Morgunblaðið - 16.11.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 16.11.1993, Síða 1
64 SIÐURB 261. tbl. 81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Leiðtogar fylkinganna þriggja í Bosníu efna til viðræðna í Genf Flúið frá Fojnica MÚSLIMAKONA frá Fojnica í Bosníu heldur á barni sínu í snævi þöktu fjalllendi, með henni eru aldraðir foreldrar. Fólkið flúði frá bænum um helgina vegna árása Bosníu-Króata. Reynt að tryggja neyðar- aðstoð Genf, Sarajevo. Reuter. PÓLITÍSKIR og hernaðarleg- ir leiðtogar hinna þriggja stríðandi fylkinga í Bosníu hafa verið boðaðir á fund í Genf á fimmtudag til að ræða um hjálparstarf í landinu í vetur, að sögn talsmanns Sam- einuðu þjóðanna. Samtökin vona að þau fái leiðtogana til að heita því að ekki verði ráð- ist á bílalestir hjálparstofnana. Bosníu-Króatar gerðu í gær árásir á stöðvar múslima í Gornji Vakuf en sveitir hinna síðarnefndu halda enn bænum Fojnica. Fulltrúar SÞ sögðu í gær að Fojnica virtist að mestu yfirgefin. Múslimar þar hörfa undan sókn Króata sem voru næstum því búnir að taka staðinn á sunnu- dag; þeir náðu nágrannabænum Bakovici á laugardag. Hjálparstofnanir óttast mjög um afdrif 600 sjúklinga á spítöl- um beggja bæjanna en meðal þeirra eru um 60 börn. Friðar- gæsluliðar segjast hafa séð sjúk- lingana ráfa um og tína upp handsprengjur og annan vopna- búnað sem hermenn hafa skilið eftir. Starfslið spítalanna flúði á brott vegna árása Króata. SÞ reyna að koma teppum og öðrum neyðarbúnaði til fólksins. Færeyjar Bæir geta ekki orðið gjaldþrota Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðs- dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. EYSTRI landsréttur í Kaup- mannahöfn hefur úrskurðað að Argja-bær í Færeyjum geti ekki fengið greiðslustöðvun. í dómnum kemur fram að bæj- arfélagið geti ekki orðið gjald- þrota og því sé greiðslustöðvun ekki viðeigandi ráðstöfun. Skuldir bæjarfélagsins nema sem svarar um hálfum milljarði íslenskra króna, sem landsstjórnin verður nú að taka við. Færeysku bankarnir hafa einnig haft góð orð um að hlaupa undir bagga með aðþrengdum bæjarfélögum, en sameiginlegar skuldir þeirra nema ''Qm 25 milljörðum króna. Brýnt að sameina bæjarfélög Einnig hefur verið bent á að það geti hjálpað Argja-bæ að hann sameinist Þórshöfn, sem er næsta bæjarfélag, og að brýnt sé að sam- eina færeysk bæjarfélög til að draga úr skuldasöfnun. Jeltsín Rússlandsforseti með misvísandi yfirlýsingar Útilokar ekki for- setakosningar í júní Moskvu. Reuter. ^ ^ BORÍS Jeltsin, forseti Rússlands, sagði í blaðaviðtali sem birt var í gær að tilskipun hans um að forsetakosningar ættu að fara fram í júní væri enn í gildi þótt hann segðist tregur til að sækjast, eftir endurkjöri áður en kjörtímabili hans lýkur. „Ég vona að þið hafíð ekki gleymt tilskipun minni um að forsetakosn- ingar fari fram 12. júní á næsta ári,“ sagði Jeltsín í viðtali við rússneska dagblaðið Ízvestíu. „Hún er í gildi í skýrslunni segir að hægt verði að bjarga lífi 12 milljóna manna ef hjálparstofnanir veiti meira fé í fyrir- byggjandi aðgerðir. Auka þurfí fjár- magnið úr 15 milljónum dala á ári í 100 milljónir (rúmlega 7 milljarða króna). Varað er við því að sjúkdóm- urinn geti orðið ólæknanlegur ef ekkert verði að gert, einkum í þróun- arlöndunum. „Berklar eru mest vanrækta heil- þar til ég ógildi hana.