn dauðann í fjöllum Svanetiu". Nóbelsverðlaun tilkynnt í hagfræði Veitt tveimur fyrir hagsögu Stokkhólmi. Reuter. TVEIR Bandaríkjamenn, Robert Fogel við háskólann í Chicago og Douglass North við Washington-háskóla í St. Louis, hljóta Nóbels- verðlaunin í hagfræði á þessu ári. Segir í tilkynningu sænsku vísinda- akademíunnar, að þeir hafi „blásið nýju lífi í rannsóknir á hagsögu með því að beita hagfræðikenningum og sundurgreinandi aðferðum til að skýra þróun efnahagsmála og samfélagsstofnana". Fogel hefur gefið út mjög um- deilda bók þar sem hann sýnir fram á, að þrælahaldið hafi burtséð frá öðru verið efnahagslega hagkvæmt og endalok þess hafi eingöngu ver- ið af pólitískum rótum runnin. Þá hefur hann einnig reynt að koll- varpa þeirri kenningu, að tilkoma járnbrauta í Bandaríkjunum hafi ein og sér verið forsenda efnahags- legra framfara í landinu. Heldur hann því fram, að summa margra breytinga fremur en fáar, merkár nýjungar ráði mestu um efnahags- þróunina. Þetta er í fjórða sinn í röð, að hagfræðingur við Chicago- háskóla fær Nóbelsverðlaunin. Hagþróun og stofnanaskipan Noith hefur lagt stund á rann- sóknir á efnahagsþróun í Evrópu og Bandaríkjunum og skilgreint sérstaklega hlutverk stofnana í henni. Er það kenning hans, að nýjar stofnanir verði til þegar ein- hveijir þjóðfélagshópar sjái í þeim möguleika á hagnaði, sem er ann- ars útilokaður við gildandi stofn- anaskipan. „North kennir, að þeir, sem vilja skilja og skýra út hagvöxt í Evrópu síðustu 4-500 árin, verði ekki aðeins að kynna sér breýtingar á fólksfjölda og verkmenningu, heldur einnig á þjóðfélagsstofnun- unum,“ sagði Lennart Jorberg, pró- fessor í hagsögu, en hann átti sæti í Nóbelnefndinni. í tilkynningu sænsku vísindaaka- demíunnar segir, að þeir Fogel og North séu fyrstu hagsögufræðing- arnir, sem fái Nóbelsverðlaunin í hagfræði. Sænski seðlabankinn stofnaði til þeirra og voru þau fyrst veitt 1969. Er verðlaunaféð um 65 milljónir kr. ^ORRis GÓÐ BÓK FYRIR FORELDRA OG ALLA AÐRA4I í bókinni Sjáðu barniö eftir hinn þekkta rithöfund Desmond Morris er sjónum beint að merki- legasta fyrirbæri hinnar lifandi náttúru, mannsbarninu. Þar er varpaS fram skýrri og óvæntri mynd ' af fyrsta árinu í lífi barnsins - mynd sem svarar fjölmörgum spurningum sem fólk veltir fyrir sér. V Hvers vegna er svo erfitt að fæða mannanna börn? i Hversu vel sjá þau? Hve vel heyra þau? Hve næm eru börn á lykt og bragð? Hvað róar börn? Hve mikilvæg er móðir barni sínu? Hvernig læra börn að tala? Hvers vegna eru drengir klæddir í blátt en telpur í bleikt? \ ALMENNA BOICAFELAGIÐ H F

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.