Morgunblaðið - 20.11.1993, Side 36

Morgunblaðið - 20.11.1993, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Halldóra Pálína Sig- urðardóttír frá Götu- húsum á Stokkseyri Fædd 15. febrúar 1911 Dáin 10. nóvember 1993 Hún Dóra var fædd á Tjöm á Stokkseyri, þar sem hafaldan á það til að koma óbrotin að landinu og slá þar sínar hljómkviður á grundim- ar sem sitt uppáhalds hljómborð. Stundum hefir verið svo knálega til gmndanna slegið að byggðinni var ógnað og helför mönnum búin. Við heyrum sagt að við þann gný hafi Páll ísólfsson tónskáld numið sína dýmstu tóna í hljómkviður sínar og enginn haft ráð á slíkri túlkun sem hann á þessu fýrirbæri. Það dregur enginn í efa. En risminni sálir á Stokkseyri hafa líka numið þennan tón haföldunnar þótt á annan veg væri með tár á hvarmi sem ekki fundu sér farveg á þeirri stundu. Á þriðja aldursári fluttist Dóra með foreldmm sínum að Götuhúsum, þar sem þá var þríbýli og ólst hún upp þar og vann þeim um langa hríð. Móðir Dóm var Valgerður Jóns- dóttir frá Skúmsstöðum á Eyrar- bakka. Þessi mæta formóðir mikilla stofna skilaði af sér ellefii bömum með manni sínum, Sigurði Sigurðs- syni, sem ættaður var úr Holtunum. Þessi ellefu böm komust ekki til skila héma megin við gröfina. Fimm þeirra komust ekki til aldurs. Sex náðu fullorðins aldri og nú em að- eins tvær systur á lífí. Mér býður í gmn að þá hafi hafaldan dunið þungt í eyrum þessarar móður, sem þurfti að handleika þessi fimm smáböm sín líflaus. Dapurt tónfall á ögurstund. Halldóra fæddist eins og flestir aðrir af hennar kynslóð til krappra kjara, þar sem bágt var í búi hjá bammörgum og ekki mulið undir neinn. Þess vegna tilheyrði það þá og hefir lengi gerst síðan, að á unga aldri varð fólk að bjástra og bjarga sér eftir því sem það hafði burði til með það sem í barmi þess bjó, nýta til fulls það sem því hafði hlotnast í vöggugjöf af visku og mætti. Dóra var þar engin undantekning. Eins og gengur kemur fólk mis- jafnlega í stakk búið til leiks við sjálft mannlífið, sem það verður að takast á við. Þess vegna gengur mörgum misjafnlega að ná þeirri fótfestu, sem þeir hefðu helst vænst. Oftar en ekki vill svo til að fólk hlýtur þá skerðingu á heilsufari sínu, sem skapar því þá líkamlegu vanlíðan að geðheilsan er í veði. Hún fór ekki varhluta af því hún Dóra. Ung að árum leið hún fyrir inn- vortis meinsemdir, sem ergðu hana mikið og drógu úr lífsfjöri hennar, sem var vel úti látið. Hún var í eðli sínu tápmikil og dugleg en varð snemma að lúta því að hún réð ekki för í því, sem hún vildi og taldi sig þurfa að afkasta hveiju sinni. Þetta angraði hana á hennar besta aldurs- skeiði og má geta sér þess til að það hafi einnig mótað skapgerð hennar og viðhorf. Ef til vill þess vegna batt hún ekki alltaf bagga sína sömu hnútum og samferðafólkið. Hún lærði heldur ekki þá list að koma til dyranna öðruvísi heldur en hún var klædd. Hún bjó yfir innra stolti, sem hún megnaði ekki að útfæra á þann veg sem hún ætlaði sér og þráði. Þess í stað leit hún alltaf á smæð sína frá þeirri hlið að hún stæði utan vegar við hið