Morgunblaðið - 20.11.1993, Side 12

Morgunblaðið - 20.11.1993, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Eru spilakassamir löglegir? eftir Sigurgeir Sigurjónsson Von er að spurt sé - því ef svar- ið er neitandi, þá er Háskóli ís- lands og Rauði kross íslands í vondum málum. Eftir að hinni hatrömmu deilu þessara aðila lauk með sátt fyrir milligöngu dóms- málaráðherra lýsti ráðherrann yfir því í sjónvarpinu að rekstur þess- ara kassa væri löglegur. Jafnframt veitti ráðherrann báðum aðilum leyfi til að starfrækja kassana. Ekki eru þó allir sáttir við þessa yfirlýsingu ráðherrans um lögmæti þessara kassa. T.d. hafa tveir hæstaréttarlögmenn látið hafa eft- ir sér að kassarnir stæðust ekki lög. Annar þessara Tögmanna er Tryggvi Gunnarsson, sem mun hafa samið álit sitt samkvæmt sér- stakri beiðni Rauða krossins. Þetta álit Tryggva mun ekki, mér vitan- lega, hafa birst opinberlega, en spurst hefur að niðurstaða hans hafi verið sú að spilakassar Rauða krossins hafi verið ólöglegir. (Rauði krossinn heldur þó enn áfram að græða peninga á þeim.) Hinn lögmaðurinn, sem látið hefur í ljós skoðun sína er Hróbjartur Jónatansson. Lýsti hann því einnig yfír nýlega í sjónvarpinu að spila- kassar þessir væru að hans mati ólöglegir. Geri ég þá ráð fyrir að hann hafi bæði átt við hina gömlu spilakassa Rauða krossins og hina nýju spilakassa Háskólans. Málin standa því þannig að tveir hæsta- réttarlögmenn telja það ólöglegt sem dómsmálaráðherra telur lög- legt. Með hliðsjón af þeim ásökunum sem Háskólinn og Rauði krossinn „Svarið er einfalt — svo einfalt að hver sá sem hingað til hefur nennt að lesa þessa grein mína getur sagt sér það sjálfur, þessir spila- kassar Háskólans hljóta að vera ólöglegir og starfræksla þeirra því refsiverð.“ hafa orðið fyrir um lögbrot og „fjárhættuspil" er þá ekki hér ástæða til að staldra dálítið við og rannsaka þetta atriði nokkuð nán- ar? Varla má gera ráð fyrir því, að menn sætti sig við að Háskóli íslands og Rauði kross íslands afli sér fjár á ólögmætan og refsiverð- an hátt. Um hina siðferðilegu hlið þessa máls ætla ég ekki að ræða hér. Um hana get ég látið mér nægja að vitna í grein Magnúsar S. Magnússonar, sérfræðings í at- ferlissálfræði við Háskóla Islands, er britist í Morgunblaðinu 28. októ- ber sl. Þar segir þessi sérfræðingur Háskólans sjálfs: „Getur þá talist heilbrigt fyrir 0,2 milljarða, að ýta æðstu menntastofnun þjóðarinnar út í notkun fjáröflunaraðferða sem siðferðilega og heilsufarslega orka tvímælis?“ Hin siðferðilega hlið málsins er auðvitað mikilvæg, en um hana má deila endalaust án þess að nokkur niðurstaða fáist. Um hina lagalegu hliðina gildir nokkuð öðru máli og það er um hana sem ég vil hér fara nokkrum orðum. Svo vill til að til er Hæstaréttar- dómur sem án nokkurs vafa sker úr um lögmæti eða ólögmæti þess- ara margnefndu spilakassa. Hér á ég við dóm Hæstaréttar í málinu nr. 128/1948. Réttvísin gegn Axel Sigurðssyni og Pétri Hoffmann Salómonssyni, uppkveðnum þann 7. desember 1949. Ekki er ástæða til að rekja hér nákvæmlega mála- vexti í því máli, en í stuttu máli snérist það um lögmæti svipaðra eða nokkurn veginn samskonar spilakassa og Rauði krossinn hefur rekið hér um mörg undanfarin ár. Niðurstaðan í héraði og í Hæsta- rétti varð sú sama. Báðir