Morgunblaðið - 20.11.1993, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.11.1993, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 S J ÓNMENNT A VETT V AN GUR GAGNRÝNIÁ LISTRÝNI eftir Braga Asgeirsson Það er gerð hörð hríð að tveim gagnrýnendum blaðsins um þessar mundir sem opinskátt þora að segja meiningu sína og gera það eftir bestu vitund og sannfæringu svo og þeirri þekkingu sem þeir búa yfir. Aðallega koma sviptibyljimir hvað mig snertir frá fólki, sem þolir ekki fijálsa skoðanamyndun og dreymir að endurvekja aftur þá miðstýringu og forræðishyggju sem löngum hefur ríkt í listheiminum, og einkum hefur verið áberandi á Norðurlöndum, og er enn. Járntjaldið er fallið og ósigur sósíalismans alger og virðist síðasta vígi miðstýringarmanna vera að ná undirtökunum á Jistastofnunum og grafa undan fijálsri hugsun sem mest þeir mega. Núlistir eru orðnar að fjöldahreyfingu í listaskólum, en síður einstaklingsframtak eins og þær hafa alltaf verið, — og eru enn. Við vitum að slíkir hafa undirtökin í Norrænu menningarmiðstöðinni í Svíavirki og hafa haft frá upphafi, og þaðan vilja þeir stjóma listinni um öil Norðurlönd, og gera það á þann veg að öll söfn, allar listhallir og öll listhús sem hýsa sýningar á vegum þeirra tæmast. Almenningur kemur þeim ekki við, nema í radd- böndunum, einungis fullvissan um eigið ágæti og skoðanabræðra. Af strengjabrúðum eigum við nóg. Ekki er það svo, að fjölbreytt úr- val myndlistar frá Norðurlöndum gisti sýningarhallir höfuðborga þeirra, heldur er um mjög einhæft val og er líkast því sem listakaup- menn í Köln eða Soho í New York hafi þar hönd í bagga, því sýningam- ar eru sem bergmál þess sem þar er að gerast og viðkomandi gerast þarmeð í raun þý siðlausra listprang- ara. En heimurinn er miklu meira en þessir tveir blettir á jarðarkringlunni og listin fjölþætt og spennandi, og að auki berst heimurinn fyrir lífí sínu og þarf endurvakin grómögn og aukna bjartsýni, en síður dýrkun vankunnáttu sora og ljótleika undir yfirskini núlista. Það er undarleg að þeir sem ráð- ist hafa á þann sem hér stýrir penna hafa ekki svarað skrifum hans með rökum heldur persónuníði og saka hann helst um fáfræði og dæma vanhæfan til skrifa í blaðið. Skyndi- lega bera þeir, sem ávallt hafa rakk- að niður blaðið og talið það persónu- gerving ofbeldi og auðhyggju, átak- anlega mikla umhyggju fýrir menn- ingarlegum metnaði þess! Slík skrif eru yfirleitt langt fyrir neðan það að vera svaraverð, enda svara þau sér sjálf og koma upp um hugarástand höfundanna. Hef þetta í huga, eftir lestur greinar Daníels Magnússonar hér í blaðinu sl. laugar- dag, en rislægri ritsmíð hefur sjaldan komið fyrir sjónir mínar. Ég hef þeg- ar svarað Gunnari Kvaran og lágk- úrulegum skætingi hans í blaðinu, en nú hefur hann fengið til liðs við sig Jacques Vilain forstöðumann Rodinsafnsins og yfirsafnvörð við frönsku ríkissöfnin. Vilain heiðrar mig með athuga- semd við skrif mín og er ritsmíð hans merkilega keimlík því sem Gunnar lét frá sér fara. Væri fróð- legt að vita hver þýddi listrýni mína og hvort hann gerði það munnlega eða skriflega. Ég gaf aldrei beint í skyn, að menn hefðu sett upp undir- málssýningu heldur taldi hana ein- hæfa sýningu á eftirgerðum (multip- les) og ekki samboðna meistaranum sem var fjölhæfur listamaður, en vék einnig að því hve oft hefðu að áliti annarra komið slakar sýningar er- lendra meistara hingað, en ég hefði þó oftar en ekki verið þeim ósam- mála. Ég benti réttilega á, að engar teikningar væru á sýningunni, og saknaði þeirra hvað mest, ei heldur verk úr gifsi og marmara. íslending- ar þekkja höggmyndir Rodins giska vel, en teikningar mun síður. Þetta er ekki móðgandi fyrir einn né neinn, og er Vilain segir að Rod- in hafi lagt mikla áherslu á að hald- ið yrði áfram að steypa gifsverk sín í brons vil ég vitna til ritgerðar sem kemur nánar að von bráðar: „Ég átti við eins konar innri svik þegar ég skrifaði að Rodin „tæki þátt í að umbreyta eigin verkum í yfirborðs- lega list“.“ („It was kind of internal betrayal that I had in mind when I wrote that Rodin “participatet in the transformation of his own work into kitsch”.