Morgunblaðið - 16.11.1993, Page 28

Morgunblaðið - 16.11.1993, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Rannsóknir í sjávarútvegi Auðlindir sjávar gera ísland byggilegt. Sjávarútvegur hefur verið mikilvægasti horn- steinn afkomu þjóðarinnar á þessari öld. Þrátt fyrir aflatak- markanir, vegna minnkandi stofnstærðar nytjafiska, voru sjávarafurðir 79,6% af heildar- vöruútflutningi á síðastliðnu ári. Landsmenn hafa að vonum áhuga á rannsóknar- og þró- unarstarfi í þágu sjávarútvegs- ins. Morgunblaðið birti síðast- liðinn sunnudag frétt um sam- starf Háskóla Islands og Vest- manneyinga á sviði rannsókna og þróunar í sjávarútvegi. Hér hefur lengi staðið mynd- arlegt skólastarf í þágu sjávar- útvegsstétta, einkum í skip- stjórnar-, vélstjórnar- og fjar- skiptafræðum. Rannsóknar- og þróunarstarf er heldur ekki nýtt af nál. Minna má á Haf- rannsóknastofnun og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, sem sinna mikilvægum verk- efnum. Kennsla í sjávarútvegs- fræðum á háskólastigi er ný- lega hafin á Akureyri. Flagg- skip íslenzka skólakerfisins, Háskóli íslands, hefur og stigið merkileg skref til að styrkja tengsl sín við íslenzkt atvinnu- líf. Eitt þeirra er prófessors- staða í fiskifræði. I skilgrein- ingu á þeirri stöðu var gert ráð fyrir því að prófessorinn nyti aðstöðu í Vestmannaeyjum, til rannsókna sinna, m.a. í hinu glæsilega fiskasafni sem þar hefur verið komið á fót. Samkomulag Háskólans og Vestmannaeyjakaupstaðar fjallar um samstarf á sviði rannsókna og þróunar á svið- um sjávarútvegs. Kaupstaður- inn leggur til aðstöðu til margs konar rannsókna, með áherzlu á meistaranám nemenda við Háskóla íslands, þótt ekki verði þar um hefðbundna há- skólakennslu að ræða. Þor- steinn I. Sigfússon prófessor, formaður samstarfsnefndar Háskólans og viðkomandi aðila í Vestmannaeyjum, segir í við- tali við Morgunblaðið á sunnu- daginn, að „áherzla verði lögð á að tengja þekkingu Háskól- ans og stofnana hans við reynslu og aðstöðu hins ijöl- þætta umhverfis útgerðar, fiskvinnslu og hagsmunamála sjómanna í Vestmannaeyjum“. Meðal verkefna, sem eru ýmist á undirbúningsstigi eða þegar hafin, má nefna: * Rannsóknir á tegundum og magni físks á djúpslóð. Gert er ráð fyrir að sérfræðing- ar Hafrannsóknastofnunar taki virkan þátt í mótun og vísindalegri forystu verkefnis- ins. Nokkurn tíma mun taka að undirbúa þetta verkefni, en haft hefur verið samband við embættismenn í rannsókna- og þróunarkerfinu í Brussel varð- andi þátttöku evrópskra vís- indamanna og hugsanlega hlutafjármögnun úr sjóðum Evrópubandalagsins. Til þessa verkefnis er og vænst framlaga samtaka í sjávarútvegi, m.a. útgerðarmanna og sjómanna í Eyjum. * Meistaraverkefni í verk- fræðideild um samstarf vinnslufyrirtækja í sjávarút- vegi. Þar er áherzlan á að kanna hagræðingu sem falist getur í samstarfi um ráðstöfun hráefnis og framleiðslustýr- ingu. * Forathugun á eðli og tíðni sjúkdóma í sjávarfiskum við ísland. * Úttekt á ýmsum þáttum öryggismála sjómanna sem tengd verður við stofnun fyrir- tækjanets framleiðenda og markaðsfyrirtækja á sviði ör- yggismála. * Áhugi er og á að því að kanna þekkingu og reynslu sjó- manna með skipulegum hætti. Þorsteinn