Morgunblaðið - 20.11.1993, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 20.11.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 29 Álit umboðsmanns um ráðningn tollvarðar á Keflavíkurflugvelli rætt á Alþingi Harkaleg orðaskipti utaiiríkisráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins NOKKRIR alþingismenn, þar á meðal tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, gagnrýndu utanríkisráðherra harðlega fyrir ráðningu tollvarðar á Keflavíkurflugvelli á árinu 1990 þegar skýrsla umboðs- manns Alþingis fyrir árið 1992 var rædd á Alþingi sl. fimmtudag. í skýrslunni kemur fram það álit umboðsmanns að ráðningin hefði verið ótæk, bæði um undirbúning og niðurstöðu, þar sem í veiga- miklum atriðum hefði verið brotið í bága við lög og vandaða stjórn- sýsluhætti. Ráðherra sagðist ekki geta fallist á að lög hefðu verið brotin á umsækjendum en viðurkenndi gagnrýni á formgalla. Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, og Björn Bjarnason, for- maður allsherjarnefndar, gerðu Alþingi grein fyrir skýrslu um- boðsmanns Alþingis fyrir árið 1992. Björn vakti sérstaka at- hygli á því að umboðsmaður hefði í sex málum talið að meinbugir væru á lögum. Hann sagði einnig frá því að óvenju mörg mál hefðu á þessu ári snúist um gjaldtöku og skattheimtu og af því tilefni hefði umboðsmaður áréttað grundvallarreglur um skatta og gjöld í skýrslu sinni. í þessu sam- bandi vísaði Björn einnig til gagn- rýni um óvönduð vinnubrögð við skattalöggjöf sem fram er sett í nýlegri skýrslu Félags löggiltra endurskoðenda. Þeir þingmenn sem tóku til máls um þetta voru almennt sammála um grundvallar- reglurnar. Ráðherra breyti um vinnubrögð í umræðunum um skýrslu um- boðsmanns var ráðning utanríkis- ráðherra á tollverði á Keflavíkur- flugvelli á árinu 1990 mikið rædd. Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, sagði að leggja þyrfti meiri þunga á að fylgja eftir álitsgerðum umboðs- manns, sagði að framkvæmda- valdið léti álit hans oft sem vind um eyru þjóta. Hann vakti einnig sérstaka athygli á áliti umboðs- manns á ráðningu tollvarðarins. Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á mik- inn drátt á svörum ráðuneytis við erindum umboðsmanns vegna þessa máls og sagði að sum svara þess hefðu síðan reynst staðlausir stafir. Sagðist hann telja þetta mál svo alvarlegt að ekki yrði við unað. Setti hann það í samhengi við ýmsar aðrar sporslur og emb- ættisveitingar utanríkisráðherra til flokksmanna á Keflavíkurflug- velli og veitingar á nokkrum af æðstu og best launuðu stöðunum hjá ríkinu í sumar. Árni sagðist hafa stutt utanríkisráðherra til margra góðra verka og þætti sér afar miður að upp skuli koma hver embættisveitingin á fætur annarri þar sem eina skýringin væri sú að menn hefðu sérstök flokksskírteini upp á vasann. Skor- aði hann á utanríkisráðherra að breytá um vinnubrögð og koma sér þannig undan gagnrýni sem þessari. Arni R. Árnason, þing- maður Sjálfstæðisfiokksins, hvatti utanríkisráðherra til að koma á faglegum vinnubrögðum við ráðn- ingar starfsmanna. Jón Baldvin Hannibalsson utan- Námsgagnastofniin og samtök iðnaðarins Fræðslumyndband um iðnað komið út SAMTÖK iðnaðarins og Námsgagnastofnun hafa látið gera fræðslumyndband um iðnað fyrir 10-12 ára nemendur grunn- skóla. Námsgagnastofnun sá um gerð námsefnisins með fjárstuðn- ingi frá Samtökum iðnaðarins og Iðnþróunarsjóði og sagði Harald- ur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, við frumsýningu myndbandsins í Grandaskóla, að það væri beint innlegg I átak fyrir íslenska framleiðslu sem nú er verið að gera undir kjörorðun- um „íslenskt, já takk!