Morgunblaðið - 20.11.1993, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 20.11.1993, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 31 gerða kjarasamninga stéttarfélaga innan BHMR og virða þannig að vettugi einn af hornsteinum lýðræð- isins sem er fólgin í stjómarskrár- bundinni þrískiptingu ríkisvalds. Ekki er vafi á því að ríkisvaldinu er siðferðilega skylt að standa við eigin samninga við starfsmenn sína og stéttarfélög þeirra ekki síður en aðra samninga sem það gerir. Þannig yrði ugglaust talið brot á stjómarskrá ef alþingi breytti skilmálum seldra spariskírteina ríkisins með lagasetn- ingu. Réttur ríkisvalds til að afnema eigin samninga ætti að einskorðast við neyðarrétt í réttarríkinu og byggja á því að eitt sé látið yfir alla ganga. Eftir að samningsrétturinn fékkst, 31. desember 1986, gerðu stéttarfé- lög BHMR kjarasamninga á vordög- um 1987, sum að undangengnum verkföllum. Á árinu 1988 kom til efnda á efnisákvæðum um endur- skoðun sem ekki fengust rædd og síðan tók við tímabil bráðabirgðalaga sem stóð til 15. febrúar 1989 að formi til en í reynd til 18. maí 1989. BHMR-félögin nutu samningsrétt- ar síns þó aðeins í eitt ár en voru síðan undir ákvæðum bráðabirgða- laga uns nýir samningar vom undir- ritaðir seint í maí 1989. Samningam- ir áttu aðeins að gefa hið sama af sér og samningar ASI og VSI fram á mitt ár 1990 en eftir það átti að leiðrétta launin í áföngum. Þegar kom að efndum á þessu í júlí 1990 neitaði ríkið. Félagsdómur úrskurð- aði í sama mánuði að ríkinu bæri að efna samningana! Síðan tók bráðabirgðalöggjafínn til starfa og nam kjarasamninga aðildarfélaga BHMR úr gildi. Héraðsdómur skildi betur sjónarmið ríkisstjómarinnar og staðfesti í mars 1991 að ríkið mætti nema samninga úr gildi ef þeir brytu í bága við efnahagsstefnu ríkisstjóm- arinnar! Hæstiréttur ógilti dóm und- irréttar og úrskurðaði að lögin stæð- ust ekki jafnræðisreglur stjórnar- skrárinnar. Hæstiréttur taldi aðjafna mætti bráðabirgðalögunum til upp- sagnar á kjarasamningum og úr- skurðaði á þeim gmndvelli að ums- amdar launahækkanir féllu úr gildi að liðnum uppsagnarfresti. í 12. gr. l.nr. 94/1986 segir hins vegar að eftir kjarasamningi skuli farið - þrátt fyrir uppsögn - uns nýr er gerður. Dómur Hæstaréttar í þessu máli ætti því að vera sérfræðingum Evrópuráðsins umhugsunarefni þeg- ar þeir hefja rannsóknir sínar á já- kvæðu félagafrelsi í aðildarríkjunum. BHMR bar málið undir Alþjóða- vinnumálastofnunina, ILO, og vísaði eftir Emil B. Karlsson Á síðastliðnum 3 árum hafa ver- ið markaðssettar liðlega 30 mis- munandi iðnaðarvörur sem þróaðar voru í tveimur verkefnum á vegum Iðntæknistofununar og Iðnlána- sjóðs. Fyrra verkefnið, Vöruþróun- arátak Iðntæknistofnunar, skilaði 22 markaðshæfum iðnaðarvörum. Seinna vöruþróunarverkefninu, Vöruþróun ’92, er að ljúka og kynn- ing á níu vörutegundun fer nú fram á ýmsum vettvangi. Vegna þess hve árangurinn er góður hefur ver- ið ákveðið að efna til nýs átaksverk- efnis í vöruþróun, undir heitinu Vöruþróun ’94. Vörurnar sem unnar hafa verið í verkefnunum tveimur bera þess glögg merki að vöruþróun, sem stunduð er með skipulögðum vinnu- brögðum, er einhver skynsamleg- asta leiðin til nýsköpunar í atvinnu- lífinu. Nú eru liðin þijú ár frá því fyrstu vörurnar voru settar á mark- að og eru flestar þeirra framleiddar með góðum árangri í dag. Nýlega var gerð könnun á gildi og árangri af þeim 22 vörum sem komu á markað fyrir þremur árum. Þar kemur fram