I. Sigfússon pró- fessor segir að útibú Hafrann- sóknastofnunar og Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins muni tengjast þessu samstarfi Háskólans og Vestmanneyinga náið. Ætlunin er, að hans sögn, að mynda eins konar þróunar- setur þar sem þessar stofnanir og Háskólinn, ásamt útgerðar- mönnum, sjómönnum og fisk- verkendum, geti stillt saman strengi sína. Rannsóknir á lífríki sjávar, m.a. á djúpslóð, ekki sízt nýt- ing og verndun þessa lífríkis, eru sjávarútvegsþjóð sem okk- ur mikilvægari en flest annað. Svipuðu máli gegnir um hag- kvæma nýtingu þessarar tak- mörkuðu auðlindar, vöruþróun og markaðssetningu. Það er af þeim sökum af hinu góða þegar Háskóli íslands opnar rannsóknar- og vísindastarf sitt út í atvinnulífið með þeim hætti sem hér er ráðgert og tengir það í senn fjölþjóðlegum rannsóknum og reynslu og þekkingu sjávarútvegssamfé- lags á borð við Vestmannaeyj- ar. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 13. nóvember 1993 Sæti 1 2 Samt. 3 Samt. 4 Samt. 5 Samt. 6 Samt. 7 Samt. 8 Alls 1. Gunnar Ingi Birgisson 1553 110 1663 46 1709 54 1763 36 1799 34 1833 38 1871 72 1943 2. Bragi Michaelsson 605 144 749 122 871 106 977 75 1052 93 1145 91 1236 95 1331 3. Arnór Pálsson 47 615 662 198 880 133 993 152 1145 112 1257 142 1399 122 1521 4. Guðni Stefánsson 135 503 638 197 835 176 1011 222 1233 137 1370 158 1528 165 1693 5. Halla Halldórsdóttir 14 133 147 270 417 551 968 300 1268 202 1470 201 1671 159 1830 6. Sigurrós Þorgrímsdóttir 39 135 174 344 518 296 814 261 1075 218 1293 167 1460 200 1660 7. Sesselja Jónsdóttir 14 77 91 228 319 252 571 270 841 219 1060 331 1391 356 1747 8. Jón Kristinn Snæhólm 18 99 117 611 728 194 922 189 1111 127 1238 131 1369 118 1487 Helgi Helgason 5 42 47 49 96 78 174 145 319 208 527 158 685 137 822 Karl Gauti Hjaltason 33 103 136 91 227 170 397 156 553 143 696 145 841 147 988 Ingibjörg Gréta Gísladóttir 3 28 31 60 91 132 223 170 393 228 621 357 978 224 1202 Hilmar Björgvinsson 15 30 45 71 116 96 212 160 372 86 458 123 581 144 725 Hannes Ó. Sampsted 7 19 26 35 61 55 116 74 190 215 405 110 515 156 671 Hjörleifur Hringsson 46 95 141 86 227 79 306 99 405 88 493 94 587 117 704 Gunnsteinn Sigurðsson 71 431 502 132 634 110 744 126 870 109 979 107 1086 128 1214 Birgir Ómar Haraldsson 16 34 50 60 110 80 190 106 296 308 604 142 746 128 874 Stefán H. Stefánsson 1 24 25 22 47 60 107 81 188 95 283 127 410 154 564 50% aukin þátttaka í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi Sæti í Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ 13. nóvember 1993 Alls Alls Alls Alls 1. sætií 2. sæti í 1.-2.Í 3. sæti í 1.-3.Í 4. sæti í 1.-4.í 5. sæti í 1.-5.í ). sæti Alls í 1.-6.Í 7. sæti Alls í 1.-7. 1. Róbert B. Agnarsson 359 48 407 25 432 20 452 22 474 3 477 6 483 2. Helga A. Richter 61 155 216 85 301 47 348 48 396 22 418 6 424 3. Valgerður Sigurðardóttir 22 92 114 102 216 69 285 64 349 32 381 n 395 4. Guðmundur Davíðsson 17 71 88 103 191 100 291 67 358 27 385 26 411 5. Hafsteinn Pálsson 31 102 133 79 212 67 279 44 323 38 361 20 381 6. Ásta Björg Björnsdóttir 8 21 29 62 91 73 164 55 219 39 258 27 285 7. Svanur M. Gestsson 3 22 25 39 64 56 120 72 192 52 244 44 288 8.