Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 45

Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 45 daglega, skrifa ég fyrir hönd Kvenfé- lags Bæjarleiða. Kittý var ein af 13 konum sem stofnuðu félagið fyrir 23 árum. Hún var ósérhlífin að leggja því lið á allan máta, baka fyrir fundi hvort sem hún var í kaffinefnd eða ekki, allt var sjálfsagt. Kittý starfaði í 22 ár í félagir.u þar til á síðastliðnum vetri að hún dró sig í hlé vegna veikinda. Mér fannst mikið vanta á síðasta jóla- fundi okkar, en þá kom Kittý ekki. Hún hafði alltaf spilað á píanóið í lok fundarins fallega jólasálminn okkar, Heims um ból, og við konurnar sung- um og kertin loguðu. Þetta var ógleymanleg stund. Ég sem þessar línur skrifa læt hugann reika 18 ár aftur í tímann þegar ég gekk í félagið og mætti á fyrsta fundinn. Ég þekkti konurnar ekkert fyrir utan eina sem ég kann- aðist við. Ég var svolítið kvíðin, en móttökurnar voru hlýjar, handtökin traustvekjandi. Þegar þessum fundi lauk kom Kittý til mín, strauk mér um herðar og bauð mig velkomna í félagið. Þarna fann ég strax fyrir hlýju og einlægni Kittýar og laðaðist ég því fljótt að henni. Kittý var fínleg kona, alltaf vel til höfð og hún ljómaði alltaf þegar hún mætti á fundina. Henni fannst svo gaman að hitta okkur konurnar. Mér fannst hún alltaf bera svo mik- inn kærleika til okkar allra. Síðasta samtalið mitt við Kittý var er ég hringdi til hennar í vor, þegar hún missti eiginmann sinn, en hann lést 2. apríl síðastliðinn, og eru því aðeins 7 mánuðir á milli þeirra hjóna. Kittý var þakklát að hann skyldi fá að fara svona fljótt og þurfti ekki að liggja lengi. Þá sagði hún þessi orð við mig, „Svona vil ég fá að fara líka,“ og varð henni að ósk sinni. Kittý var búin að dveljast nokkrar vikur á sjúkrahúsi vegna lasleika, en var komin heim og dvaldi hjá Siggy Lóu dóttur sinni. En dagarnir urðu aðeins fjórir þegar hún veiktist aftur og þá svo alvarlega að hún lést að morgni 5. nóvember. Varð henni að ósk sinni að fá að fara fljótt. Við félagskonur þökkum Kittý allt samstarfið í félaginu. Fari hún í guðs friði og kærri þökk. Kæra Sigga Lóa mín og hþm, þið hafið misst mikið á stuttum tíma en góður guð er með ykkur á þessum sorgardögum. Einnig sendum við samúðarkveðjur til systra þinna og fjölskyldna þeirra. Megi góður Guð vera með ykkur. Góður Guð, gefðu dánum ró, hinum líkn sem lifa. Ég kveð svo kæra félagskonu okk- ar með þessum línum. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn ér ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, tileinkar ekki hið illa. Hann gleðst ekki yfir óréttvisinni, en samgleðst sannleikanum. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. (1. Korintubréf 13. 4-8.) Ingibjörg Þorgeirsdóttir. Það er skrýtið að hugsa sér að hún Kittý eins og hún var alltaf köll- uð sé dáin, en fyrr á árinu lést eigin- maður hennar, Hans Tómas. Það var henni sérstaklega mikið áfall þar sem þau hjónin voru mjög samrýnd. Þó að sárt sé að kveðja, er huggun í að þau skuli vera saman á ný. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem) Við vildum minnast þeirra beggja með stuttri kveðju og votta eftirlif- andi dætrum þeirra: Siggu Lóu, Láru, Finnu Petu, mökum þeirra og bömum dýpstu samúð okkar. Sig^urður Tómas Sigurbjarna- son og fjölskylda. Marinó L. Stefáns son — Minning Látinn er í Reykjavík Marinó L. Stefánsson kennari. Hann stundaði kennslu hér í borg um áratuga skeið og eru undirritaðar meðal þeirra fjöl- mörgu nemenda sem nutu hand- leiðslu hans og frábærrar kennslu í bernsku. Okkur er því bæði Ijúft og skylt að minnast hans hér nokkrum orðum. Á árunum 1950-1960 var ört vaxtarskeið í þróun Reykjavíkur- borgar. Mörg ný hverfi voru byggð í austurhluta borgarinnar og var Bústaðahverfið eitt af þeim fyrstu. Á milli þess og Hlíðanna voru þá einungis tún og kartöflugarðar þar sem nú er nýi miðbærinn. Hverfið vár nánast „uppi í sveit“. Borgaryfir- völd höfðu vart undan að byggja skóla fyrir fjölmennar kynslóðir eftir- stríðsáranna sem fluttu í nýrri hverf- in og þurftu börnin því í fyrstu oft að sækja kennslu í Laugarnesskóla og var þá ekið í skólabíl til og frá skóla dag hvern. Fyrstu minningar okkar um Marinó L. Stefánsson eru frá vetrinum 1953-54 þegar við vor- um í 7 ára bekk Laugarnesskólans. Á heimleiðinni úr skólanum stansaði skólabíllinn við Sjónarhól, þar sem nú eru gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar. Þaðan þurftum við börnin í Bústaðahverfinu að ganga heim því bíllinn hélt áfram inn í Sogamýri og Blesugróf. Fannst okk- ur yngstu börnunum þetta oft ærin ganga, á brattann að sækja og í hvernig veðri sem var. Méð okkur í skólabílnum var „gamall maður“ með skólatösku sem gekk með okkur upp Grensásveginn og leiddi oft þau 'minnstu upp brekkuna. Við komumst brátt að því að hann væri kennari í Laugamesskólanum og byggi í Foss- vogi og þess vegna væri hann sam- ferða í skólabílnum á leið úr vinn- unni. Veturinn eftir var búið að byggja smábarnaskóla með þremur kennslu- stofum á milli Mosgerðis og Háa- gerðis í Smáíbúðahverfínu og var hann kallaður Háagerðisskóli en er nú leikskólinn Staðarborg. Þarna bytjuðum við í 8 ára bekk E hjá Marinó og kynntumst þar stelpunum sem enn í dag eru okkar bestu vin- konur. Um vorið var haldin skemmt- un og Marinó raðaði saman borðum í öðrum enda stofunnar til að fá upphækkað leiksvið. Hann æfði með okkur heljarmikið leikrit, sem allur bekkurinn tók þátt í og bauð hinum bekkjunum á skemmtunina. Okkur fannst þetta óskaplega spennandi eins og nærri má geta. Næsta vetur vorum við einnig í Háagerðisskóla en árið 1956 tók Breiðagerðisskóli til starfa og lukum við krakkarnir í E bekknum þar okkar barnaskóla- námi, öll árin undir handleiðslu Mar- inós. Á þessum árum var Bústaðahverf- ið barnmargt hvergi og svo var einn- ig um Smáíbúðahverfíð. íbúarnir komu úr öllum áttum og stéttum. Knattspyrnufélagið Víkingur hafði fengið stórt svæði undir starfsemi sína rétt hjá Breiðagerðisskólanum enda voru allir í hverfínu „sannir Víkingar" á þessum árum. Þannig var hverfið og börnin sem Marinó Stefánsson helgaði starfskrafta sína seinni hluta starfsæfi sinnar, þá kom- inn á sextugsaldur. Á þessum árum var nemendum raðað í bekki eftir getu og komumst við fljótt að því að ætlast var til að við stæðum okk- ur vel. Marinó var strangur við okk- ur án þess að vera ósanngjarn og við bárum mikla virðingu fyrir hon- um. Hann hélt mjög að okkur guðs- ótta og góðum siðum enda trúhneigð- ur maður og vandur að virðingu sinni í hvívetna. Hann veitti okkur viður- kenningar fyrir hegðun og góða umgengni og í náminu ætlaðist hann til að við legðum okkur öll fram, hvert eftir sinni getu. Hann var af- bragðs skriftarkennari enda lista- skrifari sjálfur og gaf út forskrift- arbækur sem lengi voru notaðar í skólum. Frá 8 ára bekk minnumst við endalausra (að okkur fannst þá) skriftaræfinga, strika og hringja sem hann lét okkur teikna svo að skrift- arnámið yrði okkur