Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 Almennar kosningar um sameiningu sveitarfélaga 20. nóvember 30 sveitarfélög verði að finirn á Norðurlandi vestra UMDÆMANEFND Sambands sveitarfélaga í Norðurlandskjör- dæmi vestra hefur lagt til að sveitarfélögum í kjördæminu verði fækkað úr 30 í fimm. í tillögu nefndarinnar hefur meðal annars verið tekið mið af því að íbúar hvers sveitarfélags verði al- mennt ekki færri en 400 og að sveitarfélagið spanni ekki yfir stærra svæði en svo að það geti myndað heildstætt samfélag og að sveitarfélögin myndi heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði. Einnig hefur verið tekið tillit til landfræðilegra aðstæðna og samgangna eins og kostur er, þannig að hægt sé að tryggja gott samgöngukerfi innan sveitarfélaganna. Á síðastliðnum tíu árum fjölgaði landsmönnum um tæp 10%, en í Vestur-Húnavatns- sýslu fækkaði íbúum um 9%, í Austur-Húnavatnssýslu um 7% og á Siglufirði um 10%. í Skagafirði fjölgaði íbúum hinsvegar um 2%. Umdæmanefnd Sambands sveitarfélaga í Norðurlandskjör- dæmi vestra telur að sameining sveitarfélaga í kjördæminu sam- kvæmt tillögum umdæmanefndar geti verið vænlegur kostur og til þess fallinn að styrkja byggð á Norðurlandi vestra, stuðla að fjölbreyttara og öflugra atvinnulífi, auka þjónustu við íbúana, og jafnframt geti þær dregið úr búferlaflutningum til höfuðborg- arsvæðisins. k Sameining sveitarfélaga á Norðurlandi vestra A-Huna- 784tbuar vatns- Vindhælishreppur l Höfðahreppur A sysia Skagahreppur 1 f 1.702 íbúar Ashreppur Sveinsetaðahreppur I Torfalækjathreppur l Skaga- Biönduós r\ strönd,' Svínavatnshreppur \m Bólstaðarhliðarhreppur \ ' Engihlíðarhreppur \ Siglufjörður 1.744 íbúar Ekklergerðtillaga um að Sjglutjðrður sameinlst ððru Síglufjörður Skagafjörður 4.669 íbúar Skefilsstaðahreppur Skarðshreppur Sauðárkrókur Staðarhreppur Seyluhreppur Lýtingsstaðahreppur Akrahreppur Rípurhreppur Viðvíkurhreppur Hólahreppur Hofshreppur Fljótahreppur V-Húna- vatns- sýsla, 1.460 íbúar Staðarhreppur Fremri- Torfustaðahreppur Ytri- Torfustaðahreppur, Hvammstangahrep] Kirkjuhvammshreppur, Þverárhn Þorkelshólshreppur \ Umdæmanefnd Sambands sveitarfélaga í Norðurlandskjör- dæmi vestra leggur til að sveitarfé- lögin sjö í Vestur-Húnavatnssýslu sameinist og verði eitt sveitarfélag með 1.460 íbúa, og Hvammstangi verði aðal þjónustukjarni sveitarfé- lagsins. Sveitarfélögin í sýslunni sem gert er ráð fyrir að sameinist eru Staðarhreppur með 107 íbúa, Fremri-Torfustaðahreppur með 72 íbúa, Ytri-Torfustaðahreppur með 209 íbúa, Hvammstangahreppur með 693 íbúa, Kirkjuhvamms- hreppur með 115 íbúa, Þverár- hreppur með 95 íbúa og Þorkels- hólahreppur með 169 íbúa. Tvö sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu Lagt er til að í Austur-Húna- vatnssýslu verði tvö sveitarfélög. Annars vegar sameinist sjö sveitar- félög og verði að einu með samtals 1.702 íbúa, en það eru Áshreppur með 92 íbúa, Sveinsstaðahreppur með 103 íbúa, Torfalækjarhreppur með 115 íbúa, Blönduós með 1.063 íbúa, Svínavatnshreppur með 126 íbúa, Bólstaðarhlíðarhreppur með 124 íbúa og Engihiíðarhreppur með 79 íbúa. Aðal þjónustukljarni sveitarfélagsins yrði