-10. Aðrir 71 61 132 77 209 140 349 200 549 120 669 95 764 Alls 572 572 572 572 572 579 greiddu atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ Róbert B. Agnarsson efstur — Helga A. Richter önnur Gunnar Birgisson og Bragi Michaelsson í 1. og 2. sæti framgangi flokksins í kosningunum," sagði Jón Kristinn. Úrslit prófkjörsins eru aðeins bindandi fyrir þá sem lentu 1., 7. og 8. sæti, þar sem frambjóðendur þurftu að fá yfir 50% heild- aratkvæðamagns í viðkomandi sæti til að niðurstöðurnar yrðu bindandi og á kjörstjórn eftir að fara yfir úrslitin en viðmælendur áttu þó ekki von á að nein breyting yrði gerð frá niðurstöðum prófkjörsins. Frá kjörstað í Kópavogi Frá kjörstað í Mosfellsbæ GUNNAR I. Birgisson varð í efsta sæti í prókjöri Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi, sem fram fór á laugardag og hlaut alls 1.943 atkvæði, þar af 1.553 í fyrsta sætið. Bragi Michaelsson varð í öðru sæti með samtals 1.331 atkvæði, þar af fékk Bragi 605 atkvæði í fyrsta sæti og 144 í annað sæti en Bragi skipaði fimmta sæti listans fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar árið 1990. Alls tóku 2.689 þátt í prófkjör- inu, þar af voru gild atkvæði 2.622, sem er um 50% aukning frá seinasta prófkjöri fyrir sveit- arstjórnarkosningar árið 1990 en þá tóku 1.842 manns þátt. í þriðja sæti í prófkjörinu á laugar- dag varð Arnór Pálsson, með 1.521 atkvæði, þar af 47 í fyrsta sæti, 615 í annað sæti og 198 atkvæði í þriðja sæti. Guðni Stefánsson varð í fjórða sæti og fékk samtals 1.693 atkvæði, þar af fékk hann 1.011 atkvæði í 1.-4. sæti. Halla Halldórsdóttir varð í fimmta sæti og fékk alls 1.830 at- kvæði í prófkjörinu, þar af 1.268 í 1.-5. -sæti. í 6. sæti var Sigurrós Þorgríms- dóttir sem fékk alis 1.660 atkvæði, þar af 1.293 í 1.-6. sæti. Sesselja Jónsdóttir varð í sjöunda sæti með alls 1.747 atkvæði, þar af 1.391 at- kvæði í 1.-7. sæti og í áttunda sæti varð Jón Kristinn Snæhólm með sam- tals 1.487 atkvæði í prófkjörinu. Efstu menn sáttir við úrslitin „Ég er mjög ánægður með mína útkomu í prófkjörinu sem sýnir ótví- ræðan stuðning við mig og stefnu flokksins. Það varð gífurlega mikil þátttaka og ég lít svo á að þetta sé stuðningur við þá stefnu sem flokk- urinn hefur í málefnum bæjarins," sagði Gunnar I. Birgisson í samtali við Morgunblaðið. Gunnar sagði að menn hefði ekki greint á um málefni en framboðsslagurinn hefði helst snú- ist um að fá fólk á kjörstað í barátt- unni um einstök sæti. „Ég hefði kos- ið að sjá yngra fólk og konur ofar á listanum en raun varð á en ég held að framboðslistinn sé sterkur fyrir bæjarstjórnarkosningarnar," sagði Gunnar. „Ég er fullkomlega sáttur við þessa niðurstöðu og hef hvatt stuðnings- menn mína og aðra til að virða þessi úrslit og fylkja sér um lista flokksins í komandi kosningum. Ég held að úrslitin spegli vilja kjósenda og séu til þess fallin að flokknum geti geng- ið vel í komandi kosningum,“ sagði Bragi Michaelsson. „Ég hefði reyndar viljað sjá konurnar ofar á listanum en það er erfitt við það að eiga þegar um harðan prófkjörsslag er að ræða,“ bætti hann við. Bragi sagði aðspurður að prófkjörsbaráttan hefði verið mjög hörð. „Ég óska Gunnari til hamingju