“. Leikstjóri er Andrés Indriðason. Myndbandið ber titilinn Líf í tuskunum og fjallar um bekk í grunnskóla. Akveðið hefur verið í skóla þessum að heimsækja nokk- ur iðnfyrirtæki og vinna síðan úr heimsókninni og kynnast áhorf- endur sérstaklega tveimur krökk- um, Ingu og Óla, ijölskyldum þeirra og viðhorfum. Með mynd- inni fylgir nemendabók þar sem saga myndarinnar er endursögð. Auk þess eru verkefni á eftir hveij- um kafla sem hvetja til umhugsun- ar og upplýsingaöflunar um ís- lenskan iðnað við lausn þeirra. Með helstu hlutverk í myndinni fara Álfrún Ömólfsdóttir, Jóhann Ari Lárusson, Jóhann Sigurðar- son, Guðrún Marinósdóttir og Steindór Hjörleifsson. ríkisráðherra sagði að ráðuneytið gæti ekki fallist á að brotin hefðu verið lög á umsækjendum í þessu máli. Setja mætti úr á formgalla, svo sem að auglýsingin birtist ekki í Lögbirtingarblaði, en það væri álitamál hvort um veigamikla athugasemd væri að ræða. Hins vegar megi segja að formleg máls- meðferð hjá embætti lögreglu- stjórans í Keflavík hafi ekki verið með þeim hætti sem ákjósanlegast var. Gerðar hafi verið ráðstafanir til þess að slíkt endurtaki sig ekki. Þá tók hann undir það að dráttur á svari til umboðsmanns frá emb- ættismönnum hafi verið aðfinnslu- verður og svörin hefðu mátt vera ítarlegri. Ráðningar sjálfstæðismanna Hann sagði að ráðuneytið féllist hins vegar ekki á það að við þessa embættisveitingu hafi verið brotin lög. Hann sagði það álit ráðu- neytisins að enginn umsækjenda hefði verið hæfur samkvæmt ýtrustu kröfum. Starfsreynsla hafi verið fyrir hendi hjá tveimur um- sækjendum. Sú starfsreynsla hafi ekki verið þess eðlis að starfsfólk og yfirmenn í tollgæslunni teldu ráðlegt að fastráða þessa tvo menn. Niðurstaðan hafi verið að ráða þriðja manninn. Sú ráðning hafi í alla staði sýnt sig hafa ver- ið farsæla. í svari við gagnrýni Árna Mat- hiesen rökstuddi utanríkisráðherra m.a. ráðningar nokkurra þing- manna Alþýðuflokksins í embætti fyrr og nú. í því sambandi nefndi hann Kjartan Jóhannsson, Jón Sigurðsson, Eið Guðnason og Karl Steinar Guðnason. Sagði hann þingmanninn hafa notað ræðu sína til að veitast að sér og flokki sínum og skipa sér í röð með ófyrirleitn- ustu gagnrýnendum Alþýðu- flokksins. Hann rifjaði upp ráðn- ingar stjórnmálamanna úr röðum . Sjálfstæðisflokksins í ýmis emb- ætti og spurði Árna hvort hann gagnrýndi ekki þær á sama hátt og gerðir Alþýðuflokksins. Nefndi hann í þessu sambandi Geir Hall- grímsson og Birgi ísleif Gunnars- son seðlabankastjóra og Sverri Hermannsson bankastjóra Lands- bankans. Hann nefndi einnig þing- menn flokksins sem valdir hefðu verið til að gegna embætti sýslu- manna, þá Friðjón Þórðarson og Einar Ingimundarson. Loks nefndi hann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði valið starfandi þingmenn til að gegna mikilsverðum störfum í bankaráðum þjóðbanka og stjórn- um annarra fj árm álastofnana, eins og til dæmis Byggðastofnunar. Ráðherra sagði einnig í svari sínu að hann hefði tekið til varna fyrir Davíð Oddsson forsætisráð- herra þegar á hann hafi verið ráð- ist í þinginu vegna embættaveit- inga (Hrafnsmálið) en ólíkt hefð- ust menn að. Árni Mathiesen sagði það rétt hjá ráðherra að þrír umsækjendur um tollvarðarstöðuna hefðu komið til greina, en sá sem fékk stöðuna hefði ekki verið þar á meðal og raunar verið einn af þeim umsækj- endum sem talinn hefði verið síst hæfur og hvergi nefndur í umsögn lögreglustjórans. Sagði hann rökstuðning ráðherrans ekki halda vatni. Páll Pétursson sagði að svör ráðherrans sýndu sorglega for- herðingu og siðblindu. Varðandi embættisveitingar Al- þýðuflokksins í sumar sagðist Árni ekki gagnrýna ráðningar ein- stakra manna, þeir væru hæfir hver út af fyrir sig. Hins vegar sagðist hann hafa í blaðagrein gagnrýnt þá keðju sem sett var af stað. Þá pólitísku leikfléttu sem gerð hefði verið til að leysa innan- flokksmál og til að létta þrýstingi af formanni flokksins. Sagði hann óeðlilegt að þriðjungur af þing- flokki Alþýðuflokksins hafi verið fluttur í æðstu embætti landsins á einu bretti og sagði að það sam- svaraði því að 8-9 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hefðu verið settir í slík embætti á sama tíma. Sagði þingmaðurinn að hann hefði gagnrýnt það, ef það hefði verið gert, og sagðist þess fullviss að utanríkisráðherra hefði tekið undir þá gagnrýni. Tók Ámi það fram að gagnrýni sín á ráðningu toll- varðarins á Keflavíkurflugvelli hefði verið