Morgunblaðið - 20.11.1993, Síða 50

Morgunblaðið - 20.11.1993, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 GOLF / EM ATVINNUMANNALIÐA ísland enn íöðrusæti Ulfar er sjö undir pari í öðru sæti Islendingarnir Úlfar Jónsson, Am- ar Már Ólafsson og John Drummond eru í öðru sæti í Evrópu- keppni atvinnumannaliða í golfí sem fram fer á La Manga á Spáni. í gær léku þeir samtals á 142 högg- um, Úlfar á 70 höggum, tveimur undir pari, og Arnar Már á parinu. Drummond lék hins vegar á einu yfir pari, 73 höggum, og taldi ekki í gær. Strákarnir eru samtals á 281 höggi, 7 undir pari. Skotar juku forskot sitt í gær og eru alls 15 undir pari, hafa leik- ið á 273 höggum og eiga nú átta högg á íslendingana. Hollendingar eru í þriðja sæti á 282 höggum og síðan koma Englendingar, Spán- verjar og írar með 285 högg. Þetta er besti árangur sem ís- lendingar hafa náð í þessu móti en hingað til hafa þeir verið í neðri hluta þess. Þetta er liðakeppni og fær hver í sigursveitinni tæpar 290 þúsund krónur en strákamir vissu ekki hvað annað sætið gæfi. Úlfar virðist vera í miklu formi. „Ég lék ágætlega í dag og er nokk- uð ánægður. Eg hef slegið vel og fékk ekki skolla fyrr en á 29. hol- unni. í dag fékk ég skolla á tveim- ur síðustu holunum og það var ekki nógu gott,“ sagði Úlfar í gær- kvöldi. Þó ekki sé um einstaklings- keppni að ræða fylgjast menn með og allir vilja ná besta skorinu. Skoti nokkur er í fyrsta sæti, lék á 67 og 67 og er tíu undir pari. Úlfar er annar á sjö undir pari. Evrópukeppni áhugamannaliða Keilir í 11. sæti Keilismenn úr Hafnarfirði eru í 11. sæti eftir þrjá daga á Evrópumóti áhugamannaliða í golfi sem fram fer á Spáni. I gær léku þeir Bjöm Knútsson og Björgvin Sigurbergsson á 75 höggum en Sveinn Sigurbergsson á 78. Sveitin hefur því leikið á 457 höggum. Fyrir síðasta dag eru Bretar í fyrsta sæti með 444 högg en næst- ir fyrir ofan Keili eru Svíar og Spánveijar á 456 höggum, Belgar á 566 og Frakkar á 453. Hinum megin við Keili eru Italir á 458 og b-sveit Dana á 460. Sveitimar eru mjög jafnar og stutt upp í 6.-8. sætið, þangað sem Keilismenn stefna. Úlfar Jónsson hefur leikið mjög vel í keppni atvinnumannaliða í golfí. ■ DÖNSK blöð skrifuðu mikið um leik Argentínu og Ástralíu í fyrra- dag. Ekki vegna þess að leikurinn hafi verið góður, og alls ekki svo mikið um gang leiksins sem slíks. Áherslan var fyrst og fremst á dóm- ara hans Peter Mikkelsen hinn danska, sem trúlega verður eini Daninn sem verður í lokakeppninni. ■ MARY Pierce frá Frakklandi sigraði Martinu Navratilovu í ijórðungsúrslitum á tennismóti í Madison Square Garden í New York í gær. Pierce hefur þá lagt tvær af bestu tenniskonum af velli í sama mótinu, Navratilovu og Gabrielu Sabatini, sem hún vann á þriðjudaginn. ■ „EG trúi þessi ekki. Þetta er alveg stórkostlegt," sagði Pierce eftir leikinn, en Navratilova komst í úrslit í þessu móti í fyrra og hitteð- fyrra átti ekkert svar gegn hinni 18 ára gömlu frönsku stúlku. ■ STEFFI Graf frá Þýskalandi er komin í undanúrslit í mótinu og hefur þegar sett nýtt met hvað varðar tekjur á einu ári. Hún hefur þegar fengið tæpar 190 milljónir króna fyrir þátttöku í tennismótum á árinu og hefur möguleika á að bæta sex milljónum við sigri hún að þessu sinni. ■ „ÞETTA er búið að vera frá+ bært ár hjá mér,“ sagði Graf en hún sigraði á Wimbledon mótinu, því Opna franska og Opna banda- ríska. „Þetta eru gríðarlega miklir peningar en þeir skipta litlu máli,“ sagði Graf. ■ MONICA Seles átti eldra met- ið, en í fyrra vann hún sér inn 188 milljónir króna. Metið hjá körlunum á Stefan Edberg en hann hefur heldur lægri laun en stúlkurnar, hefur „aðeins“ fengið 170 milljónir á þessu ári. KNATTSPYRNA / ARSÞING KSI Tillaga milliþinganefndar um 32 liða aðalkeppni í bikarnum Bikamrslitaleikur karla verði eftir íslandsmótið MÓTANEFND KSÍ leggur fram nokkrar breytingartillögur á reglu- gerð KSÍ á ársþinginu, sem verður eftir hálfan mánuð á Hótel Loftleiðum. Hún leggur m.a. til að félög 11. og 2. deild karla komi inní bikarkeppnina í 32 liða úrslitum og að leiktíðinni Ijúki með bikarúrslitaleik. Þá vill hún að leikir ftveimur síðustu umferð- um í 1. og 2. deild karla fari fram á sama tíma og að félögum verði óheimilt að treysta á flug í þessum umferðum til