Morgunblaðið - 06.11.1993, Page 1

Morgunblaðið - 06.11.1993, Page 1
56 SIÐUR LESBOK/C 253. tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússar vara við slæmu ástandi kjarnavopna í Ukraínu Hætta sögð á verra slysi en í Tsjernobyl Moskvu. Reuter. ANDREJ Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að stjórn landsins hefði miklar áhyggjur af fréttum um slæmt ástand kjarnavopna í Úkraínu og kvað hættu á kjarnorkuslysi sem yrði „miklu verra en í Tsjernobyl". Kozyrev sagði að samkvæmt nýjustu upplýsingum sem rúss- nesku stjórninni hefðu áskotnast væri brýn nauðsyn á því að Ukra- ínumenn stæðu við samning þeirra yið Rússa um að láta kjarnavopnin af hendi svo hægt yrði að eyði- leggja þau. Úkraínumenn hafa verið tregir til að flytja vopnin til Rússlands og segjast vilja meiri bætur fyrir afhendingu þeirra og ákveðnar skuldbindingar í örygg- ismálum. „Síðustu klukkustundirnar höf- um við fengið afar uggvekjandi upplýsingar frá Úkraínumönnum sjálfum um ástand nokkurra eld- flauga,“ sagði Andrej Kozyrev. „Ástand þeirra gæti leitt til harm- leiks sem yrði miklu verri en í Tsjernobyl.“ Oruggar í aðeins tvo mánuði Utanríkisráðherrann lét þessi orð falla áður en hann lagði af stað til Úkraínu til viðræðna við þarlenda ráðamenn um kjarna- vopnin og fleiri mál. Hann sagði að Rússar vildu að Úkraínumenn hæfu flutning vopnanna 1. janúar eins og gert var ráð fyrir í samn- ingnum. „Kjarnaoddarnir í Úkra- ínu geta aðeins talist öruggir í tvo mánuði. Eftir það getum við ekki verið öruggir,“ sagði Kozyrev. Rússar hafa nokkrum sinnum kvartað yfir 130 gömlum SS-19- eldflaugum og 46 nýrri eldflaug- um af gerðinni SS-24 í Úkraínu. Úkraínumenn hafa viðurkennt að margar SS-19-eldflauganna séu að verða ónothæfar og 20 þeirra 'nafa verið fluttar frá skotpöllunum af þeim sökum. Reuter Svín stöðva umferðina UM 50 svín ollu usla í umferðinni í miðborg spænsku borgarinn- ar Zaragoza í gær. Svínabændur slepptu svínunum lausum á einni af aðalgötunum til að mótmæla því sem þeir kölluðu „van- rækslu stjórnvalda á þessum framleiðslugeira". Á myndinni eru lögreglumenn að smala svínunum, en þau stöðvuðu umferð um götuna í nokkrar klukkustundir. Rússnesk- bandarísk geimstöð? Lundúnum. The Daily Telegraph. BANDARÍSKIR og rússnesk- ir embættismenn kynntu í gær drög að áætlun um smíði sameiginlegrar geimstöðvar fyrir aldamót - en mörg vandamál eru þó enn óleyst. Helsta vandamálið er að bandarískir iðnrekendur óttast að Rússar noti þetta sameigin- lega verkefni til að öðlast þekk- ingu í rafeindatækni og beiti henni í iðnframleiðslu sinni í samkeppni við bandarísk fyrir- tæki.. Áformin gætu ennfremur kostað Bandaríkjamenn mörg störf. Áætlun Bandaríkja- stjórnar um smíði eigin geim- stöðvar hefur staðist margar atlögur á þinginu, einkum vegna þess að hún myndi skapa tugþúsundir starfa í 37 ríkjum Bandaríkjanna. Þar sem Rússar hafa miklu meiri reynslu á þessu sviði - hafa sent átta geimstöðvar í geiminn - er talið líklegt að með samvinnu við þá verði smíði nýju stöðvar- innar ekki svo mannfrek. Saljút-7 geimstöðin. Reuter Fyrstu fjölflokkakosningar Jórdana í tæp 40 ár FYRSTU fjölflokkakosningarnar í Jórdaníu í tæpa fjóra áratugi fara fram á mánudag. 