eðlilega mannlíf og fannst oftar en ekki hart að sér veg: ið. Það má vissulega til sanns vegar færa að þannig hafi það gerst eftir að hjarta hennar orkaði ekki að starfa nema öðru hveiju svo að fijáls- lega sé farið með sjúkdómsgreining- una. Það gefur augaleið að það er ekki glaðvært líf að heyra alltaf brak- ið í sinni eigin Iíkkistu með einhverja bið eftir því að lokið verði skrúfað á. Þetta fékk Dóra að reyna. Marg- oft tók sjúkrahúsið á Selfossi við henni önnum kafinni við að deyja, en allt kom fyrir ekki, það skilaði henni lengi vel til síns heima að Grænumörk þijú þar sem hún hafði sinn samastað. Þótt áföll Væru með ýmsum hætti í lífi þessarar góðhjörtuðu konu bar hún gæfu til að miðla öðrum af hand- verki sínu, sem oft bar með sér list- rænt yfirbragð. Foreldrar hennar voru bæði mikið hagleiks fólk. Móðir hennar var sérstaklega listhneigð, sem hún túlkaði með pijónunum sín- um. Hér hjá Valgerði Magnúsdóttur, sem er skrifuð fyrir mér, er til eins- konar ættargripur, sem amma henn- ar, Valgerður, móðir Dóru, pijónaði. Þetta er borðdúkur, sem ber fagurt munstur og stærð hans er sú, að 3.400 lykkjur fóru í umferðina að síðustu. Þessa listhneigð og þennan hag- leik erfðu öll systkinin. Ef til vill í misjöfnum mæli og ef til vill sinnt misjafnlega. En áfram erfðist það. ivar, sonur Valgerðar, og Arthúr, sonur Sigríðar, eru viðurkenndir list- málarar. Dóra erfði dijúgan skerf af hand- lagni og listfengi foreldra sinna. Það var hennar sterka hlið. Það var henn- ar gleðigjafi í gegnum súrt og sætt. Þar lagði hún mörgum lið fyrir lítið gjald og stundum aðeins fyrir frænd- semina eina saman eða kunnings- skapinn. Þá sló fimlega hennar dapra hjarta. Það gaf henni samheldni við samfélag sitt að geta þannig miðlað öðrum af sjálfri sér. Hún óx af því hið innra með sér og geislar hins mannlega lífs prýddu slóð hennar. Kristín, systir Dóru, eignaðist fiór- ar dætur. Þær voru mjög samrýndar Kristín og Dóra. Elsta dóttir Kristín- ar er Valgerður, sem áður er getið. Dóra hélt mikið upp á hana. Senni- Iega mest vegna þess að henni var alltaf komið fyrir í Götuhúsum þegar móðir hennar fæddi af sér hinar dætumar. Þar byijaði Dóra að gæla við hana og lét ekki af því upp frá því. Það var aðalsmerki hennar, tryggðin, sem hún festi á einhvem. Núna, þegar ég lít í gömul mynda- albúm heimilis okkar Völu, þá sé ég þijá drengi, okkar: Össur, Magnús og Sigurð vatnsgreidda í sparifötun- um, sem eiga þann uppruna að Dóra hafði sniðið þau og saumað upp úr einhveiju, sem aflóga var af einhveij- um. Það er of langt mál að segja frá því hér og sennilega naumast við hæfi vegna þess að það er gaman- mál, þegar Dóra kom með brækur af svo íturvöxnum manni að ég fékk hinar ágætustu buxur og Össur stuttbuxur, þegar Dóra hafði farið höndum um þær. Svona vann Dóra, en þetta voru ekki endilega listaverkin hennar. Þau vann hún með ísaumi, pijónum og heklunál. Það gæddi lífi hennar feg- urð og örlitla sátt við það, sem hún taldi sig fara á mis við. Það kom að því, það kom að því að hún giftist. Þá var hún á fertug- asta og fyrsta