efnisleg gagnrýni og sett fram í fullri vinsemd og sagð- ist hann vilja frábiðja sér það að vera settur í sérstakan flokk hat- ursmanna utanríkisráðherra. Bað hann ráðherrann aftur á móti að taka mark á gagnrýninni og breyta vinnubrögðum sínum. Heimildir til að bæta miska Björn Bjamason, formaður alls- herjarnefndar, sagði að fyrir nefndinni lægi það álit umboðs- manns Alþingis, vegna þessa máls, að í lögum ætti að vera víðtækari heimild en nú væri til að bæta miska, þegar stjórnvöld hefðu brotið rétt á mönnum við stöðu- veitingar. Þyrfti nefndin að taka þetta mál til umfjöllunar. Hann sagðist vonast til að málum hjá umboðsmanni myndi fækka þegar farið yrði að vinna eftir nýjum stjórnsýslulögum. Hörður Torfason. Útáfutón- leikar Harð- ar Torfa GULL heitir nýjasta plata Harð- ar Torfa og verða tónleikar í til- efni útkomu hennar haldnir í Borgarleikhúsinu nk. mánudags- kvöld 22. nóvember kl. 21. Gull er tíunda plata Harðar. Hörður Torfa hefur algjöra sér- stæðu í íslenskri tónlistarflóru og er sá sem fyrstur hérlendra tekur upp merki trúbadúranna og hefur haldið því á lofti í meira en 26 ár. Venjulega er Hörður einn á sviðinu með gítarinn og sögurnar sungnar og sagðar en að þessu sinni fær hann til liðs við sig Þórð Högnason sem leikur á bassa en Þórður er einmitt eini meðleikari Harðar á plötunni. Gestur Harðar eru svo Haraldur Reynisson sem hefur ný- lega sent frá sér sína fyrstu plötu Undir hömrunum háu. Haraldur hefur sér til aðstoðar Hallberg Svavarsson á bassa. -----♦ ♦ ♦ ■ ÍSLENSKI Fjallahjólaklúhh- urinn (ÍFHK) hvetur hjólandi borg- arbúa til að bregða sér á reiðhjól nk. sunnudag í tilefni þess að vetur- inn er kominn. Klúbburinn mun efna til hóphjólreiða til þess að minna á slæma aðstöðu þjólreiða- manna í borginni. Verður lagt af stað frá Kolaportinu kl. 13. Hjólað verður upp Sæbrautina, beygt inn hjá kaffíhúsinu Sólon íslandus. Þar verður undirskriftarlisti afhentur borgarfulltrúa. Á haus undirskrifta- listans kemur fram að nauðsynlegt sé að leggja sérstakar hjólreiðagöt- ur til þess að fækka slysum á ber- skjölduðum hjólreiðamönnum borg- arinnar. í framhaldi geta áhuga- samir komið sér fyrir á efri hæð Sólon íslandus og hlýtt á fróðlegt erindi um umhverfísmál sem flutt verða á ráðstefnunni Græna bylt- ingin, hverjar eru horfumar? Ráð- stefnan hefst kl. 14. Kynning spítalaskýrslu Jóhann Ari Lárusson, sem leikur Óla, Andrés Indriðason leikstjóri oet Álfrún Örnólfsdóttir. sem leikur Intru. sætir gagnrýni á Alþingi VIÐ UPPHAF þingfundar á fimmtudag tóku nokkrir þingmenn til máls um störf þingsins og gagnrýndu hvernig staðið hefur verið að kynningu skýrslu um framtíð sjúkrahúsa á landsbyggð- inni, sérstaklega að hún skyldi ekki kynnt þingmönnum um leið og fjölmiðlum. Hjörleifur Guttormsson, þing- maður Alþýðubandalags á Austur- landi, hóf umræðuna. Gagnrýndi hann að skýrsla þar sem boðuð væri róttæk breyting á starfsemi sjúkrahúsa væri kynnt með þess- um hætti. Nefndi hann sem dæmi að ekki væri gert ráð fyrir neinu sjúkrahúsi sem stæði undir nafni á öllum austurhluta landsins. Heilbrigðisráðherra er ekki á landinu en Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra svaraði gagnrýninni á þá leið að hér væri um að ræða sérfræðiálit í embætt- ismannaskýrslu sem ekki hefði verið rætt í ríkisstjóm og því eng- in afstaða verið tekin til. Hvers vegna var byggt upp? Taldi hann ekki ástæðu til að ræða efni skýrslunnar á þessu stigi málsins. Nokkrir þingmenn úr öllum stjórnarandstöðuflokkunum tóku undir gagnrýni á kynningu skýrsl- unnar og einnig Matthías Bjama- son og Sturla Böðvarsson þing- menn Sjálfstæðisflokksins. Matt- hías spurði hvers vegna unnið hefði verið að uppbyggingu sjúkrahúsa úti um landið, keypt dýr tæki og starfsfólk ráðið ef svo allt í einu væri það talinn mesti spamaðurinn að leggja starfsem- ina niður. Sturla vakti athygli á því að í umræddri spítalanefnd væri sama fólkið og unnið hefði að uppbyggingu þeirra stofnana sem það vildi nú leggja niður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.