með úrslitin og tel hann vel að þeim kominn," sagði hann. Aðspurður hvaða áhrif niðurstaða prófkjörsins kynnu að hafa á stefnu flokksins varðandi nýtingu Fossvogsdals sagð- ist Bragi ekki telja fært að ganga gegn vilja nær 4.000 kjósenda og teldi eðlilegt að dalurinn verði gerður að opnu útivistarsvæði. Kvaðst hann ætla að beita sér fyrir því en vonað- ist til að sjálfstæðismenn gætu jafnað ágreining sinn. Halla með næst flest atkvæði Halla Halldórsdóttir sagðist vera ánægð með þann stuðning sem hún fékk í prófkjörinu. „Þó ég hafi stefnt á fjórða sætið þá komst ég í fimmta sætið með glæsilegt atkvæðamagn á bak við mig, og er næst hæst allra í atkvæðamagni í kosningunum," sagði hún. Halla sagðist þó hefði viljað sjá tvær konur meðal fimm efstu og einn- ig fulltrúa yngri kjósenda. Sagði hún að konurnar mættu. þó vel við una að hafa náð 5., 6. og 7. sæti þar sem margir hefðu verið um hituna. Jón Kristinn Snæhólm stefndi á þriðja sæti í prókjörinu sem fulltrúi yngri kjósenda. „Við reyndum að klífa hátt og erum með góða kosningu í það sæti en það dugði ekki til vegna átakanna sem urðu um efstu sætin. Það er slæmt að ungt fólk fái ekki að njóta sín næsta kjörtímabil í bæjar- stjórninni. Ég er með nálægt 1.500 atkvæði á bak við mig, sem er ágætt," sagði hann. Jón Kristinn sagði greini- legt að nýir frambjóðendur hefðu átt mjög erfitt uppdráttar í prófkjörinu og benti á að fjórir efstu menn hefðu allir setið í bæjarstjórn. „Það þýðir ekki að leggjast í þunglyndi, menn verða að slíðra sverðin og vinna að Talsverðar breytingar urðu í próf- kjörinu um helgina samanborið við prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi árið 1990 en þá hlaut Gunnar Birgis- son 396 atkvæði í fyrsta sæti og 893 atkvæði samtals. Þá voru alls gild atkvæði i prófkjörinu 1.769. Guðni Einarsson varð í öðru sæti árið 1990 og fékk 535 atkvæði í 1. og 2. sæti og samtals 932 atkvæði. Birna Frið- riksdóttir varð í þriðja sæti með 1.046 atkvæði alls í prófkjörinu. Arnór Páls- son varð í fjórða sæti með samanlagt 961 atkvæði. Bragi Michaelsson lenti í fimmta sæti með samt. 915 at- kvæði. Sigurður Helgason lenti í 6. sæti og fékk 780 atkvæði. Jón Krist- inn Snæhólm lenti í sjöunda sæti með 608 atkvæði og Richard Björgvinsson varð í áttunda sæti með 601 atkvæði á bak við sig. Tölvutalning reyndist vel Notaðar voru tölvur við talningu atkvæða og röðun frambjóðenda í prófkjörinu á iaugardagskvöldið og samkvæmt upplýsingum sem fengust á skrifstofu kjörstjórnar gekk tölvu- vinnslan vel. Lokatölur prófkjörsins lágu þó fyrir nokkru síðar en áætlað hafði verið eða kl. 3.30 aðfaranótt sunnudags. ALLS tóku 579 manns þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ á laugardaginn. Gild atkvæði voru 572 en ógild 7 at- kvæði. Róbert B. Agnarsson, bæjarstjóri, varð efstur með 359 atkvæði í fyrsta sæti og 483 at- kvæði samtals. Onnur varð Helga A. Richter, kennari, með 216 atkvæði í 1. og 2. sæti og 424 samtals. Þriðja varð Val- gerður Sigurðardóttir, auglýs- inga- og markaðsráðgjafi, með 216 atkvæði í 1. til 3. sæti og 395 atkvæði samtals. Kosningu í 4. sæti hlaut Guðmund- ur Davíðsson, vélvirkjameistari, með 291 atkvæði í 1. til 4. sæti og 411 