að sala varanna skilar framleiðendum verulegri veltu. All- ir framleiðendurnir telja að með því að fá faglega aðstoð við vöru- til samþykkta hennar um félaga- frelsi. Stofnunin taldi sannað að skaði félagsmanna BHMR af lögun- um hafi verið tímabundinn til 31. ágúst 1994. Þama virðist stofnunin hafa byggt á röngum upplýsingum, því eins og kunnugt er breytist ekk- ert í réttarstöðu eða kjörum félags- manna BHMR 31. ágúst 1994 og iaunahækkanir samninga voru numdar endanlega úr gildi en ekki tímabundið. M.a. á fyrmefndum rök- um byggði stofnunin þá niðurstöðu að láta sér nægja að hvetja samn- ingsaðila til að freista þess að semja (upp á nýtt) í góðri trú! Áð semja við ríkisvaldið upp á nýtt í góðri trú - eftir reynslu félags- manna BHMR - er að hafna reynsl- unni. Það gerir málið líka flóknara að opinberir vinnuveitendur gefa ILO langt nef og neita í reynd öllum al- vöru samningaviðræðum við stéttar- félögin. Á svoköliuðum samninga- fundum koma engin tilboð frá þeim á meðan beðið er eftir línunni frá ASÍ-VSÍ. Þegar hún liggur fyrir hljóðar tilboðið til opinberra starfs- manna að skrifa upp á sams konar samning, jafnvel eitthvað lakari. Þetta þýðir að opinberir vinnuveit- endur hafa enga sjálfstæða launa- eða starfsmannastefnu og hafa fram- selt samningsumboð sitt til ASÍ og VSÍ frá þjóðarsátt 1990 þegar samið var um að ræna félagsmenn BHMR kjarasamningum þeirra frá 1989. Raunar er opinberum vinnuveitend- um farið að leiðast að þurfa að hitta samninganefndir stéttarfélaganna, sem alltaf eru að heimta eitthvað, þannig að mörgum félögum gengur jafnvel illa að ná samningafundum mánuðum saman. Þessi framkoma stríðir að sjálfsögðu gegn alþjóðleg- um sáttmálum. Neikvætt félagafrelsi Hugmyndafræðin um neikvætt félagafrelsi byggir á því að einstakl- ingur eigi rétt á því að standa utan stéttarfélags sem hefur önnur stjóm- málaleg markmið en þau sem varða kaup og kjör félagsmanna. í Evrópu eru t.d. stéttarfélög eftir trúarskoð- unum og pólitískum flokkum. Þar er nauðsyn á að tryggja einstakling: um rétt á neikvæðu félagafrelsi. í réttarríkjum þar sem stéttarfélög vinna einarðlega að kjaramálum fé- lagsmanna sinna og hirða ekki um refskák stjórnmála- og trúarbragða- deiina og þar sem sérhver launamað- ur á rétt á að njóta lágmarksákvæða kjarasamninga er fráleitt að stilla neikvæðu félagafrelsi upp sem mannréttindum. Verkefni stéttarfé- þróunina hafi orðið til hagnýt þekk- ing í fyrirtækjunum til áframhald- andi þróunarvinnu. Jafnframt segja flestir framleiðendurnir að þátttaka í verkefinu hafí orðið til að hvetja starfsmenn til að áframhaldandi vörijþróunar. Ástæða þess að vöruþróun er orðin einn af mikilvægustu þáttum fyrirtækjarekstrar eru örar breyt- ingar í eftirspurn og framboði. Það sem er í tísku í dag þykir okkur hallærislegt á morgun. Sama á við um matarvenjur sem eru í sífelldri breytingu. Samkeppnin um þarfír neytenda harðnar um leið og líftími hverrar vörutegundar verður æ styttri með tímanum. Með því að gera vöruþróun að eðlilegum þætti í daglegum rekstri fyrirtækja verð- ur framleiðslan sveigjanlegri og auðveldara verður að breyta fram- boðinu eftir því sem markaðsað- stæður gefa tilefni til. Þjónusta Iðntæknistofnunar á sviði vöruþróunar er framkvæmd af sérfræðingum með þekkingu á tækni og rekstrarmálum. En vöru- þróun getur einnig falist í því að setja vöru, sem hefur verið á mark- aði í langan tíma, í nýjar umbúðir eða gera vöruna á einhvern annan hátt meira aðlaðandi í augum