“) Ennfremur: „Ekki verður annað sagt en að Rodin hafí lítið komið við sögu þegar afsteypur voru gerðar af höggmyndum hans. Starfið fór að miklu leyti fram í málmsteypu- smiðjum, en þangað fór Rodin aldrei meðan á verkinu stóð; hann snerti aldrei vaxið, sem bronsmyndimar voru steyptar eftir, og lagfærði ekki misfellur á því, stjórnaði aldrei eða sagði fyrir verkum þegar lokahönd var lögð á verkið og loks athugaði hann aldrei verkin áður en þau voru látin í kassa og send viðskiptavini eða kaupmanni, sem hafði keypt þau ... Þar sem Rodin var svo niður- sokkinn í vélrænar endurgerðir er ekki eins undarlegt og ætla mætti að hann ánafnaði landi sínu höfund- arréttinn á verkunum eftir sína daga.“ („Rodin’s relation to the cast- ing of his sculpture could only be called remote. Much of it was done in foundries to wich Rodin never went while the production was in progress; he never worked on or re- touched the waxes from wich the fmal bronzes were cast, never sup- ervised or regulatet either the finish- ing or the patination, and in the end never checked the pieces before they were cratet to be shipped to the cli- ent or dealer who had bought them. From his position deep in the ethos of mechanical reproduction, it was not as odd for Rodin as we might have thought to have willed his co- untry posthumos authorial rights over his own work.”) Rétt er að gifsmyndimar sem eru módel fyrir bronsmyndimar eru af- skaplega viðkvæmar, og margar erf- iðar í flutningi. En það gerir þessar eftirgerðir ekkert merkari þótt þær hafí verið sýndar á söfnum í Banda- ríkjunum, Japan, Kína, Þýskalandi og Bretlandi (kannski fylgdu þá teikningar?). Þá skil ég ekki niðurlag athuga- semdarinnar, að ég hefði mátt sýna þá kurteisi að minnast þess að slíkar myndir eru einnig sýndar í sölum Rodin-safnsins, en í fáfræði minni hélt ég að þar væru einungis frumút- gáfur. Ég tel mig ekki hafa sýnt neina ókurteisi heldur einungis sett fram skoðanir mínar í fullvissu þess að ég bý í lýðræðisríki. -o- Árið 1981 var haldin stærsta Rod- in-sýning sem nokkurn tímann hefur verið sett upp í tjóðlistasafninu í Washington. I tilefni þess skrifaði listsögufræðingurinn Rosa- Iind E. Krauss lærða grein um sýninguna og verkin á sýningunni og nefndi hana „The originality of the Ávant-Garde and Other Modernist Myths“. Höfund- urinn er mjög virtur vísinda- maður og var meðstofnandi og meðritstjóri hins þekkta listtímarits Art Forum um árabil, en er nú prófessor í listasögu við Hunter Col- lege (Massachusetts að ég held). Ég fékk þessa grein í hendumar fyrir örfáum dögum og viðurkenni hér fúslega fáfræði mína, því það er svo margt sem bæk- ur um listamenn og upp- sláttarrit ijalla ekki um. Finnst einungis í tímaritum og sérstökum bókum er fjalla um afmarkaða hluti á bak við tilurð listaverka. í Ijós kemur að listsögufræð- ingurinn rennir ósjálfrátt stoðum undir ályktanir mín- ar og bætir um betur eins og aliir munu geta séð. Til að gæta fyllstu hlut- lægni læt ég textann fylgja á frummálinu innan sviga, Bragi Ásgeirsson og þetta eru að auki þýðingar hlut- lauss aðila. Krauss heldur áfram: „Líkt og jafn margar höggmyndir Rodins höfðu aldrei áður verið saman komn- ar opinberlega á einum stað, en meira er um vert að þar á meðal voru mörg verka hans, sem höfðu aldrei sést... Þar var um að ræða verk úr gifsi, sem höfðu verið varð- veitt í geymslu í Meudon síðan lista- maðurinn lézt og verið óhult fýrir hnýsni fræðimanna jafnt sem al- mennings. í öðrum tilvikum höfðu verkin ekki sést, þar sem þau voru nýgerð. Á sýningunni í Þjóðlistasafn- inu var til dæmis spánný afsteypa af Hliðum heljar, sem var svo ný af nálinni að sýningargestir gátu tyllt sér niður í litlu leikhúsi sem fengið hafði verið til afnota í þessu tilefni, til að horfa á nýgerða kvikmynd um gerð afsteypunnar ... Nokkrir þeir sem sem sátu í leikhúsinu og horfðu á gerð afsteypunnar af Hliðum heljar — þó ekki allir — hljóta að hafa lát- ið sér detta í hug að þeir væru vitni að fölsun. Þegar öllu var á botninn hvolft hafði Rodin látist 1918 og endursköpun á verki hans rúmum sextíu árum eftir dauða hans getur áreiðanlega ekki talist ósvikin, getur ekki, sem sagt, verið frumverk. Svar- ið við því er áhugaverðara en ætla mætti, því að svarið er hvorki já né nei.