Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 1

Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 1
96 SIÐUR B/C/D 276. tbl. 81.árg. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Viðræðurnar um GATT í Brussel Segja samninga í burðarliðnum Brussel. Reuter. VEL gekk í viðræðum Evrópubandalagsins, EB, og Bandaríkj- anna um nýjan GATT-samning í gær og kváðust samninga- mennirnir vera bjartsýnir á, að hægt væri að ganga frá síð- ustu atriðunum á mánudag. „Eg bjóst ekki við, að árangurinn yrði jafn mikill og raun ber vitni,“ sagði Sir Leon Brittan, viðskiptafulltrúi EB, á fréttamannafundi í gær. „Lokasam- komulag Bandaríkjanna og EB er farið að taka á sig mynd.“ Mickey Kantor, viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, tók undir það og sagði, að í landbúnaðarmálunum væri að nást sátt, sem öll EB-ríkin, þar á meðal Frakkar, gætu stutt. Reuter Yonglaðir samningamenn MJOG létt var yfir þeim Mickey Kantor, viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna, og Sir Leon Brittan, viðskipta- fulltrúa Evrópubandalagsins, á fréttamannáfundi í Brussel í gær enda segjast þeir vera farnir að sjá fyrir endann á nýjum samningi 115 ríkja um aukið frelsi í heimsviðskiptum. Þeir Kantor og Brittan eiga ýmislegt sameiginlegt. Þeir eru jafn gamlir, 54 ára, lögfræðingar að mennt, gyðingar og báðir af litháískum ættum. Áform um samruna Ren- ault og Volvo úr sögunni Vantraust á Gyllenhammar sem hefur sagt af sér sem stjórnarformaður Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. MESTU sviptingar, sem um getur í sænsku viðskiptalífi, virð- ast nú vera að ganga yfir. Stjórn Volvo ákvað á fundi í Stokk- hólmi í gær að hætta við fyrirhugaðan samruna við franska bifreiðaframleiðandann Renault. Það voru framkvæmdastjórar fyrirtækisins og hópur hluthafa, sem þvinguðu fram þessa niðurstöðu. Um leið tilkynnti Pehr Gyilenhammar að hann léti af störfum sem stjórnarformaður. Brittan sagði á fréttamannafund- inum, að stefnt væri að því að ljúka samningum á mánudag þegar þeir Kantor hittust aftur í Brussel en embættismenn EB og Bandaríkj- anna myndu vinna hörðum höndum um helgina að ýmsum lokafrá- gangi. Mike Espy, landbúnaðarráð- herra Bandaríkjanna, og Rene Steichen, landbúnaðarfulltrúi EB, voru jafn bjartsýnir á að deilan um landbúnaðarmálin væri að leysast. Kantor sagði einnig, að samkomu- lag um þjónustustarfsemi væri að mestu í höfn að undanskildum kvik- myndum og tónlistarefni. Balladur vill samninga Edouard Balladur, forsætisráð- herra Frakklands, sagði í gær á fundi með frönskum iðnrekendum, að ljúka yrði við GATT-samning- ana. „Ég vil forðast viðskiptastríð þótt ég taki ekki undir með þeim, sem spá næstum heimsendi dragist Auka hlut- verk VES Brussel. Reuter. Utanríkisráðherrar Atl- antshafsbandalagsins (NATO) samþykktu í gær að stuðla að auknu hlutverki Vestur-Evr- ópusambandsins (VES) með tilliti til vaxandi, pólitísks mikilvægis Evrópubandalags- ins og fækkunar í bandaríska herliðinu í álfunni. Verða VES heimiluð afnot af herstöðvum og öðrum búnaði NATO komi upp ástand, sem sambandið vill hafa afskipti af en NATO ekki. Samþykktin verður formlega lögð fyrir leiðtogafund NATO-ríkja í næsta mánuði en Bandaríkjastjórn hafði áður áhyggjur af, að tækju Evrópuríkin innan NATO varnar- málin meira í sínar hendur, gæti það grafið undan bandalaginu. Nú hefur hún snúið við blaðinu og vill auka hlutverk Vestur-Evrópusam- bandsins. Á fundinum í Brussel var sam- þykkt að veita ekki Austur-Evrópu- ríkjum aðild að NATO í náinni fram- tíð en þess í stað styður bandalagið hugmyndir um náin hernaðarleg tengsl við Austur-Evrópuríki og fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna undir kjörorðinu, „Friðarsamstarf" og er talið að samþykkt verði að þær verði aðalefni NATO-fundarins. samningarnir