Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 52
MORGVNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK
Slm 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Kosið um sameiningu sveitarfélaga í dag
Úrslitin víðast
ljós á miðnætti
151.312 eru á kjörskrá við kosningar um sameiningu sveitarfélaga sem
fram fara í dag í 185 af 196 sveitarfélögum í landinu. I þéttbýlisstöð-
um og stærri sveitarfélögum verða kjördeildir opnar frá klukkan 10
fyrir hádegi til klukkan 22 i kvöld en sums staðar í smærri hreppum
hefst kosningin á hádegi. Talning hefst strax að kjörfundi loknum og
er talið að úrslit eigi að liggja fyrir í grófum dráttum um miðnætti.
Yfirleitt var dræm þátttaka í ut-
ankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna
kosninganna. í Reykjavík greiddu
425 manns atkvæði utan kjörfund-
ar, að sögn Önnu Mjallar Karlsdótt-
ur, fulltrúa sýslumanns í Reykjavík,
Vaxtalækkun úr 7% í 6%
Hve mikið lækkar greiðslubyrðin af
lífeyrissjóðsláninu?
Mánaðarleg
greiðslubyrði Mánaðarleg
algengs lífeyris- greiðslubyrði
sjóðsláns að algengs lífeyris-
eftirstöðvum kr. sjóðsláns að
700.000 með fjárhæð kr.
12 ára lánstíma 1.000.000 til 15
lækkar um ára lækkar um
6,4% 7,2%
en í Reykjavík em 73.759 á kjörskrá.
Hljóti tillögur umdæmanefnda
hvarvetna samþykki meirihluta kjós-
enda liggur fyrir samþykki við því
að sveitarfélög á landinu verði 43.
Þau sveitarfélög þar sem ekki
verður gengið til atkvæða í dag eru
Hafnarfjörður, Kópavogur, Akranes,
Eyrarsveit, Reykhólahreppur, Siglu-
fjörður, Seyðisfjörður, Djúpavogs-
hreppur, Skaftárhreppur, Mýrdals-
hreppur og Vestmannaeyjar.
Fylgst verður með talningu at-
kvæða á báðum sjónvarpsstöðvum
og á Rás 2 í Ríkisútvarpinu þar sem
útvarp hefst klukkan 22. Kosninga-
vaka Stöðvar 2 hefst klukkan 22.10
en í Ríkissjónvarpinu hefst útsend-
ing klukkan 23.25.
Morgunblaðið/Sverrir
Teresa Berganza á íslandi
HIN heimsfræga mezzosópransöngkona Teresa Berganza kom til landsins í gærkvöldi, en næstkomandi
fimmtudagskvöld mun hún syngja á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói. Myndin er tekin
á Keflavíkurflugvelli við komu söngkonunnar.
Ríkisstjórnin vinnur að því að ganga frá tekju- og gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins
6,4%
Fjármagnstekjuskattur
ekki um mitt næsta ár
Fallið frá tekju- og eignatengingu lífeyrisgreiðslna
EKKI er gert ráð fyrir tekjum af álagningu fjármagnstekju-
skatts á næsta ári í því formi sem ráð var fyrir gert í fjárlaga-
frumvarpinu en samkvæmt því átti fjármagnstekjuskattur sem
yrði 10% af nafnvöxtum að leggjast á um mitt næsta ár og átti
hann að skila 100-150 milljónum króna í tekjum til ríkissjóðs.
Einnig hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verið fallið
frá tekju- og eignatengingu lífeyrisgreiðslna en það átti að skila
200 milljóna króna sparnaði á næsta ári. Þá á hækkun bensín-
gjalds að skila 250-300 milljónum króna til vegagerðar á næsta
ári, en það þýðir samkvæmt heimildum Morgunblaðsins að bensín-
lítrinn hækkar um 1,40 krónur.
Greiðslubyrði
af einni milljón
lækkar um 7,2%
AÐALFUNDUR Sambands al-
mennra lífeyrissjóða samþykkti í
gær að beina þeim tilmælum til
aðildarsjóða sinna, að þeir lækki
vexti af lánum til sjóðfélaga frá
og með 1. desember nk. í 6%.
Yfírleitt munu vextir sjóðanna á
þessum lánum hafa verið um 7%. Við
lækkun vaxta í 6%, sem gildir einnig
vegna eldri lána með breytilegum
vöxtum, lækkar mánaðarleg greiðslu-
byrði algengs lífeyrissjóðsláns að eft-
irstöðvum 700.000 krónur með 12
ára lánstíma úr 8.835 krónum í 8.272
krónur eða um 6,4%. Mánaðarleg
greiðslubyrði lífeyrissjóðsláns að fjár-
hæð 1.000.000 krónur til 15 ára
lækkar úr 11.271 krónu í 10.459
krónur eða um 7,2%. Við útreikning-
inn er gengið út frá 1% verðbólgu á
Lögregla og Björgunarsveitar-
menn á Suðvestanverðu landinu áttu
annríkt í gærkvöldi við að hefta fok
í hvassviðrinu. í Reykjavík höfðu
60-70 björgunarsveitarmönnum sem
kallaðir höfðu verið út borist á annan
35% meðaltalshækkun
bifreiðagjalda
Ríkisstjórnin stefnir að því að
halli á fjárlögum verði ekki meiri
en ráð var fyrir gert í fjárlaga-
frumvarpinu. Nú er unnið að því
að ganga frá frumvörpum vegna
tekjuöflunar og útgjalda á næsta
ári og var farið yfir málið í ríkis-
stjórn í gær, en gert er ráð fyrir
að þingflokkum stjórnarflokkanna
tug beiða um aðstoð vegna hvas-
sviðris og foks laust fyrir miðnætti.
