Morgunblaðið - 20.11.1993, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.11.1993, Qupperneq 21
NOKKRAR umræður urðu á borgarstjórnarfundi á fimmtudag um þá ósk starfsmanna Strætisvagna Reykjavíkur að fá að vera áfram í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar eftir að nýtt hlutafélag tekur við rekstrinum um næstu mánaðamót. Fulltrúar minnihlutans sögðu að sjálfsagt væri að virða þessar óskir og borgarstjóri kvaðst vona að sátt “næðist í málinu. Kristín Á. Ólafsdóttir, borgar- fulltrúi Nýs vettvangs, hóf umræð- una og vísaði til bréfs 136 starfs- manna SVR þar sem þeir óskuðu eftir áframhaldandi aðild að Starfsmannafélaginu. Hún sagði að félagið hefði lýst yfir vilja til að breyta lögum sínum svo þetta mætti ganga eftir. Hveragerði Gerð stytta af Gísla Sig- urbjörnssyiii BÆJARSTJÓRN Hveragerðis hefur ákveðið að reisa styttu af Gísla Sigurbjörnssyni for- stjóra. Helgi Gíslason mynd- höggvari hefur verið ráðinn til að gera styttuna. Ekki hef- ur verið ákveðið hvar í bænum hún verður reist. Hans S. Gústavsson garðyrkju- bóndi og oddviti minnihluta Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn Hveragerðis flutti tillögu um gerð styttunnar og var hún samþykkt. í greinargerð með tillögunni segir m.a. að Gísli hafi rekið elli- og dvalarheimili í Hveragerði í 40 ár og hann hafi ávallt stutt menning- ar- og framfaramál í bænum. Sér- staklega er minnst á frumkvæði hans í athugunum á lækninga- mætti hveravatnsins og leirsins og þær vísindarannsóknir sem hann fyrstur manna lét gera. Þá segir að hugsjónir hans um fram- tíð Hveragerðis sem heilsubæjar séu enn í fullu gildi. Markús Örn Antonsson, borgar- stjóri, sagði að erindi starfsmanna SVR hefði verið vísað til stjórnar SVR hf., sem ynni að undirbún- ingi þess að hlutafélagið tæki við rekstrinum. Hann kvaðst mundu óska eftir við formann stjórnarinn- ar að borgarráði yrði gerð grein fyrir hvar málið stæði. Þá sagði borgarstjóri að hann hefði gjarnan viljað að Starfsmannafélagið hefði lýst fyrr þeim vilja sínum að breyta lögum. Þess í stað hefði það fund- ið breytingu á formi rekstrar SVR allt til foráttu. Hann kvaðst hins vegar eiga von á góðri sátt um málið. Sigrún Magnúsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins, sagði að henni fyndist þetta mál lykta af því að verið væri að þreyta starfs- mennina, svo þeir segðu upp störf- um og hægt yrði að ráða aðra í þeirra stað, á öðrum kjörum. Starfsmannafélagið hafi ekki verið samþykkt breytingunni í hlutafé- lag, en hins vegar óskað eftir að vera haft í samráði um hana. Siguijón Pétursson, Alþýðu- bandalagi, sagði borgarstjóra vega ómaklega að Starfsmannafélag- inu. Hann sagði sjálfsagt að verða við óskum starfsmanna um að vera áfram í sínu gamla stétarfé1- lagi. Fer inn á lang flest heimili landsins! 5 h MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 21 JÓIASTJARNA! jóiastjarnan er komin í BIÓMAVERSIANIR UM lANDAJlT BÆTUM IÍFIÐ MEÐ BIÓMUM! BLÓMAMIÐSTÖÐIN HF. íslenskir blómaframleiðendur íslensk jólastjarna er ræktuð í mörgum stærðum og verðflokkum. Berið saman verð' og gæði! Alyktun bandalagsráðstefnu BSRB Vaxandi atvinnu- leysi áhyggjuefni BANDALAGSRÁÐSTEFNA BSRB, sem haldin var 18. og 19. nóvember, ályktaði um að skipaður verði starfshópur með fulltrúum samtaka launafólks, ríkisins og sveitarfélaga til að Ieita leiða til eflingar atvinnulífsins. Einnig að lög og reglur um atvinnuleysistryggingar verði tekin til endurskoðunar með það fyrir augum að bæta réttindastöðu atvinnulausra og að komið