Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 44

Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 Hjónaminning Kirstín Dóra Péturs- dóttir og Hans Jörgen Klingenberg Tómasson Kirstín Fædd 17. nóvember 1919 Dáin 5. nóvember 1993 Hans Jörgen Fæddur 24. júlí 1915 Dáinn 2. apríl 1993 Kveðja frá barnabörnum Það hafa orðið undarlegar breyt- ingar í lífi okkar þetta árið. Heiðar- gerðið, heimili ömmu og afa, sem var miðpunkturinn fyrir okkur öll er ekki lengur til staðar. Afí og amma voru alltaf boðin og búin að gera allt sem í þeirra valdi stóð fyrir okk- ur og gerðu það. Eftir að afí dó var eins og amma hefði misst lífsviljann. Við viljum þakka ömmu og afa fyrir allt sem þau gerðu fyrir okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við kveðyum ömmu og afa með virðingu og þökk. Barnaböm. í dag verður jarðsett frá Dómkirkj- unni í Reykjavík frú Kristín Péturs- dóttir en hún lést 5. nóvember sl. eftir stutt en erfíð veikindi. Undirritaður átti því láni að fagna að fá að kynnast Kittý, en svo var hún oft köíluð. Ég vann fyrir hana og eiginmann hennar, Hans Tómas- son, um tveggja ára skeið. Hans lést 2. apríl sl. og eru því aðeins sjö mánuðir á milli þeirra. Hans vann mörg ár hjá Bæjarleið- um, en þar vann ég fyrir hann ásamt svo mörgum öðrum. Óllum þeim sem kynntust Hans og Kittý bar saman um að hér var um alveg einstaklega ljúft og elskulegt fólk að ræða. Kittý hafði þá eiginleika að bera að hún var bjartsýn, sá alltaf björtu hliðam- ar á öllum málum. Hún hallaði aldr- ei á neinn, fylgdist vel með sínum nánustu og þeim sem henni þótti vænt um. Enda óskaði hún öllum þeim sem hún þekkti velfamaðar í þessu lífi. Alltaf var gott var koma í Heiðargerðið, bæði var tekið vel á móti manni með hlýjum orðum og góðum veitingum svo eftir var tekið. Fyrir tæpum sex árum veiktist eldri dóttir mín mjög alvarlega. Kittý fylgdist vel með veikindum hennar og bað þess heitt að hún fengi heils- una á ný, sem og varð raunin. Ég fann það strax eftir lát Hans hversu sárt hún saknaði hans, enda var hjónaband þeirra bæði hamingju- samt og ástsælt. Við sem Kittý þekktum fundum vel að hún þráði mest af öllu að fá að fara fljótt til Hans. Sú ósk hennar hefur ræst. Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast og eiga samleið með Kittý, hún var alveg einstök kona sem líða mun mér seint úr minni, því hún reyndist mér eins og besta móðir. Stuttu eftir andlát eiginmanns hennar þegar ég heimsótti hana vor- um við að tala um lífið og allt það sem því viðkemur, þá lét hún það í Ijós að allt það sem að höndum bæri mundi hún taka með jafnaðargeði. Og yfír ásjónu hennar var slík frið- sæld og birta að mér varð starsýnt á. Um leið og ég kveð elsku Kittý mína þá vil ég, og fjölskylda mín, þakka henni áralanga vináttu og tryggð. Öll fallegu orðin hennar og góðu óskimar í okkar garð eru okk- ur gott veganesti í gegnum lífíð. Dætrum, bamabömum, tengda- sonum svo og öllum ættingjum og vinum færum við innilegar samúðar- kveðjur um leið og við biðjum henni blessunar Guðs í nýjum heimkynn- um. Birgir G. Ottósson og fjölskylda. Það varð ekki langt á milli tengda- foreldra minna. í vor lést tengdapabbi og nú í haust tengda- mamma. Ég er þakklátur fyrir að hafa eignast jafn góða tengdafor- eldra og þau voru. Það eru um tutt- ugu ár síðan ég hitti þau fyrst. Þau tóku mér strax vel og hafa allan þennan tíma sýnt mér einstaka tillits- semi og hlýju. Heimili þeirra á Hrefnugötu og síðar í Heiðargerði var einstaklega- vinalegt og friðsælt. Það var fleirum en mér sem fannst notalegt að koma þangað og láta Kittý stjana við sig og fá nýbakaða jólaköku og kex með rækjusalati og annað góðgæti. Hans gerði út tvo leigubíla og það var föst venja að bílstjóramir kæmu í kaffí einu sinni í viku og oft komu menn sem áður höfðu ekið fyrir Hans. Kittý hugsaði vel um heimilið og Hans notaði sinn frítíma til að mála íbúð- ina og dytta að henni eftir þörfum. Þeirra líf og yndi voru dætur þeirra og seinna bamabömin sem nú