Morgunblaðið - 20.11.1993, Side 22

Morgunblaðið - 20.11.1993, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Morgunblaðið/Rúnar Þór Menntskælingar með endnrskinsmerki KRAKKARNIR í 4b í Menntaskólanum á Akureyri fengu Valgerði Hrólfsdóttur umferðarfulltrúa á Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra í heimsókn til sín í gær, en hún færði þeim endurskinsborða sem hún bað þau að bera í skammdeginu og sýna þann- ig gott fordæmi. Nú stendur yfir sérstakt átak þar sem fólk er hvatt til að nota endurskinsmerki og sagði Valgerður að þessi hópur yrði oft útundan í umræðunni, foreldrar væru meðvituð um að setja endurskinsmerki á litlu börnin sín og því hefði hún beðið þau í 4b að ganga á undan með góðu for- dæmi og bera endurskinsborða í skammdeginu. í næstu viku ætlar Valgerður síðan að heimsækja nemendur í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og brýna fyrir þeim nauðsyn þess að bera endurskins- merki. Alfreð Garðarsson útgerðarmaður í Grímsey Betra verð í boði hjá Jóni Ekki ljóst hversu margir útgerðarmenn flytja viðskipti sín frá KEA til Jóns Asbjörnssonar Grímsey UNDANFARIÐ hefur ekki viðrað til sjósóknar í Grímsey, þannig að enn sem komið er hefur lítið sem ekkert borist af fiski í fiskverk- un Jóns Asbjörnssonar sem nýlega tók til starfa í eynni. Fram til þessa hafa útgerðarmenn selt Fiskvinnslustöð Kaupfélags Eyfirðinga í Hrísey aflann og hefur hann verið fluttur þangað til vinnslu. A liðnu ári voru um 1.800 tonn af fiski flutt frá Grímsey til Hríseyjar. Þorsteinn Orri Magnússon hjá fiskmóttöku KEA í Grímsey hefur verið að kanna undirtekir útgerðar- manna varðandi áframhaldandi við- Eftirlit við spilakassa verði hert STJÓRN Foreldrafélags Gagnfræðaskóla Akureyrar samþykkti eftirfarandi álykt- un á fundi sínum í vikunni: „Þar sem ákveðið er að stór- auka spilakassa í bænum m.a. með opnun nýrrar „spilastofu" í miðbænum beinir stjórnin því til yfirvalda að stórlega verði hert allt eftirlit í tengslum við spila- kassana. f því sambandi er sér- staklega áréttað að unglingar undir 16 ára aldri fái ekki að- gang að þeim.“ skipti, en óljóst er á þessu stigi hvar þeir ætla sér að leggja inn afla sinn. Breytir heilmiklu Alfreð Garðarsson útgerðarmað- ur í Grímsey sagðist í framtíðinni reikna með að leggja upp afla hjá SKÓLPDÆLUSTÖÐ sem stað- sett er austan við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri var tekin í notkun í gær Dælustöð þessi Jóni Ásbjörnssyni, hann gerir út trillu hluta úr ári og hefur nú lagt henni fram á vorið. Alfreð sagðist hafa fengið um 50 tonn af fiski í sumar, þar af um 20 tonn af þorski. Hann sagði betra verð í boði hjá Jóni Ásbjörnssyni en KEA, ef fisk- verkun Jóns Ásbjömssonar hefði keypt þennan afla til vinnslu hefði hann fengið 960 þúsund krónum meira fyrir hann. „Það breytir heil- miklu peningalega fyrir útgerðina," sagði Alfreð. Guðmundur G. Arnarson sem gerir út bátinn Kristínu EA í félagi við Sæmund Ólason sagði að grund- velli hefði verið kippt undan útgerð- inni eftir að KEÁ lækkaði verð á dælir öllu skólpi frá sjúkrahúsinu upp í aðallögn í Þórunnarstræti í staðinn fyrir að það fari beint í Pollinn eins og verið hefur. Þetta er fyrsta skrefið í fram- kvæmd áætlunar sem Bæjarstjóm Akureyrar hefur samþykkt um að öllu skólpi á Akureyri verði safnað að einni útrás, grófhreinsað þar og því síðan veitt til sjávar út á 40 metra dýpi um það bil 600 metra frá landi. Með tilkomu þessarar skólpdælustöðvar minnkar það skólpmagn sem rennur til sjávar við Höphnersbryggjur um meira en helming og það magn sem leitt er út í Pollinn í um 20%. Kostnaður um 10 milljónir Heildarkostnaður við þetta verk er um 10 milljónir króna. Þar af er kostnaður við dælustöð, þrýsti- lögn frá henni og þann hluta breyt- inga á lagnakerfi við sjúkrahúsið Atvinnurekendur Akureyri og nágrenni Samtök iðnaðarins og Vinnuveitendasamband ís- lands boða til fundar á Hótel KEA kl. 17 mánudag- inn 22. nóvember. Tilefni fundarins er að kanna áhuga á því að samtökin reki sameiginlega upplýs- inga- og þjónustuskrifstofu á Akureyri í samvinnu við heimamenn. Á fundinn koma formenn og framkvæmdastjórar samtakanna og gefst norðlenskum atvinnurekend- um kjörið tækifæri til að ræða hagsmunamál sín við talsmenn samtakanna. Samtök iðnaðarins. Vinnuveitendasamband íslands. Skólpdælustöð tekin í notkun við FSA Skólpið í aðallögn í stað þess þess að fara beint í sjóinn KEA-Nettó