Morgunblaðið - 04.11.1993, Page 7

Morgunblaðið - 04.11.1993, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 7 Ríkisendurskoðun Héraðsskól- ar færa ekki leigritekjur í bókhaldi LEIGUTEKJUR héraðsskóla vegna leigu á skólahúsnæði til hótelreksturs að sumarlagi hafa ekki verið færðar í bókhaldi skól- anna né heldur kemur þar fram hvernig þeim hefur verið ráð- stafað. Er þetta gagnrýnt í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir 1992. Menntamálaráðherra hefur fyrir hönd allra héraðsskólanna, að skól- anum að Núpi undanskildum, gert samning við Ferðaskrifstofu íslands hf. um leigu á húsnæði þeirra til hótelreksturs á sumrin. Hafa tekjur af leigu gengið óskiptar við viðhalds og endurbóta á húsnæði og búnaði skólanna í samræmi við samninga. Námu leigutekjur héraðsskólanna 9.7 millj. kr. á seinasta ári en inn- eign þeirra hjá Ferðaskrifstofu ís- lands vegna óráðstafaðra tekna var 4.8 millj. í árslok. Þessar tekjur eru ekki færðar í bókhaldi skólanna og í fjárlögum er ekki reiknað með neinum sértekjum vegna þessarar starfsemi en fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar að þær skýr- ingar hafí verið gefnar á þessu að aðstandendur skólanna skorti bók- haldsþekkingu. Einnig hafi for- svarsmenn skólanna óttast að fjár- veitingar til þeirra yrðu skertar sem nemur leigutekjunum ef þær væru færðar í bókhaldi skólanna. ------» ♦ ♦---- Tilboð opn- uð í vegagerð í Andakíl Hvanntúni í Andakíl. NÝLEGA voru opnuð tilboð í vegakafla frá Grjóteyri að Hvanneyri, sem er 6,8 km lang- ur. Lægsta tilboðið átti Ingileifur Jónsson, Svínavatni, 31,9 milijón- ir kr. eða 64,5% af kostnaðar- áætlun vegagerðarinnar. Næst- lægstur var Völur hf. í Reykja- vík, með tæplega 32,5 millj. kr. Verkinu skal hagað þannig að búið sé að aka í sigkafla fyrir 15. desember, klæðningu skal lokið 20. júlí og verklok skulu vera 30. sept- ember á næsta ári. Þar með kemst Hvanneyri síðast allra þéttbýlisstaða á Vesturlandi í vegasamband með bundnu slitlagi. Þessi kafli var ekki kynntur heima- mönnum fyrir útboð og hreppsnefnd fékk stuttan umsagnarfrest. - D.J. ------»■••♦"»-- Neskaupstaður Uppsagnir hjá Kaupfé- laginu Fram Neskaupstað. ÖLLU starfsfólki Kaupfélagsins Fram á Neskaupstað hefur verið sagt upp störfum frá og með 1. nóvember, en um er að ræða 36 manns í 25 stöðugildum. Tilgangurinn með uppsögnunum er að endurskipuleggja rekstur fé- lagsins. Félagið fór í nauðasamn- inga 1989 en þrátt fyrir það hefur reksturinn gengið erfiðlega undan- farin ár. Stefnt er að því að endur- skipulagningunni verði lokið fyrir lok nóvember. Kaupfélagið rekur í dag fjórar verslanir, brauðgerð og skipaaf- greiðslu. Reiknað er með að starfs- fólki fækki eitthvað við þessar að- gerðir. - Ágúst. FAXAFENI8 - SIMI91-685870 VOLVO 850 Sýriing um helgina VOLVO BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.