eru orðin átta. Þau pössuðu oft bömin okkar Lám. Fyrst Hans Tómas fram að tveggja ára aldri eða þangað til við Lára fómm til fímm ára dvalar í Kanada. Þegar við fluttumst aftur til Islands bjuggum við um tíma í Heiðargerði og síðan í mörg ár í næsta nágrenni við þau. Þá var gott fyrir Hans Tómas og Þorbjörgu Eddu að geta komið til afa og ömmu í Heiðó eftir skólann. Fyrir átta ámm fékk tengdapabbi hjartaáfall og náði ekki fullri heilsu eftir það. Hann varð að hætta starfí sínu hjá Bæjarleiðum og síðar kom að því að hann hætti að gera út annan leigubílinn og nokkmm ámm seinna hinn. Hann hélt þó áfram að halda við húsinu eftir bestu getu, vinna í garðinum, bóna bílinn og passa að moka snjó af tröppum og innkeyrslu. Fyrir fjórum ámm seldum við Lára íbúð okkar í Stóragerði og feng- um að búa í Heiðargerði í nokkra mánuði meðan verið var að ljúka við nýja húsið okkar í Fannafold. Þau vom svo innilega ánægð að fá að hafa okkur að við nutum þess að vera hjá þeim þó að við yrðum að búa þröngt. Ég hef sjaldan vitað aðra eins tillitssemi og þau sýndu okkur þennan tíma. Sem dæmi um þetta fóm þau aldrei á baðherbergið fyrr en þau vom alveg viss um að við væmm búin að ljúka okkur af. Tengdamamma talaði oft um hvað það væri tómt í húsinu eftir að við vomm farin. Þegar yngsta bamið okkar Lám, Bjöm Einar, var orðinn íjögurra ára og kominn í leikskóla pössuðu afí og amma í Heiðó hann hálfan daginn og virtust njóta þess vel. Afí tók litla hönd og leiddi snáðann með sér nið- ur í bakarí eða þeir fóm saman á rauða bflnum í Austurver að versla. Alltaf fékk sá litli að sjá vídeó eða fara í eitthvert leiktæki og oft gaf afí honum eitthvað smálegt. Inni sat amma hjá honum allan tímann með- an hann var að leika sér eða las fyr- ir hann. Amma sagði oft: „Það kem- ur svo margt skondið út úr þessum dreng. Að heyra tilsvörin hjá honum. Hann Bjöm Einar, hann verður sko vísindamaður. Hann er svo indæll þessi drengur." Þegar ég kom að ná í son minn eftir vinnu var mér ævinlega boðið í kaffi og spurt hvort ég vildi ekki sjá Moggann og ef ég settist fyrir framan sjónvarpið þá ýtti tengdapabbi til mín kolli til að hafa undir fótunum og ef ég hallaði mér á bekkinn var tengdamamma óðara komin til að bjóða mér teppi eða púða til að betur færi um mig. Á síðustu árum var minnið farið að gefa sig hjá tengdamömmu og eftir að hún missti manninn sinn fór heilsu hennar stöðugt hrakandi og hún sagði dætrum sínum að hún hefði misst svo mikið með honum Hanna að hún hefði eiginlega misst allan lífsvilja. Síðustu vikumar var hún meira og minna á sjúkrahúsi sárþjáð. Síðustu skilaboð frá henni til mín vora: „Biddu Björn að ofgera sér ekki, hann er svo hugmikill." Ég sakna hlýs handtaks tengda- pabba og hlýjunnar sem streymdi frá tengdamömmu þegar hún tók utan um mig og þrýsti mér að sér. Björn. Stutt er um liðið síðan við systurn- ar kvöddum föður okkar Hans J.K. Tómasson og nú er komið að því að kveðja móður okkar Kirstínu D. Pét- ursdóttur, sem lést hinn 5. nóvember sl. Pabbi var fæddur á Borðeyri við Hrútafjörð 24. júlí 1914, yngstur þriggja systkina. Elstur var Sigur- bjami sem látinn er, þá Dýrfínna. Hálfsystir pabba samfeðra er Elín- borg. Pabbi ólst upp á Borðeyri og dvaldist þar til 1930 er fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur. Mamma var fædd í Reykjavík 17. nóvember 1919 og uppalin þar. Hún átti tvo bræður, eldri var Láras Halldór sem er lát- inn, en yngstur er Einar Leifur. Mamma var send til Danmerkur árið 1938 á matreiðsluskóla. Talaði hún oft um hve vel hún hefði notið dvalar- innar þar. Hún talaði afbragðsgóða dönsku og nutum við góðs af því í okkar námi. Hún tileinkaði sér enn- fremur danska matargerðarlist. Fyrsta heimili foreldra okkar var á Vífilsgötu 20, Reykjavík, þar sem við áttum okkar bemsku. Bemska okkar var fyllt sól og sumri og þá sem endranær stóðu pabbi og mamma vörð um okkur. Pabbi vann baki brotnu við afgreiðslustörf og leigubílaakstur, en mamma var heima og annaðist velferð