hinir ákærðu voru dæmdir sekir fyrir „fjárhættuspii" samkvæmt 1. mgr. 183 gr. hinna almennu hegningar- laga nr. 19/1940. Auk þeirra sekta semm hinir ákærðu hlutu sam- kvæmt þessum dómi voru hinir ólöglegu spilakassar ásamt pen- ingum þeim, sem í þeim voru upp- tækir ríkissjóði til handa. Þegar mál þetta var rekið fyrir Hæsta- rétti var þar lögð fram skoðunar- gerð dómkvaddra manna. í þeirri skoðunargerð kom fram það álit þeirra, „að hrein hending réði því, hvort spilamaður hreppi vinning, en leikni spilamanns skipti ekki máli“. Af þessum ástæðum komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að um „fjárhættuspil" væri að ræða. Þessi dómur Hæstaréttar er at- hyglisverður að því leyti að hann hlýtur að hafa fordæmisgildi þegar skera þarf úr um það hvaða spila- kassar eru löglegir og hveijir ekki. Það sem meta skal er þetta: Ræð- ur hending ein, en ekki Ieikni spila- manns? Ef svo er þá er spilakass- ■ Sigurgeir Sigurjónsson inn ólöglegur og starfsemi hans refsivert „fjárhættuspil" sam- kvæmt 1. mgr. 183. gr. hegningar- laganna. Er nú ekki full ástæða til að spyija: Hvers eðlis eru þeir spila- kassar sem Háskóli íslands, Rauði kross íslands og þeir aðrir félagar hafa nú fengið leyfi Dómsmálaráð- herra til að starfrækja. Svarið er einfalt - svo einfalt að hver sá sem hingað til hefur nennt að lesa þessa grein mína getur sagt sér það sjálf- ur, þessir spilakassar Háskólans hljóta að vera ólöglegir og starf- ræksla þeirra því refsiverð. Því má svo bæta við að svo kallað „leyfí“ Dómsmálaráðherrans er hrein markleysa. Ráðherrann hef- ur ekkert vald til að leyfa mönnum að fremja lögbrot, síst af öllu brot á hinum almennu hegningarlögum landsins. Af framangreindu er ljóst að ekki verður unað við núverandi ástand í þessum málum án ein- hverra lagalegra leiðréttinga. Al- menningur getur að sjálfsögðu ekki sætt sig við að svo virðulegar stofnanir sem Háskóli íslands og Rauði kross íslands raki saman milljörðum króna á bersýnilega ólöglegan hátt og með þeim skelfi- legu afleiðingum sem ætíð fylgja í fótspor „fjárhættuspila" og þegar hefur verið lýst í fjölmiðlum hér á landi. Mér sýnist að úr því sem komið er og til þess að bjarga Háskólan- um og Rauða krossinum út úr því öngþveiti sem þessir aðilar eru komnir í, svo og frá öllum ásökun- um um lagabrot og refsivert at- hæfí, sé nú ekki önnur leið til - hvort sem mönnum líkar það betur eða verr - en að lögleiða hér starf- rækslu fjárhættuspils á einn eða annan hátt. Liggur þá beinast við að veita Háskólanum, Rauða krossinum og þeim öðrum félögum, sem hlut eiga að máli einkarétt til slíkrar starfsemi. Að veita slík leyfí á löglegan hátt er þó skömminni skárra en að þurfa að sætta sig við að svona starfsemi sé rekin á ólöglegan og refsiverðan hátt og það af svo virðulegum stofnunum sem að framan greinir. Að lokum þetta: Er ekki ráð fyrir Dómsmálaráðherrann að gera sem fyrst ráðstafanir til þess að breyta 183. gr. hegningarlaganna, áður en einhveijum dettuq í hug að kæra rektor Háskóla íslands fyrir „fjárhættuspil"? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Opið bréf til Friðriks Sophussonar eftir Unni Jensdóttur Að vera öryrki er hlutskipti, sem enginn velur sér. Að verða gam- all, vilja flestir verða, en enginn vera. Að vera atvinnulaus er öllu venjulegu fólki niðurbrot á sjálfs- virðingu. Að vera almennur laun- þegi er ekki gott; ekki á íslandi. Ekkert af þessu er gott hlutskipti á íslandi; „besta landi í heimi“, eins og sumir segja en alltof marg- ir skynja, að er því miður ekki satt. Orð eru til alls fyrst og þess vegna skrifa ég þér, Friðrik, eftir að ég hlustaði á þig á hádegisfrétt- um útvarpsins 5. okt. sl. Þar sagð- ir þú að það væri „dálítið skringi- legt að greiða þeim sem að ekki hafa vinnu og eru á bótum, orlofs- uppbætur“. Þetta voru þín rök fyr- ir þeirri stefnu að klípa af orlofs- ÁSGEIR Eiríksson, bæjarritari Mosfellsbæjar, hefur óskað eftir birtingu eftirfarandi: „í tilefni skrifa Hauks Nikulás- sonar og Rúnars Sigurðssonar undanfarna daga um sölu Tækni • vals á ólöglegum hugbúnaði, vill undirritaður taka fram eftirfar- andi: Eftir að grein Hauks birtist í Morgunblaðinu hafði fulltrúi Tæknivals samband við undirritað- an, og bað um staðfestingu Mos- fellsbæjar á staðreyndum vegna kaupa bæjarfélagsins á Novel hug- búnaði. Hið rétta í málinu er, að Mos- fellsbær keypti í desember 1992 uppfærslu á nethugbúnaði, frá Tæknivali hf. Reikningur fyrir þessa uppfærslu var gefínn út af Tæknivali hf., og-greiddur af Mos- bótum öryrkja og aldraðra. Þegar maður hlustar á slíkar trakteringar í útvarpinu, kemur ýmislegt upp í hugann varðandi það þjóðfélag, sem maður býr í og hvemig það er að vera manneskja í slíku þjóðfélagi. Fyrr mátti nú taka til á ríkisheimilinu en að fram- kvæma allar þær gerræðislegu ráðstafanir, sem skellt hefur verið yfir almenning undanfarið í nafni spamaðar, af þessari furðulegu ríkisstjórn. Sífelldar breytingar skapa ótta og öryggisleysi hjá því fólki sem á allt sitt undir þeirri þjónustu sem heilbrigðis- og trygg- ingakerfið veitir. Mér er svo mikið niðri fyrir, að ég vildi helst vaða úr einu í annað. En ég mun halda mig við málefni öryrkja og aldraðra í þessu bréfí. Ég hef haft ætíð þá trú, að þú sért stjómmálamaður af heilind- um. Hvernig getur slíkur ágætis- fellsbæ skömmu síðar. Fulltrúar Tæknivals komu eftir að gengið hafði verið frá kaupunum og settu umrædda uppfærslu inn á netkerfi bæjarskrifstofunnar. í ljós hefur komið, að það eintak sem sett var inn á tölvu bæjarins var ekki hið endanlega eintak, heldur annað sem sett var inn meðan beðið var eftir að það eintak sem við keypt- um bærist til landsins og yrði af- greitt. í janúar á þessu ári barst síðan hið rétta eintak, og kom fulltrúi Tæknivals á staðinn með það, og hugðist setja það inn á tölvuna. Þegar hann bar áð garði var tíma- frek vinnsla í gangi og því afráðið að pakkinn væri skilinn eftir, og rétt eintak lesið inn við fyrsta hent- uga tækifæri. Það sem síðan gerð- ist, er að væntanlega hafa báðir „Ef þú hefur enst til þess að lesa þetta bréf, Friðrik, langar mig að benda þér á, svona í lokin, að líklegast hefur dýrasti liður þjóðfélaga í gegnum aldirnar verið að halda uppi hirð. Það er gert enn í dag, „hirð- in“ er bara dulbúin og kallast á nútímamáli „þeir sem betur mega sín“.