Morgunblaðið - 16.11.1993, Síða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993
mmfttm
NOTA&IR 8ILAR
Y^vvWVVVVTWV^
o
C/27
„ Jtanri' kostcái þúsunct gtstnýr.
þaS er þao sent bg sel hann. "
111. i ' 1. , i i
Þó svo ég viti að hann vissi
ekki hvað æ sér gjöf til gjalda
þýðir, hef ég ákveðið að fara í
jarðarförina hans.
að skokka með til að
hann hafí félagsskap
TM Reg. U.S Pat Ofl — all rights reserved
© 1993 Los Angetes Times Syndicate
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reylqavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Geimverur í Biblíunni
Frá Birnu Ó. Jónsdóttur:
LAUGARDAGINN 23. október sl.
~ var grein í ?Bréf til blaðsins" sem
fjallaði um geimverur í Biblíunni. Þar
er meðal annars sagt frá stormvindi
og miklu skýi sem hnykklast saman,
og úr stormvindinum sáust myndir
af fjórum verum, sem að mati grein-
arhöfundar eiga að vera geimverur.
Mig langar til að skoða þessa lýsingu
aðeins nánar. í greininni segir meðal
annars:
?Þegar Esekíel komst í náin kynni
við geimverur segir svo frá í Gamla
testamentinu: ?Stormvindur kom úr
norðri og ský mikið, sem hnykklaðist
saman og stóð af því bjarmi umhverf-
is, og út úr honum sást eitthvað sem
glóði eins og lýsigull. Ut úr honum
sáust myndir af fjórum verum. Og
þetta var útlit þeirra: Mannsmynd
var á þeim.“ (Esekíel 1:4-5)“ Tilvitn-
un lýkur.
Ekki veit ég hvernig þessar verur
ættu að líta út, enda hafa þær nú
ekkert verið að sýna sig, blessaðar.
Þær hafa að sögn nokkurra manna
haft samband við þá gegnum huga
þeirra, og einn hefur lýst þeim sem
litlum grænum verum, annar að þær
hafi gráan eðluskráp. Ekki kalla ég
það mannsmynd, öllu heidur eðlu-
mynd, dýraríkið er fjölbreytt og ef-
ast ég ekki um að Iýsingu á þessum
verum mætti heldur fínna þar.
Þegar ég fletti upp þessari tilvitn-
un sem vísað var í, gat ég ekki með
nokkru móti séð að verið væri að
lýsa geimverum eða geimfari. Þama
var talað um ský og fjórar verur.
Til er samskonar lýsing í 2. Mósebók
af skýi sem fylgdi Israelsmönnum
gegnum eyðimörkina, og segir um
það: ?Drottinn gekk fyrir þeim á
daginn í skýstólpa til að vísa þeim
veg, en á nóttunni í eldstólpa til að
lýsa þeim, svo að þeir gætu ferðast
nótt §em dag.“ 2. Mós. 13.21. Eins
er að finna lýsingu á samskonar ver-
um, einnig fjórum, annars staðar í
Biblíunni, það er í Opinberun Jóhann-
esar. Þar segir um þær að þær væru
fyrir miðju hásætinu og umhverfis
það, og þær láta ekki af að gefa
honum, sem í hásætinu situr, dýrð
og heiður og þökk, dag og nótt.
Ef haldið er áfram lestrinum í
Esekíel kemur líka í ljós að fyrir
ofan verumar fjórar var safírsteinn
í lögun sem hásæti, og þar uppi var
mynd nokkur í mannslíki. Síðan seg-
ir Esekíel: ?...Þannig var ímynd dýrð-
ar Drottins á að líta“. Það sem Esekí-
el er að lýsa er þá Drottinn í allri
sinni dýrð, og kringum hann eru
verumar fjórar sem gefa honum
dýrð, heiður og þökk. Þær verur virð-
ast vera þær sömu og Jóhannes lýsir
í sinni opinberun, verur sem eru
kringum hásæti Drottins og fylgja
honum. Þar með get ég ómögulega
tengt saman lýsingu á Dýrð Drottins
í sýnum spámanna Guðs og lýsingu
á grænum verum eða hvernig sem
þær nú eiga að líta út sem sýna sig
þeim mönnum sem að því er virðist
leita eftir sambandi við einhveija
anda aðra en Heilagan Anda Guðs.