Blönduós. Hins vegar er lagt til að þrjú sveitarfélög verði að einu með samtals 784 ibúa. Þar er um að ræða Vindhælishrepp með 52 íbúa, Höfðahrepp með 671 íbúa og Skagahrepp með 61 íbúa. Skagaströnd yrði aðal þjónustu- kjarni þessa sveitarfélags. í Skagafjarðarsýslu er lagt til að verði eitt sveitarfélag sem fáist með sameiningu tólf sveitarfélaga með samtals 4.669 íbúa, en ekki er gerð tillaga um að Siglufjörður sameinist öðrum sveitarfélögum. Þau sveitarfélög sem gert er ráð fyrir að sameinist eru Skefílsstaða- .hreppur með 50 íbúa, Skarðs- hreppur með 115 íbúa, Sauðár- krókur með 2.656 íbúa, Staðar- hreppur með 130 íbúa, Seyluhrepp- ur með 306 íbúa, Lýtingsstaða- hreppur með 272 íbúa, Akrahrepp- ur með 253 íbúa, Rípurhreppur með 90 íbúa, Viðvíkurhreppur með 82 íbúa, Hólahreppur með 148 íbúa, Hofshreppur með 403 íbúa og Fljótahreppur með 164 íbúa. Aðal þjónustukjarni sveitarfélags- ins yrði Sauðárkrókur. Óvissa í afréttarmálum og málefnum grunnskóla Að sögn Skúla Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Samtaka sveit- arfélaga á Norðurlandi vestra, er framtíðarskipan afréttarmála sá málaflokkur sem íbúar kjördæmis- ins hafa haft hvað mestar efasemd- ir um. Þama væri um að ræða ákveðna grundvallarhagsmuni sveitafólks sem það hefði haft að gæta um ómunatíð, og því hefði það áhyggjur af meðferð þeirra máia í nýju sveitarfélagi. Vegna beiðni einstakra umdæmanefnda og erindis frá Stéttarsambandi bænda hefði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra látið skoða þetta mál og fengið álitsgerð frá_ landbún- aðarráðuneytinu. í framhaldi af því hefði hún óskað eftir því að gefin verði út sameiginleg viljayfirlýsing ráðherranna um að þeir muni beita sér fyrir því að lögum verði breytt á þann veg að tryggt verði að óbreytt skipan muni verða á upprekstrarrétti, afréttarmálefnum fjallskilum og fleiru eftir sameiningu sveitarfélaga nema sveitarfélögin semji á annan veg. Skúli sagði að framtíðarskipan skólamála hefði einnig valdið fólki nokkrum áhyggjum, en boðað hef- ur verið að málefni grunnskólanna færist að fullu frá ríki til sveitarfé- laga 1. ágúst 1995, óháð samein- Gert til að mæta ástandinu í þjóðfélaginu Anna G. Sverrisdóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri Vöku-Helga- fells, sagðist vona að viðskiptavin- irnir skilji hvað bókaútgefendum gengur til þótt ekki verði eins mik- ið auglýst og áður. „Fyrir forgöngu Félags íslenskra bókaútgefenda hafa fyrirtækin ákveðið að reyna að gera alit sem þau geta til að halda bókaverði niðri, þ.m.t. að augiýsa ekki einstakar bækur í ljós- vakamiðlum heldur vera með sam- eiginlegar auglýsingar. Þetta var ákveðið til að mæta ástandinu í þjóðfélaginu, reyna að skilja þarfír kúnnans betur og er liður í að halda kostnaði niðri. Við vitum að það kemur illa við alla að hækka bækur og þótt mikil samstaða væri um að reyna að koma í veg fyrir að virðis- aukaskatturinn yrði settur á, tókst það ekki. Við ætlum að reyna þetta og vonum að viðskiptavinirnir skilji hvað við erum að gera þótt ekki verði auglýst eins mikið og áður,“ sagði Anna. ingu sveitarfélaga. „Það liggur al- veg ljóst fyrir að einstök sveitarfé- lög munu lenda í