að kom- ast á leikstað í tima. UM HELGINA Handknattleikur LAUGARDAGUR 1. deild karla: Eyjar: ÍBV - UMFA...............18 SUNNUDAGUR 1. deild karla: Kaplakriki: FH-Þór..............20 Seljaskóli: ÍR - Víkingur.......20 Valsheimili: Valur-Stjaman......20 MÁNUDAGUR 1. deild kvenna: Austurberg: Fylkir - Haukar.....20 Körfuknattleikur SUNNUDAGUR Úrvalsdeild: Grindavík: UMFG - Haukar........20 Keflavík: ÍBK - Skallagrímur....20 Seltjn.: KR-Njarðvík............20 Stykkish.: Snæfell - Valur......18 Bikarkeppnin: Akureyri: Þór-ÍA................20 Blak SUNNUDAGUR 1. deild karla: Hagaskóli: ÍS - Þróttur R.......14 Bortennis Landsleikur verður við Færeyinga í Laugar- dalshöllinni og hefst keppnin klukkan 20 á mánudagskvöldið. Hlaup Hlaupakeppni fer fram við Pizza 67 í Hafn- arfirði f dag og hefst kl. 14, en skráning byrjar kl. 12.30. Hlaupið verður í mörgum flokkum; 10 ára og yngri (600 m), 11-12 ára (1.000 m), 13-14 ára (1.500 m), 15-18 ára (8.000 m), 19-39 ára (karlar 5 km, konur 3 km), 40-49 ára (karlar 5 km, kon- ur 3 km) og 50 ára og eldri (karlar 5 km, konur 3 km). Badminton 55 ára afmælismót TBR fyrir badminton- fólk fætt eftir 1. september 1972, verður í TBR-húsunum í dag og hefst kl. 13. Keila Laugardagsmót Keiluhallarinnar og Nýliða hefst f kvöld kl. 20. Fyrir þinginu liggja fyrir 38. til- lögur um breytingar. Á mál- þingi í tengslum við þingið í fyrra kom fram stuðningur við 32 liða aðalkeppni bikarkeppninnar og fylgir mótanefnd umræðunum eftir með fyrmefndri breytingartillögu. Gert er ráð fyrir að undankeppni ljúki fyrir 15. júní, en aðalkeppni hefjist eftir 1. júlí og verði um það bil hálfur mánuður á milli umferða. Úrslitaleikurinn verði síðan á Laug- ardalsvelli sunnudaginn eftir að keppni í 1. deild karla lýkur. Fastir leikdagar og tími Mótanefnd leggur einnig til að leikir í 17. og 18. umferð i 1. og 2. deild karla fari fram á sama degi og sama tíma. Samkvæmt til- lögunni mega lið ekki treysta á flug á leikdegi í þessum umferðum og verða þau að nota annan ferðamáta til að komast á leikstað á réttum tírna. Á síðasta þingi var samþykkt að kjósa fimm manna milliþinganefnd til að leggja fram tillögu fyrir kom: andi þing um nýja reglugerð KSÍ um knattspymumót og liggur til- laga þess efnis fyrir þinginu. Jöfnun ferðakostnaðar Knattspymudeild KA leggur til að öll lið í landsmóti 1. til 3. deild- ar karla og 1. deildar kvenna greiði ákveðið gjald í sameiginlegan jöfn- unarsjóð vegna ferðakostnaðar, sem ætlaður er til að jafna ferða- kostnað liða í viðkomandi deildum. í greinargerð með tillögunni seg- ir m.a. að áætlaður ferðakostnaður Morgunblaðið/Kristinn Úrslit í október? SIGURÐUR Jónsson fagnar sigri ÍA í bikarkeppninni síðasta sunnudag í ágúst sem leið. Tillaga liggur fyrir ársþingi KSÍ um að úrslitaleikur bikar- keppninnar verði helgina eftir síðustu umferð 1. deildar eða í október skv. núverandi fyrirkomulagi. í umræddum deildum hafi verið 20 til 21 milljón krónur á liðinni leikt- íð og er þá gert ráð fyrir 50% af- slætti í flugi og 40% afslætti með hópferðabifreiðum. Ennfremur seg- ir að ferðakostnaður meistara- flokksliðs hafi verið um 550 þúsund að meðaltali, lægst um 250 þúsund og allt uppí 1,2 milljónir. Lagt er til að fyrsta árið verði brúttójöfnun- argjald 550.000 krónur á hvert lið í meistaraflokki og lið í íslandsmóti 2. flokks greiði hálft gjald. ' Lengri leiktími kvenna Tvær nær samhljóða tillögur um leiktíma í kvennaknattspymu verða bornar upp og eru boðaðar breyt- ingar í samræmi við það sem gerist í nágrannalöndunum. Lagt er til að leiktími í meistaraflokki verði 2x45 mínútur og gerir önnur tillagan ráð fyrir 15 mínútna leikhléi en hin 10 mínútna. Riðlar í 3. deild Nokkur félög leggja fram tillögu um að í 3. deild verði 18 Hð í tveim- ur riðlum, þar sem tvö efstu liðin úr hvorum riðli fari í úrslitakeppni og sigurvegarar í undanúrslitum færist upp í 2. deild. Tvö neðstu lið' í hvorum riðli falli í 4. deild og fjög- ur efstu í 4. deild færist upp. Margar breytingartillögur varða yngri flokka og dómaramál, en auk þess leggur stjórn KSÍ til að keppni utan deilda verði lögð niður. Á sunnudag kl. 20.00 leika KR og Njarðvík f körfubolta á Nesinu. Hvað gera Ijónin núna?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.