aldursári. Þorkell Þor- kelsson, skipasmiður frá Gamla- Hrauni, hljóðlátur maður, traustur og gegn, var einnig af gelgjuskeiði, eða nokkru eldri heldur en Dóra. Hann varð eiginmaður hennar. Virt- ur, sem hið mesta göfugmenni. Það kom sér vel. Þá reis hamingjusól á himni Halldóru Pálínu. Þar fann hún skjól og ástríki, sem hún taldi sig ekki hafa fundið áður. Hún fann drengskap og umhyggju í fari þessa manns og óþekkt umburðarlyndi. I viðtali við mig sagði hún orð- rétt: „Það voru bestu ár ævi minnar, sem ég átti með Þorkeli. Þegar hann dó hrundi mín veröld. Síðan þá hefi ég verið einstæðingur, þrátt fyrir alla þá, sem hafa verið með framrétt- ar hendur og viljað mér vel. Ég elsk- aði Þorkel. Eg trúi því ekki að kona geti elskað heitar eða meira. Guð var ekki góður þegar hann tók hann frá mér. Síðan hefi ég líka efast um mína bamatrú og skipti mér ekki af því hvort guð er til eða ekki.“ Þetta var slitrótt lexía, sem hún las mér, því að tár og sviði settu henni takmörk. „Dýrsti kærleikurinn af hennar eigin lífi varð örljósa," mundi Kiljan hafa orðað það. Ég sá sérstaka ástæðu til þess að þakka læknum og hjúkrunarfólki á Selfossi fyrir frábært umburðarlyndi og mannkærleika í meðferðinni á þessari viðkvæmu sál, sem Dóra var. Ég veit að hún var ekki sá þjálasti sjúklingur, sem þar bar þráfaldlega að garði. Ég tel sjúkrahúsinu það til sóma hversu vel því famaðist með einstæðing í krappri stöðu. Það er allt annað að gera skyldu sína heldur en að gera það vel og fagurlega eins og ég tel að þar hafi verið gert og hef hana sjálfa fyrir því. Það undir- strikaði hún líka með því að gefa sjúkrahúsinu mestan hluta þess fjár, sem hún hafði til umráða, eða eina milljón króna, sem þakklætisvott fyr- ir þá hjálp sem það veitti henni á erfiðum stundum. Eins og alltaf þegar teflt er við dauðann, þá er það hann sem mát- ar. Það er gömul saga og ný að hann tileinkar sér síðasta andvarpið. Við því er ekki nema gott eitt að segja, þegar öldruð kona á í hlut, þótt hún flytjist um set frá því mannlega lífi, sem var orðið henni ofviða. Hún hef- ir þjónað út sinn tíma og verðskuldar hvíld. Hún verðskuldar að heíja sitt nýja líf eftir því eða í samræmi við það, sem hún er þess umkomin. Ég bil alla þá, sem átt hafa sam- leið með þessari þreyttu konu að leggja henni nú lið á nýrri vegferð og hugsa hlýtt til hennar af heilind- um og verma þannig þann reit, sem hún þarf að skjóta rótum í. Það veit- ir henni öðru fremur brautargengi á nýjum leiðum og bætir henni upp tár og sviða þess mannlega lífs, sem henni fannst naumast ásættanlegt. Guð veri með henni. Skarphéðinn Ossurarson. Ég heyrði einu sinni haft eftir manni fyrir austan fjall þegar hann var að lýsa ömmusystrum mínum að það væru systumar sem alltaf hlægju þegar þær töluðu. Það var nokkuð til í því. Að minnsta kosti gat hún Halldóra Pálína, frænka okkar á Selfossi, líka hlegið þegar svo bar við. Það var ekki alltaf. Oft hló frænka ekki þegar aðrir hlógu, en snarráð og mjög svo óvænt svör og viðbrögð við ýmsum uppákomum voru líka eitt af aðalsmerkjum henn- ar. Í huga flestra