erfiðleikum með reksturinn á þessum smáu skólum þegar þessi boðaði tilflutningur hefur átt sér stað. Sú spurning brennur á fólki hvað verður um litlu skólana, og þá hvort einhveij- ir þeirra verði lagðir niður í nýju sameinuðu sveitarfélagi,“ sagði hann. ■ Björgunaraðgerð gegn rangri ákvörðun Ámi Einarsson, framkvæmda- stjóri Máls og menningar, segist líta á samræmdar aðgerðir bókaút- gefenda sem björgunaraðgerð gegn rangri ákvörðun sem þeir hafi verið skikkaðir undir. „Fyrir mér er þetta bara eitt dæmið enn um ranga ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Allir benda á hversu röng ákvörðunin er og síðan verða aðrir að bjarga stjórninni út úr því sem hún er búin að koma sér í. Miðað við við- brögðin sem við fundum fyrir eftir 1. júlí þá hefði virðisaukaskatturinn rústað bókaútgáfunni í landinu og við urðum að bjarga því sem bjarg- að varð í bili. Þetta eru a.m.k. okk- ar viðbrögð til þess að fólk geti haldið áfram að kaupa bækur og við styðjum þetta heilshugar úr því sem komið er. Ef þetta reynist síð- an ganga af bókaútgefendum dauð- um þá stendur bókaskatturinn upp úr sem minnismerki og skrifast á reikning ríkisstjórnarinnar. Hvaða áhrif skatturinn mun hafa næstu Viljayfirlýsing hefði verið æskileg Tillagan um skiptingu Austur-Húnavatnssýslu í tvö sveitarfélög hefur að sögn Skúla verið nokkuð gagnrýnd, en hins vegar væru skoðanir mjög mismunandi á því hvað hefði átt að koma í staðinn. Hann sagði að í viðræðum umdæmanefndar við einstakar sveitarstjórnir í ár get ég ekki sagt til um en ótt- ast því miður að þau verði miklu verri en menn hafa reiknað með,“ sagði Árni. Bókin hefði ekki þolað hækkun Friðrik Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Almenna bókafélags- ins, segir aðgerðirnar vera nauð- vörn útgefenda til að halda bókinni inni á jóiagjafamarkaðinum. „Út- gangspunkturinn í þessu er sú al- menna niðurstaða útgefenda að bókin hafí ekki þolað hækkun í samkeppni við aðra gjafavöru. Það er verið að reyna að skapa skilyrði fyrir því að gera hana hagstæðari en hún yrði ella. Þar sem stór hluti kostnaðar við bókaútgáfu liggur í markaðssetningu þá verður fróðlegt að sjá hvaða mæling kemur út úr því að skera niður markaðskostnað með því að auglýsa ekki í ljósvaka- miðlum. Þar verður aðeins minnt á bókiná almennt undir sameiginlegu merki bókaútgefenda og þá vænt- anjega undir þeim formerkjum að bókin sé ódýrari en áður. Þetta er að vísu leikur að orðum, en segja má að bókin sé án virðisaukaskatts þessi jól. Sú aðferð að skera niður kostnað við markaðssetningu bóka reynist vonandi vel bæði fyrir útgef- endur og kaupendur þótt allir viður- kenni að verið sé að renna blint í sjóinn um áhrifin sem þetta kemur til með að hafa á eftirspurnina. Við kjördæminu hefði komið fram vilji meirihluta sveitarfélaga í Skaga- firði fyrir því að þar yrði eitt sveitarfélag og sömu sögu væri að segja um sveitarstjórnir í V estur-Húnavatnssýslu. „í Austur-Húnavatnssýslu var mikill minnihluti sveitarfélaga sem vildi sjá sýsluna í einu sveitarfé- lagi, eða einungis tvö af tíu. Önnu|É sveitarfélög töldu einhverra smærri sameiningu heppilegri, og þar má segja að skýringin á tillögu umdæmanefndar