Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 56

Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 56
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK SIMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. íshúsfélag ísfirðinga skráð á opna tilboðsmarkaðnum Stefnt að hlutafjár- •aukningu um 50 millj. STJÓRN íshúsfélags ísfirðinga hf. hefur fjallað um og samþykkt kauptilboð það sem íshúsfélagið gerði í 50% hlut Fáfnis á Þingeyri í Arnarnúpi, sem gert hefur Framnesið út á móti Ishúsfélaginu á ísafirði. íshúsfélagið hefur því eignast Framnesið alfarið, ásamt 1.543 þorskígildistonnum sem skipinu fylgja, sem eru bæði rækjuveiðiheim- ildir og bolfiskur. Að sögn Þorleifs Pálssonar, sljórnarformanns Is- húsfélagsins, hefur íshúsfélagið þannig tryggt sér um 2.600 þorsk- ígildistonn til frambúðar, með þeim veiðiheimildum sem Stefnir (áð- ur Gyllir frá Flateyri) og Framnesið hafa yfir að ráða. Þorleifur segir að nú næstu daga verði hlutabréf í íshúsfélaginu skráð á hin- um opna tilboðsmarkaði, og Verðbréfamarkaði íslandsbanka hafi þegar verið send gögn þar sem óskað er eftir að hann annist slíka skráningu. Að sögn Þorleifs þarf enn að -"•'-J^.'úa talsvert bil til þess að hráefnis- öflun verði næg, eftir að Guðbjörg- in hættir að leggja upp hjá íshúsfé- laginu, sem verður næsta haust, þegar hinn nýi stóri frystitogari Ásgeirs Guðbjartssonar og félaga kemur til landsins og leysir Guð- björgina af hólmi. Guðbjörgin lagði upp um 3.600 tonn á sl. ári hjá íshúsfélaginu og oft hefur hún lagt upp meiri afla. Stefnir veiðir bolfiskinn „ _ Þorleifur sagði að meiningin væri að Framnesið yrði einungis gert út á rækju til að byija með, en fyrirtækið ræður yfir um 300 tonnum í rækju, og áætlað væri að Stefnir veiddi bolfiskinn. „Við höfum þegar sent Verð- bréfamarkaði íslandsbanka gögn og óskað eftir að hann annist skrán- ingu fyrir okkur á hlutabréfum á hinum opna tilboðsmarkaði,“ sagði Þorleifur í samtali við Morgunblaðið í gær. Þorleifur kvaðst eiga von á því að slík skráning hæfíst nú allra næstu daga. „Við rennum blint í sjóinn með það hveijar undirtektir verða," sagði Þorleifur, „það verður bara að koma í Ijós. Við höfum rætt við nokkra aðila, en það hafa ekki fengist endanleg svör ennþá. Skráð hlutafé hjá félaginu er 70 milljónir króna, og síðan liggur fyr- ir samþykki hluthafafundar um að auka hlutaféð um 50 milljónir að nafnverði, þannig að samtals verði hlutaféð um 120 milljónir króna.“ iviorgunoiaoiu/ F'orKen Landfestar treystar MIKILL viðbúnaður var í höfnum sunnan- og vestanlands í gær en spáð var suðaustan og suðvestan stormi. Ekkert tjón varð á flóðinu í gærmorgun, en á kvöldflóðinu barst trilla upp á bryggju í Grindavík og sjór gekk víða á land, en óljóst um skemmdir í myrkrinu. Síðla kvölds var stormurinn ekki skollinn á, en að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings átti lægðin að koma inn yfir landið skömmu eftir miðnætti í nótt og vera skammvinn.. Menn höfðu varann á og gengu tryggilega frá bátum sínum, eins og þessi mynd sem tekin var í smábátahöfninni í Sandgerði í gærkvöldi sýnir. Önnur lægð er væntanleg í dag og sagði Einar að lægðir sem koma í kjölfarið á öðrum djúpum lægðum væru oft illskeyttar og til alls vísar. Togarar úr Smugunni á leið til lands með afla frá Svalbarðasvæðinu Áttu að bíða úrslita um aðild að Svalbarðasamkomulaginu - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra AFLI fenginn á yfirlýstu fiskverndarsvæði Norðmanna við Svalbarða er í lestum nokkurra þeirra íslensku fiskiskipa sem nú eru á leið til lands eftir veiðar í Smugunni, að því er útgerðarmaður eins þeirra skipa sem fóru inn á svæðið fyrir helgi staðfesti í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Skipin höfðu þar skamma viðdvöl, sum köstuðu en önnur ekki. Allt að 7,5 tonn fengust í hali. Útgerðarmaðurinn sagði að fyrir mönnum hefði vakað að kalla fram viðbrögð stjórnvalda á íslandi og í Noregi. Norskt varðskip var skammt undan meðan á veið- unum stóð en aðhafðist ekkert. Engin viðbrögð við þessum fréttum fengust í norska stjórnkerfinu í gærkvöldi. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að utanríkisráðunéytið hefði beðið þá útgerðarmenn sem undan- farið hefðu leitað stuðnings við veiðar á svæðinu að bíða niðurstöðu um hvort íslendingar gerðust aðilar að Svalbarðasamkomulaginu. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra vildi ekkert um málið segja. Hann ,íl»»egir afstöðu ríkissljórnarinnar til málsins óbreytta frá því í ágúst þegar varað var við veiðum á svæðinu. Útgerðarmaður sem rætt var við sagði að ekki hefði verið um að ræða neitt formlegt samráð milli útgerðar- manna eða skipstjóra um að fara inn á svæðið en eftir að lengi hefði verið rætt um möguleika á veiðum þarna og ekkert hefði gengið að fá skýr svör stjómvalda hefðu margir ákveð- ið að koma við á svæðinu til að kanna hvort þar væri físk að fá. Menn hefðu ekki látið sannfærast af yfirlýsingum stjómvalda um óljósa réttarstöðu. Eftir 10 daga geijun meðal skip- stjóra og útgerða hefði niðurstaðan orðið sú að líta á svæðið. Hver skip- stjóri hefði haft sín fyrirmæli; sumir Ellefu ára í A- landsliði Islands GUÐMUNDUR E. Stephensen, Víkingi, var í gærkvöldi valinn í A-Iandslið íslands í borðtennis sem mætir Færeyingum í lands- keppni í Laugardalshöll næst komandi mánudag. Guðmundur er aðeins 11 ára og yngsti A-landsliðsmaður íslands í íþróttum — og þó víðar væri leitað. Guðmundur var stigahæstur í borðtennis á síðustu leiktíð og hefur haldið uppteknum hætti í vetur, er efstur eftir þrjú mót í meistaraflokki með 33 punkta. Fyrir tveimur árum keppti hann fyrst með unglingalandsliði ís- lands 14 ára og yngri og fyrr á árinu var hann í landsliði 18 ára og yngri. Guðmundur byrjaði að æfa borðtennis fyrir um fjórum árum. Sjá bls. Bl. Guðmundur E. Stephensen hefðu mátt kasta jafnvel þótt það kostaði aðvörun eða afskipti varð- skipa, öðrum hefði verið upp á lagt að forðast að láta norsk varðskip sjá til ferða sinna og enn öðrum leyft að sigla inn á svæðið en bannað að kasta. Fýrir mönnum hefði vakað að koma málinu á skrið og fá fram við- brögð stjórnvalda. Jón Baldvin Hannibalsson sagðist í gær hafa frétt haft eftir LÍU að einhver skip hefðu hrakist að Sval- barða undan veðraham. „Ég hef ekki fengið þetta staðfest. En margir út- gerðaraðilar og skipstjórnarmenn hafa haft sambandi við okkur á und- anfömum dögum og spurt hvað við ráðlegðum þeim. Við höfum svarað mjög skýrt; haldið ykkur frá svæð- inu. Áhættan sem þið takið er sú að skip verði færð til hafnar, afli og veiðarfæri verði gerð upptæk, það verði dæmt samkvæmt norskum landhelgislögum og ávinningurinn af þessu er enginn. Bíðið með slíkar aðgerðir þangað til stjórnvöld hafa komist að niðurstöðu um það hvort við ætlum að gerast aðilar að Sval- barðasamningnum. Það munum við ekki gera án undanfarandi viðræðna við Norðmenn, vegna þess að hingað til hafa Norðmenn ekki viljað efna til málareksturs á grúndvelli slíkra aðgerða gagnvart samningsríkjum," sagði Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra. „Sérfræðingahópur í utanrikis- ráðuneytinu hefur kannað réttar- stöðu Svalbarðasamningsins og stöðu okkar og skilað mér niðurstöðu sinni í skýrslu. Ég hef ekki enn feng- ið ráðrúm til að leggja hana fyrir ríkisstjórnina," sagði Jón Baldvin. j?'-'^; j ^7 Interpolis-skákmótið Margeir og Jóhann báðir áfram FYRSTU umferð Interpolis-skák- mótsins í Hollandi lauk í gær. Margeir Pétursson og Jóhann Hjartarson eru báðir komnir í aðra umferð. Margeir gerði jafntefli við Pinter í fyrri skákinni og vann þá síðari. Andstæðingur hans í annarri umferð verður Hollendingurinn Jan Timman. Jóhann tefldi við Georgadze. Eftir bráðabana hafði Jóhann betur og heldur því áfram. ------♦ ♦ ♦ Vill ekki kæra MAÐUR varð fyrir líkamsárás í Öskjuhlið í gærkvöldi og var flutt- ur á slysadeild Borgarspítalans með töluverða áverka. Að sögn lögreglu gaf maðurinn enga lýs- ingu á árásarmanninum og í gær- kvöldi var talið að hann vildi ekki leggja fram kæru vegna málsins. Maðurinn barði upp á í húsi í grennd við Öskjuhlíð illa til reika og óskaði eftir aðstoð til þess að kom- ast á slysadeild. Hringt var í lög- reglu sem kom á staðinn og flutti manninn undir læknishendur. Ekki er vitað hvaða ástæður liggja að baki þess að maðurinn hyggst ekki kæra árásina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.