Morgunblaðið - 13.10.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 13.10.1993, Síða 1
56 SIÐURB/C 232. tbl. 81.árg. Niðurstaða Þjóðverja Maastricht í samræmi við stjórn- arskrána Karlsruhe, Brussel. Reuter. ÞÝSKI stjórnlagadómstóllinn í Karlsruhe kvað í gær upp þann úrskurð að Maastricht-sam- komulagið um efnahagslegan og pólitískan samruna Evrópu- bandalagsríkjanna bryti ekki í bága við stjórnarskrá landsins. Þjóðveijar voru eina aðildar- þjóð EB, sem átti eftir að stað- festa samkomulagið og er þessi niðurstaða mikill léttir fyrir ríkisstjórn Helmuts Kohls kansl- ara. „Mestu skiptir nú að hrinda þess- um samningi ... í framkvæmd af festu og án tafar,“ sagði Kohl er niðurstaðan var ljós. Stjórnlaga- dómstóllinn setti ýmis skilyrði fyrir staðfestingu Þjóðverja á Maas- tricht. Þannig áskilur hann sér rétt til að kanna á síðari stigum hvort samruni bandalagsríkjanna í eina heild sé í samræmi við ákvæði Maastricht-samkomulagsins. Smuga opnuð? Sumir lögskýrendur vildu í gær túlka niðurstöðuna sem svo að Þjóð- vetjar gætu vissulega staðfest Maastricht en síðan dregið sig út úr því ef það hentaði þeim. Þá á þýska sambandsþingið að taka lokaákvörðun um þátttöku Þjóð- veija í ýmsum stærri málum, s.s. aðild að einum sameiginlegum gjaldmiðli fyrir EB, sem ráðgert er að taka upp fyrir aldamót. Ráðherrum þýsku ríkisstjórnar- innar var greinilega létt er niður- staðan lá fýrir. Klaus Kinkel utan- ríkisráðherra gerði lítið úr þeim skilyrðum sem dómstóllinn setti og sagði þetta vera atriði, sem stjórnin hefði nú þegar til hliðsjónar. Kínverjar bannað- ir í Kína Peking. Reuter. KÍNVERSK stjórnvöld bönn- uðu í gær framleiðslu og sölu á flugeldum og púðurkerl- ingum í Kína frá og með 1. desember. Astæðan er sögð sú að almenningi geti stafað hætta af flugeldunum. Fáein afskekkt héruð eru þó und- anþegin banninu. Kínveijar fundu upp púðrið og flugeldana og hafa framleitt þessa hluti í árhundruð. Mestu hátíðahöld landsmanna ár hvert eru á vorin. Þá er veturinn rek- inn á braut með því að skjóta upp aragrúa flugelda og spreiigja púðurkerlingar af öll- um stærðum og gerðum. Vilja kínversk yfirvöld nú koma í veg fyrir slys og eldsvoða sem ávallt hljótast af hátíðahöldunum. STOFNAÐ 1913 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rushdie í viðtali Hvetur til Ósló, London. Reutcr, The Daily Tele- graph. BRESKI rithöfundurinn Salman Rushdie fordæmdi í gær harð- lega skotárásina á norskan út- gefanda „Söngva Satans“. Hvatti Rushdie til þess að Iranir yrðu látnir svara til saka og þeir sættu pólitískum og efna- hagslegum þvingunum ef það sannaðist að þeir stæðu á bak við tilræðið við útgefandann, William Nygaard sl. mánudag. Nygaard sá ekki árásarmanninn sem skaut þremur skotum í bak hans. Um hálf klukkustund leið frá því að skotið var á Nygaard og þar til það uppgötvaðist hvað gerst hafði. Var jafnvel talið að hann hefði fengið raflost. Hann er talinn úr lífshættu þó ástand hans sé enn alvarlegt og búast læknar við því að hann nái sér að fullu. Mikil leit er nú gerð að árásar- manninum en fátt er vitað um hann annað en að tveir þrettán ára piltar sáu dökkhærðan mann á fertugs- aldri, klæddan síðum frakka, koma út úr innkeyrslunni að húsi Ny- gaards eftir að skotin heyrðust. Andstæðingar Jeltsíns hyggjast taka þátt í þingkosningum Ráðamenn í Moskvu íhuga breytingar á kjördögum Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. HÁTTSETTUR ráðgjafi Borísar N. Jeitsíns Rússlandsforseta segir að til greina komi að kjósa samtímis til þings og forsetaembættis á næsta ári og fresta þannig þingkosningunum sem heitið hefur verið í desember. Forystumenn þingmanna í Hvíta húsinu kröfðust þess á sínum tíma að kosið yrði samtímis en Jeltsín vísaði kröfunni á bug, sagði að myndast gæti hættulegt, pólitískt tómarúm meðan nýtt þing og forseti væru að búa sig undir að taka við embætti. stæðingum yrði tryggður aðgangur að íjölmiðlum og kosningarnar yrðu ekki „skrípaleikur". Andstæðingar umbótastefnu Jeltsíns ættu góða möguleika á sigri. Harðlínuleiðtogi sem nú er í felum sagði á hinn bóg- inn að atburðirnir í Hvíta húsinu hefðu gert borgarastríð óumflýjan- legt. 91 flokkur Dómsmálaráðuneytið í Moskvu hefur birt lista með nöfnum 91 flokks sem fær að taka þátt í kosn- ingum en nokkrir flokkar harðlínu- manna eru enn bannaðir. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eru þegar byijaðir að skrá flokka sína til þátt- töku í væntanlegum kosningum og fyrstur þeirra var flokkur Vladímírs Zhírínovskís, öfgafulls þjóðemis- sinna er hlaut um 10% atkvæða í forsetakjörinu 1991. Hann vill m.a. að Finnland verði á ný lagt undir Umræddur ráðgjafi Jeltsíns, Georgí Saratov, sagði að forsetinn myndi ef til vill fara aðra leið og flýta forsetakjörinu. Jeltsín hefur boðað að það verði í júní en Saratov benti á að sameina mætti forseta- kosningarnar og kjör til nýrra hér- aða- og sveitastjóma í mars. Þá yrðu þingkosningarnar í desember, eins og fyrirhugað hefur verið. Sergej Babúrín, ungur þingmaður og áhrifamikill andstæðingur Jelts- íns, var í þinghúsinu meðan barist var. Hann hyggst hvergi hvika í andstöðu við Jeltsín en gagnrýnir þingleiðtogana Alexander Rútskoj og Rúslan Khasbúlatov fyrir ýmis mistök; Rútskoj hafi treyst því að Pavel Gratsjov varnarmálaráðherra myndi slást í lið með sér. Babúrín hvatti andstæðinga Jeltsíns til að taka þátt í væntanlegum þingkosn- ingum að því' tilskildu að jafnt stjómarsinnum sem stjórnarand- Rússland. Zhír- ínovskí studdi Jeltsín í barátt- unni við þingið. Enn er mikil * j andstaða við Jelts- ín og stjórn bans H \ ^l| í nokkrum hémð- HL um, þar sem ráða- l i \ > menn frá tímum kommúnista halda um stjórnartaum- Babúrín ana. I Moskvu hef- ur komið í ljos að borgarsovétin, sem nú hafa verið lögð niður, stóðu á bak við ýmsa mafíuflokka og fjár- mögnuðu þannig að nokkru leyti baráttu þingmanna við Jeltsín. Eitt auðugasta sjálfsstjórnarhér- að Rússlands, Jakútía í Síberíu, ákvað í gær að hlíta fyrirmælum Jeltsíns og leysa upp héraðsþingið. Nýtt, tveggja deilda þing verður síð- an kosið í desember. Sama var upp á teningnum í Bashkortostan, olíu- auðugu héraði í Úralfjöllum. Short sigraði Kasparov Lundúnum. Reuter. BRETINN Nigel Short hafði i gær betur í sextándu einvígis- skák sinni við Garrí Kasparov. Er það fyrsta skákin sem Short vinnur i einvíginu. Staðan er nú 5Vi vinningur Shorts gegn 10Vi vinningi Kasparovs. Sex ár eru síðan Short sigraði Kasparov síð- ast í kappskák. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í salrlum er sigur Shorts var í höfn. í upphafi skákarinnar höfðu sérfræðingar spáð jafntefli þar sem Short lék varlega. Hann var með hvítt og byggði stöðu sína upp hægt og rólega. Lokaleikur hans var riddarafórn sem braut niður máttlitla vörn Ka- sparovs. Næsta skák verður tefld á morg- un, en þá hefur Kasparov hvítt. Sjá skákskýringu á bls. 20. Short þvingana gegn Iran Varna Bandaríkjamönnum landgöngu Reuter WARREN Christopher, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, varaði í gær yfirmenn hersins á Haiti við afleiðingum þess að virða ekki samkomulag Sameinuðu þjóðanna um að réttkjörinn forseti landsins, Jean-Bertrand Aristide, kæmist til valda. Aristide hvatti til þess að stjórn herforingjanna yrði beitt efnahagsþvingunum. Vopnaðir Haitibú- ar komu í gær og fyrradag í veg fyrir að banda- rískar og kanadískar friðargæslusveitir kæmust á land í Port-au-Prince. Réðst hópur fólks einnig á bandaríska sendiráðsmenn og blaðamenn. Einn lést í árásinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.