atkvæði samtals. Næstur honum kom Hafsteinn Pálsson, yfirverkfræðingur, með 323 atkvæði í 1. til 5. sæti og 381 atkvæði samtals. Þá kom Asta Björg Björnsdóttir, meinatæknir, með 258 atkvæði í 1. til 6. sæti og 285 atkvæði samtals og sjöundi varð Svan- ur M. Gestsson, verslunarmaður, með 288 atkvæði í 1. til 7. sæti. Vigfús Aðalsteinsson, formaður kjörstjómar, segir ekki rétt að próf- kjörsatkvæði hafi verið talin í fyrsta sinn í tölvu í Kópavogi því í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir 8 árum í Mosfellsbæ hafi prófkjörsatkvæði ver- ið talin í tölvu og hafi verið notað forrit Sigurðar J. Grímssonar tölvun- arfræðings. Sama for- ritið hafí verið notað við talningu nú og hafi hún gengið mjög fljótt fyrir sig. Talning hófst kl. 18, kjörfundi lauk kl. 20.30 og úr- slit voru birt kl. 22.15 á laugardagskvöld. Mikill áhugi Sj álfstæðisflokkur- inn er nú með 5 bæjar- fulltrúa af 7 í Mos- fellsbæ. Þeir eru nú Magnús Sigsteinsson, Helga A. Richter, Hilmar Sigurðsson, Þengill Oddsson og Guðmundur Dav- íðsson sem kom inn fyrir Guðbjörgu Pétursdóttur. Magnús. Hilmar og Þengill ákváðu að gefa ekki kost á sér í næstu bæjarstjórnarkosningum og hætta sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins næsta vor. Mikill áhugi var á prófkjörinu og fengust þær upplýsingar hjá Vigfúsi að rúmlega 50 manns hefðu sótt um inngöngu í sjálfstæðisfélagið þegar kosið var. Yfir 500 manns em nú í sjálfstæðisfélögunum í Mosfellsbæ. Samtals em í byggðarlaginu 4.500 íbúar. „Mér kom á óvart hversu afgerandi kosningin var. En ég var auðvitað búinn að gefa út að ég stefndi á fyrsta sætið, þ.e. koma þeim skilaboðum skýrt til kjósenda. Þeir brugðust svona við og það er mjög ánægjulegt fyrir mig,“ sagði Róbert B. Agnarsson, bæjarstjóri í Mosfellssveit. Hann varð í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- manna í Mosfellsbæ um helgina. Aðeins er um eitt og hálft ár síðan Róbert tók við bæjarstjórastarfinu. Hann sagði að áhugi sinn á bæjarmál- unum og því að fá að taka þátt í stefnumörkun þeirra hefði orðið til þess að hann ákvað að taka þátt í prófkjörinu. „Ég á þá við bæjarmálin almennt og áframhaldandi uppbygg- ingu á þeirri þjónustu sem við höfum verið að byggja upp á undanförnum ámm. Þetta er náttúrulega mjög víð- tækt svið og margt sem þarf að skoða og koma til varðandi þjónustu og Fyrirspyrjanda þótti Ríkissjónvarp- ið hafa verið rausnarlegt. Sagðist hann vera með gjaldskrá sjónvarpsins og sér sýndist að þetta hefði átt að kosta 3.515.400 krónur án virðisauka- skatts, en ekki væri „getið um reglur um afslátt á löngum auglýsingum. Hins vegar er getið um afslátt á aug- lýsingum sem birtar eru hvað eftir annað. Til dæmis er veittur 10% af- sláttur ef augiýsing er birt fímm sinn- um, tíu birtingar veita 15% afslátt og svo framvegis". Sagði hann að efnið hefði ekki verið afmarkað samkvæmt því sem segði í útvarpslögum og það leiddi hugann að því hvert stefndi í kostun sjónvarpsefnis. „Kostunaraðila var ekki getið í þessu sambandi. Er það æskileg stefna hjá Ríkissjónvarp- inu að fyrirtæki geti keypt sig inn í dagskrá Ríkissjónvarpsins með svona efni,“ sagði hann. Taldi hann að að taka þyrfti til rækilegrar