Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 Globe- trotters sýna listir sínar Sýningarlið Harlem Globe- trotters lék listir sínar fyrir íslenska körfuknattleiks- unnendur í íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði í gærkvöldi. Það var greini- legt að áhorfendur kunnu vel að meta það sem bandarísku leikmennirnir buðu uppá, þó sumt af því hafi ekki átt neitt skylt við körfuknattleik. Meðal ann- ars fór einn liðsmaðurinn upp í áhorfendastúku og skvetti gosi á áhorfendur sem flestir voru af yngri kynslóðinni. Önnur sýning liðsins verður á Akureyri í kvöld og lokasýningin verður í Laugardalshöll annað kvöld. Morgunblaðið/RAX f" ; r* ■ ■; ^<y! rrl^ 't cH; Sjálfstæðisflokkurinn Prófkjör 30.-3 l.jan. Á FUNDI fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík í gær- kvöldi var samþykkt tillaga full- trúaráðsins um að prófkjör vegna borgarstjómarkosning- anna í Reykjavík verði haldið dagana 30. og 31. janúar. Samkvæmt tillögunni hafa rétt til þátttöku í prófkjörinu fullgildir félagsmenn í sjálfstæðisfélögunum í Reykjavík sem náð hafa 16 ára aldri og þeir stuðningsmenn flokks- ins sem munu eiga kosningarétt í sveitarstjórnarkosningunum í vor og undirrita inntökubeiðnir í eitt- hvert flokksfélaganna fyrir lok kjör- fundar í prófkjörinu. Á fundinum var borin fram breyt- ingartillaga um að þeir einir hefðu kosningarétt sem hefðu verið skráð- ir félagar að minnsta kosti mánuði fyrir prófkjör. Sú tillaga var felld með 74 atkvæðum gegn 29. Þá var samþykktur listi fulltrúa- ráðsins yfir fulltrúa á landsfund. Miklar tilfærslur urðu á fiskveiðiheimildum á síðasta fiskveiðiári Rúmur helmingnr kvót- ans fluttur á milli skipa NÚ LIGGUR fyrir uppgjör á flutningum á kvótum milli skipa á síðasta fiskveiðiári. Mjög mikið var flutt til eða samtals rúmlega 210.000 tonn af þorskígildum. Er það meir en helmingur af heUd- arkvótanum upp úr sjó því hann nam 400.000 þorskígildistonnum. Viðskipti með kvóta, það er flutiíingur milli skipa sem ekki voru í eigu sömu aðila eða gerð út frá sömu verstöð, voru tæplega 70.000 þorskígildistonn. Meðalverð á leigukvótanum á síðasta ári nam um 35 kr. á tonn þannig að verðmæti þessara viðskipta námu um 2,2 milljörðum króna. milli skipa sem ekki eru í eigu sömu aðila og ekki eru gerð út frá sömu verstöð, er að stærstum hluta þorskur eða 41.000 af 70.000 tonnum. Fiskistofa hefur ekki sundurgreint nákvæmlega um hvernig viðskipti er að ræða en ætla má að megnið af þeim sé vegna „tonn á móti tonni“-við- skipta eða verslunar fiskmarkaða á kvóta handa bátum sem eru í föstum viðskiptum hjá þeim. Af öðrum fisktegundum sem flutt hafa verið milii ólíkra aðila má nefna að 19.000 tonn af úthafs- rækju voru flutt, tæp 14.000 tonn af ufsa og 13.500 tonn af karfa en minna af öðrum tegundum. Forræðismálið Hungurverk- fall að byrja SOPHIA Hansen og Rósa Han- sen, systir hennar, hefja hung- urverkfall í húsakynnum Mannréttindasamtakanna í Istanbúl kl. 12 að tyrkneskum tíma í dag. Sigurður Pétur Harðarson, stuðningsmaður Sophiu, sagði að með hungurverkfallinu vildu systumar vekja athygli á því að Sophia fengi hvorki að hitta dætur sínar né tala við þær. Þá hefðu tyrknesk stjómvöld ekki hreyft hendi til að tryggja að þeirra eigin úrskurði um um- gengnisrétt Sophiu við dætur sínar yrði framfylgt. Borgarráð gengur frá ráðningu nýs vatns veitustj óra Sljórn veitustofnana mælti með öðrum umsækjanda BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Guðmund Þóroddsson véla- verkfræðing í stöðu vatnsveitustjóra, en stjórn veitustofnana hafði samþykkt að mæla með ráðningu Hólmsteins Sigurðssonar skrif- stofustjóra Vatnsveitu Reykjavíkur og staðgengils vatnsveitustjóra í stöðuna. Sjö umsækjendur voru um stöðuna, en Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitusljóri lætur af störfum fyrir aldurs sakir 1. nóvember næstkomandi. Á kvótaárinu 1991-1992 voru til samanburðar flutt alls 173.000 þorskígildistonn af kvóta á milli skipa en þá nam heildarkvótinn 453.000 tonnum. Flutningur milli skipa í eigu ólíkra aðila og frá