Seldu tonn af svína- kjöti á tveimur tínium TÆPT eitt tonn af svínakjöti var selt á innan við tveimur tímum í verslun KEA-Nettó í gær. Kjötið var selt með 30-40% afslætti og greinilegt að margir hafa hugsað sér gott til glóðarinnar að ná sér í jólasteikina á hagstæðu verði því örtröð var í versluninni. Júlíus Guðmundsson verslunar- stjóri í Nettó sagði að ætlunin hefði verið að selja um eitt tonn af svína- kjöti, svínahamborgarhrygg, bay- on-skinku, hringskornum svínabóg og úrbeinuðum svínakambi á til- boðsverði i versluninni um helgina. Strax og verslunin var opnuð á hádegi í gær tók fólk að streyma að og seldist kjötið upp á innan við tveimur tímum. ■SÖNGHÓPURINN Emil og Anna Sigga heldur ásamt píanóleikaranum Daníel Þorsteinssyni þrenna tónleika á Norðurlandi um helgina. Þeir fyrstu verða á morgun, laug- ardaginn 20. nóvember kl. 16 í sal Gagnfræðaskólans á Akureyri, um kvöldið verða síðan tónleikar í Dal- víkurkirkju og hefjast þeir kl. 21 og þeir þriðju verða í Tónlistarskólanum á Sauðárkróki á sunnudaginn kl. 17. Sönghópinn skipa tenórarnir Bergsteinn Björgúlfsson, Skarphéð- inn Þór Hjartarson og Sverrir Guð- mundsson, Sigurður Halldórsson enKEA línufiski í mars síðastliðnum, „það þolir enginn 20% verðlækkun á einu bretti,“ sagði hann. Guðmundur sagði að fram hefði komið á fundum með forsvars- mönnum KEA sem haldnir hafa verið í Grímsey að þeir teldu sig get fengið ódýrara og'betra hráefni á mörkuðum annars staðar. „Við hljótum að hafa verið baggi á þessu fyrirtæki, þeir hafa sagt á þessum fundum að við séum bæði dýrir og ekki með nógu gott hráefni. En við hljótum að hjálpa þeim mikið ef við hættum viðskiptum við þá, það hlýt- ur að hafa í för með sér mikla hag- ræðingu fyrir þá,“ sagði Guðmund- ur. Júlíus sagði að greinilega ætluðu margir að taka forskot á sæluna fyrir jólin, en aðrir væru að nota tækifærið og kaupa jólasteikina tímanlega. Hann sagðist eiga von á að fá meira af svínakjöti sem hægt yrði að bjóða á sama verði, með allt að 40% afslætti. „Ég býst við að fá eitthvað í dag, laugardag og sennilega fæ ég líka eitthvað í næstu viku,“ sagði Júlíus. kontratenór, Ingólfur Helgason bassi og Anna Sigríður Helgadóttir mezzó- sópran. Á efnisskrá hópsins eru þjóðlög frá Englandi og Skotlandi, lög eftir Bruce Springsteen, Janis Jopiin, Ladda, Ellington og Bítlana og einn- ig verður flutt tónlist eftir P.D.Q. Bach, en hópurinn hefur áður staðið fyrir kynningu á tónlist þess siðast- nefnda við mikinn fögnuð. Sönghópurinn hefur víða haldið tónleika og komið fram bæði í út- varpi og sjónvarpi. ■AKUREYRARPRESTAKALL- Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun. Hátíðarguðsþjónusta verður í Akur- eyrarkirkju kl. 14 í tilefni afmælis kirkjunnar. Kór Akureyrarkirkju syngur og Þuríður Baldursdóttir syngur einsöng. Eftir guðsþjónustu hefst basar og kaffisala Kvenfélags Akureyrarkirkju í Safnaðarheimilinu þar sem kór kirkjunnar syngur létt lög. Fundur verður í æskulýðsfélag- inu kl. 17 á morgun. Biblíulestur í safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudag. ■GLERÁRKIRKJA Biblíulestur og bænastund í kirkjunni kl. 13 í dag, laugardag. Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 og molasopi í safnaðarheimilinu að henni lokinni. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17.30. ■HJÁLPRÆÐISHERINN Laufa- brauðs- og kökubasar kl. 15. Kvöld- vaka kl. 20 með fjölbreyttri dagskrá. Daníel og Anne Gurine Óskarsson stjórna og tala. Helgunarsamkoma kl. 11 á sunnudag, Sunnudagaskóli kl. 13.30, bæn kl. 19.30 og almenn samkoma kl. 20. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bæjarráðsmenn skoða skólpdælustöð NÝ skólpdælustöð var tekin í notkun við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í gær og minnkaði þá magn þess skólps sem rennur til sjávar við Höphnersbryggjur um meira en helming. Gunnar Jóhann- esson verkfræðingur hjá Akureyrarbæ sýndi bæjarráðsmönnum og Halldóri Jónssyni bæjarstjóra stöðina í fyrradag. sem tilheyrir þessum verkáfanga rúmlega 8 milljónir króna og við aðrar breytingar sem Akureyrar- bær gerði fyrr á árinu á lögnum inn á lóð sjúkrahússins var kostnaður tæplega 2 milljónir króna. í ár verður ennfremur unnið við breytingar á lagnakerfi í nágrenni fiskihafnar og þrýstilögn lögð með- fram nýjum hluta Strandgötu, en bæði þessi verk eru liðir í fram- kvæmd fyrrnefndar áætlunar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.