Morgunblaðið - 20.11.1993, Síða 14

Morgunblaðið - 20.11.1993, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Fækkið læknum og spar- ið bæði fé og mannslíf eftir Ragnhildi Vigfúsdóttur Mikið er rætt og ritað um sparn- að í heilbrigðiskerfinu og slagorð eins og Stöndum vörð um heil- brigðiskerfið heyrist víða. Ég tek ekki undir það því ég vil ekki standa vörð um heilbrigðiskerfið eins og það er. Ég er mjög ósátt við það, einkum spítalakerfið, sem ég tel vera helsjúkt og þarfnast bráðrar aðhlynningar. Lausn mín er þó ekki að vega að sjúklingum, ræstitæknum, sjúkraliðum eða hjúkrunarfræðingum. Nei, það á að fækka spítalalæknum og gera meiri kröfur um almenna læknis- kunnáttu þeirra. Það drægi úr kostnaði og yrði sjúklingum til góðs. Ég tel að sú þjónusta, sem sjúkl- ingar fá af hendi lækna á sjúkra- húsum í dag, sé iðulega léleg, að ekki sé sagt skaðleg, og tel heilla- vænlegra að hverfa til fyrra horfs þar sem allir læknar viðkomandi deildar sinntu öllum sjúklingum sem þar lágu, gengu stofugang hvem virkan dag og töldu það vera í verkahring sínum að sjá til þess að þeir næðu allir sem bestri heilsu væri það á þeirra færi. Það kerfi sem nú er við lýði á spítölum, þar sem hver læknir „á“ sinn sjúkling er gengið sér til húð- ar. Það er ekki sjúklingum til fram- dráttar og getur allt eins verið þeim lífshættulegt, t.d. ef viðkom- andi lækni yfirsést, veikist, fer í frí eða hefur takmarkaðan áhuga og/eða þekkingu á sjúkleika við- komandi sjúklings. Ég er full beiskju og tel mig hafa ástæðu til. Ég kynntist afa- bróður mínum aðeins af afspurn af því að hann lést langt um aldur fram vegna handvammar lækna á Landakoti. Ég horfði upp á mistök lækna á meðferð á móðurömmu minni, ferli sem hófst á Landakoti og var síðan framhaldið á Borgar- spítalanum, og það var ekki fyrr en faðir minn hringdi í kollega sinn þar á bæ, þann sem „átti“ ömmu og nánast skipaði honum með hót- unum að gera sér grein fyrir því að amma væri með bullandi líf- himnubólgu sem hjólin fóru að snúast - en það var helst til seint! Og undanfama mánuði hef ég fylgst með baráttu móður minnar fyrir lífí sínu á Landspítalanum, og virðist nú, þegar þessar línur eru skrifaðar, sem hún muni lúta í lægra haldi. Þetta eru þungar ásakanir og ég veit, að samtrygg- ingakerfið fer í gang um leið og þessi grein birtist. Það sama gerð- ist um árið, þegar pabbi, gamal- reyndur héraðslæknir, var sem hneykslaðastur á því, hvernig amma var meðhöndluð. Hann taldi sig hafa ærið tilefni til að ætla, að sérfræðingar treystu á skoðanir lítið reyndra aðstoðarlækna eða sjúklingar væru jafnvel alls ekki skoðaðir klínískt. Annars var að hans áliti algerlega útilokað að svo gæti farið sem fór. Af því tilefni fór hann þess á leit við landlækni, að kannað yrði, hvemig móttöku, almennri læknisskoðun og umönn- un sjúklinga væri háttað á hinum ýmsu deildum sjúkrahúsanna í Reykjavík og vísaði til reynslu tengdamóður sinnar. Settur land- læknir kaus að taka erindinu þann- ig að það snerist eingöngu um þennan tiltekna sjúkling og taldi „á grundvelli þeirra upplýsinga sem sendar voru frá viðkomandi sjúkrastofnunum" ekki ástæðu til „frekari aðgerða“. Og líklega fáum við sömu svör núna. Mamma var lögð inn á bráða- móttöku Landspítalans í júní sl. vegna gruns um mjaðmagrindar- brot, sem hún hafði ákveðin og skýr einkenni um. Ekki veit ég hvemig hún var skoðuð við inn- Ragnhildur Vigfúsdóttir. „Það virðist heyra sög- unni til, að sjúklingar séu skoðaðir almenni- lega við innlögn, hvað þá meðan þeir liggja á spítalanum.