Morgunblaðið - 16.11.1993, Síða 43

Morgunblaðið - 16.11.1993, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 43 báðir og glaðsinna á meðan skráp- urinn á Ragnari var hrjúfari, þótt nóg væri Qörið. Og fáum var Ragnar líkur í sagnaheimi sínum og vísna. En svo voru aðrir drættir áþekkari með Ragga og Magga, til dæmis virtust báðir líta fremur smátt á heimsins auð á meðan Siggi var fjár- hættuspilari af eðlishvöt og byggði upp mikil veldi í viðskiptalífinu. Ofar öllum samjöfnuði stóð þó sú staðreynd að þeir bræður voru svo samrýmdir að erfitt var að skilja á milli hvar einn endaði og annar tók við. Alveg frá því að kynni okkar Magnúsar hófust, fyrir 21 ári, kom hann mér fyrir sjónir sem sjaldgæfur maður. Það sem fyrst vakti athygli mína var kímnigáfa sem var ábyggi- lega einstök og fullkomlega absúrd á köflum. Hann gat talað frá svo óvæntu sjónarhorni, fundið svo ótrú- lega leiki í stöðunni, hlaupið upp á sjónarhóla sem voru svo sannarlega ekki í alfara leið. Ljúfmennska og prúðmennska voru honum í bijóst borin og góð- girni svo brást ekki að ef þjóðfélags- umræðan hafði gersamlega útskúfað einhveijum í ystu myrkur, þá lagði Magnús leið sína þangað, reisti hann vð og fann honum eitthvað til máls- bóta. Og yfirleitt þegar þar var kom- ið rökræðum að menn tóku að þrútna - hjó hann á hnútinn með hlátri. Aldrei var hægt að ganga að skoðun- um hans vísum, hann virtist eiga persónulegt viðbragð við öllu sem upp á kom. Og þótt hann virtist yfír- leitt skoða veröldina í nokkuð kími- legu ljósi þá var hann djúpur alvöru- maður eins og títt er um húmorista. Starfsævi hans var lengst af á vett- vangi félagsmálastofnunar þar sem hann var fulltrúi fátækra. Já, eitt og annað greindi Magnús frá tíðarandanum. Nægjusemi var áreiðanlega þar á meðal. Einkenn- andi fyrir sveitapillt norðan úr Skagafirði að þegar hann kom til borgarinnar í stríðinu þá gaf hann sig ekki fram við gullnámur hersins heldur fór að afgreiða í búð. Síðar fékk hann vinnu á skrifstofum Raf- veitunnar þar sem hann starfaði uns hann réðst til Félagsmálastofnunar eins og fyrr var greint. Eiginkona hans varð Hansína Sig- urðardóttir blómakona. Þau eignuð- ust börnin Rebekku og Kristján, og voru staklega samhent og samstiga um alla hluti. Heimili þeirra voru hér og þar um bæinn og alltaf jafn smekkleg og gróðurvæn. Lengi áttu þau sumarbústað inn við Lækjar- botna og þangað tók Maggi strætis- vagninn eftir vinnu á sumrin og hélt til fundar við konu og böm. Ég held að einn dýrmætasti hæfí- leiki Magnúsar hafi verið að kunna að sjá verðmætin í hinu svokallaða „smáa“ - liljur vallarins og fuglar himinsins voru hans ær og kýr. En þótt ljúfmennska og prúð- mennska hafí borið hæst í fari hans þá var hann enginn veifískati, vilja- styrkur hans og seigla voru fágæt, það sýndi hann eftirminnilega í veik- indum sem spönnuðu að minnsta kosti áratug. Hann stóð upp úr hjartaáfalli og röð heilablæðinga þar sem hvert eitt tilfelli hefði átt að ríða honum að fullu. En alltaf reis Magn- ús upp frá dauðum og hafði reyndar sjálfur í flimtingum: „Ég er nýrisinn upp úr sjöttu banalegunni" svaraði hann eitt sinn aðspurður um hvemig hann hefði það. Þegar baráttan var hvað tvísýnust í töminni fyrir