endurskoð- unar reglur um kostun sjónvarpsefnis. Svavar Gestsson, þingmaður Al- þýðubandalagsins, sagði að á síðasta þingi hefði tekist góð samstaða um framkvæmdir í bænum. Bæjarfélagið hefur farið ört vaxandi. Það hefur flölgað langmest hér, í Mosfellsbæ á síðustu 20 árum, á landinu, held ég megi segja, því er í mörg horn að líta,“ sagði Róbert. Á móti sameiningarhugmynd Róbert kvaðst þegar hafa lýst því yfir að hann væri ekki fylgjandi þeirri hugmynd sem nú væri uppi um sam- einingu við sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu. „Ég tel að Mosfellsbær sé betur kominn einn sér, miðað við þess- ar tillögur. En núna er tæp vika í kosningar um sameininguna. Og það er náttúrulega fólkið sjálft í bænum sem kýs hvort það vill að Mosfellsbær verði áfram sjálfstætt bæjarfélag eða hvort það vill fara inn í þetta stóra bæjarfélag. Það er mjög gott að fólk- ið fái að kjósa um það.“ Hann kvaðst ánægður með hveijir hefðu skipast í efstu sæti listans með honum. „Þetta er gott sjálfstæðisfólk sem er tiibúið til að vinna fyrir flokk- inn og þá sérstaklega fyrir bæinn. Þetta eru allt ágætis félagar mínir og fólk með mikla reynslu, eins og t.d. Helga Richter, búin að vera í þessu í 12 ár. Allir sem koma þarna upp í 5. sæti hafa tekið þátt í þessu meiri- hlutasamstarfi sem hefur verið á þessu kjörtímabili," sagði Róbert og kvaðst trúa því að góð liðsheild hefði verið sköpuð. breytingar á ákvæðum útvarpslaga meðal annars um kostun og auglýs- ingar. Nú hefði það gerst að menn hefðu teflt á tæpasta vað „með því að þessi þáttur sem þarna er um að, ræða um Morgunblaðið er kynnturX sem dagskrárefni en hanr. er ekki \ kynntur sem auglýsing í dagskrám g eða dagskrárbirtingum Ríkisútvarps- ' ins og í annan stað er þess ekki gætt ; að marka þennan þátt með þeirn hætti i sem gera verður ráð fyrir að sé í raun og veru krafist með útvarpslögunum." j Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra sagðist ekki hafa séð mynd- J ina en sér hefði verið sagt að það J hefði komið fram að hér væri um f auglýsingu að ræða en ekki venjulegt i dagskrárefni. Hann þekkti heldur ekki gjaldskrána eða hvernig Ríkisútvarpið semdi við einstaka viðskiptavini um verð fyrir auglýsingar. Það væri mál Ríkisútvarpsins, en ef hins vegar væri: verið að bijóta lög eða reglugerðir þá| bæri ráðuneytinu að hafa með þvr . eftirlit og sjálfsagt væri að kanna málið frekar að þessu tilefni gefnu.; Þjóðverji fannst hrakinn og kaldur á göngu við Sigöldu Björgunarsveitarmenn af Suðurlandi fundu kaldan og hrakinn þýskan ferðamann um þrítugt, Thomas Huber, um 10 km. sunnan við Sigöldu laust eftir hádegi í gær þegar leit að manninum var nýlega hafin. Maðurinn, sem að sögn björgun- armanna var mjög vel útbúinn, hafði verið á gangi á Fjallabaks- svæðinu síðan 30. október, lengst af í hinu versta veðri. Hann kveikti á neyðarsendi sem hann hafði meðferðis í fyrrinótt þegar hann var farinn að óttast um líf sitt vegna vosbúðar og hrakninga. Fjarskiptastöð í Bodö í Noregi nam merki frá sendi mannsins á sjötta tímanum í gærmorgun. Sendingin var þegar miðuð út nærri þeim stað þar sem maðurinn fannst. Fljótlega þótti ljóst að um þennan þýska mann væri að ræða en