sé að stærstum hluta til kominn,“ sagði hann. Skúli sagði að í kjördæminu hefði ekki verið vilji til þess af hálfu einstakra sveitarstjórnar- manna að leggja vinnu í það að semja viljayfirlýsingar varðandi þá sameiningu sveitarfélaga sem til- lögur eru um í kjördæminu, en það hefði hins vegar verið mjög æski- legt að það hefði verið gert. „Það hefði verið æskilegasta fyrirkomu- lagið að við í samráði við sveitar- stjórnarmenn hefðum getað sest niður og útbúið plan sem gæfi skýrari vísbendingar til kjósend- anna um hvers mætti vænta, en það var ekki almennur vilji fyrir því meðal einstakra sveitarstjórn- armanna,“ sagði hann. Góð kjörsókn mikilvæg Tillögur umdæmanefndarinnar hafa verið ítarlega kynntar á fund- um í kjördæminu að sögn Skúla, og sagði hann þá fundi almennt hafa verið mjög vel sótta af íbúum. „Eins og víða annars staðar á landinu þá erum við engu að síður smeykir um það hérna að hugsan- elga verði dræm kosningaþátttaka á þéttbýlisstöðunum, og þess vegna höfum við lagt mjög ríka áherslu á það á þessum fundum að almenningur kynni sér það sem við höfum verið að gefa út og einn- ig það sem kemur frá öðrum í þessu sambandi og mæti á kjörstað 20. nóvember. Við höfum lagt á það ríka áherslu að það verði al- menn kosningaþátttaka og það komi skýr skilaboð úr hveiju sveit- arfélagi. Það kann að verða skoðað mjög ítarlega eftir kosningarnar hvernig þátttakan hefur verið mið- að við úrslit atkvæðagreiðslunnar,“ sagði Skúli Þórðarson. vonum auðvitað að bókaþjóðin sýni það í verki að hún vilji veg bókarinn- ar mikinn og að aðgerðir bókaútgef- enda til að halda verði jólabókanna óbreyttu þrátt fyrir virðisaukaskatt falli í góðan jarðveg og bæti allra hag,“ sagði Friðrik að lokum. Þungt högg fyrir hvaða grein sem er Jón Karlsson, framkvæmdastjóri Iðunnar, segir erfitt að starfa við það óöryggi sem hefur skapast við bókaskattinn og hann hafí verið mikil kollsteypa á fá yfir sig óundir- búið. „Við erum hræddir um stöðu bókarinnar eftir þessar hremming- ar. Hækkun sem þessi er afskap- lega þungt högg fyrir hvaða grein sem er, á tímum þegar fólk er meðvitaðra um verð en það hefur kannski verið nokkru sinni fyrr og hefur þar að auki lítið handa á milli. Við höfum gengið eins langt og nokkur kostur er við að skera niður kostnað til að þetta sé mögu- legt en það er afskaplega erfitt því bækur hafa í raun ekki haldið í við verðlagsþróun í þrjú ár. Forlögin hafa lagað rekstur sinn mikið en það er ljóst að þau hafa gengið mjög á sinn eigin hlut þannig að þetta þrengir mjög möguleika út- gáfunnar. Við höldum samt að þetta sé vænlegast til að bókin haldi stöðu sinni og verði hreinlega ekki und- ir,“ sagði Jón. Bókaútgefendur taka á sig virðisaukaskatt á bækur Gert til að bjarga bókinni og koma til móts við viðskiptavini BÓKAÚTGEFENDUR eru sammála um að ákvörðunin um taka á sig virðisaukaskatt á bækur og draga úr auglýsinga- kostnaði á móti með því að auglýsa ekki einstakar bækur í sjónvarpi hafi verið nauðsynleg til að halda bókinni inni á jólagjafamarkaðinum. Þetta séu björgunaraðgerðir sem eigi að koma bæði útgefendum og kaupendum til góða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.