Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 Minning * Magnús Armann Magnússon fram- færslufulltrúi Fæddur 19. mai 1921 Dáinn 5. nóvember 1993 Undarlegur er lífsins vefur. Það sem okkur er hjartfólgið og svo traust að það er sem sjálfsagður hlut- ur er fyrr en vonum varir frá okkur tekið, hverfist í endalausan buska tímans. Þannig var Magnús föður- bróðir minn, hjartfólginn og traust- ur. Og nú er hann horfinn. Eg spurði í þaula og heldur ófróðlega og hann svaraði af stakri þolinmæði og með þeirri hlýju og gleði sem var honum svo eiginleg. Um frændfólkið og forf- eðuma á Skaga og úr útsveitunum handan fjarðar. Dauft skin löngu lið- ins tíma féll inn um dyr sem enn stóðu í hálfa gátt. Hurðin er fallin að stöfum, ljósið er horfið og kemur aldrei aftur. Magnús Ármann Magnússon fæddist í Ketu á Skaga 19. maí 1921, næstyngstur af bömum Sigurbjargar Kristínar Sveinsdóttur og Magnúsar Antoníusar Ámasonar bónda í Ketu, Erfidrykkjur (ilæsileg kaífi- hlíiðlxirð faliegir síilir og injög góð JijómistíL Upplýsingíir ísíma 22322 FLUGLEIÐIR iÍTEL Limilllt bróður Guðrúnar skáldkonu frá Lundi og þeirra mörgu systkina. Foreldrar Sigurbjargar vom Sigur- laug Guðvarðardóttir bónda á Kráku- stöðum í Hrolleifsdal Þorsteinssonar og maður hennar, Sveinn bóndi í Ketu Magnússon smiðs hins halta frá Enni í Viðvíkursveit Sveinssonar. Magnús Antoníus var sonur Baldvinu Ásgrímsdóttur yfírsetumanns og meðhjálpara á Skeiði í Fljótum Ás- mundssonar og manns hennar Árna bónda í Lundi í Fljótum en síðast og lengst á Syðra-Mallandi á Skaga Magnússonar oddvita á Illugastöðum í Fljótum Ásmundssonar. I þessum ættum eru margir dugandi bændur og harðdrægir sjósóknarar og má rekja þær víða um Skagafjörð og Tröllaskaga. Systkini Magnúsar Ármanns voru fjögur. Elstur var hálfbróðirinn Rafn Guðmundsson kaupmaður á Sauðár- króki. Næstir voru tvíburarnir Ragn- ar Ármann endurskoðandi í Reykja- vík og Sigurður Ármann stórkaup- maður í Reykjavík og síðar á Sel- tjamamesi. Yngst var Ester, hús- móðir í Reykjavík og síðan í Ástral- íu. Hún er nú ein eftirlifandi af þess- um systkinum. Keta var aldrei í tölu stórjarða en þó með betri jörðum á Skaga og gagnsöm þeim sem kunnu að nýta. Beit til fjalls og fjöru, fugl og egg í björgum og skammt á fískimið og hákarla. Á lygnum sólskinsdegi er fátt sem jafnast á við að standa á efstu brún Ketubjarga. Drangey og Málmey lóna á spegilsléttum Skaga- fírðinum, það er bjart til hafs svo langt sem augað eygir og þverhnípt Ketubjörgin sjálf í senn ógnvæn og heillandi. En veður skipast skjótt og þá verður napurt þarna norður við ysta haf, landið kalt og hart og það berast þungar drunur neðan úr björg- unum. í Ketu bjuggu foreldrar Magnúsar stórbúi, höfðu á þriðja hundrað fjár auk annars búfénaðar og má nærri geta að Magnús eldri hefur mátt hafa sig allan við að reka slíkt bú áfallalaust við þær aðstæður sem þá vom. En þar á ofan var hann fjall- kóngur Skagabænda og í hrepps- nefnd og sóknamefnd og Keta bæði kjörstaður og kirkjujörð. Það var því gestkvæmt og mannmargt í Ketu á þessum árum og ekkert til sparað að veita gestum og gangandi sem bestan beina. Sátu þau Magnús og Sigurbjörg svo Ketu „með mikilli atorku, eindrægni og rausn“, eins og vinur þeirra sr. Jón Skagan komst eitt sinn að orði. Magnús mun hafa verið frábær dugnaðarmaður og hag- virkur með afbrigðum en skapgerð hans „nokkuð stórbrotin" og leið hann svo ekkert droll hjá sínum frem- ur en sjálfum sér. Systkinin í Ketu kynntust því þess vegna fljótt að líf- ið er ekki fyrirhafnarlaust og vönd- ust því að liggja ekki á liði sínu og var Magnús yngri þar engin undan- tekning. En samt var bemskan björt