eitthvað, en skoðun mín er skýr: Góðir GATT-samning- ir koma okkur vel og því styð ég þá,“ sagði hann við iðnrekendur, sem telja allt undir því komið, að samningar náist. Yfirlýsing Ballad- urs er talin vísbending um, að Frakkar muni ekki bregða fæti fyr- ir samningana en Alain Juppe, ut- anríkisráðherra Frakklands, sagði hins vegar í gær, að enn væri margt óljóst og því væri best að láta allar yfirlýsingar bíða mánudagsins. Þegar stjórnarformenn Renault og Volvo kynntu áætlanir um fyrir- hugaðan samruna 6. september síð- astliðinn benti allt til að þær my.ndu ganga greiðlega í gegn í báðum fyrirtækjunum. Fyrirhugað var að Volvo ætti 35% prósent í nýja fyrir- tækinu og Renault 65%. Fljótlega vöknuðu þó efasemdir meðal hlut- hafa Volvo og ýmissa leiðandi manna innan fyrirtækisins um að hag fyrirtækisins væri vel borgið í nýja fyrirtækinu. Efasemdir um einkavæðingu Renault er ríkisfyrirtæki, sem á að einkavæða eftir samrunann, en í Svíþjóð tortryggðu menn þær áætlanir. Auk þess vöknuðu ýmsar spurningar um hvernig fyrirtækin og um leið styrkur þeirra og eignar- hlutfall væri metið og eins vakti það tortryggni að Renault-menn höfðu rétt til að hindra að nokkur einn aðili eignaðist meira en tuttugu prósent í nýja fyrirtækinu. Nú i vikunni virðist svo forstjóri Volvo, Sören Gyll, hafa haft frum- kvæði að þvi að þjappa saman hópi hluthafa og leiðandi manna í fyrir- tækinu, meðal annars fulltrúa starfsmannafélaganna, en frá upp- hafi hefur verið reiknað með, að ekki yrði hægt að framkvæma samrunann nema starfsfólkið tryði á hann. Óvæntur stjórnarfundur í gær hélt stjórn Volvo svo óvænt fund, þar sem ákveðið var að leggja sameiningaráætlanirnar ekki fyrir hluthafafund á þriðjudaginn eins og áætlað hafði verið. A stjómarfundin- um kom í ljós að allir yfirmenn Volvo eru á móti sameiningunni. Pehr Gyllenhammar tilkynnti þá að hann myndi segja af sér enda hefur frá upphafi verið ljóst að hann var einn helsti hvatamaður að fyrirætl- uðum samruna. Hann sagði að hann hefði alla tíð freistað þess að koma Volvo og framleiðslu fyrirtækisins á heimsmælikvarða og áætlanirnar um samruna við Renault hefðu verið hluti af þvi markmiði. Þar sem þessi stefna ætti sér ekki hljómgrunn inn- an fyrirtækisins, kysi hann að segja af _sér. í höfuðstöðvum Volvo í Gauta- borg gætti mikils léttis meðal starfs- fólksins en því var þó lýst yfir að haldið yrði áfram náinni samvinnu við Renault. Eru lyktir þessa máls einnig taldar áfall fyrir frönsku stjórnina og geta haft áhrif á fyrir- hugaða einkavæðingu Renault. Kókaínkóngurinn felldur Mcdellin. Reuter. LÖGREGLAN í Kólombíu skaut í gær til bana eiturlyfjakónginn Pablo Escobar í borginni Medellin. Kom til skotbardaga þegar hann reyndi að komast hjá handtöku en lögreglan hafði komist að verustað hans í borginni og girti hann af með hundruðum vopn- aðra manna. Fárra manna hefur verið leitað meira en Escobars og höfðu verið settar meira en 400 milljónir ísl. kr. honum til höfuðs. Escobar var foringi Medellin- kókaínhringsins og var eftirlýstur í Bandaríkjunum og Kólombíu fyrir eiturlyfjasölu og hryðjuverk. Þegar lögreglan fékk veður af því, að hann héldi til í verslanamiðstöð í Medellin, stefndi hún þangað meira en 500 vel vopnuðum mönnum, sem umkringdu húsið. Escobar greip hins vegar til byssunnar þegar átti að handtaka hann og var hann þá skotinn ásamt öðrum manni. Gustavo De Greiff ríkissaksóknari sagði í gær, að endalok Escobars væru „sigur fyrir land og þjóð“. Stjómvöld í Kólombíu hafa verið í stríði við eiturlyfjasamtökin í land- inu síðan 1982 og Escobar, sem tókst að flýja úr fangelsi fyrir hálfu öðru ári, skipulagði sprengjutilræði og hryðjuverk frá því í desember fyrir ári og fram á síðasta vor. Pablo Escobar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.