559 frambjóðendur berjast þar um 80 þingsæti, þeirra á meðal þijár konur. Þær voru á meðal tólf kvenna sem buðu sig fram árið 1989 án þess að ná kjöri en hinar konurnar níu eru ekki f framboði nú. Konurnar segja að heittrúað- ir múslimar hafi margsinnis hótað þeim lífláti fyrir tJtrúvillu“. Konur fengu kosningarétt í Jórdaníu fyrir 19 árum en engin kona hefur náð kjöri til þingsins. Olíklegt þykir að einhver kvennanna þriggja nái kjöri nú, einkum sökum reynsluleysis þeirra í stjórnmálum og fjárskorts. Myndin er af börnum á kosningafundi eins af heittrúuðu karlframbjóðendunum í Amman. Nýja Sjáland Jöfnustu kosning- arí10 ár Wellin^ton. Reuter. NÝSJALENDINGAR ganga að kjörborðinu í dag og Jim Bolger forsætisráðherra spáði „hníf- jöfnum“ kosningum en taldi þó að stjórnarflokkurinn, Þjóðar- flokkurinn, færi með sigur af hólmi. Fréttaskýrendur telja að þetta verði jöfnustu kosningarn- ar í landinu í tíu ár. Naum forysta Síðustu skoðanakannanir benda til þess Þjóðarflokkurinn haldi naumum meirihluta þingsæta í kosningunum. Mike Moore, leið- togi Verkamannaflokksins, kvaðst ekki taka mark á slíkum spádóm- um. „Kannanirnar eru ekki mark- tækar. Síðustu þijá dagana hefur orðið fylgissveifla," sagði hann. Samkvæmt skoðanakönnunum heldur Þjóðarflokkurinn 6,8 pró- sentustiga forystu, sem þýðir að hann gæti fengið um 10 sæta meirihluta. Sjá frétt á bls. 18. Japansstjóm bíður álitslmekki Tókýó. Reuter. ICHIRO Ozawa, einn af frammámönnum í núverandi samsteypu- stjórn í Japan, viðurkenndi í gær að hafa þegið fé frá stóru bygging- arfyrirtæki. Hann hélt því hins vegar fram, að um hefði verið að ræða lögleg, pólitísk framlög. Þykir þetta mál vera áfall fyrir stjórn- ina, sem telur sig hafna yfir spillinguna, sem einkenndi fyrri stjórn Frjálslynda lýðræðisflokksins. Dagblaðið Asahi Shimbun flutti þá frétt í gær, að Ozawa, sem er annar formanna Japanska endur- reisnarflokksins, hefði reglulega tekið við miklum fjárhæðum, sem ekki hefðu verið gefnar upp, frá byggingarfyrirtækinu Kajima en það er miðpunkturinn í miklu og vaxandi mútuhneyksli. Hefur blaðið eftir Shinji Kiyoyama, aðstoðarfor- seta Kajima, að hann hafi látið Ozawa fá rúmlega 3,2 milljónir kr. á misserisfresti um nokkurra ára skeið. Ozawa sagði það eitt í gær um fréttina, að sér þætti hún skrítin því að hann hefði ekki vitað betur en að um hefði verið að ræða lög- leg, pólitísk framlög. Ozawa var einn aðalmaðurinn á bak við uppreisnina innan Fijáls- lynda lýðræðisflokksins en hún leiddi til klofnings hans og batt þar með enda á áratugatök hans á valdataumunum. Verði Ozawa fundinn sekur um spillingu getur það haft mikil áhrif á framtíð sam- steypustjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.