og glöð, um það vitna fjölmargar gamansögur Magnúsar og bræðra hans. Af sérstæðu mannlífí og spaugilegum atvikum í önn dagsins. Magnús hleypti heimdraganum um tvítugsaldur og flutti til Reykja- víkur. Þar vann hann fyrst í þijú ár í hljóðfæraversluninni Prestó og um skamma hríð hjá Jes Zimsen. Jafn- framt vinnu sinni á þessum árum sótti Magnús kvöldnámskeið hjá Námsflokkum Reykjavíkur og aflaði sér þannig nokkurrar menntunar í erlendum málum, bókhaldi og fleiri greinum. Árið 1946 var því svo kom- ið að hann átti kost á betra og örugg- ara starfí sem skrifstofumaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og gegndi hann því allt fram til ársins 1961 að hann varð bókhaldari hjá aðalbókhaldi borgarskrifstofu Reykjavíkur. Magnús var sérstakt snyrtimenni, hafði fágaða og hlýlega framkomu og átti óvenjulega gott með að lynda við fólk af öllu tagi. Þessir mannkostir ollu því að árið 1962 bauðst honum staða fram- færslufulltrúa á félags- og fram- færslumálaskrifstofu Reykjavíkur, sem síðar varð Félagsmálastofnun Reykjavíkur, og gegndi Magnús þessari stöðu þar til hann fór á eftir- laun 1988. Þótt Magnús hafí unað sér ágætlega við bókhaldsstörfín áður veit ég að honum voru umskipt- in kærkomin. Í þessu nýja og ábyrgð- armikla starfí fékk hann tækifæri til að liðsinna fjölda fólks sem bjó við bágindi og það átti vel við skaplyndi hans, þetta var verk sem vert var að vinna. Magnús naut sín því vel í starfí og var óvenjulega farsæll, hafði almennar vinsældir og óskorað traust yfírboðara og starfssystkina sem ótalmargra skjólstæðinga. Sök- um verðleika sinna hlaut hann full réttindi félagsráðgjafa þótt hann hefði ekki til þeirra formlega skóla- menntun. Á starfsárum sínum hjá Rafmagn- sveitunni kynntist Magnús konuefni sínu, Hansínu Sigurðardóttur, og giftust þau árið 1948. Hansína fædd- ist á Sauðárkróki 29. maí 1919, dótt- ir Rebekku Ólafsdóttur frá Mjónesi við Lagarfljót og Sigurðar Sigurðs- sonar búnaðarmálastjóra. Rebekka var lengi ráðskona og aðstoðarhjúkr- unarkona hjá Jónasi Kristjánssyni lækni og konu hans Hansínu Bene- diktsdóttur. Ólst Hansína dóttir hennar því upp sem fósturbam þeirra hjóna og minntist þeirra jafnan með hlýju og þakklæti. Hansína Sigurðardóttir var um margt óvenjuleg og minnisstæð kona, vel gefín til munns og handa, hafði fágaðan smekk og reisn sem bar vott um djúprættan manndóm. Hún var mikil blómakona, lærði blómaskreytingar í Ameríku í tvö ár og rak um skeið blómaverslunina Kjörblóm í Kjörgarði. Heimili sitt skreyttu þau Magnús líka með blóm- um og fögrum munum og hjónaband þeirra var eftir því, gott, fagurt og sterkt eins og síung jurt. Hansína lést á hlaupársdaginn í fyrra, 29. febrúar 1992. Böm þeirra hjóna eru Kristján búfræðingur og vörubifreiðastjóri og Rebekka húsmóðir, kennari og mag- ister í þýskum fræðum og málvísind- um. Maður hennar er Alexander Olbricht, doktor i lífefnafræði og sendiráðunautur Þjóðverja hér á landi, og eiga þau tvo syni, Wilhelm Magnús og Gunnar Pál. Þau Rebekka og Alexander fengu sig flutt hingað til lands frá Aþenu þegar heilsu Magnúsar hrakaði og reyndust bæði þau og Kristján honum og Hansínu svo vel á alla lund að til þess var tekið. Þessum frændsystkinum mín- um og venslafólki ásamt Ester frænku minni sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ég á margar og kærar minningar um Magnús frænda minn. Heimsókn- ir í æsku á heimili þeirra Hansínu á Gunnarsbrautinni, leikur að stráum í ævintýralandi sumarbústaðarins þeirra, Sólbakka fyrir ofan Gunnars- hólma, ótalmargar skemmtisögur þeirra Ketubræðra, söngur og vísna- flaumur. Og síðast en ekki síst löng og hlý samtöl síðustu árin um