Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 2

Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 Enn árangurslaus leit að sjómanninum á Breiðafirði Leitað í ejg- um og fjörum Á ANNAÐ hundrað björgunarsveitarmanna og sjómanna leitaði í gær að manninum sem saknað er eftir að smábátnum Onnu SH hvolfdi í innanverðum Breiðafirði í fyrradag. Leitað var í eyjum og skeijum og fjörur gengnar. Leitin var árangurslaus. Maðurinn heitir Gísli G. Kristjánsson, 51 árs, fæddur 21. apríl 1942, til heimil- is á Bókhlöðustíg 3 í Stykkishólmi. Hann er kvæntur og á tvær uppkomnar dætur og eina fósturdóttur. Félagar úr björgunarsveitum frá Akranesi, Borgamesi, af norðan- verðu Snæfellsnesi og Dalasýslu tóku þátt í leitinni í gær ásamt sjómönnum úr Stykkishólmi. Mið- stöðvar leitarinnar voru í Breiða- fjarðarferjunni Baldri og Hafrúnu, báti Eyjaferða. Farið var á gúm- bátum í eyjar og sker. Einnig voru gengnar fjörur úr Hvammsfirði að mynni Álftafjarðar. Að sögn Eð- varðs Ámasonar yfirlögregluþjóns var þokkalegt leitarveður. I dag er fyrirhugað að leita fjör- ur í Alftafirði og vestur fyrir Stykkishólm. Taldi sig sjá bát á hvolfi Benedikt Jónsson, tæplega tví- tugur maður í Stykkishólmi, taldi sig hafa séð bát á hvolfí og tvo menn á kili í hádeginu í fyrradag og varð það til þess að farið var að leita að Önnu SH. Benedikt sagðist í gær hafa litið út um gluggann þegar hann kom heim í mat og þá rekið augun í eitthvað óvenjulegt við Æðarsker. Það hefði rekið frá og verið of lítið til að geta verið bátur. Hann sagðist hafa farið yfír í næsta hús til að fá lánaðan sjónauka. Hann sagðist ekki hafa séð þetta skýrt en talið að það væri bátur á hvolfi með tveimur mönnum á kili. Benedikt sagði að fólk hefði í fyrstu talið þetta vitleysu í sér en þegar hann hefði borið þetta undir menn í næsta húsi og þeir verið sammála honum og þá hefðu þeir látið lög- regluna vita. Æðarsker er skammt út af Stykkishólmi en báturinn og kass- ar úr honum fundust miklu aust- ar. Eðvarð Árnason yfirlögreglu- þjónn sagði að lögreglan teldi að Gísli G. Kristjánsson. slysið hefði orðið áður en Benedikt taldi sig fyrst sjá bátinn á hvolfi en hins vegar væri útilokað að hægt hefði verið að sjá hann frá Stykkishólmi, að minnsta kosti á þeim tíma sem talið væri að slysið hefði orðið. Hann sagði að á svip- uðum tíma hefði maður verið á lít- illi trillu við Æðarsker. Hann hefði stöðvað bátinn til að losa þang úr skrúfunni. Þessi trilla væri með háu stýrishúsi og úr fjarlægð gæti litið svo út að tveir menn væru á henni. En hvað sem Benedikt hefði séð hefði það leitt til þess að farið var að huga að bátum á þessu svæði. Stendur upp á banka að fara jafnhratt nið- ur og þeir fóru upp - segir Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra SIGHVATUR Björgvinsson, viðskiptaráðherra, segir að það sé auð- séð að nafnvextir bankanna hafi ekki fylgt eftir þeirri lækkun sem orðið hafi annars staðar á markaðnum. „Skýringarnar eru að sjálf- sögðu þær að afkoma bankanna virðist vera mjög erfið. Þeir eru enn að afskrifa og þeir virðast sækja sér fé til þess með því að halda nú nafnvöxtunum uppi meira en ástæða er tíl,“ sagði Sighvatur, en í Hagtölum mánaðarins kemur fram að verulegur munur er á raun- ávöxtun vertryggðra og