“ maður sagt annað eins og þú sagð- ir í útvarpið og ætlar jafnvel að framkvæma það? Er ekki nóg kom- ið? Eru öryrkjar og aldraðir ofsæl- aðilar, þ.e. Tæknival og Mosfells- bær, gleymt því að þessi aðgerði væri enn óframkvæmd, og sofnað á verðinum. Disklingurinn með rétta raðnúmerinu var með öðrum orðum geymdur á bæjarskrifstof- unni, en ekki lesinn inn á tölvu okkar. Ég tel að ofanritað skýri út að fullu hvernig málið er vaxið gagn- vart Mosfellsbæ, og að starfsmenn Tæknivals gerðu sig einungis seka um smávægileg mistök, þ.e. að setja hið rétta eintak hugbúnaðar- ins ekki strax inn á tölvu okkar. Jafnframt harma ég að hafa sakað Hauk Nikulásson um rógburð af versta tagi, en í hans grein var ekkert sem gefur slíkt til kynna af hans hálfu gagnvart Mos- fellsbæ. Unnur Jensdóttir. ir af þeirri hungurlús, sem þeir fá? Skatturinn sér um að það verði ekki of mikið. Sumir eru heppnari en aðrir og eiga öruggt húsnæði, en svo er því miður ekki um alltof stóran hóp fólks, sem berst í bökkum og á sér ekki viðreisnar von. Það er því miður staðreynd, þótt margir kjósi að horfa fram hjá því. Hefurðu hugleitt það, Friðrik, hvernig er að vera fjötraður í lík- ama, sem hlýðir ekki því sem hugurinn vill, þ.e. að vinna, nema eða bara taka þátt í lífinu með öllum þess kostum og göllum? Og þá komum við að hugleiðing- um mínum um orlofið fyrir þá „sem vinna ekki neitt“. Ég skal segja þér að það er full vinna og vel það að vera „atvinnuöryrki". Allur þessi tími, sem maður hefur, tekur stundum af manni ráðin. Svo oft langar mann í frí frá þessu öllu; tilbreytingarleysið er versti óvinur þeirra, sem hafa of mikinn tíma. Stundum er talað niður til ör- yrkja og ástand þeirra kallað dug- leysi og aumingjaskapur. Til dæm- is verður fólk með „falda fötlun“ oft að sætta sig við aðkast frá umhverfinu. Það skyldi enginn taka þátt í slíku, enginn veit, hver verður næstur. Örorka birtist í hin- um ýmsu myndum og er jafn ólík og við erum mörg. Stundum er hún líka tímabundin en stundum ekki. En eitt eigum við sameiginlegt, þ.e. að vera upp á aðra komin, og það er svo sannarlega ekkert gam- an. Ekkert okkar hefur óskað þess að fæðast veik, verða veik eða lenda í slysum. Það er t.d. hart til þess að vita, að unga fólkið, sem slasast illa fyrir lífstíð, skuli ekki fá leiðréttingu á bótum samkvæmt nýjum skaðabótalögum, af því að þau eru ekki afturvirk. Hvers á það fólk að gjalda, sem slasast á „vitlausum tíma“? Sama er að segja með innlögn á sjúkrastofnun. Við verðum að gæta þess að veikjast réttu megin við mánaðamót, því að það skiptir öllu máli að þurfa ekki að vera innliggjandi meira en 4 mánuði á 24 mánaða fresti, annars falla ör- orkubæturnar niður. Ef þú hefur enst til þess að lesa þetta bréf, Friðrik, langar mig að benda þér á, svona í lokin, að lík- legast hefur dýrasti liður þjóðfé- laga í gegnum aldirnar verið að halda uppi hirð. Það er gert enn í dag, „hirðin“ er bara dulbúin og kallast á nútímamáli „þeir sem betur mega sín“. Pöpullinn dó Drottni sínum í gamla daga, en nútímatækni sér fyrir því, að hann lifir og lifir. Mín síðustu orð verða í formi óskar til samsystkina minna á „ör- yrkjaakrinum“, að okkur lánist að stjóma veikindum okkar það vel, að við þurfum ekki að leggjast inn á sjúkrastofnun þegar sjúkdómur- inn kallar, heldur þegar heil- brigðislög og hæstvirtir stjórnar- herrar gefa grænt ljós! Höfundur er söngkennari, fyrrverandi Ijósmóðir og 75% öryrki um þcssar mundir. Hugbúnaðarkaup Mosfellsbæjar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.