liðna tíð, þessa sögu forfeðranna sem á svo ríkan þátt í að gera okkur að því sem við erum. Þeir voru skemmtilegir og vel máli famir þessir Ketubræður, höfðu allir óvenjusnarpa frásagnargáfu, gleði- og samkvæmismenn þegar því var að skipta, átakamenn til vinnu og líkir föður sínum um margt. En jafnframt var Magnús hófstillingar- maður og þvílíkt prúðmenni að eftir- tekt vakti og líktist í þessu móður sinni, ætíð Ijúfur og stutt í brosið. Og hann hafði betra lag á því en flestir að njóta smárra og hversdags- legra hluta, hafði engin dýrkeypt áhugamál en las þess í stað góðar bókmenntir, ræktaði blóm og tré og naut ljúfra samverustunda með fjöl- skyldu sinni. Þrátt fyrir þrálát höfuðveikindi síðustu árin hélt Magnús ró sinni og gleði, og minnið var enn undragott. Guðvarður langafí hans á Krákustöð- um var fæddur fyrir rúmlega 160 árum, átti við heilsuleysi að stríða og barst fram í fátækt. En hann var náskyldur Vatnsenda-Rósu og bar gjarnan við að kasta fram stöku. Sá skáldskapur er nú týndur og tröllum sýndur og eins dagbækur sem Guð- varður hélt um langt skeið, og mundu svo fáir eða engir að segja nokkuð af þessum merkilega manni sem einskis naut í veraldargæðum eða mannvirðingum. Nema Magnús, sem kunni sitthvað frá Guðvarði að segja og geymdi meðal annars í hugskoti sér einu vísuna eftir hann sem enn er varðveitt, svo vitað sé. Nú er þessi þráður slitinn, síðasti Ketubróðirinn fallinn í valinn, tíma- bili lokið. Og ekki annað að gera en kveðja og þakka fyrir þessa einstak- lega góðu samfylgd. Vegferðin verð- ur snöggtum dauflegri eftir en áður og útsýnið^allt svipminna. Halldór Ármann Sigurðsson. í dag kveðjum við síðasta bróður- inn frá Ketu á Skaga. Þessir drengir þrír sem komu til borgarinnar í stríðsbyijun, ílentust og eignuðust hér heimili, eins og tíðkaðist í mörg þúsund útgáfum þeirra kynslóðar. Sigurður, Ragnar og Magnús. Allir voru þeir eftirminnilegir, hver með sínum hætti. Siggi, Raggi og Maggi - sem faðir þeirra ættaður úr Fljótunum ku hafa borið fram Sikki, Rakki og Makki. Enda þótt Sigurður og Ragnar, tengdafaðir minn, væru tvíburar þótti manni Sigga og Magga svipa jafnvel meira saman, undur blíðir Blómastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. + Móðir okkar og tengdamóðir, RÓSA EINARSDÓTTIR frá Geitlandi, Sandgerði, lóst á elliheimilinu Garðvangi 13. nóvember. Rósa Magnúsdóttir, Einarina Magnúsdóttir, Samúel Björnsson, Aldís Magnúsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HELGA VILBORG VALTÝSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Grímur Pálsson, Valtýr Grímsson, Auður Þórhallsdóttir, Helga Valtýsdóttir, Hugrún Valtýsdóttir, Grfmur Helgi Pálsson, Kristjana Sigurðardóttir. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, MAGNEU FRIÐRIKSDÓTTUR, áðurtil heimilis á Kirkjubóli, Höfnum, verður gerð frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum í dag, þriðjudaginn 16. nóvember, kl. 14.00. Þorgerður Þorbjörnsdóttir, Haukur H. Magnússon, Friðrik Ben Þorbjörnsson, Elsa Einarsdóttir, Sigurður Ben Þorbjörnsson, Maja Sigurgeirsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Ástkær sonur okkar og bróðir, SÆVAR BJARNASON, Valhúsabraut 5, lést föstudaginn 12. nóvember. Bjarni Ómar Ragnarsson, Ragna Marinósdóttir, Hrönn Bjarnadóttir, Ragnar Bjarnason. + Faðir okkar, GUÐJÓN GUÐBJARTSSON frá Látrum, Háaleitisbraut 26, Reykjavík, lést í Landspítalanum að kvöldi 12. nóvember. Kristinn J. Guðjónsson, Sigurberg Guðjónsson, Guðmundur S. Guðjónsson, Ólafur G. Guðjónsson. Islenskur efnlviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. BS S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.