verið á formlegu samstarfi milli fulltrúa BSRB, ríkis- stjórnar og sveitarfélaga þar sem fjallað verði um breytingar og nýskipan í opinberum rekstri. í ræðu sinni sagði Ögmundur Jónasson formaður BSRB m.a. að tilhneigingar hefði því miður gætt í tengslum við samninga að veikja tekjustofna ríkis og sveitarfélaga með flatri skattalækkun. Með þessu væri verið að veikja velferð- arkerfið og grafa undan jöfnuði. Hann sagði að lítið gagn væri í kjarabótum í formi lækkaðra út- gjalda á einum stað ef þegnunum væri íþyngt um leið varðandi ann- að, svo sem með aukinni kostnað- arhlutdeild í heilbrigðis- og menntakerfi ásamt lækkun skatt- leysismarka. Hann sagði óhugs- andi að sátt næðist um kjarasamn- inga sem fælu í sér breytingar á skattlagningu og kjörum alls al- mennings í landinu, nema með breiðri samstöðu launafólks. Vaxandi atvinnuleysi í ályktun bandalagsráðstefnu BSRB segir að vaxandi atvinnu- leysi sé mikið áhyggjuefni og mikilvægt sé að gripið verði til ráðstafana til að stemma stigu við því. Sé nauðsynlegt að við allar skipulagsbreytingar, hvort sem er í tengslum við sameiningu sveitar- félaga, breytingar á rekstrarformi opinberra stofnana eða annars staðar í atvinnulífinu, verði ekki teknar ákvarðanir sem leiða til aukins atvinnuleysis í landinu. Sérstakt áhyggjuefni sé þó hrað- vaxandi atvinnuleysi meðal ungs fólks. Á verkstæðinu Morgunblaðið/Þorkell JÓFRÍÐUR Benediktsdóttir, kjólameistari, og Helga Rún Pálsdóttir, hönnuður, hattagerðarkona og klæðskeri, eru meðal þeirra sem hafa opnað verkstæði í Borgarkringlunni. íslenskir fatahönnuðir sýna vörur sínar í Borgarkringlunni Almenningi sýnt handbragðið „HINGAÐ hefur ekki verið sérstaklega mikill straumur enda vorum við að opna í dag. En ég vona að úr því rætist um helg- ina,“ sagði Jófríður Benediktsdóttir, formaður Félags meistara- og sveina í fataiðn, eftir að hún hafði, ásamt nokkrum hönnuð- um, klæðskerum, kjólameisturum og hattagerðarkonu, komið upp verkstæði í Borgarkringlunni á föstudag. Verkstæðinu var komið upp i tengslum við átakið íslenskt, já takk. Jófríður sagði að með henni væru m.a. klæðskerarnir Sigrún Einars- dóttir og Hanna Laufey Elísdóttir frá saumastofunni Spori í rétta átt og sérhæfði stofan sig í íþróttafatnaði að ýmsu tagi. Jafnframt gæti fólk orðið nokkurs vísara um handbragð hattagerðarkonu hjá Helgu Rún Pálsdóttur og vinnubrögð kjólameist- ar hjá Guðrúnu Ernu Guðmundsdótt- ur. Sjálf sagðist Jófríður, sem er kjólameistari, einbeita sér að sér- saumi ýmis konar og gerð þjóðbún- inga. Hún sagðist finna fyrir miklum áhuga á þjóðbúningum um þessar mundir. „Eg veit ekki hvort lýðveld- afmælið hefur einhver áhrif en konur sýna því almennt mikinn áhuga að eignast þjóðbúning eða endurnýja gamla búninga. Mér finnst mest gaman af yngri konunum. Þær eru greinilega að fá sér búning fyrir sjálfa sig, ekki fyrir t.d. mömmu eða ömmu, og finnst búningurinn mjög fallegur," sagði Jófríður og benti sem dæmi um áhugann á að hún kæmi ekki fleiri verkefnum að fyrir jól. Almennt sagðist hún halda að konur hefðu gaman af því að ganga í sérsaumuðum íslenskum fötum. „En hvort íslenskar konur séu algjör- lega hættar að snobba fyrir erlendum merkjum veit ég hins vegar ekki,“ sagði hún. Verkstæði kvennanna er í suðurenda Borgarkringlunnar. Starfsmenn SVR vilja vera áfram í sama stéttarfélagi Jólastjarnan er viðkvæm fyrir kulda og dragsúg. Því er sérstök ástæða til að benda söluaðilum á að pakka henni vel inn fyrir viðskiptavini sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.