“ („Not only was this the great- est public gathering of Rodins sculpt- ure, but it included, as well, much of his work never before seen. In certain cases the work had not been seen because it consisted of pieces in plaster that had lain on the shel- ves in storage at Meudon since the artist’s death, closed off to the pry- ing eyes of scholars and public alike. In other instances the work had not been seen because it had oniy just been made. The Nationai Gallery’s exhibition included, for example, a brand new cast of The Gates of Hell, so absolutely recent that visit- ors to the exhibition were able to sit down in a little theather provided for the oecasion to wiew a just comp- leted movie of the casting and finis- hed of this new version. To some — thought hardly all — of the people sitting in that theater wachting the casting of The gates of Hell, it must have occurred that they were witnessing the making of fake. After all, Rodin has been dead since 1918, and surely a work of his production more than sixty years after his death cannot be the genu- ine article, cannot, that is, be the orginial. The answer to this is more interesting than one would think; for the answer is neither yes nor no.“) Margt fleira merkilegt kemur fram í þessari löngu og ítarlegu grein, því hér er hreyft við miklu máli og við- kvæmu er snertir frumgerð lista- verka, Sjálfur lít ég á frumgerð lista- verka í ljósi eigin reynslu varðandi ferli hins grafíska þrykks, að alltaf ' er þrykkt frá sömu málmplötunni, tréstokknum/tréplötunni/dúknum eða litósteininum, og annaðhvort af listamanninum eða undir eftirliti hans. Slíkt kallast ótvírætt frumverk. En ef svo þrykkt er af plötunni t.d. 60 árum eftir dauða hans getur það einungis kallast eftirgerðir, — í versta falli svört þrykk eða ræningja- þrykk eins og það heitir á fagmáli. Og ef svo afsteypur frumverka myndhöggvara eru gerðar 60 árum eftir dauða hans, geta þær einungis nefnst eftirgerðir frumverkanna. — Svo einfalt er það. Lakara er, að lögð er óskiljanlega mikil áhersla á flott yfírborð, sem í raun myrðir fegurð hins formræna rúmtaks, og í þessu tilviki, þ.e. á Kjarvalsstöðum, er hið glansandi yf- irborð aukið með harðri og hvellri lýsingu og verkunum fjarri því hnitmiðað komið fyrir. Ég hef því minnsta ástæðu til að draga neitt það til baka sem bijóstvit mitt sagði mér og fylginautur minn á sýning- unni var að auki fullkomlega sam- mála. Ferskleikinn er fyrir öllu, og eins og myndhöggvarinn Constantin Brancusi orðaði það: „Um leið og við erum ekki lengur böm erum við þeg- ar dauð.“ Vísa má einnig til yfírlýs- ingar Kasimir Malevich: „Einungis sá er á lífi sem hafnar sannfæringu gærdagsins.“ Síðarnefnda tilvitnunin var einfölduð á annan veg og lengi hent á loft í ræðu og riti „í listum liggur engin leið til baka“, en hún reyndist svo röng. En hér eru tilvitn- anirnar notaðar til að skírskota til þess misskilnings, að endurvekja gærdaginn í yfirborðslegum umbúð- um og kenna við upprunaleika. Ég ber fulla virðingu fyrir Jacques Vilain, en hann má vera þes fullviss að við hér uppi á útskerinu erum ekki fáfróð- ir frummenn á heimslistina og erum jafn kröfuharðir og starfsbræður okkar meðal stærri þjóða. Og ég vil minna á að forstjóram safna getur orðið á í mess- unni eins og t.d. hr. Béné- dicte fyrsta forstjóra Rodin- safnsins sem var viðriðinn mikið hneyksli ásamt Henri Lebossé aðalaðstoðarmanni meistarans. „Eftir lát Rodins hófst Lebossé handa um að stækka Vörnina og gera hana fjórum sinnum stærri en frumverkið, það er að segja stærri en Rodin sjálf- ur hafði veitt heimild til. Þetta var gert samkvæmt fyrirmælum Bénedicte og selja átti hollensku ríkis- stjóminni stækkuðu gerð- ina, sem átti að reisa sem minnisvarða við Verdun. Okkur er sagt að þegar starfínu hafi verið lokið hafi Bénedicte „sætt harðri gagnrýni fyrir að taka að sér að stækka verkið að George Bernhard Shaw í stellingu Hugsuðarins, sennilega einhvern tímann á árunum 