neyt- enda. Aðalatriðið eru tengsl fram- leiðenda við markaðinn. laganna er að standa vörð um hluta af mannréttindum sem ella yrði ekki gætt fyrir launamenn með sama hætti. Álþjóðlegu samþykktimar eru settar til að tryggja launamönnum þátttökurétt í stéttarfélögum í þess- um tilgangi. Stéttarfélög verða að vinna faglega og af trúnaði fyrir sína félagsmenn og mega í raun ekki blanda sér í önnur mál en varða umboð þeirra. Þannig tel ég vara- samt að stéttarfélög álykti um al- menn stjórnmál eða trúmál eða taki þátt í slíku starfí. Eg tel að opinberir vinnuveitendur geri í reynd neikvæðu félagafrelsi hærra undir höfði en jákvæðu. Vinnuveitendur taka með lögum fé- lagsmenn úr BHMR-félögunum og lokka aðra með gylliboðum eða þvinga til að standa utan stéttarfé- lagarina. Framferði þeirra eins og að ofan er rakið miðast við að draga sem mest úr getu félaganna til að semja og ná fram efni löglega gerðra kjarasamninga. Þegar stéttarfélögin vinna eitt dómsmál tekur það næsta við. Fyrir opinberum vinnuveitendum hefur ekkert mál fordæmisgildi held- ur eru öll mál einstaklingsmál. Til- gangurinn er að gera félögunum sem erfíðast fyrir. Samtímis þessu hygla vinnuveitendur þeim sem yfírgefa stéttarfélögin og bera út félögin og fyrirsvarsmenn þeirra. Lágir launa- taxtar félagsmanna BHMR vegna bráðabirgðalaganna eru notaðir sem sönnunargagn um það að félögin sinni ekki hlutverki sínu. Höfð eru endaskipti á sannleikanum. Þannig er reynt að mylja utan af þeim kjarna sem sýnir samstöðu. Samtakamáttur launafólks er mikilvægasta vopnið og það vita vinnuveitendur jafnt op- inberir sem óopinberir. Endurreisn félagafrelsis Það þarf stórkostlegt réttarátak og hugarfarsbreytingu á íslandi til að láta alþjóðasamþykktir um rétt- arstöðu launamanna og stéttarfélaga ná gildi sínu. Er það er eitt brýnasta verkefni stéttarfélaganna í landinu og ætti að vera verðug hugsjón ís- lendinga að Mannréttinda- og Fé- lagsmálasáttmálar Evrópu og Sam- einuðu þjóðanna gildi einnig á ís- landi. Ríkisvaldið á að búa stéttarfé- lögum sanngjarnar leikreglur og ganga fram fyrir skjöldu um að virða leikreglumar og efni samninga. Það gæti verið byrjunin á endurreisn fé- lagafrelsis á íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri BHMR. Emil B. Karlsson __ . --wa auuVAl* „Það sem er í tísku í dag- þykir okkur hall- ærislegt á morgun.“ Fyrirtæki sem taka þátt í átaks- verkefnum Iðntæknistofnunar og Iðnlánasjóðs fá faglega og fjár- hagslega aðstoð við þróunarverk- efnin. Verkefnisstjóri vinnur með hveiju fyrirtæki og fylgir starfmu eftir þar til að markmiðinu hefur verið náð, þ.e. að þróa vöru sem er markaðshæf innanlands eða hæf til útflutnings. Höfundur er kynningarstjóri Iðntæknistofnunar. _____________Brids__________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Kauphallarmótið 1993 Kauphallarmót Bridssambands ís- lands verður haldið á Hótel Sögu helg- ina 3.-5. desember nk. Mótið verður haldið í samvinnu við Verðbréfamark- að íslandsbanka sem mun reka Kaup- höll á staðnum eins og undanfarin ár og nú verða Eurocard-kreditkort í samstarfi við okkur. Ef pör verða keypt með einhverjum af kortum frá Eurocard getur viðkomandi dottið í lukkupottinn í enda mótsins en þá verður eitt parið dregið út og kaup- andi þess fær kaupverðið endurgreitt en þetta gildir aðeins ef notað er eitt- hvað af kortum frá Eurocard. Mótið hefst að venju með uppboði föstudagskvöldið 3. desember á Hótel Sögu þar sem öll skráð pör verða að spila í jakkafötum með bindi og kven- fólkið í viðeigandi klæðnaði. Skráning er hafín á mótið á skrif- stofu Bridssambands íslands í síma 91-619360. Ef þátttaka fer yfir 32 pör verður valið úr pörum eftir stiga- styrkleika. Þátttökugjald er 10.000 á par og lágmarksboð er einnig 10.000 sem viðkomandi par ábyrgist ef enginn býður hærra. Skráningarfrestur er til mánudagsins 29. nóvember. Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur í 12 para riðli. Efst urðu eftirtalin pör: BaldurBjartmarsson-HelgiSkúlason 135 ValdimarSveinsson-FriíjónMargeirsson 133 FriðrikJónsson-Ingvarlngvarsson 115 Næsta þriðjudag hefst barometer- tvímenningur, 4ra kvölda. Skráning hjá Hermanni í síma 41507 og Baldri í síma 78055. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30. Frá Skagfirðingum Haustbarometer Skagfirðinga hófst síðasta þriðjudag. Góð þátttaka er í keppninni. Eftir fyrsta kvöldið af þremur, er staða efstu para: GuðlaugurSveinsson-LárusHermannsson 58 AlfreðAlfreðsson-ViktorBjómsson 45 Alfreð Kristjánsson - Eggert Bergsson 40 JónStefánsson-SveinnSigurgeirsson 33 Dan Hansson - Þórður Sigfússon 31 Ármann J. Lárusson - Þórir Leifsson 26 Spilamennsku verður fram haldið næsta þriðjudag, en aðalsveitakeppni Skagfírðinga hefst svo þriðjudaginn 7. desember. Bridsdeild Rangæinga Lokið er hraðsveitakeppni félagsins. Sveit Lilju Halldórsdóttur bar sigur úr býtum, en með henni spiluðu Páll Vilhjálmsson, Daníel Halldórsson og Viktor Björnsson. Lokastaða: Lilja Halldórsdóttir 1654 Þorsteinn Kristjánsson 1596 Ingólfur Jónsson 1546 BaldurGuðmundsson 1508 Nk. miðvikudag hefst 4ra kvölda tvímenningur þar sem keppt er um Ingólfsbikarinn, sem spilað er um í minningu Ingólfs Böðvarssonar sem lést sl. sumar, en hann var einn af máttarstólpum félagsins alla tíð. Tilkynning um þátttöku berist til Lofts í vs. 36120 og hs. 45186. Bridsfélag Hafnarfjarðar . Sl. mánudag, 15. nóvember, var spiluð þriðja umferðin í A-Hansen mótinu og er staða efstu para þannig: Kjartan Jóhannsson - Jón Þorkelsson 124 Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 105 GuðbjömÞórðarson-JónSigurðsson 86 Kristófer Magnúss. - Guðbrandur Sigurbergss. 77 Sófus Bertelsen - Sigriður Guðmundsdóttir 67 Hæstu skor þriðja kvöldið fengu: Sigurður Aðalsteinsson-Jón Sigurðsson 78 Sófus Bertelsen - Páll Sigurðsson 60 Ólafur Ingimundarson - Sverrir Jónsson 56 Æfingakvöld byijenda Sl. sunnudagskvöld, Tí. nóvember, var æfingakvöld byijenda og var spil- aður Mitchell í tveimur riðlum og urðu úrslit kvöldsins eftirfarandi: N/S-riðill Björgúlfur Péturss. - Guðmundur Bemharðss. 165 Kristín Jónsdóttir - Kristrún Stefánsdóttir 127 Ásta Þórðardóttir - Dagbjört Siprbergsd. 121 A/V-riðill Erla Þórðardóttir - Hrefna Kjartansdóttir 149 GylfiÁstbjartsson-PéturÁstbjartsson 144 ÞóroddurRagnarsson-NicolaiÞorsteinsson 139 Á hveiju sunnudagskvöldi er brids- kvöld í húsi BSÍ sem ætlað er byijend- um. Húsið er opnað kl. 19.00 og spila- mennskan hefst kl. 19.30. Opið laugardag kl. 10-16 Glæsilegt úrval Leðursófasett Verð frá kr. 139.000 til 419.000. Áklæðissófasett Verð frá kr. 80.000 til 219.000. Leðurhornsett Verð frá kr. 138.000 til 220.000. Áklæðishornsett Verð frá kr. 69.000 til 113.000. Leðurlíkishornsófar Verð frá kr. 89.000 til 134.000. Leðurlíkissófasett, 3+2+1 Verð frá kr. 125.000. Hvíldarstólar í leðri Verð frá kr. 25.000,- til 76.000. ARMULA 8, SIMAR 812275, 685375 Vaxtarbroddar og vöruþróun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.