tveimur árum, féll Hansína frá. Og enn reis Magnús upp og sumir sem höfðu fylgst með vist hans á spítalanum héldu að hann væri afturgenginn þegar hann birtist á gangi eða sást aka bifreið um bæinn. En fráfall Hánsínu hafði snert lífs- vilja hans meira en nokkur veikindi megnuðu, í samtölum var auðfundið ( ERFIDRYKKJURl HÓTEL ESJA sími 689509 \________________J að hann var kominn til að kveðja. Þó brá vissulega ljósi yfír þessa síð- ustu mánuði að Rebekka, dóttir hans, skyldi á ný vera búsett á íslandi - en hún hefur dvalið langdvölum er- lendis vegna sendiráðsstarfa eigin- manns síns. Að leiðarlokum segi ég fyrir mig og Hrafnhildi - fáa menn var skemmtilegra að sækja heim og njóta samvista við en Magnús. Mörg af tilsvörum hans eru fyrir löngu orðin orðskviðir í fjölskyldunni, en jafnvel þótt þau féllu öll í gleymsku stæði eftir orðalaust viðmótið. Ef Guðs ríki er eins og Kristur lýsir því þá verður það Magnúsi ekki framandi land. Raunar hygg ég að margt komi honum þar kunnuglegar fyrir sjónir en ýmislegt í landslaginu sem hann var að kveðja. Og að sínu leyti fær maður ekki varist þeirri hugsun að með Magnúsi hafí Guðs- ríki bæst ómetanleg kímnigáfa. Pétur Gunnarsson. Kvaddur er í dag góður samstarfs- maður Magnús Ármann Magnússon, sem andaðist 5. nóvember sl. Magnús var fæddur að Ketu í Skefilsstaðahreppi 19. maí 1921, sonur Magnúsar Ámasonar bónda þar og konu hans Sigurbjargar Sveinsdóttur. Eiginkona hans var Hansína Sig- urðardóttir, sem er látin. Þau áttu tvö börn, Kristján og Rebekku, sem gift er Alexander Olbrich og eiga þau tvö börn. Magnús hóf störf hjá Rafmagns- veitu Reykjavík 1. október 1946 og vann þar til í janúar 1961 er hann gerðist starfsmaður í aðalbókhaldi Reykjavíkurborgar þar sem hann starfaði til 1. september 1962. Þá tók hann við starfí fræðslufulltrúa hjá skrifstofu félags- og framfærslu- mála og starfaði þar til árið 1989 að hann lét af störfum. Starfsferill hans var því langur hjá Reykjavíkur- borg eða samfellt í 42 ár, þar af 27 ár hjá Félagsmálastofnun. Hjá Félagsmálastofnun gegndi hann vandmeðförnu álagsstarfí, sem gerði miklar kröfur í sambandi við mannleg samskipti. Magnús reyndist í hvívetna traustur og samviskusam- ur starfsmaður. Við fyrstu kynni vakti athygli ein- stök prúðmennska og snyrti- mennska. Eftir yfír 30 ára samstarf og viðkynningu eru það þessir þætt- ir sem hæst ber í minningunni. Með tímanum breyttist lítil skrif- stofa félags- og framfærslumála í viðamikla Félagsmálastofnun og Magnús tók þátt í þessari breytingu og þurfti að laga sig að nýjum hug- myndum. Hann átti gott með að vinna með sér yngra samstarfsfólki oft með allt aðra hugmyndafræði. En Magnús breyttist ekki, hann var ætíð samur og jafn. Á þessum árum fékk Magnús ásamt nokkrum öðrum af elstu og traustustu starfsmönnum Félags- málstofnunar ráðuneytisleyfí til að starfa sem félagsráðgjafi. Kunni Magnús vel að meta þann trúnað. í öllu dagfari var Magnús einstak- lega ljúfur maður og léttur í lund. Átti hann því auðvelt með að eign- ast vináttu bæði samstarfsmanna og þeirra sem hann átti viðskipti við í starfí. Síðustu ár átti hann við mikið heilsuleysi að stríða en tók þeim áföll- um með jafnaðargeði. Þyngst varð honum þó það áfall, er Hansína kona hans andaðist á síðasta ári. Við sam- starfsmenn fundum hve mikils Magnús ætíð mat fjölskyldu sína, konu og böm. Gamlir samstarfsmenn Magnúsar hjá Félagsmálastofnun minnast ekki aðeins góðs samstarfsmanns heldur einnig góðs vinar, sem var virkur og ómissandi í öllu félagslífi starfs- manna, bæði innan stofnunar og eins þegar tækifæri gáfust til samveru utan hennar. Hann var ætíð glaður og reifur. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd samstarfsmanna hjá Félagsmála- stofnun flytja Magnúsi þakkir fyrir langt samstarf og vináttu. Við minnumst Magnúsar Á. Magn- ússonar með hlýhug og virðingu og sendum börnum hans og fjölskyldum þeirra innilega samúðarkveðjur. Sveinn H. Ragnarsson. í dag kveðjum við frá Dómkirkj- unni Magnús Ármann Magnússon, Háaleitisbraut 54, Reykjavík, er lést á Borgarspítalanum 5. nóvember síð- astliðinn. Magnús var fæddur í Ketu á Skaga í Skagafírði 19. maí 1921, sonur hjónanna Sigurbjargar Sveins- dóttur og Magnúsar Árnasonar. Þijá bræður og eina systur átti Magnús, Rafn Guðmundsson af fyrra hjóna- bandi Sigurbjargar, og svo tvíburana Sigurð og Ragnar, en yngst er Est- er, sem búsett er í Ástralíu, og er hún ein á lífi af systkinunum. Ekki er vafí á að Ester er með okkur í huganum hér í dag. Magnús var heima í Ketu fram yfir tvítugt og aðstoðaði foreldra sína við búskapinn, en þá kom hann til Reykjavíkur. Vann fyrst við verslun- arstörf en starfaði síðan á skrifstofu hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í nokkur ár, þar til hann réðst til Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkurborg- ar. Þar var hann fulltrúi uns'hann lét af störfum fyrir aldurs sakir og heilsubrests. Magnús gekk að eiga Hansínu Sigurðardóttur 22. ágúst 1948, en Hansína lést 29. febrúar 1992. Eign- uðust þau tvö börn, Kristján, vörubíl- stjóra í Reykjavík, og Rebekku, gifta dr. Alexander Olbrich og eiga þau tvo syni. Bjó Rebekka lengi erlendis þar sem maður hennar starfar í utan- ríkisþjónustu ættlands síns, Þýska- lands. Var það Magnúsi mikill gleði- gjafí þegar Rebekka fluttist til lands- ins fyrir rúmu ári og maður hennar starfar hér við þýska sendiráðið. Kærleikar voru miklir milli þeirra feðga Magnúsar og Kristjáns og nær dagleg samskipti. Eg vil að lokum kveðja þig, elsku frændi minn, og þakka þér fyrir allt. Þú varst mér alla tíð svo góður sem besti bróðir og tókst á móti mér, borgarbarninu, þegar ég kom til ykk- ar í Ketu átta ára gömul til lengri og skemmri dvalar. Þú barst mig á höndum þér, leiddir mig um túnið og heimahagana, fræddir mig um skepnurnar sem ég var svo hrædd við, Grímsborgina, álfana þar og eyjarnar á Skagafírði. Hafðu hjart- ans þökk fyrir. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Jón til barna hans og fjölskyldna þeirra. Sigurbjörg Sveinsdóttir. + BJÖRGVIN SIGURÐSSON frá Jaðri, Stokkseyri, lést 14. október sl. Útförin hefur farið fram. Aðstandendur. t Ástkser móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRID ERDLAND fœdd JACOBSEN, 24.12.1911, lést 12. nóvember 1993. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á norsku Sjómannakirkjuna (Norweg- ische seemannskirche, konto nr. 36/02984 - BLZ 200 300 00 - Vereins- und Westbank). Dr. med. Gudrun Wahl, fœdd Erdland, Heinz Wahl, Solveig Waser-Erdland, fædd Erdland, Kurt Waser-Erdland, Solveig og aðrir ættingjar. Ríkharður Guðjóns- son - Minning Fæddur 2. apríl 1934 Dáinn 5. nóvember 1993 Okkur langar til að minnast elsku afa okkar, sem lést eftir mjög erfið veikindi. Hann var fæddur í Olafsvík 2. apríl 1934, sonur Theodóru Sigrúnar Guðmundsdóttur, sem lést ung frá fimm börnum, og Guðjóns Ásbjörnssonar vélstjóra, sem fórst með Dagmar frá Ólafs- vík 1940. Systkini afa voru: Vilborg Egg- erta, sem lést um tvítugt; Ragn- heiður Ásbjörg, f. 28. nóvember 1923; Sigurberg Eggert, f. 28. júní 1925, lést 1987; og Pétur R., sem lést á fyrsta ári. Afi var ekki gamall þegar hann fékk að finna fyrir ástvinamissi. Aðeins sex ára gamall var hann búinn að missa báða foreldra sína, sem létust ung. Þá fór afi suður til Reykjavíkur í fóstur til þeirra heiðurshjóna Steingríms Árnason- ar útgerðarmanns og Grétu Maríu Þorsteinsdóttur, sem reyndust honum mjög vel. Hann afi lærði til bifvélavirkjun- ar hjá Ræsi hf. og vann þar til síðustu stundar. Afi kynntist ömmu mjög ungur. Þau giftu sig 1955 og eignuðust tvo syni, Kristján Björn, f. 1955, vélavörð í Ólafsvík, og á hann þijú börn, og Guðjón Ásbjörn, f. 1958, viðskiptafræðing, sem er ókvænt- ur. Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir tvnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki Ijós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. (Margrét Jónsdóttir) Já, afi er dáinn, en minning um góðan mann lifir í hjörtum okkar allra. Góði Guð, gefðu elsku ömmu okkar og Rönku frænku og öðrum ástvinum styrk í þessari miklu sorg og varðveittu hann afa okkar vel. Hinsta kveðja frá okkur. Ríkharður Einar, Vilberg Ingi, Kristbjörg Ragna og Aron Sölvi. + Ástkær móðir mín, RANNVEIG JÓSEFSDÓTTIR, Helgamagrastræti 17, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. nóvember. Útförin auglýst síðar. Freyja Jóhannsdóttir. + Ástkær vinur minn, sonur okkar og bróðir, ÁRMANN GUÐMUNDSSON lést í Landspítalanum þann 15. nóvemþer. Þórir Þorláksson, Magnúsína Guðmundsdóttir, Guðmundur Oddsson, Hrafnkell Gunnarsson, Kolbrún Gunnarsdóttir, Oddur Æ. Guðmundsson, Unna Guðmundsdóttir, Ingjaldur B. Guðmundsson, Vilhelmína H. Guðmundsdóttir. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Hjallavegi, Njarðvfk, sem lést sunnudaginn 14. nóvember á dvalarheimili, aldraðra, Garðvangi, Garði, verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 19. nóvember kl. 14.30. Einar H. Guðmundsson, Ása Lúðvíksdóttir, Gísli H. Einarsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Guörún Einarsdóttir, Árni Blandon, Sólveig Einarsdóttir, Gylfi Gautur Pétursson, Magnús Einarsson, Ása Lind Finnbogadóttir, Hildur Halla Gylfadóttir, Ragnhildur Gylfadóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, SVAVA SÖLVADÓTTIR frá Bíldudal, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum þann 12. nóv- ember. Ársæll Egilsson Jóhanna Guðmundsdóttir, Ingi Rafn Lúthersson, Hulda B. Cushing, Sólbjört Egilsdóttir, Sigurður Gíslason, Sölvi Egiisson, Guðrún Einarsdóttir, Sveinbjörn Egilsson, Sigrún Anna Jónsdóttir, Páll Sölvason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.