fjölskyld- unnar. Þannig leið bemska og æska. Vel var þess gætt, að við nytum menntunar, voram við því m.a. sendar í tónlistamám og dans. Alltaf voram við hvattar áfram við nám okkar og var lærdómur okkar virtur sem okkar starf. Ofarlega í huga eru sumarleyfisferðimar, þar sem allir vora saman og allir nutu þess að vera við leik. Þar sem mamma var heimavinn- andi tók hún meiri þátt í lífi okkar á þessum aldri. Hún var meistara- kokkur og var alltaf að elda eða baka eitthvað sem okkur þótti gott. Af Vífilsgötu fluttumst við á Hrefnu- götu þar sem við bjuggum öll sam- an. Þar áttum við elstu dæturnar tvær okkar ungdómsár. Traust for- eldra okkar áttum við og virtust því ekki myndast nein unglingavanda- mál, þótt ekki væra foreldrar og börn alltaf sammála. Árið 1975 fæddust fyrstu barna- börnin. Þá hófst nýtt skeið í lífí for- eldra okkar. Auðvitað sýndu þau okkur sömu umhyggjuna og dreng- irnir urðu þeim hjartfólgnir. Ófáar vora ferðirnar sem famar vora í bílt- úr með afa að skoða skipin eða jóla- ljósin fyrir jólin. Líklega hefur Óli, elsta barnabarnið, þá lært á bíl, því að svo vel tók hann eftir athöfnum afa við aksturinn. Ófáir voru líka alls konar snúningar við okkur, með smákökur fyrir jólin, eða með köku með kaffinu. Ein okkar bjó erlendis í nokkur ár og þrátt fyrir mikla fjar- lægð var sama umhugsun um dóttur- ina og fjölskyldu þar og dæturnar heima. Óteljandi vora sendingar til að gleðja lítinn dreng og foreldra. Svo bættust fleiri barnabörn í hópinn sem öll voru jafnvelkomin og með árangri allra var fylgst og glaðst yfír velgengni þeirra. Mikla umönnun sýndu þau litlu barnabami, dreng sem skilaði sér of snemma í heim- inn. Fylgst var með framföram hans þó stundum væru þær litlar og hann hvattur áfram. Eftir að pabbi hætti að vinna tók hann aukinn þátt í lífi okkar allra með mömmu. Þau vora alltaf að gera eitthvað fyrir okkur. Stundum hafði ein okkar á orði, að það væri full vinna fyrir foreldra okkar bara að vera foreldrar hennar. Kannski lýsir það best þeirri vinnu sem þau lögðu á sig fyrir okkur. Sjálf vora þau mjög lítillát. Svo sem af framansögðu má sjá, erum við fullar þakklætis fyrir að hafa átt þessa kærleiksríku foreldra. Þau kvöddu bæði eins og þau lifðu, hljóðlega og án þess að leggja nokk- uð á okkur. Vissulega erum við full- ar söknuðar og geram okkur e.t.v. ekki alveg grein fyrir hvemig við höldum áfram án þeirra. Við þökkum þeim af alhug ástúð og umönnun alla tíð og biðjum þeim blessunar. Dætur. Þegar ég tek mér penna í hönd til þess að skrifa minningarorð um Kittý, en það var hún kölluð dags ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- I l P E R L A in sími 620200 t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VILHJÁLMS PÁLSSONAR, Naustahlein 15, Garðabæ. Sérstakt þakklæti til starfsfólks St. Jósepspítala, Hafnarfirði, og til Lang- holtskirkju og Langholtskirkjukórsins. Valgerður Oddný Ágústsdóttir, Inga Svala Vilhjálmsdóttir, Páll Trausti Jörundsson, Kára Hrönn Vilhjálmsdóttir, Sigmundur Smári Stefánsson, Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, Ásta Sigríður Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR ÍSLEIFS GÍSLASONAR, Lambeyrarbraut 3, Eskifirði. Guð blessi ykkur. Magnea Magnúsdóttir, Guðný Þorbjörg ísleifsdóttir, Jón Reynir Sigurvinsson, Pétur Hafsteinn ísleifsson, Sigríður Karlsdóttir, Magnea Biörk ísleifsdóttir, Sigurður G. Gunnarsson, Sóley Rut Isleifsdóttir, Haukur Einarsson, Benný Sif ísleifsdóttir, Óskar Garðarson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför VALGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR kennara. Karólína Kolbeinsdóttir, Ella Kolbrún Kristinsdóttir, Gunnar Friðbjörnsson, Pálina M. Kristinsdóttir, Sigfús J. Johnsen og barnabörn. Lokað Skrifstofa okkar á Reykjalundi verður lokuð frá kl. 14.00 í dag, þriðjudaginn 16. nóvember, vegna útfarar HLÍNAR INGÓLFSDÓTTUR. ©Gr’OIIM HELLUHRAUNI 14 • 220 HAFNARFIRÐI ■ SÍMI 652707

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.