óverðtryggðra útlána. Aðspurður sagði hann fímm pró- sentustiga mun á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum alltof mik- inn. „Þeir sögðust sumir fara jafn hratt niður með nafnvextina eins og þeir fóru upp þegar smá verð- bólguskot kom í sumar í kjölfar gengisfellingar og það stendur nú upp á þá að fara jafnhratt niður og þeir fóru upp,“ sagði Sighvatur. Ekki staðið við fyrirheit Hann sagði það ljóst að bankarn- ir hefðu ekki staðið við þetta fyrir- heit. Aðspurður um orð seðlabanka- stjóra í Morgunblaðinu í gær að erfið afkoma og fákeppni sé ástæð- an fyrir háum nafnvöxtum, sagði Sighvatur að það þyrfti að stórauka aðhald að bönkunum og samkeppni á vaxtamarkaðnum. Lækka eftir áramót Alþingi í gær vitnaði Ólafur Rangar Grímsson, Alþýðubandalagi, til baksíðufréttar Morgunblaðsins 2. desember þar sem segir að raun- ávöxtun óverðtryggðra útlána séu 12,2 til 16,6%. Ólafur Ragnar spurði forsætisráðherra hvort þetta sýndi ekki að aðgerðir ríkisstjórnar- innar til að lækka vexti hefðu brugðist. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, sagði að kaup á ríkisskulda- bréfum sýndu að því væri treyst að vaxtalækknunin væri raunveru- leg. Óraunhæft væri að ætla að dæma vaxtaþróunina út frá einum vaxtadegi. Enginn vafi væri á að bankarnir myndu fylgja í kjölfarið og lækka sína vexti, ekki síst eftir að jafnvægi kæmist á þegar binding innlánsbóka bankanna losnaði um áramótin. í umræðum um fjáraukalög á Sjá einnig miðopnu. Sighvatur Bjamason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum Danskir Kemur vonandi ekki til op- inberrar kæru á Kristj án VINNSLUSTÖÐIN hf. hefur sent bankaráði íslandsbanka hf. bréf og lögfræðilega álitsgerð um ummæli Kristjáns Ragnarssonar, formanns bankaráðsins, um „gríðarlega fjárhagserfiðleika fyrirtækisins" og óábyrga afstöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Kristján Ragnars- son, formaður LÍÚ og formaður bankaráðs íslandsbanka, vildi í gær ekkert um málið segja. Sagði aðeins að væntanlega yrði erindi Vinnslustöðvarinnar tekið fyrir á bankaráðsfundi bráðlega. „Ég reikna með því að stjóm Vinnslustöðvarinnar muni taka ákvörðun um það hvert næsta skref verður, ef engin eða óviðunandi svör berast frá íslandsbanka,“ sagði Sig- hvatur Bjamason, framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurð- ur hvort hann ætti við opinbera kæm á hendur Kristjáni Ragnars- syni vegna ummæla hans, svaraði Sighvatur: „Ég vona nú í lengstu lög að til kæru þurfi ekki að koma. Ég bara trúi því ekki og held að menn hljóti að geta leyst þetta á annan hátt.“ Það er mat lögfróðra manna, sem rætt var við í gær, að Vinnslu- stöðin eigi um tvær leiðir að ræða, telji stjórn fyrirtækisins viðbrögð íslandsbanka og formanns banka- í dag Dagur fatlaðra__________________ Eitt samfélag fyrír alla - fatlaða líka er eitt af baráttumálum Þroskahjálpar 22 Kristján Jóhannsson Fær bæjarlykil í viðurkenningar- skyni frá Akureyrarbæ 25 Kanslari i vondri stöðu „Ragnarök" sögð vofa yfir Helmut Kohl í kjölfar hneykslismáls 26 Ixiðarí_________________________ Stýring á neyzlu mjólkurafurða 29 ráðsins óviðunandi: Annars vegar verði hægt að höfða einkarefsi- mál á hendur Kristjáni Ragnars- syni, eða með öðrum orðum meið- yrðamál. Öðru máli gegnir