vina og kunningja Dóru á Selfossi stendur meðal ann- ars það eftir hennar dag hér að hún hafði sína sérstöku kímnigáfu, svo mjög að maður vissi eiginlega ekki alltaf hvemig maður átti að taka viðbrögðum hennar við því sem upp kom. Mér er til dæmis minnisstæðara en margt annað ein jólin endur fyrir löngu þegar stórfjölskyldan var í stökustu vandræðum með að gefa Halldóru eitthvað í jólagjöf, eins og venja var í fjölskyldunni. Hún átti bókstaflega allt til alls í kotinu sínu. Eða svo sagði hún sjálf og hafði lík- lega rétt fyrir sér. Þrautalendingin var að gefa henni baðsalt og hinar og þessar tegundir af sápum, stórum og smáum í öllum regnbogans litum. Það gladdi að minnsta kosti augað ef ekki annað. En Halldóra sá sínar hliðar á því sem aðrir sáu ekki fyrir. Hún hringdi suður yfir fjallið í Kristínu systur sína, ömmu mína, og spurði hana hvað hún ætti eiginlega að gera við allar þessar sápur. Hvort fólki fynd- ist hún virkilega svona skítug. Féll okkur allur ketill í eld. Því við vissum ekki hvort þetta var grín eða alvara. Enn þann dag í dag hefur ekki á viðhlítandi hátt verið skorið úr því. Þetta var bara hún Halldóra Pálína á Selfossi. Móðir Halldóm var Vaigerður Jónsdóttir, fædd hinn 13. apríl 1885 á Skúmsstöðum á Eyrarbakka. For- eldrar hennar voru þau Jón Jónsson og Kristbjörg Einarsdóttir. Faðir Halldóru var Sigurður Sigurðsson bóndi í Götuhúsum á Stokkseyri og póstflutningsmaður til Reykjavíkur, fæddur hinn 27. febrúar 1874 í Holt- unum. Foreldrar hans voru þau Sig- urður Halldórsson og Sigþrúður Jónsdóttir. Bjuggu þau í Haga í Holtum. Sigurður, faðir Halldóru, var tví- buri við Sigurveigu systur sína. Var báðum þeim systkinum ráðstafað strax frá foreldrum þeirra vegna margra bama þar fyrir sem og fá- tæktar heimilisins. Var þeim komið fyrir sínu á hvorum staðnum, honum í Holtunum en henni í Ölfusinu. Þriggja daga gamall var Sigurður tekinn í fóstur og fluttur á milli bæja í gráu gæruskinni til verðandi fóstur- móður sinnar, Halldóru Halldórsdótt- ur, föðursystur hans. Bjó hún þá í Gaukshaga í Holtum. Var hún ráðs- kona hjá séra Benedikt þar steinsnar frá, eða á bænum Haga þar sem prestssetrið var, einnig í Holtunum. Sigurveig, tvíburasystir Sigurðar, bjó síðar og kenndi sig við Stúfholt þar í sömu sveit. Þegar Sigurður, faðir Halldóru, var orðinn níu ára gamall fluttist hann með Halldóru, fósturmóður sinni, að Saurbæ. Var hún þá á sex- tugsaldri. Giftist hún um það leyti manni að nafni Páll, en Páll þessi var náfrændi Sigþrúðar Jónsdóttur, sem var eins og áður sagði líffræði- leg móðir Sigurðar. Eignuðust þau Halldóra og Páll sjálf engin böm, en ólu upp þeim mun fleiri fátækt- arkróga á sinn eftirtektarverða hátt. Líkaði Sigurði greinilega svo vel hjá þessum fósturforeldrum sínum að hann skírði næstelstu dóttur sína í höfuðið á þeim báðum, Halldóru Pálínu. Segir það sögu um vist og viðgjöming Sigurðar á því æsku- heimili hans. Halldóra Pálína sagði þeim er þetta ritar að guðmóðir hennar og nafna hefði unnað sér mjög. Halldóra þessi Halldórsdóttir varð þekkt ljós- móðir víða í