ólíkum verstöðvum var 50.000 tonn eða 20.000 tonnum minni en á síðasta fiskveiðiári. Samkvæmt yfírliti frá Fiski- stofu um þessa flutninga kemur í Ijós að nær helmingur af þorsk- kvótanum á síðasta fiskveiðaári, eða 105.000 tonn, var fluttur á milli skipa. Þar af voru rúm 41.000 tonn flutt á milli skipa sem voru ekki í eigu sömu aðila eða gerð út frá sömu verstöð. Rúm 23.000 tonn voru flutt á milli skipa frá sömu verstöð en tæp 10.000 tonn milli skipa frá ólíkum verstöðvum og rúm 30.000 tonn voru flutt á milli skipa í eigu sömu aðila. Ónotaður kvóti Ónotaður kvóti á síðasta fisk- veiðiári, það er kvóti sem ekki veiddist og ekki var hægt að flytja milli kvótaára, nam samtals um 17.000 tonnum. Þar munar mest um 9.560 tonn af ýsu en ónotaður þorskkvóti nam 2.115 tonnum, ónotaður ufsakvóti 3.235 tonnum og ónotaður karfakvóti 2.475 tonnum. Þegar skoðaðar eru tölur um hvernig ónotaður kvóti skiptist á milli skipaflokka kemur í ljós að mest af ýsukvótanum glataðist hjá ísfisk- og frystitogurum. Þannig nam ónotaður ýsukvóti ísfisktog- ara um 3.000 tonnum og frystitog- ara um 1.900 tonnum. Þar að auki nam ónotaður ufsakvóti ís- fisktogara um 1.700 tonnum og ónotaður karfakvóti um 1.300 tonnum. Viðskiptin af ýmsum toga Það sem flokka má sem við- skipti með kvóta, þ.e. flutningar á Stjórn veitustofnana samþykkti með þrem samhljóða atkvæðum að mæla með ráðningu Hólmsteins, en tveir stjórnarmanna sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Að sögn Áma Sigfússonar, sem sæti á í borgarráði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, töldu borg- arráðsmenn hins vegar ótvírætt samkvæmt fyrirliggjandi gögnum að Guðmundur væri hæfastur um- sækjenda um stöðuna og góð sam- staða hefði verið um að ráða hann. Guðmundur Þóroddsson hefur stundað kennslu við Háskólann og Jarðhitaskólann, en hann hefur ver- ið verkefnastjóri og deildarstjóri tæknideildar Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Þá hefur hann einn- ig m.a. unnið að hönnun fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur. Auk hans sóttu um stöðuna þeir Auðunn El- íasson byggingafraíðingur, Haf- steinn Helgason byggingaverk- fræðingur, Haukur Baldursson vélaverkfræðingur, Hólmsteinn Sigurðsson viðskiptafræðingur, Jón G. Óskarsson byggingaverkfræð- ingur og Sigurður Siguijónsson byggingaverkfræðingur. í dag Dómsmál Saksóknari krefst ævilangs fang- elsis yfír manni sem varð öðrum manni að bana í haust 4 Skák ___________ Nigel Short tókst loks að vinna Kasparov í skákeinvíginu sem fer fram í London 20 Forstjórabílar Forstjórar Þjóðhagsstofnunar og Byggðastofnunar ætla ekki að skila nýjum bílum sem þeir hafa fengið til afnota 16 lAÖari Kosningarnar í Grikklandi Úr verinu ► 7,5 milljarða tekjutap ú þorsk- veiðum - Laxeldismenn bjartsýn- ir - Útgerðarmenn íhuga veiðar við Svalbarða Myndosögur ► Krákkar, inn klukkan átta - Banki sem geymir blóð en ekki peninga - Ætlar að verða sauma- kona Komst á vélsleða til Við- eyjar og aftur til baka VÉLSLEÐAMAÐURINN Jónmundur Gunnar Guðmundsson komst fyrstur manna á vélsleða út í Viðey og aftur til baka síðdegis í gær en vélsleðamenn hafa áður komist út í eyjuna. „Ég var á 70 hestafla Ski-Doo MXZ-vélsleða og bjóst ekki við að þetta gengi svona vel,“ sagði Jón- mundur, sem er 21 árs að aldri, í samtali við Morgunblaðið. Undiralda Hann sagði að tekist hefði að kom- ast út í Viðey á 150 hestafla sleðum en 70 hestafla sleðar ekki verið tald- ir hafa möguleika. Vegalengdin er um 900 metrar og sagði Jónmundur að undiraldan hefði gert „siglinguna" vandasama. Hann sagði að gott væri að taka land í Viðey en erfíðleikum bundið að ná upp nógu miklum hraða þegar farið væri til baka því sand- fjaran væri hvergi breið. Jónmundur sagði að halda þyrfti 60 til 70 km hraða á klst. til að sleð- inn sykki ekki. Hann sagði að marg- ir hefðu lent í því að sökkva sleðum þama og hefði það gerst um síðustu helgi. Jónmundur sagði að áhugi færi vaxandi á þessari íþrótt og væri hún mest stunduð á Veiðivötnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.