1906-1912. listamanninum látnum“ og enn frem- ur, „því miður fyrir hina fullkomnu hjálparhellu Rodins,“ flæktist Verd- un-gerðin árið 1920 inn í hneykslis- mál, þar sem við sögu komu fölsuð listaverk, marmarahöggvarar sem héldu áfram að framleiða höggmynd- ir merktar nafni Rodins og óleyfíleg- ar vírsteypur .. („After Rodin’s death Lebossé began a enlargement of The De- fense, increasing the original scale of the work fourfold, wich is to say, beyond that ever commissioned by Rodin himself. This was done at Bénedicte’s instructions for sale to the Ducht government as a monu- ment to be erectet at Verdun. Upon completion, we learn, “there was a storm of critism directed at Béné- dicte for undertaking the posthum- ous enlargement,” and further, “tragically for Rodin’s perfect collab- orator”, the Verdun enlargement became part of a 1920 scandal invol- ving fake works, marble carvers who continued to tum out sculjilure signed with Rodin’s name, and unauthorized bronze casts. of the barbedienne foundry.“) Svo mörg era þau orð, en þó skal haldið áfram um stund: „Hvers kon- ar endurgerð listaverka hefur ekkert listrænt gildi, án tillits til þess hvaða aðferðir era notaðar, og verðgildið er því lítið, því að það er ekki beinlín- is til vitnis um sköpunargáfu." „í blönduðum listgreinum (eins og bronsmyndagerð), sem era „list end- urtekninga” hafði þessi nýi takmark- aði áhugi í för með sér hættu á verð- falli og við því varð að bregðast þeg- ar í stað.“ („Any reproduction of an artist’s work made by someone else, no matter what the process might be, is without real artistic vaiue and therefore of an ineonsequential price, for it no longer gives direct evidence of the creative impulse.“ „For the compound arts (such as bronze sculpture), wich are “arts of repetiti- on”, this new economy of dsire thre- atened an absolute full in value and required an immediate reponse.“) Það er vissulega ástæða til að hugleiða ýmislegt eftir lestur fram- anskráðs og það ætti að renna stoð- um undir það að meint fáfræði var einungis skoðun mín og frekar mætti vísa henni í nærtækari áttir. Ég læt það vera enda ekki háttur minn að flotta mig með sleggjudóm- um, en vil ljúka þessu skrifí með því að vitna aftur í grein Krauss þar sem segir frá yfírlýsingu eins mesta aðdá- anda Rodins, sem var rithöfundurinn George Bernhard Shaw: „Eins og allir aðrir var honum kunnugt um staðreyndirnar um verk Rodins og þá mótsögn að myndhöggvarinn með „óviðjafnlega handbragðið" var frægur fyrir verk sem hann hafði aldrei komið nærri.“ („Like everyone else, he was conversant with the facts of Rodin’s production and the paradox that the sculptor with the “inimitable touch“ was famous for works that he himselv had never laid hands on.“) Síðan er vitnað í prófessor Albert Elsen forstjóra Þjóð- listasafnsins: „Enginn myndhöggvari sögunnar er frægari fyrir „óviðjafn- anlegt handbragð" en Auguste Rod- in. Þó eru stór verk eins og minnis- varðinn um Balzac og Hugsuðurinn, sem orðstír Rodins byggist á að miklu leyti, í raun og veru handverk Henri Lebossé." („No sculptor in hi- stoiy is more famous for having an inimitable touch than Auguste Rodin. Yet big public works like the Monu- ment of Balsac and the Thinker, on wich much of Rodin’s reputation is based, are in fact issued from the hands of Henri Lebossé.“) „Shaw gerði sér einnig grein fyrir því, að bjargföst skoðun Rodins væri að leirmótunin væri „frumgerð" hvers verks: „Fólk segir að allar höggmyndir nútímans séu verk ítal- skra listamanna, sem endurgeri á vélrænan hátt gifsmyndir mynd- höggvarans í stein. Rodin segir það sjálfur.“ En Shaw lýsti sig ósam- mála þessu viðhorfi: „Þá sérstöku eiginleika sem Rodin laðar fram í marmaraverkum sínum er ekki að fínna í leirmódelum hans.“ Shaw heldur því ákveðið fram að töfrandi eða óútskýranlegir eiginleikar „Rod- ins“ sé einhvern veginn að fínna í maramaraverkunum hans og ekki í efninu: „Hann gaf mér þrjár bijóst- myndir af mér, eina úr bronsi, eina úr gifsi, eina úr marmara. Brons- gerðin er ég. .. Gifsmyndin er ég. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.