Flóanum þótt ómenntuð væri í þeim fræðum. Svo hlýjan hug báru ljósböm þessarar Halldóru til hennar að þau færðu henni á gam- als aldri hálsnisti og gullhring með áletrunum frá þeim. Erfði Halldóra Pálína þetta nisti eftir nöfnu sína og gætti þess ávallt eins og sjáaldurs auga síns. Hafði hún orð á því að hún vildi helst að nafna sín í Reykja- vík fengi það eftir hennar dag ef nokkur kostur væri. Halldóra Pálína minntist þess m.a. einnig á sl. ári við mig, að þegar Katla hefði gosið árið 1918 þá hefði nafna hennar verið í heimsókn í Götuhúsum á Stokkseyri þar sem fjölskyldan bjó lengst af. Halldóra var þá aðeins 7 ára gömul. Varð hún mjög hrædd að eigin sögn, því að um miðjan dag dimmdi vegna go- smakkarins og öskufallsins. Nafna hennar hafi þá leitt hana út á hlað og skýrt út fyrir henni hvemig stóð á öllu saman. Var Halldóm Pálínu þetta mjög vel minnisstætt alla tíð síðan og mundi vel sem annað og hafði á orði þegar barst í tal. Hall- dóra Halldórsdóttir ljósmóðir lést í Götuhúsum á Stokkseyri árið 1919. En það var af æsku Halldóru Pál- ínu að segja að sex ára gamalli var henni komið í sveit að Akbraut í Holtum. Var hún þar til átta ára aldurs á hveiju sumri. Þar bjuggu þá Guðfinnur, frændi okkar, og kona hans, Oddbjörg. Eftir þessi sumur þrengdist hagur heimilisins í Götuhúsum svo að ekki var talið mögulegt að borga þetta litla tillag sem venja var með sveita- stúlkum í sveit og urðu því sveitavist- ir Halldóru Pálínu af þessum toga ekki fleiri. Næsta sumar, árið 1920, þegar Halldóra var níu ára gömul lá hún mestallt sumarið í mjög erfiðri skarlatsótt. Strax eftir ferminguna gerðist hún hins vegar kaupakona víðs vegar í sveitunum fyrir austan fjall. Sextán ára gömul réð hún sig til dæmis að Hjallanesi á Landi í tvö sumur. Bjuggu þá þar þau hjón Sigurður og Ingiríður ásamt fjórum bömum sín- um. Seinni veturinn var rekinn heimavistarskóli á staðnum. Réð Halldóra sig þá sem vinnukonu þar yfír veturinn, til að létta þeim hjónum búsýsluna á staðnum á meðan. Það var eitt af mestu sérkennum Dóru frænku á Selfossi af öllu fólki sem ég hef hitt á lífsleiðinni hversu óhemju minnug hún var á menn, atburði og dagsetningar. Svo mjög að ég sem sagnfærðinemi gekk oft í smiðju til hennar um hina og þessa samtímaatburði úr lífi hennar og okkar fjölskyldu. Stóð aldrei á nein- um svörum hjá henni ef hún hafði aðeins á annað borð nokkum tímann á ævinni heyrt á manninn eða atvik- ið minnst. í fiölskyldusöguskráningunni fór ég síðast í mars á síðastliðnu ári til Halldóm í nýju íbúðina hennar í sam- býli aldraðra í Grænumörk á Sel- fossi. Var ég þá meðal annars að skrá ættartal og sérkenni hverrar formóður og forföður þessarar und- arlegu ættar. Hafði ég til öryggis segulbandið með mér ef svo færi að ég yrði eitthvað seinn að skrifa allt skrautið niður. Fljótlega hætti ég að reyna að skrifa nöfn, dagsetningar og annað niður. Það var vitatilgagns- laust, því ég gat hvergi nokkurs stað- ar haldið þræði þar sem Halldóra Pálína þuldi svo hratt og svo margt. Það var ekki nema á færi hraðvirks segulbands að nema það. I