“ Jeltsín leysti upp þing Rússlands 21. september og boðaði til þingkosn- inga sem fara fram 12. desember. Hann fyrirskipaði ennfremur forseta- brigðisvandamál heimsins," sagði dr. Arata Kotchi, yfirmaður Berkla- varnaáætlunar WHO. „Hvernig get- um við hunsað sýkil sem hefur nú þegar smitað einn af hverjum þremur jarðarbúum?" Áætlað er að á ári hverju deyi fleiri af völdum berkla en vegna allra ann- arra smitsjúkdóma til samans. Þrjár milljónir manna deyja af völdum berkla á ári, að mati WHO. kosningar í júní vegna ásakana um að þingrofið sýndi að hann vildi vera einráður í landinu. Forsetinn sagði hins vegar á fundi með stjórnendum rússneskra fjöl- miðla fyrr í mánuðinum að hann væri ekki lengur hlynntur því að for- setakosningarnar færu fram í júní pg kvaðst vilja ljúka kjörtímabili sínu. í drögum að stjórnarskrá landsins er sérstök grein sem kveður á um að forsetinn geti setið út kjörtímabil- ið, sem lýkur árið 1996. Þjóðarat- kvæðagreiðsla fer fram um stjórnar- skrárdrögin samhliða kosningunum 12. desember. Jeltsín sagði að þótt drögin yrðu samþykkt þyrfti hann ekki endilega að gegna embættinu út kjörtímabilið. Hann kvaðst vilja fá álit nýja þingsins á málinu. „En ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekki hrifinn af því að taka þátt í kosningum strax." Konstantínov meinað að bjóða sig fram Jeltsín hefur meinað Ilja Konstant- ínov, einum af leiðtogum rússneskra þjóðernissinna, að bjóða sig fram i þingkosningunum. Konstantínov hefur verið í Lefortovo-fangelsinu í Moskvu frá uppreisninni í október en réttarhöld hafa ekki enn farið fram. Samkvæmt lögunum geta rússneskir borgarar boðið sig fram í kosningum hafi þeir ekki verið dæmdir fyrir glæpi. WHO birtir skýrslu um berklaveikina Gæti deytt 30 millj. manna á tíu árum Gcnf. Reuter. 30 MILLJÓNIR manna gætu dáið af völdum berkla á næstu tíu árum verði ekki meira fjármagni veitt til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúk- dómsins, að því er fram kemur í skýrslu sem Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin (WHO) birti í gær. Jacksons ákaft leitað HÓTELSTJÓRI í þorpinu Avoriaz í frönsku Ölpunum sagði í gær að poppstjarnan Michael Jackson hefði gist á hóteli hans en væri nú far- inn. Jackson hefur farið huldu höfði frá því hann aflýsti hljómleikum á föstudag og lýsti því yfir að hann hygðist fara í meðferð vegna þess að hann væri orðinn háður verkjalyfjum. Hótelstjórinn sagði að dvalar- staðnum hefði verið haldið leyndum þar sem Jackson hefði „þörf fyrir dálitla nærgætni núna“. Aðdáendur söngvarans, ljósmyndarar og blaða- menn hafa leitað hans ákaft frá því á föstudag. Bresku æsifréttablöð- in slógu því upp á sunnudag að Jackson væri á meðferðarstofnun í London og flykktust fréttamenn að einni þeirra, The Charter Clinic, sem býður þjónustu fyrir efnafólk. Mikið uppnám varð á meðal aðdá- enda Jacksons og blaðamanna þegar tvífari hans birtist við inngang stofnunarinnar og héldu margir að þar væri söngstjarnan sjálf komin. Svo reyndist ekki vera og talið er að sjónvarpsstöð hafi fengið tvífar- ann, sem sést hér á myndinni, til að villa um fyrir fólkinu. Sjá „Pepsi riftir samningi...“ á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.