hann hafði haft samband við Landsbjörgu áður en hann lagði upp og haldið ferðaáætlun sinni til streitu þrátt fyrir viðvaranir. Sú áætlun gerði hins vegar ráð fyrir að hann yrði í gær staddur í Þórs- t _______________________________i_ mörk, Landsbjargarmenn höfðu látið manninum í té neyðarsendinn áður en hann lagði upp frá Hrauneyjum áleiðis að Landmannahelli þann 30. október síðastliðinn til fimm vikna gönguferðar um landið. Var í vondu veðri allan tímann Að sögn Einars Brynjólfssonar í leitarstjórn Flugbjörgunarsveitarinn- ar á Hellu virðist sem maðurinn hafi verið á ferð í hinu versta veðri mest- allan tímann og þrátt fyrir góðan útbúnað var hann orðinn blautur og hrakinn. í fyrrinótt þegar 10 sm djúpt vatn var yfir öllu í tjaldi manns- ins kveikti hann á neyðarsendinum enda var hann þá farinn að óttast um að hann kæmist ekki til byggða. Samkvæmt ferðaáætlun átti maður- inn í dag að vera staddur í Þórsmörk en hafði brugðið þeirri áætlun og snúið við í átt að Hrauneyjarfossi þar sem hann hafði skilið bíl sinn eftir í upphafi ferðar. 30—40 menn tóku þátt í leitinni Björgunarsveitir á Selfossi, Hellu, Hvolsvelli og Vík sendu samtals 30—40 menn til leitar á bílum og vélsleðum. Liðinu var beint inn á gönguleiðir mannsins en ekki tókst strax að miða sendingarnar ná- kvæmlega út. Þegar fyrstu sleðarnir voru nýfarnir af stað frá Sigöldu- virkjun um klukkan eitt eftir hádegi óku þeir fram á manninn um 10 km austan við Sigöldu, þar sem hann var við línuna skammt frá veginum. Maðurinn var færður í þurr föt og síðan ekið með hann að Hrauneyjar- fossi þar sem bíl hans var að finna. Síðan ók maðurinn sjálfur til byggða í fylgd björgunarmanna og ræddi við stjórnendur leitarinnar og gaf lög- reglu skýrslu. Kostnaður yfir 600 þúsund Óskar Jónsson, formaður Flug- björgunarsveitarinnar á Hellu, áætl- ar að kostnaður við leitina í gær hafi verið milli 600 og 700 þúsund krónur. Óskar segir að rætt hafi verið um hvort fara ætti fram á við manninn að hann tæki þátt í kostnað- inum við leitina, í ljósi þess í fyrsta lagi að leitað hafi verið að honum og honum bjargað af Vatnajökli árið 1988 þegar hann lenti þar í sjálf- heldu og í öðru lagi að hann hafi verið styrktur til fararinnar af borg- aryfirvöldum í Munchen í Þýska- iandi. Óskar telur þó ólíklegt að það verði gert. Thomas Huber sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann myndi fara yfir kostnaðinn við björg- unina með forsvarsmönnum Lands- bjargar og síðan setja sig í samband við tryggingafélag sitt í Þýskalandi. Hann sagðist þó ekki halda að hann væri tryggður fyrir svona löguðu. Huber sagði að hann yrði bara að bíða og sjá hver niðurstaðan yrði og þegar hún kæmi myndi hann taka henni. Kynningarmynd um sögu Morgunblaðsins 1,6 milljónir króna j greiddar fyrir sýninguna MORGUNBLAÐIÐ greiddi Ríkissjónvarpinu 1.604.784 krónur fyrir sýn- ingu myndar um sögu Morgunblaðsins, sem sýnd var 2. nóvember síðast- liðinn í tilefni af 80 ára afmæli blaðsins. Þetta kom fram í svari Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra á Alþingi í gær í svari við fyrir-» spurn frá Páli Péturssyni, þingmanni Framsóknarflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.