Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 13 Bókvitið og askarnir eftir Gunnar G. Schram í kjölfar deilnanna um skiptingu spilakassateknanna hafa margir velt því fyrir sér hvernig í ósköpun- um standi á því að æðsta mennta- stofnun þjóðarinnar skuli þurfa að gera út á þann markað. Hér skal tekið undir það sjónarmið að miklu betra væri það ef Háskólinn þyrfti ekki að leita á þau mið. En skólanum er hér nauðugur einn kostur og ástæðumar eru eft- irfarandi. Fyrir sextíu árum voru ekki miklir fjármunir í landssjóði. Stofnun Happdrættis Háskólans var þá heillaráð til þess að afla tekna fyrir skóla sem þá réð ekki yfir neinu eigin húsnæði. Síðan hafa nánast allar byggingar Há- skólans verið reistar og við haldið fyrir happdrættisféð og öll kennslu- og rannsóknartæki komið úr þeirri tekjulind. Þótt nú sé öldin önnur og þjóðfé- lagið ólíkt efnaðra hefur þetta ekk- ert breyst. Öll uppbygging Háskól- ans kemur frá Happdrættinu en fjárveitingavaldið leggur einungis til rekstrarfé. Og þar er mjög naumt skammtað. Háskólanum eru ætlaðar fimmtán hundruð milljónir króna á ári til þess að mennta 5.000 stúdenta og standa þar að auki undir mestallri vísinda- og fræða- starfsemi í landinu. Framlagið til menntunar hvers nemanda við skólann er helmingi minna en gerist við háskóla í öllum grannlöndum okkar. Því má með réttu spyija: Er lík- legt að slík /lauðþurftarstefna leiði til þess að íslendingum verði unnt að standa jafnfætis öðrum þjóðum í vísindum og rannsóknum sem hvarvetna eru taldar vera undir- staða framfara og hagsældar í nútímaþjóðfélagi? Vita menn t.d. að það var fyrst í fyrra sem sjávarútvegsþjóðin mikla hafði efni á því að stofna prófessorsembætti í fiskifræði? Tekjur Háskólans af Happdrætt- inu hafa minnkað um meir en helm- ing á síðustu fjórum árum og eru nú um 160 millj. króna. Það er því eðlilegt að menn hafi velt þvi fyrir sér á hvern hátt unnt sé að auka áðrar tekjur Háskólans. Á borði háskólaráðs liggja nokkrar hug- myndir í því efni og er ekki úr vegi á þessum tímamótum að gera stutt- lega grein fyrir þeim helstu þeirra. Nemendasamband Iiáskólans Frá upphafi hefur Háskólinn út- skrifað um 13.000 stúdenta. Lítil sem engin vinna hefur verið í það lögð að sækja fé, styrki eða aðstoð til þessa stóra hóps. Nú þegar fjár- framlög ríkisins duga ekki til að halda uppi fyrsta flokks skóla kem- ur til greina að hinar einstöku deild- ir Háskólans leiti til sinna gömlu nemenda um liðsinni í þessum efn- um. Afnám einkaleyfisgjaldsins Háskólinn hefur með lögum einkaleyfi á að reka peningahapp- drætti í landinu. Fyrir það hefur hann þurft að greiða 40-70 millj. króna á ári á síðustu árum. Langt er síðan aðrir aðilar fengu heimild til peningahappdrætta í ýmissi mynd án nokkurs leyfisgjalds. Það er því augljóst sanngirnismál að einkaleyfisgjaldið verði látið renna til Háskólans sjálfs til vísindastarfa fremur en til aðila utan hans. Tekjur frá Háskólasjóði Eimskipafélagsins Vestur-íslendingar gáfu árið 1964 Háskólanum hlutabréf í Eim- skipafélagi íslands. Markaðsvirði þeirra er nú um 240 millj. króna. Háskólinn hefur lítið notið ávaxt- anna af þessari gjöf, heldur Eim- skipafélagið og stjóm þess, en hún fer samkvæmt stofriskránni um stjórn sjóðsins. Eðlilegt er að Há- skólinn fái árlega I sinn hlut raun- ávöxtun af markaðsvirði sjóðsins „Framlagið til mennt- unar hvers nemanda við skólann er helmingi minna en gerist við há- skóla í öllum grann- löndum okkar.“ sem væntanlega myndi nema 15-20 millj. krónum. Alþjóðasetur á íslandi Alþjóðlegar stofnanir geta varið miklu fjármagni til rannsókna á íslandi. Norræna eldfjallastöðin er hér gott dæmi. Einnig gæti framlag íslendinga til þróunaraðstoðar ver- ið að hluta til í því formi að stofnan- ir staðsettar á íslandi tækju að sér að mennta fólk frá þróunarlöndun- um. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóð- anna er dæmi um slíka starfsemi. Alþjóðleg stofnun á sviði sjávarút- vegs sem gæti tekið að sér verk- efni jafnt fyrir tæknivæddar sem vanþróaðar þjóðir er einn mögu- leiki. Alþjóðleg umhverfisstofnun fyrirnorðurhvel jarðar staðsett á íslandi, annar. Sumarkennsla Þá mætti hugsa sér að boðið yrði upp á valin námskeið úr kennsluskrá sem erindi eiga til margra, stúdenta við Háskóla ís- lands sem annarra, og þau kennd á helmingi styttri tíma en gert er um veturinn. Þetta fyrirkomulag þekkist víða í Bandaríkjunum. Gunnar G. Schram Þetta gæti nýst mörgum til endur- menntunar, nú á tímum vaxandi atvinnuleysis. Viðbrögð við vaxandi atvinnu- leysi eru m.a. aukin menntun og endurmenntun. í nálægum löndum er stórum fjárhæðum varið til þess- ara mála. Hér getur Háskóli ís- lands boðið fram aðstoð sína. Þátt- tökugjald vegna menntunar at- vinnulausra yrði þá hugsanlega greitt af opinberum aðilum. Þá gætu einnig nokkur námskeið verið fyrir útlendinga gegn góðri þóknun. Lokaorð Fyrir dyrum stendur að Alþingi marki þjóðinni nýja vísindastefnu. Orð eru til alls fyrst. Sú stefna verður þó bæði innantóm og mark- laus ef ekki fylgir það fjármagn sem þarf til framkvæmdar hennar. Ella er verr af stað farið en heima setið. Höfundur er forseti lagadeildnr Háskólans. FORD í 80 ÁR Á ÍSLANDI Settu í 5. gír og gríptu þetta tækifæri Ford Mondeo hefur ríkulegan staðalbúnað og ber þar höfuð og herðar yfir aðra bila í sama flokki: * Loftpúði í stýri * 2 1, 16 ventla Z-vél »136 hestöfl » Tvívirk samlæsing * Þjófavörn * Rafdrifnar rúður * Rafdrifnir hliðarspeglar * Vökva- og veltistýri * Útvarp og segulband » 4 hátalarar * Upphituð frantrúða * Úpphitaðir hliðarspeglar Tryggðu þér kraftmikinn og lipran bein- skiptan FORD MONDEO árgerð 1994 á kitlandi verði - 1.690.000 kr. Þú getur talið á fingrum annarrar handar bílana sem við eigum eftir á þessu frábæra verði. Settu í gír og reynsluaktu FORD MONDEO. FORD MONDEO árgerð 1994, beinskiptur á aðeins 1.690.000 kr. flR A ÍSIANÐI G/obus? - heitnur gceða! Lágmúla 5, sími 91- 68 15 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.