hálfa þriðju klukkustund bunaði þessi ættfræðibrunnur linnulítið öllu mögulegu og ómögulegu inn á band- ið. Ég hlustaði á þessa segulbands- upptöku aftur núna í vikunni og gerði mér þá fyrst almennilega ljóst hversu óhemju fjársjóður þessi frá- sögn Halldóru er fyrir fjölskylduna alla, sem og alla aðra sem þjóðlegum fróðleik unna. Enn ein hliðin á kímnigáfu Hall- dóru var að hún vildi aldrei fara til útlanda. Eða átti þess kannski ekki kost í sama mæli og margir aðrir. En hvað um það, hún lét sig nú samt hafa það að fara til útlanda einu sinpi á gamals aldri. Þá fór hún í dags- ferð til Kulusuk á Grænlandi. Hafði hún nokkrum sinnum orð á því eftir þessa sérstöku utanlandsferð að hún væri ekkert að þvælast þetta til sólar- landa eins og allir hinir. Hún færi sínar eigin leiðir og færi því bara til Grænlands. Því verður ekki móti mælt að Halldóra fékk ekki sömu tækifæri og margir aðrir í lífinu. Illvíg skari- atsótt heijaði á hana aðeins nú ára gamla sem setti sín stóru spor í þetta stolta hjarta. Býður mér í grun að það hafi verið mikil ástæða þess hvemig sálarkiman lokaðist meira og meira er árin færðust yfir hana. Halldóra giftist seint og varð ekkja eftir fremur stutt hjónaband. Auðvit- að hafði það líka sín áhrif. Flestum sem til þekktu bar saman um að árin í hjónabandi henar og Þorkels Þor- kelssonar frá Gamla Hrauni hafi verið langmestu sólarstundimar í lífi Halldóru. Svo fannst henni sjálfri að minnsta kosti. En svona höguðu ör- lögin því sem öðru í heimi hér að þau árin urðu því miður -allt of fá.' Að leiðarlokum get ég ekki látið hjá líða að minnast á eitt atriði sem öðm fremur batt mig og systkini mín við Halldóru. Því fyrir utan að vera alltaf vægast sagt mjög sérstök frænka okkar á Selfossi, þá var hún líka saumakona. Halldóra var mikil saumakona og saumaði af mikilli snilld þegar hún vildi það við hafa. Halldóra lét sig ekki muna um það þegar við fjögur eldri systkinin í Bólstaðarhlíðinni og síðar á Braga- götunni vorum að vaxa upp í for- eldrahúsum að koma reglulega suður og sauma spariföt og hversdagsföt, sem og yfirhafnir á alla hjörðina endurgjaldslaust. Ekkert var sjálf- sagðara. Auðvitað man ég lítið annað eftit- þessu stússi en hversu óhemju leiðin- legar þessar mátunarstundir voru sýknt og heilagt. Það voru einu áhyggjur okkar systkinanna af saumaskapnum í þá daga. Hitt var svo sjálfsagt að frænkan á Selfossi kæmi suður að sauma þegar við vor- um vaxnir upp úr „ömurlega gamla draslinu" að það tók því ekki að tala um það. Saumakonan mætti á tilsett- um tíma og ný föt bara saumuðust. Þetta kom bara rétt eins og rigning- in. Það tók því svo sannarlega ekki að vera að tala um svona sjálfsagðan hlut. Þetta var einfaldasta náttúru- lögmál í heimi. Þetta var auðvitað ekkert náttúru- lögmál og þetta var heldur ekkert sjálfsagt mál. Þetta kostaði vinnu og aftur vinnu og fyrirhöfn og enn meiri fyrirhöfn. Svo mikið er víst. Fyrir það skal því þakka hér á þess- ari fátæklegu kveðjustund þótt kannski seint sé. Magnús H. Skarphéðinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.