En á einum stað í Biblíunni sá ég
að verið var að tala um vemr í himin-
geimnum. I bréfi sem Páll postuli
skrifaði til Efesusmanna, segir:
?Klæðist alvæpni Guðs, til þess að
þér getið staðið vélabrögð djöfulsins.
Því að baráttan, sem vér eigum í,
er ekki við menn af holdi og blóði,
heldur við tignimar og völdin, við
heimsdrottna þessa myrkurs, við
andaverur vonskunnar í himingeimn-
um.“ Ef. 6.10-12; Þessar andaverur
vonskunnar eru í himingeimnum,
þessar verur eru þá ?himin-geim-ver-
ur“, eða hvað? Og ekki gefur Páll
þeim gott orð. Enda varar hann okk-
ur við þeim og biður okkur um að
klæðast alvæpni Guðs til þess að
standast vélabrögð þeirra.
Það virðist, að öll skilaboð um
geimverur komi með hugsnaflutn-
ingi, gegnum anda eða huga fólks.
Skilaboðin koma frá svokölluðum
?æðri veram" frá ?þróaðri tilverastig-
um“, þau eiga einnig að koma frá
öndum framliðinna.
Það er nokkuð athyglisvert að
kenningar Nýaldarsinna, virðast all-
ar eiga uppruna sinn á svipaðan
hátt: frá framliðnum, frá ?æðri önd-
um“, öndum sem finna sér farvegi
meðal annars gegnum Indíána eða
inverska ?Gúrúa“ og þess háttar.
Ekki kæmi mér á óvart að þeirra
táli fylgi fagurgali um mikinn þroska
og visku þeirra sem þeir komast í
samband við, að mínu mati gagngert
til þess að veiða sálir í net forgengi-
leikans. í 2. Tímóteusarbréfi 4. kafla
segir: ?Því *að þann tíma mun að
bera, er menn þola ekki hina heil-
næmu kenning, heldur hópa þeir að
sér kennurum eftir eigin fýsnum sín-
um til þess að heyra það, sem kitlar
eyrun. Þeir munu snúa eyram sínum
burt frá sannleikanum og hverfa að
ævintýrum. “
En hvemig er þá hægt að þekkja
sannleikann? Jesús segir: ?Ef þér
erað stöðugir í orði mínu, erað þér
sannir lærisveinar mínir og munuð
þekkja sannleikann, og sannleikurinn
mun gjöra yður fijálsa... Hví skiljið
þér ekki mál mitt? ... Sá sem er af
Guði, heyrir Guðs orð. Þér heyrið
ekki,. vegna þess að þér erað ekki
af Guði... Sannlega, sannlega segi
ég yður: Sá sem varðveitir mitt otð,
skal aldrei að eilífu deyja. “
Og ég vil enda á hinum sönnu
orðum Jesú Krists sem eru enn og
verða alltaf í fullu gildi: ?Ég er vegur-
inn, sannleikurinn og lífíð. Enginn
kemur til föðurins, nema fyrir mig.“
Jóh. 14.6;
BIRNA Ó. JÓNSDÓTTIR,
Dúfnahólum 4,
Reykjavík.
Aðgerðir
í vaxta-
málum
Frá Gunnari Tómassyni:
FYRIR fjórum áram setti undirrit-
aður fram tillögu við ríkisstjóm
Steingríms Hermannssonar um 2%
hámarks raunvexti á innlendum lán-
tökum ríkissjóðs ásamt erlendri íjár-
mögnun á þeim hluta lánsfjárþarfar,
sem ekki fengist á þeim kjöram inn-
anlands.