auðveldara. Minnisstæðust er okkur þó „flokka- vinnan“ svokallaða. Þetta var kennsluaðferð í landafræði og nátt- úrufræði sem Marinó tók upp í bekknum okkar síðustu þijá veturna. Byggðist aðferðin á meiri virkni og sjálfsnámi nemenda en áður hafði tíðkast. Bekknum var skipt í vinnu- flokka og hafði hver flokkur sitt ákveðna verkefni sem hann átti að vinna að mestu leyti sjálfstætt en þó undir handleiðslu kennarans. Að lokum áttu flokkarnir að „koma fram“ og segja hinum í bekknum frá því sem þeir hefðu verið að gera í formi smáfyrirlestra um viðfangsefn- ið og með því að sýna veggspjöld og vinnubækur sem þeir höfðu unnið um efnið. Þarna var um markvissa þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum að ræða en slík vinnubrögð tíðkuðust vart í skóium á þessum tíma. Jónas Jónasson þáverandi fræðslustjóri fylgdist vel með þessu starfí og kom oft í heimsókn til okkar með kennara- nema og erlenda gesti. Virtist þessi kennsluaðferð Marinós þó ekki kynnt öðrum kennurum sem skyldi. Svipuð vinnubrögð voru ekki tekin almennt upp fyrr en mörgum árum síðar að því að við best vitum. Öll árin sem Marinó kenndi okkur hélt hann áfram að æfa okkur í að lesa upp Ijóð og setja upp leikrit. Taldi hann þá ekki eftir sér að æfa okkur um helgar, jafnvel á sunnu- dagsmorgnum. Áhuginn hjá honum virtist alltaf jafn óþreytandi. Eitt sinn kenndi hann okkur norska þjóðsöng- inn, bæði ljóð og lag, í einum hvelli þegar von var á norskum gestum í heimsókn í bekkinn! Síðasta veturinn hjá Marinó vorum við smám saman að breytast í „erf- iða unglinga“. Mótþróinn gegn alvitr- um boðum og bönnum fullorðna fólksins var farinn að gera vart við sig og eflaust höfum við stundum verið honum dálítið erfið og áreiðan- lega oft vanþakklát vegna allrar vinnunnar sem hann lagði á sig okk- ar vegna. Við gerðum okkur þó grein fyrir að honum var orðið mjög hlýtt til okkar eftir öll þessi ár og við vild- um því gjarnan gefa honum ein- hveija gjöf að skilnaði sem gleddi hann. Fékk þá eitthvert séníið í bekknum þá hugmynd að við skyld- um bara gefa honum ljósmyndir af okkur, fyrst honum þætti svona vænt um okkur! Þetta fannst okkur bráðsnjöll hugmynd og var nú storm- að í bæinn, til Jóns K. Sæmundsson- ar ljósmyndara í Tjarnargötunni og allir létu taka af sér mynd. Voru myndirnar síðan límdar inn í albúm og allir urðu að skrifa nafnið sitt undir og gjöra svo vel að vanda sig. Og mikið fannst okkur við vera góð við hann Marinó okkar þegar við afhentum honum gjöfína! Öft höfum við brosað að þessu síðan en víst er um það að honum þótti vænt um þetta tiltæki okkar. Á árunum sem liðin eru síðan þetta gerðist höfum við oft talað um það gömlu bekkjarfélagarnir að gaman væri nú að hittast aftur og heilsa upp á Marinó. Við urðum vör við að hann fylgdist alltaf með okkur úr fjarlægð og ef eitthvert okkar rakst á hann á förnum vegi spurði hann okkur í þaula um hvað þessi eða hinn úr bekknum væri nú að gera. Ekk- ert varð þó úr endurfundum fyrr en vorið 1991 þegar mörg okkar áttu 25 ára stúdentsafmæli. Um það leyti átti Marinó níræðisafmæli og feng- um við leyfi til að bjóða honum í kaffí í gömlu kennslustofunni okkar í Breiðagerðisskóla. Þetta var á sól- ríku laugardagssíðdegi í byijun júní. Allir bekkjarfélagar okkar sem voru á landinu mættu. Rifjaðar voru upp gamlar minningar og áttum við þarna yndislega stund saman sem áreiðanlega verður öllum ógleyman- leg. Fjölskyldu Marinós vottum við samúð okkar allra og vitum að við mælum