“ lögn, en hún var að sjálfsögðu send í margar dýrar rannsóknir, en ekk- ert sást á röntgenmyndum annað en úrkölkun beina, sem vitað var fyrir. En beinaskann er afskaplega fín og næm(?) rannsókn. Það var sagt sýna „festumein". Nokkrum dögum eftir innlögnina dró síðan læknirinn „hennar“ hana á hrað- göngu langan veg eftir ganginum til að gefa henni sprautur í „festu- meinin". Síðar var henni gefið kalk og hún send í æfingar, m.a. þótti nauðsynlegt að æfa hana í að ganga stiga. Það var svo ekki fyrr en tíu vikum eftir fyrstu innlögn hennar að loks voru teknar sneið- myndir af mjaðmagrindinni og viti menn, sáust þá ekki brot! Þegar síðan var farið að skoða betur gömlu myndirnar sáust brotin þar líka. Hefði ekki verið nær að skoða fyrri myndimar ögn betur, losa sjúklinginn þannig við óþarfa sárs- auka og spara í leiðinni heilmikla peninga? Móðir mín hefur nú legið á sjúkrahúsinu nær samfleytt í fjóra mánuði. „Hún má þakka fyrir að fá pláss,“ segir fólk, þegar ég viðra skoðanir mínar á læknismeðferð hennar. „Svona, svona,“ sögðum við systurnar þegar mamma kvart- aði undan stofufélögunum fjórum, sem vom hver með sitt útvarps- tækið á fullu allan liðlangan dag- inn, „vertu ekki erfið," hvísluðum við, meðvitaðar um álagið á starfs- stúlkunum, hvar í verkalýðsfélagi sem þær eru. Við tókum ekki und- ir með henni, þegar henni fannst vegið að mannréttindum sjúklinga, þegar reykherbergið var flutt um langan veg, enda erum við allar fanatískar og viljum að hún hætti. (Þegar hún var flutt á þriggja manna stofu tók ekki betra við, því verið er að innrétta upp á nýtt stofurnar beint fyrir ofan deildina hennar og hávaðinn er eftir því.) í einni af fjölmörgum sjúkraleg- um móður minnar lá hún með eldri konu sem var svo óheppin að detta fram úr sjúkrarúmi sínu. Hún kvartaði sáran yfir verk í hend- inni, en ekkert var gert. Hún var enn kvartandi tveimur vikum síð- ar, þegar mamma kom aftur á stof- una eftir skamma veru heima. Þá leiddist loks lækninum þófið og sendi hana í myndatöku. Konan hafði legið handleggsbrotin á spít- ala í einar þrjár vikur. í öllum þessum tilvikum hefði góð læknisskoðun dugað, en það virðist heyra sögunni til, að sjúkl- ingar séu skoðaðir almennilega við innlögn, hvað þá meðan þeir liggja á spítalanum. Meðan margir lækn- ar sjást rétt í mýflugumynd á sjúkrahúsunum er ekki von á góðu. Er eðlilegt að sjúklingar liggi vik- um saman sárþjáðir inn á spítala án þess að nokkuð sé gert til að koma þeim til heilsu? Er það viðun- andi fyrir háskólasjúkrahús, sem vill telja sig hátæknispítala, að læknar þess þurfi tíu vikur til að átta sig á að sjúkdómsgreining innlagningarlæknis sé rétt eða tak- ist það