hins vegar, vilji Vinnslustöðin kæra formann bankaráðsins vegna brots á 43. grein bankalaganna, sem tekur til bankaleyndar. Þar gæti orðið um kæm að ræða, sem yrði beint til saksóknara, með kröfu um rannsókn og eftirfar- andi ákæru. Yrði um málshöfðun að ræða af hálfu Vinnslustöðvar- innar, er talið fullvíst, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að síðari leiðin, opinber kæra, yrði fyrir valinu. Sjá ennfremur lögfræðilega álitsgerð Viðars Más Matthías- sonar á bls. 18 og 19. Fasteignir ► Félag fasteignasala tíu ára - Nýtt stórhýsi í Hafnarfirði - Markaðurinn - Smiðjan — Lagna- fréttir Morgunblaðið/Sverrir Fjögurra bíla árekstur MAÐUR var fluttur á slysadeild eftir árekstur fjögurra bíla, þar á meðal strætisvagns, við mót Bústaðavegar og Litluhlíðar laust eftir klukkan 10 í gærmorgun. Meiðsli mannsins vora ekki hættuleg, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Alls urðu 17 árekstrar í Reykjavík frá morgni fram yfir hádegi, en þá var talsverð hálka á götum borgarinnar og gekk á með éljum. JÍlotöunHnMb Félag fasteignasala 10 ára fto («.VrvD,1mC lo.UV*V«V I <Í4f* l*%l ctyOAfclL Mikill ábyrgöarliluti að varóveha þjóðarauðinn Fosteignir Daglegt líf ► Afmælisblað: í fótspor Einars Ben - Öryggi kaupenda og selj- enda stórbatnað — Vinnubrögð vandaðari en áður ► Rykmaurar og kattaofnæmi - Þorsteinn Sæberg skólasljóri - um slæður - Hótel mánaðarins - Svalbarði, nýr ferðamannastaður - Viðdvalarfarþegar í Bláa lónið símasérfræð- ingar á leið til landsins HALLDÓR Blöndal samgöngu- ráðherra mun í dag eiga fund með Ólafi Tómassyni, póst- og síinamálasljóra, þar sem m.a. verða til umræðu síendurteknar bilanir í stafrænu símstöðinni í Landsímahúsinu. Sérfræðingar frá Danmörku eru væntanlegir til landsins vegna þessa en að sögn Ólafs hafa danskir og ís- lenskir sérfræðingar unnið stöð- ugt að lausn á málinu og nemur kostnaður við leitina milþ'ónum króna. Ólafur sagði að um þessar mundir væri verið að koma fyrir sérstökum línum fram hjá staf- rænu símstöðinni til nokkurra aðila, þar á meðal lögreglu, til þess að símsamband haldist óháð bilunum í stafrænu stöðinni. í gær datt starfræna stöðin í Landsímahúsinu út í 45 mínútur og varð fjöldi númera sem byijar á 1, 61 og 62 sambandslaus auk fyrirtækja sem eru með beint inn- val á stöðinni. Undanfamar vikur °g mánuði hafa fjölmargar sams konar bilanir orðið. Ólafur Tómas- son sagði að vitað væri að í stöð- inni væri að finna sams konar galla °g fyndist í fjölmörgum sams kon- ar stöðvum annars staðar í heimin- um en ekki væri vitað hvað ylli því að meðan gallinn truflaði ekki starfsemi hinna erlendu stöðva tækist ekki að komast fyrir hann hér á landi. Athygli að rafkerfi Ólafur sagði að nú beindist at- hygli sérfræðinga m.a. að rafkerfi Landsímahússins og væri verið að yfirfara það og jarðsamband í því nákvæmlega ef eitthvað fyndist sem ylli útleiðslu. Ólafur sagði að ekki hefði verið kannað hvort um sé að kenna skemmdum á rafkerfí hússins vegna eldsvoðans í Land- símahúsinu fyrir um 2 árum. Ólafur Tómasson sagðist harma þær tafir og óþægindi sem ástand þetta ylli símnotendum. Hann kvaðst fullvissa notendur um að öHu væri tjaldað til að leita orsaka vandans og úrbóta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.