þar fyrir munn bekkjarsystk- ina okkar allra. Hrefna S. Einarsdóttir, Jórunn Erla Eyfjörð. Jón Þ. Einarsson, Neðra-Dal — Minning Fæddur 18. janúar 1916 Dáinn 5. nóvember 1993 Hinn 13. nóvember síðastliðinn var afi minn, Jón Þ. Einarsson, bóndi í Neðra-Dal, jarðsunginn frá Skál- holtskirkju en hann lést í Landspítal- anum 5. nóvember síðastliðinn. Afí var mér eftirminnilegur fyrir margt en mínar fyrstu minningar um hann tengjast heimsóknum mínum til hans og ömmu í Neðra-Dal og ferðum þeirra á Selfoss í ýmsum erindagjörð- um. Þá bar afí hatt, var í frakka og hélt á skjalatösku - það var ekki laust við að ég hafi fundið til feimni jafn- hliða því hve stolt ég var yfir að þessi reffílegi maður væri afí minn. Seinna kynntist ég afa betur þeg- ar ég vann undir hans handleiðslu sem einn af „girðingastrákunum" hans. Ég hélt áfram að líta upp til hans og virðing mín fyrir honum óx enn við frekari kynni. Afí var ham- hleypa til verka, ósérhlífínn, drífandi og fylginn sér og sannfæringu sinni, enda bjó mikið hugverk að baki máli hans og framkvæmdum. í ná- vist hans fannst glögglega krafturinn og viljinn sem bjó í honum til þess að yrkja land sitt og móta sitt fólk. Áfí fýlgdist alltaf vel með því sem var að gerast innan sinnar fjölskyldu og var vel heima í innansveitar- og þjóðmálum. Ég hafði líka ailtaf gam- an af að spjalla við afa og beið eftir að heyra hans rök og sjónarmið. Afi sagði líka skemmtilega frá, hann kunni ógrynni af eftirminnilegum sögum af mönnum og málefnum sem urðu ævintýri í eyrum þeirra sem á hann hlýddu. í mínum huga voru afí og amma miðpunkturinn í fjölskyldunni enda hefur heimili þeirra í Neðra-Dal ver- ið „miðstöð" ættarinnar. Hjá þeim voru til dæmis alltaf haldin jólaboð sem sameinuðu alla fjölskylduna og slegið var á létta strengi. Það eru ekki aðeins afabömin sem þekkja góðar móttökur afa og ömmu í Neðra-Dal heldur einnig frændgarð- ur þeirra allur og stór vinahópur. Með þessum orðum vil ég þakka fyrir að hafa fengið að njóta þrosk- andi og ánægjulegra stunda með afa. Það er vissa mín að vel unnin dagsverk afa á meðal okkar hafa fært honum gott veganesti á nýjum slóðum. Elsku amma, þinn missir er mikill, genginn er góður eiginmaður og vinur. Guð blessi minningu hans. Aðalheiður Guðmundsdóttir. t Kæru ættingjar og vinir! Þökkum ykkur öllum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNBORGAR SIGURÐARDÓTTUR, Háengi 3, Selfossi. Guðmundur Geir Ólafsson, Erla Guðmundsdóttir, Gunnar Guðnason, Ólafur Guðmundsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Ingunn Guðmundsdóttir, Magnús Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför sonar okkar, bróður, mágs og frænda, ARNAR HRAFNSSONAR. Lilja Kristinsdóttir, Hrafn Ragnarsson, Kristinn E. Hrafnsson, Sigurlaug Hrafnsdóttir, Liney Hrafnsdóttir, Georg P. Kristinsson, Hrafnhildur L. Óskarsdóttir, Sigyn B. Kristinsdóttir, Hanna S. Georgsdóttir, Alvilda M. Georgsdóttir, Valdimar Valdimarsson. t Föðurbróðir minn GUNNLAUGUR KRISTJÁNSSON, frá Lambanesi, Fljótum lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar 14. nóvember. Haraldur Árnason t Innilegar þakkir færum við þeim fjöl- mörgu, sem sýndu okkur samúð og vin- arhug við fráfall móður okkar, tengda- möður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, SVANHVÍTAR SMITH, Eiríksgötu 11. Erna Smith, Kristján Smith, Hrefna Arnkelsdóttir, Sigurbjörg Smith, Ólafur S. Guðmundsson, Ásta Egilsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.