Þrátt fyrir góðan vilja þáverandi
forsætisráðherra til raunhæfra að-
gerða til lækkunar yaxta til hags-
bóta fyrir heimili landsins og at-
vinnulíf, náði tillagan ekki fram að
ganga.
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hef-
ur nú, góðu heilli, gert hliðstæða
hugmynd að sinni. Hins vegar virð-
ast 5% hámarks vextir á innlendum
lántökum ríkissjóðs vera allt of háir
með hliðsjón af knýjandi nauðsyn
stórlækkunar raunvaxtastigs.
GUNNAR TÓMASSON,
hagfræðingur.
HOGNI HREKKVISI
Vík\erji skrifar
Ráðning Jóns Sigurðssonar, for-
manns bankastjómar Seðla-
banka íslands, til þess að verða aðal-
bankastjóri Norræna fjárfestingar-
bankans er mikil viðurkenning fyrir
hann sjálfan svo og okkur Islend-
inga. Hér er um lánastofnun að
ræða, sem veltir miklum fjármunum
og alveg augljóst, að til aðalstjórn-
anda hennar era gerðar miklar kröf-
ur. Þess vegna er það þeim mun
ánægjulegra, að íslendingur skuli
talinn uppfylla þær kröfur.
Við eram smáþjóð, sem hefur
ekki verið í alfaraleið, hvernig sem
á það er litið. íslendingar hafa yfir-
leitt ekki komið við sögu, þegar um
er að ræða helztu embætti í alþjóð-
legum eða fjölþjóðlegum stofnunum.
Þetta er bersýnilega að breytast.
Við eigum nú fólk, sem vegna
menntunar og starfsreynslu stendur
jafnfætis útlendingum og það kemur
m.a. fram í því að fleiri og fleiri
íslendingar ráðast til starfa hjá al-
þjóðastofnunum. Er í þeim efnum
skemmst að minnast þess, að Kjart-
an Jóhannsson sendiherra tekur
senn við starfi framkvæmdastjóra
Fríverzlunarsamtaka Evrópu.
Það traust, sem okkur er sýnt sem
þjóð á þennan hátt, er fagnaðarefni
um leið og við hljótum að meta þá
einstaklinga að verðieikum, sem hér
eiga hlut að máli.
xxx
Fyrstu vísbendingar um stöðu
flokkanna í væntanlegum
borgarstjórnarkosningum í Reykja-
vík næsta vor komu fram í skoðana-
könnun, sem Félagsvísindastofnun
gerði fyrir ríkissjónvarpið fyrir
nokkram dögum. Það sýnir mikinn
styrk Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík, að könnun þessi sýndi, að flokk-
urinn mundi halda meirihluta sínum
að óbreyttum framboðum vinstri
flokkanna.
Ríkisstjórn undir forystu Sjálf-
stæðisflokksins hefur setið síðustu
rúm tvö ár á einhveijum mestu
krepputímum, sem yfir þjóðina hafa
gengið á þessari öld. Fyrirfram hefði
mátt ætla, að það hefði komið niður
á Sjálfstæðisflokknum í þessari
könnun og að við núverandi aðstæð-
ur hefðu minnihlutaflokkamir um-
talsverða möguleika á að ná meiri-
hluta í borgarstjórn. Svo virðist ekki
vera og ætti það að verða borgarfull-
trúum Sjálfstæðisflokksins hvatning
til þess að halda vel á málum og
misstíga sig nú ekki.
xxx
Sjálfsagt hafa mörgum komið á
óvart úrslit prófkjörsins meðal
sjálfstæðismanna i Kópavogi. Aug-
ljóst er, að þar verður umtalsverð
endurnýjun, ekki sízt á þann veg,
að nokkrar konur hafa náð góðum
árangri og verða bersýnilega áhrifa-
miklar í bæjarstjórnarflokki sjálf-
stæðismanna næsta kjörtímabil.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur áreið-
anlega töluverða möguleika á að ná
meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs
að þessu sinni, ef flokkurinn heldur
rétt á málum. Niðurstaða prófkjörs-
ins ætti fremur að stuðla að því að
svo geti orðið.