jafnvel alls ekki? Að lækn- ar þess treysti í blindni á „há- tækni“ sína í stað þess að átta sig á að rannsóknarsvör séu ekki guðs- orð? Að læknar þess sýnist hafa týnt niður hæfíleikanum til beita eigin skilningarvitum milliliða- laust? Að þeir sýnist tæpast kunna að skoða sjúkling? Er eðlilegt hve sjúklingar eru sendir í margar og dýrar rannsóknir? Eru íslenskir læknar of skurðglaðir? Mætti ekki skera þá niður án þess að það bitn- aði á sjúklingum? Svo mikið er víst, að ef hæstvirt- ur heilbrigðisráðherra ætlar að rukka okkur fyrir sjúkrahúsvist móður minnar þá mun ég neita að borga reikninginn. Hún hefur ekki fengið þá þjónustu hjá læknum hans sem hún ætti að fá. íslenskt heilbrigðiskerfi er ekki virði þess sem við borgum fyrir það með skattpeningum okkar og mannslíf- um. Til læknaráðs Landspítalans vil ég beina þeim tilmælum, að þar á bæ verði undinn bráður bugur á því að hefjast handa við úrbætur sem dugi til að hindra fleiri slík tilvik. Nú er svo komið fyrir mér, þeg- ar ég les ij'álgleg skrif lækna, vina þeirra og vandamanna um ágæti læknisþjónustunnar og kunnáttu læknanna, kemur mér ávallt í hug vísa þeirra nafna, Halldóranna Laxness og Kolbeins: Vond er bölvuð blekkingin blindar á lífsins Kjalveg. Þó er verst ef þekkingin þjónar henni alveg. Höfundur hefur slæma reynslu af íslensku heilbrigðiskerfi. Vinna sljómvöld að því að tryggja verðmæti fasteigna? eftirMagnús Axelsson Umræðan sem nú fer fram um verðmæti fasteigna hefur einkennst af neikvæðum athugasemdum sem eru til þess fallnar að draga kjark úr fólki frekar en að styrkja trúna á trygga framtíð. Opin umræða og þekking sem af henni hlýst eru skæðustu vopnin sem völ er á til að eyða ótta og óöryggi sem virðist ríkja í augnablikinu um fasteigna- markaðinn. Þess vegna boðar Hús- eigendafélagið til fundar um málið. Viskubrunnur um verðmæti Lifandi markaður þar sem við- skipti eiga sér stöðugt stað er besta uppspretta visku um verðmæti fast- eigna. Til þess að viðskipti geti blómgast þarf bæði kaupendur og seljendur. Astand fasteignamark- aðar hefur einkennst af framboði umfram eftirspum undanfarið. Astæðan hefur verið rakin til rým- andi lífskjara og bágínda í efna- hagslífí þjóðarinnar. Þetta er hluti ástæðunnar. Hinn stóri þátturinn sem hefur áhrif á verðmæti mark- aðarins er byggingakostnaðurinn. Stjórnvöld geta haft veruleg áhrif á byggingakostnað með því að skapa viðunandi starfsgmndvöll fyrir byggingaiðnaðinn. Eðlileg „Sjálfseignarstefnan sem ríkt hefur í hús- næðismálum á íslandi er þjóðhagslega hag- kvæm. Tryggja verður að fjárfestingin í sjálfs- eignarhúsnæði sé og verði tryggð.“ samkeppni er nauðsyn. í því sam- hengi verður ekki komist hjá að spyrja hvort hún sé tryggð með því að tveir aðilar annist nánast allan innflutning á byggingarefni til landsins. Fjármögnun nýbygginga Önnur leið er að gera ákveðnar kröfur til að byggingaraðilar sýni fram á og tryggi íjármögnun hús- bygginga sem þeir ráðast í. Það er ríkjandi ástand að kaupendur fínnast vart að nýbyggingum nema þær séu fullbúnar til afhendingar eða því sem næst. Með tryggri fjár- mögnun gæti