Ekki var vitað um teljandi tjón.
í Innri Njarðvík losnaði þakjám
af bílskúr í og einnig slitnuðu land-
festar báta í Keflavík.
verði kynnt málið í næstu viku.
Meðal annars er um að ræða frá-
gang vegna tekjutaps af lækkun
virðisaukaskatts á matvæli í 14%
um áramót og tekjuöflunar vegna
þess. Komið hefur fram að tekju-
skattur einstaklinga hækkar um
0,35% sem gefur af sér um 700
milljónir í tekjur, tryggingagjald
vinnuveitenda hækkar um 0,35%,
sem gefur af sér 540 milljónir
króna í tekjur, bifreiðagjöld eiga
að gefa af sér 450 milljónir í við-
bótartekjur sem þýðir að þau
hækka að meðaltali um 35%, en
hækkunin er útfærð þannig að hún
er hlutfallslega meiri á bíla sem
eru þyngri en eitt þúsund kíló.
Sýslumannsembætti ekki
sameinuð
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er er gert ráð fyrir spam-
aði í heilbrigðiskerfinu vegna þess
að hætt var við 400 milljón króna
tekjuöflun með útgáfu heilsukorta,
en ekki er frágengið hvort það
verði gert með öflun sértekna eða
útgjaldaniðurskurði, þó komin sé
fram hugmynd um hvernig eigi
að mæta þessu tekjutapi. Þá er í
útgjaldafrumvarpinu ekki gert ráð
fyrir sameiningu sýslumannsemb-
ætta og á eftir að útfæra hvernig
á að ná þeim sparnaði í dómsmála-
ráðuneytinu sem gert var ráð fyr-
ir að sameiningin skilaði í fjárlaga-
frumvarpinu.
Ástæðan fyrir því að ákveðið
hefur verið að hætta við álagningu
10% nafnvaxtatekjuskatts um mitt
næsta ár, er samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins að það er talið
geta teflt í tvísýnu þeim árangri
sem náðst hefur í að lækka vexti,
enda hafa bankastofnanir varað
við álagningu skattsins. Hins veg-
ar er enn í athugun álagning víð-
tækari eignatekjuskatts, en óljóst
hvaða framgang það mál hefur. í
tengslum við kjarasamninga
síðastliðið vor var gefið fyrirheit
um álagningu 10% skattsins á
nafnvexti, en í haust var horfið
frá því þar sem tæknileg úrvinnsla
var ekki nógu langt komin og
ákveðið að skatturinn kæmi til
framkvæmda um mitt ár.
,,Magic“ með lið til
Islands á næsta ári?
MIKLAR líkur eru á að banda-
ríska körfu boltíistjarnan Ear-
vin „Magic“ Johnson komi til
íslands næsta vor með úrvalslið
sitt og leiki hérlendis, skv.
heimildum Morgunblaðsins.
Skipulagning ferðar úrvalsliðs
„Magics“ um Evrópu stendur yfir
og nær öruggt er að ísland verði
einn af viðkomustöðunum skv.
upplýsingum sem Morgunblaðið
fékk í Bandaríkjunum í gær.
„Magic“ Johnson er einn fræg-
asti körfuknattleiksmaður heims.
Hann lék lengi með Los Angeles
Lakers og varð fimm sinnum
NBA-meistari með liðinu. Þrisvar
var hann kosinn besti leikmaður
deildarkeppninnar og jafn oft
hlaut hann
þann titil í
úrslita-
keppninni.
Hann var
annar
tveggja fyr-
irliða banda-
ríska „draumaliðsins" sem sigraði
í körfuknattleikskeppni Ólympíu-
leikanna í Barcelona í fyrra.
„Magic“ er smitaður af HlV-veir-
unni, sem getur valdið alnæmi,
og hætti þess vegna að keppa
með liði Lakers. Hann hefur ferð-
ast talsvert um með úrvalslið sitt
og keppt, en í því hafa verið gam-
alkunnir leikmenn úr NBA-deild-
inni.
án.
Sjá einnig fréttir á miðopnu.
190 unglingar úr Borg-
arnesi komust ekki heim
180-190 unglingar úr Borgarnesi gistu í félagsmiðstöðinni Hinu húsinu
í Reykjavík í nótt þar sem þeir ekki þótti óhætt að láta þá halda heim-
leiðis vegna hvassviðris sem geisaði um suðvestanvert landið í gær-
kvöldi og nótt. Um miðnætti fór rafmagn af í Mosfellsbæ og Grafar-
vogi. Ekki var vitað um teljandi tjón vegna foks um miðnætti.