traust kaupenda auk- ist á framleiðendum húsnæðis og stuðlað að því að fé frá kaupendum komi fyrr inn í myndina, þ.e. að kaupendur fari aftur að kaupa íbúð- ir meðan á byggingu þeirra stend- ur. Þetta drægi úr lánsfjárþörf byggingariðnaðarins. Staðgreiðsluverð fasteigna Nauðsynlegt er að einfalda upp- lýsingamar um verðmyndun á markaðnum. Nýlega tóku gildi lög um neytendalán og upplýsinga- skyldu þeirra sem þau veita. Með svipuðum hætti mætti gera að skyldu að upplýsa um staðgreiðslu- verð íbúða. Ef staðgreiðsluverð íbúða er tekið upp skýrist myndin verulega. Þeir sem eiga fé stað- greiða þá íbúðir. Þeir sem ekki eiga fé og þurfa á lánafyrirgreiðslu að halda til kaupanna greiða þá allan kostnað sem hlýst af því að taka lánin, þ.e. lántökukostnað, stimpl- un, þinglýsingu, vexti og afföll. Við þetta hefðu t.d. vextir mun beinni áhrif á fasteignamarkaðinn en nú er. Kaupendur myndu halda að sér höndum þegar vextir væru háir, en kaupa þegar vextir væru lægri. Þetta hefur svo aftur áhrif á vaxta- stigið í landinu til lækkunar, því að forsenda vaxtaákvörðunar er virkur markaður. Verðmyndun á fasteignamarkaði hefur verið of loð- in og óskilgreind. Seljendur og kaupendur hafa verið flæktir í hug- tök sem orðið hafa til á fasteigna- markaði (og reyndar verðbréfa- markaði) án þess að eiga möguleika á að festa fingur á raunverðmæti Magnús Axelsson eigna. Mælikvarðinn er peningar, peningar í hendi. Notum einn sam- ræmdan mælikvarða til að mæla verðmæti fasteigna. Félagslega íbúðakerfið Eitt stjórntækið er félagslega íbúðakerfið. Nú mun um helmingur nýbygginga vera reistur í félags- lega íbúðakerfinu. I velferðarþjóð- félagi sem við viljum hafa er krafan um öruggt húsnæði fyrir fjölskyldur þessa lands rík og henni ber að fullnægja. En með síauknu fram- boði á íbúðum sem eru niðurgreidd- ar með einhveijum hætti verður til eftirspurn sem hinn fijálsi markað- ur getur ekki keppt við. Eftir því sem framboð á félagslegu húsnæði eykst hækkar launa- og eignamark þeirra sem þess njóta. Þessir ein- staklingar koma í æ ríkara mæli úr kaupendahópi fijálsa markaðar- ins. Ef kaupendum fækkar að ein- hverri vörutegund minnkar eftir- spurnin og verðið lækkar. Hér er mikillar aðgæslu þörf. Sjálfseignar- stefnan sem ríkt hefur í húsnæðis- málum á íslandi er þjóðhagslega hagkvæm. Tryggja verður að fjár- festingin í sjálfseignarhúsnæði sé og verði tryggð. Ef stjórnvöld leggja sitt af mörkum til þess tryggja þau um leið þjóðarhag. Félagslegt íbúð- arhúsnæði er nauðsyn, en þess verður að gæta að vöxtur þess verði í takt við raunverulega þörf og miði að því að tryggja hagsmuni en snúist ekki í andhverfu sína. Lokaorð Með samstilltu átaki má tryggja verðmæti þeirra fjárfestinga sem bundin er í fasteignum á íslandi. Stjórnvöld þurfa stöðugt að halda vöku sinni til að glutra ekki niður því verðmæti sem þegar hefur verið stofnað til. Húseigendafélagið legg- ur áherslu á að vaka yfir hagsmun- um fasteignaeigenda í landinu. Þess vegna er boðað til fundar um hvern- ig tryggja megi verðmæti fasteigna á íslandi. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.